Þjóðviljinn - 13.07.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júll 1974. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson 78. Fljótur, fólk vaknar Uppruna verksins er áreiðanlega að finna i einhverju ritverki. Hér er á ferð- inni annað hvort norn eða nunna, sem hef- ur verið að gamna sér við munka, álfa, eða karlverur annars heims. 1 morgun- sáriö, þegar hún hefur gert þá innantóma eftir tröllskap sinn, gefur hún þeim maga- fylli. Sérkennilegt andrúmsloft daöurs og einfeldni hvilir yfir myndinni. Kerlingin er auðsæilega miklu llfsreyndari en karl- arnir. Hún stjórnar bæði atburöarásinni og myndbyggingunni. Annar karlinn er eins og álfur út úr hól og furöu lostinn yfir flsibelgnum, sem hann leikur á, eins og harmoniku til að vekja reimleika ástar- innar með vindgangi. Hinn karlinn, sém Hklega hefur verið magamjórri og nætur- leikirnir hafa gert glorhungraðan, hugsar aðeins um matinn. En kannski er kerlingin aöeins saklaus skúringarkerling, sem hefur leitt vini slna I kjallara og matarbúr einhvers klaust- urs, þar sem hún ræstir gólf, I þeim eina tilgangi að sýna þeim alla dýrðina, mat- inn og búrið, svo aö hún verði merkilegri I þeirra augum á eftir. Nú eru húsbændur hennar að vakna og best aö halda burt út I húmiö. Hún heldur á sóflinum til reiðu, allt er tilbúiö. Og ef hún er norn, þá geta vinir hennar sest á bak reiðskjótanum og flogið burt reynslunni og ánægjunni rlk- ari. Bandaríkin með 200 mílna efnahags- lögsögu CARACAS 12/7 1 gær lýsti fulltrúi Bandarikjanna á hafréttarráð- stefnunni i Caracas yfir stuöningi viö 200 milna efnahagslögsögu og 121 milna almenna landhelgi. Er það i fyrsta sinn sem fulitrúi Bandarikjanna lætur I ljós stuðn- ing sinn við svo viðtæka efna- hagslögsögu. Bandariski fulltrúinn, Steven- son, lagði áherslu á að Bandarik- in hefðu viljað fylgja sveigjan- legri stefnu I þessum málum. Hann sagði, að lögfræðilegt inn- tak slikrar lögsögu strandrikja væri þýðingarmeira en sjálf tak- mörk hennar. Þvi væru Banda- rikin reiðubúin til að fallast á 200 milna efnahagslögsögu, ef að sú lausn væri snar þáttur I heildar- lausn sem fæli I sér ákvæði um siglingafrelsi á sundum og á- kvæði um nýtingu auðæfa innan og utan 200 milna markanna. Hugmyndin um 200 mllna efna- hagslögsögu nýtur bersýnilega stóraukins fylgis, en segja má um stuðning risaveldanna beggja við hana, að enn er margt á huldu um það, hvernig þau vilji haga fisk- veiðilögsögu. 27 ungir Grikkir fá • þunga dóma AÞENU 12/7 27 Grikkir, flestir stúdentar, voru dæmdir I þunga fangelsisdóma i Aþenu I dag. Var þeim gefið að sök aö hafa stofnað kommúnistasamtök með það fyrir áugum að steypa herfor- ingjastjórn Iandsins. Foringi hópsins, Thomas Manopoulos, var dæmdur I tiu ára fangelsi, en aðrir I fjögurra til sex ára fangelsi. Veitingu styrkja úr Vísindasjóði lokið Nú er lokið úthlutun styrkja Vlsindasjóðs fyrir árið 1974, og er þetta I sautjánda sinn, sem þess- um styrkjum er úthlutað. VIs- indasjóöi er skipt I tvær deildir, Raunvisindadeild og Hugvisinda- deild, og var ráðstöfunarfé sjóðs- ins að þessu sinni skipt þannig, að Raunvlsindadeild fékk til úthlut- unar 67%, en Hugvisindadeild 33%. Sú stefna hefur nú verið mörkuð að auka verulega styrki til rannsóknarverkefna, en draga að sama skapi úr styrkjum til framhaldsnáms, enda hefur Lánasjóður Islenskra náms- manna (LtN) tekið við þvi hlut- verki á siðustu árum. Að þessu sinni bárust Raunvis- indadeild 83 umsóknir, en veittir voru 43 styrkir, sem námu alls 9.26 milljónum króna. Af þeim voru 24 verkefnastyrkir (alls 5.31 millj. króna), en 19 styrkir til framhaldsnáms og rannsókna (alls 3,95 millj. króna). Hæsti styrkurinn var 800000 kr. og hann fékk Jónas Hallgrimsson læknir til efniskaupa og launa handa meinatækni I eitt ár til rannsókna á lifefnafræðilegum breytingum á hjartavöðva. Siðan voru veittir ellefu 300.000 kr. styrkir, og fengu þá fimm stofnanir og sex einstak- lingar. Aðrir styrkir voru lægri. Hugvisindadeild bárust að þessu sinni 46 umsóknir, en veittir voru 28 styrkir, sem námu alls 5,1 milljón króna. Af þeim voru 23 verkefnastyrkir (alls 4.1 millj. króna) en 5 kandidata- og fram- haldsnámsstyrkir (1 millj. króna). Hæst voru veittir tveir 300.000 kr. styrkir, og fengu þá Stefán M. Stefánsson borgardóm- ari til að ljúka lögfræðilegri rit- gerð um starfshætti, skipulag og valdsvið stofnana Efnahags- bandalags Evrópu, með sérstakri áherslu á skýringu og túlkun þeirra ákvæða sem dómstólinn varða, og svo dr. Sveinbjörn Rafnsson til að greiða hluta prentunarkostnaðar doktorsrit- gerðar sinnar „Studier I Land- námabók”. Á þessu ári hefur þvi verið veittur 71 styrkur úr Visindasjóði fyrir 14.36 millj. króna. Styrkirnir voru jafnmargir I fyrra, en heildarfjárhæð var þá nokkru lægri. Formaður Raunvisinda- deildar er nú dr. Guðmundur Pálmason, og formaður Hugvis- indadeildar en dr. Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri. Brynja leikstýrir í Þýskalandi: Lysistrata i Bad Hersfeld 1 gær var Lysistrata eftir Aristofanes frumsýnd á leiklistarhátíöinni i Bad Hers- feld undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Aðalleikarar eru meðal þekktustu leikara I Þýskalandi: Klaus Havenstein og Nicole Heesters. Tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson sérstaklega fyrir þessa þýsku uppfærslu. Aöstoðarleikstjóri er Geirlaug Þorvaldsdóttir. Búningar eru fengnir aö láni hjá Þjóðleikhúsinu, gerðir af Sigur- jóni Jóhannssyni. Hátiðin I Bad Hersfeld hófst á miövikudaginn með sýningu á Wallenstein eftir Schiller. Prófessor Ulrich Erfurth, sem leikstýrði Mariu Stuart hér á landi I fyrra, er yfirstjórnandi leiklistarhátíðarinnar og hann setur á svið leikritið Puntila og Matta vinnumann eftir Brecht, sem sýnt var hér I Þjóð- leikhúsinu fyrir nokkrum árum. Æfingar fyrir hátlðina hafa staöið I rúman mánuð. Leikið er á útisviði I gömlum kirkjurúst- um. A myndinni sjást leikarar á æfingu á sviðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.