Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. ágúst 1974. Þriðjudagur 20. ágúst 1974. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 , J • ' ipulag heilbrigðismála á Kúbu og Kína Eins og við sögðum frá í sunnudagsblaðinu hefur orðið mikil og góð breyting á Læknanemanum. Áhugi fyrir þjóðf élagsmálum hef ur aukist mikið og jaf n- framt áhugi fyrir sósíal- isma. Til dæmis hafa birst í blaðinu greinar um ástand og þróun heil- brigðismála í tveimum sósíalískum löndum, Kúbu og Kína. Hér á eftir verður efni þessara greina rakið. Fidel Castro gefur blóö KÚBA Framþróun heilbrigöismála á Kúbu hefur veriö geysihröö siðan byltingin var gerö I ársbyrjun 1959. A þeim fimmtán árum sem liðin eru sjúkrahús þotiö upp um alit land, læknar verið framleidd- ir I hundraðavis og þaö sem mest er um vert: allt skipulag heil- brigðismála lagaö aö þörfum fólksins I landinu, i staö þess aö vera féþúfa og forréttindi yfir- stéttarinnar. Fyrirbyggjandi starf í greininni um Kúbu er lögð á það megináhersla strax i upphafi að framfarir þær sem orðið hafa i landinu séu þvi gð þakka að þar var gerð sósialisk bylting, og að forsendan fyrir lausn á gifurleg- um vandamálum þróunarland- anna i heilbrigðismálum sé sósialisk bylting. „Auðvaldslækningar miða að lækningum sjúkdóma, en á þann hátt gagna þær mest þeim, sem eru í nábýli við lækna og geta borgað. Sósialiskar lækningar stefna að fyrirbyggingu sjúk- dóma meðal þjóðarinnar, hvar sem fólk býr og hverjar sem tekj- ur þeirra eru.” Fyrir byltingu var til einn læknaskóli á allri Kúbu. Hann var sniðinn að þeim þörfum auðvalds- ins að hafa sem mestan hagnað af lækningum. Engin kennsla var i faraldsfræði og heilsufræði var óverulegur liður i náminu. Nú eru þrir læknaskólar á Kúbu og þar eru ofannefnd fög grundvallar- fög.' Fyrir byltingu var ástandið svipað þvi sem það er i öðrum löndum Suður-Ameriku enn þann dag i dag. Viðmiðanir lækna var gróðinn og einstaklingshyggjan og yfirstjórnin var gerspillt. Eftir byltingu var þörfin á heilsugæslu i landinu öllu könnuð, samin áætl- un fyrir allt landið og dreifðir þættir heilbrigðismálanna sam- aneinaðir i einn. Fyrir byltingu voru allflestir læknar samankomnir i borgunum en sveitavargurinn fékk að deyja i friði þvi hann átti enga peninga. Nú er hjálpin send út á land og er ókeypis. Arið 1964 tóku lækna- nemar ákvörðun um að heita þvi að fara ekki út i einmennings- praxis og að eyða tveimur fyrstu árum að loknu námi á læknamið- stöðvum og sjúkrahúsum i af- skekktum héruðum. Fólksf lótti og viðskiptabann Eitt höfuðatriði heilbrigðismál- anna eftir byltingu hefur verið að dreifa þjónustunni um landið. Ar- ið 1958 var til einn héraðsspitali i dreifbýlinu með tiu rúmum. Nú eru þeir orðnir 47 að tölu með 1300 rúmum. Fjöldi sjúkrahúsa i land- inu hefur þrefaldast á fimmtán árum, úr 57 i 170, og við það bæt- ast 250 læknamiðstöðvar sem áð- ur þekktust ekki. Sjúkrarúmum hefur fjölgað úr 21 þúsundi i 42 þúsund og eru nú 5.4 á hverja þús- und ibúa. En inn i þetta dæmi vantar erfiðleikana sem aö steðjuðu eftir byltingu vegna fólksfiótta og af völdum viðskiptabanns Banda- rikjanna. Einn þriðji af allri læknastétt landsins, eða um 2000 læknar, flúðu land og af 158 læknaprófessorum við læknaskól- ann i Havanna voru 17 eftir. Allar lyfja-, tækja og timaritasending- ar stöðvuðust skyndilega þar sem þær höfðu nær allar komið frá Bandarikjunum. Nú eru læknar orðnir 7 þúsund i Che Guevara var læknir og eftir honum eru höfö einkunnarorö kúb- anskra heilbrigöismála: „Eitt Iif manns er meira viröi en rfkidæmi auökýfingsins.” landinu öllu eða þúsund fleiri en voru fyrir byltingu og fólksflótta og í læknaskólum eru nú 5 þúsund nemendur i stað 3500 áður, þar af útskrifast 500 læknar á ári i stað 350 áður. Af læknanemum eru 48% kvenkyns. Kennaraliðið sem datt niður i 17 eftir byltingu er nú orðið 250 að tölu. „Venjan er sú, að læknir kemur ekki heim til sjúklings nema i neyð. Þess i stað kemur sjúkling- urinn til rannsóknar og meðferð- ar á þá læknamiðstöð, sem næst er. Ef rannsóknir og sérfræðings- álit eru nauðsynleg, "er sjúkling- urinn sendur til héraðssjúkra- hússins eða, ef nauðsyn krefur, til þess spitala i Havana, sem er sér- hæfður i þvi, sem upp kemur. Sjúkraskýrslan er siðan send i læknamiðstöðina til þess læknis, sem fyrstur sá sjúklinginn, og þar er eftirmeðferð gefin eftir þvi, sem hæfa þykir”. Menningarmiðstöð Vitnað er i lækni einn sem fór árið 1968 til Kúbu og sá þar m.a. geðsjúkrahús. Hann segir: „Fyrir 1958 var þetta gamall vitlausraspítali þar sem 5000 sjúklingar fengu skrimtmeðferð. Nú er búið að breyta þessu i op- inn, rúmgóðan nýtiskulegan og aðlaöandi stað, með iþróttavelli, útibiói, kennslustofum, verkstæð- um, bókasöfnum og aðstöðu fyrir landbúnað og garðyrkju. 20% sjúklinganna eru i gæslu vegna veikinda sinna. Annars voru allir eitthvað að sýsla. Eng- inn var i bælinu eða að flækjast á deildinni. Mér fannst ég vera staddur i vinnu- eða menningar- miðstöð. Ekki sá ég nein höft eða varðmenn. Sjúklingarnir sjá um einhverja stærstu tilrauna- hænsnarækt á Kúbu. Ég eyddi einum tima i samkomusalinn, þar sem sjúklingarnir eru allan dag- inn að vinna i leiklist, tónlist og dansi. Að þvi er virðist lifa þessir sjúklingar heilbrigðu lifi i skipu- lögðu samfélagi að geðsjúkdómn- um slepptum.” Fjárútlát til heilbrigðismála hafanæráttfaldastániuárum, úr 21 miljón peseta árið 1958 upp i 158 miljónir árið 1967. Þetta sýnir vel hve mikla áherslu Kúbumenn leggja á gott heilsufar þjóðarinn- ar. Þeir stefna að þvi að fyrir- byggja sjúkdóma og að veita ókeypis lyf og læknishjálp. Einnig að hafa hjúkrunarfólk, lækna og tannlækna þar sem þörf er á. Mikill árangur Og hvaða árangur skyldi þetta bera? Blaðið segir að tölfræðin sanni að með aðferðum byltingarinnar megi fækka sjúkdómum og dauðsföllum i þeim mæli sem ekki er hugsanlegur i auðvalds- rikjum álfunnar. En eins og menn vita var ástandið á Kúbu að öllu leyti mjög svipað þvi sem það nú er i Suður-Ameriku allri. Iðrakvef er einn af fimm skæð- ustu fellivöldum i Suður-Ame- riku. 1 Kólombiu deyja 105.4 af hverjum 100 þúsund íbúum úr þvi á ári hverju, i Guatemala 229, i Venesúela 64.4 og i Perú 103.5. A Kúbu dóu 50.8 af hverjum 100 þús- und ibúum úr iðrakvefi árið 1962 en 19.6 árið 1966. Þannig var 2.500 mannslifum bjargað á fjórum árum. Mænuveiki hefur verið útrýmt með bólusetningu á Kúbu og er hún eina landið i álfunni þar sem það hefur gerst. Malaria er annar skaðvaldur og fyrir byltingu komu upp 7-10 þúsund tilfelli af henni á ári. Arið 1962 hafði þeim fækkað um helming, niður I 3519, og árið 1967 var veikin svo til horfin, 10 tilfelli á árinu. Tauga- veikitilfellum fækkaði á árunum 1964-6 úr 1158 niður I 167. Þessi velgengni er þvi að þakka að heilbrigðisyfirvöldum hefur tekist að fá þjóðina til liðs við sig i baráttunni gegn sjúkdómunum. Stéttarfélög, kvennasamtökin og byltingarnefndirnar fara um landið og bólusetja börn. Arið 1964 voru tæplega 2.5 miljónir barna undir 14 ára aldri bólusett gegn mænuveiki og tæplega 1.5 miljónir barna undir sex ára aldri til viðbótar árið 1966. A hverju ári eru hundruð þúsunda barna bólusett við kúabólu, berkl- um, barnaveiki, kighósta, stif- krampa og taugaveiki. Arangurinn lætur heldur ekki á sér standa. í flestum rikjum Suð- ur-Ameriku er barnadauði yfir 80 af hverjum þúsund lifandi fæddra barna og sums staðar yfir 100. Á Kúbu var hann 37.7 árið 1966. Engin breyting án sósíalisma Lokaorð blaðsins um Kúbu eru á þessa leið: „En þrátt fyrir að mikið þurfi að gera, eru afrekin þegar orðin mörg i heilbrigðismálum Kúbu. Þar skiptir mestu máli hið nýja sjónarmið, sem rikir. Fólk er meðhöndlað sem manneskjur, sem eiga heimtingu á bestu með- ferð, hvernig sem fjárhag er hátt- að. Meginreglan er höfð eftir Che: „Eitt lif manns er meira virðien rikidæmi auðkýfingsins.” 1 heilbrigðismálum er Kúba til fyrirmyndar fyrir litt þróuð riki — án sósialiskrar byltingar þýðir ekkert að gera umbætur, þær lina aðeins sársaukann, en lækna ekki sjúkdóminn. — ÞH tók saman KÍNA Eftir menningarbyltinguna I Kina hefur heilbrigöisþjónustan og kennsia heilbrigöisstétta veriö algerlega umsköpuö en fram aö þvi haföi hún veriö svipuö þvl sem gerist á Vesturlöndum. 1 endur- skipuiagningunni voru tvær meg- inreglur hafðar I hávegum: „1. Heilbrigöisþjónustan varö aö ná til allra hluta landsins, en ekki bara til þéttbýlu svæöanna. 2. Eins og meö aöra menntun þá vcrður læknanám aö stjórnast af fólkinu, en ekki aö byggjast á akademiskum ramma. Innganga i æöra menntakerfi er aö mestu leyti bundin viö þaö hversu djúpt og mikiö umsækjandinn hefur stúderaö kommúnisma”. Frá fólkinu — til fólksins Læknar og læknastúdentar eru skyldaðir til að fara út i dreifbýlið og vinna þar vissan hluta úr ári. Það er gert til þess aö ekki rofni tengsl menntamanna við lif og Nálalækningar eru upprunnar I Klna og stundaöar þar jafnhliða vest- rænum aðferöum og alþýðulækningum. starf bændanna og þeir taki þátt I þvi og skilji það. „Stefnan sem mótuð var i menningarbyltingunni miðaði að þvi, i fyrsta lagi að menntastétt- irnar störfuðu i anda og þágu fólksins og i öðru lagi að mennta- stéttirnar væru skipaðar mann- skap, sem kæmi frá f jöldanum úr öllum landshlutum”. Skipulag læknanáms Skipulag námsins við lækna- skólann i Peking er þannig að námið tekur þrjú ár. Þeir sem hefja nám við skólann eru ekki þangað komnir hina venjulegu leið upp úr menntaskóla eins og hér á Vesturlöndum. Þeir eru valdir af fólkinu sem þeir hafa starfað með áður og eru útnefndir af byltingarráði þeirra stofnunar sem þeir hafa starfað við. Fjórar meginreglur gilda um inngöngu i skólann: „1. Löngun einstaklingsins til að læra læknisfræði. 2. Meðmæli viðkomandi stofn- unar sem einstaklingurinn starf- aði við, t.d. samverkamenn, her- menn. 3. Að flokkurinn hafi velþóknun á viðkomandi, að öruggt sé að hann hafi kynnt sér hugsun Mao Tse-tungs niður i kjölinn og að umsækjandinn sé kommúnisti. 4. Samþykki byltingarráðsins við umsóknina”. Eftir að umsækjandi hefur fegnið inngöngu i skólann hefst námið með niu mánaða bóklegu námi i liffærafræði, lifeðlisfræði, lifrænni efnafræði, hefðbundnum kinverskum alþýðulækningum og pólitik. Einnig er kennd lyfja- fræði og örverufræði. Næstu tvo mánuði eru her- skylda, likamsþjálfun og erfiðis- vinna á dagskrá en að þvi loknu eins mánaðar leyfi. Næsta hálfa árið fer i fyrir- lestra með sýnikennslu i lyflækn- ingum, skurðlækningum, fæð- ingafræðum og kvensjúkdójum en síðan koma aðrir tveir mánúö- ir með herskyldu, likamsæfingum og erfiðisvinnu og að þvi loknu eins mánaðar leyfi. Að leyfinu loknu fara lækna- nemarnir út i dreifbýlið Og dvelja þar I níu mánuði með kennurum sinum og stunda læknisfræðileg störf. A kvöldin eru fyrirlestrar i skólahúsum sem notuð eru til annarrar kennslu á daginn. Einn- ig læra nemarnir að greina jurtir, safna þeim og nota og leggja að auki stund á erfiðisvinnu, t.d. vegagerð. Að þessum niu mánuðum liðn- um er aftur snúið til Peking þar sem við tekur strangt bóklegt nám i þrjá mánuði. Að þvi loknu er herskylda, likamsæfingar, erf- iðisvinna og leyfi næstu þrjá mánuðina en að þvi búnu útskrif- ast nemarnir. Berfættir læknar Að námi ioknu snýr hinn nýút- skrifaði læknir aftur til heima- byggðar sinnar og stundar sitt starf meðal fólksins sem útnefndi hann. Þannig þykir tryggt að læknar dreifist jafnt út á lands- byggðina, jafnt eftir þörf og upp- runa. Cti á landsbyggðinni starfa læknar aðallega að sinu fagi en gripa þó i almenn störf. Einnig sjá þeir um að mennta svonefnda „berfætta lækna”. Berfættir læknar eru bændur sem fengið hafa þjálfun i hjálp I viðlögum og eru oftast milliliðir milli lækn- anna og fjöldans. 1 starfi sinu beita læknar jafnt vestrænni læknisfræði sem þeirri sem alþýða landsins hefur skap- að. Þeir eiga að vera vel úr garði gerðir fræðilega og pólistiskt og hafa stundað störf fjöldans. Þannig þykir tryggt að þeir fjar- lægist ekki alþýðuna og verði nokkurs konar yfirstétt eins og raunin hefur orðið hér i hinum vestræna heimi. (ÞHtóksaman) BLAÐAÐ í LÆKNANEMANUM Amin hefur 10 fast- ráðnar böðlasveitir — sem hafa drepið tugi þúsunda manna á fáum árum. — Sagt frá bók bresks blaðamanns um hryðjuverk Amins. þegar bókin er komin út, hefur Amin við orð að banna öllum Bretum að koma inn I Uganda og að hann muni reka alla Breta úr landi. I Austur-Afríkuríkinu Uganda ríkir ógnarstjórn. Um 90 þúsundir hafa verið drepnir á miskunnar lausasta hátt síðustu tvö til þrjúárin. Daglega hverfur fólk sporlaust. Dómarar, lögfræðingar og læknar eru drepnir samkvæmt skipunum Amins forseta, af því að þeir voru sagðir njósnarar. í þessari grein er sagt frá vinnubrögðum þessa brjálaða ríkisleið- toga. Hann öskraði af hrifningu þeg- ar honum var fært höfuð and- stæðings sins Husseins. Þar með hafði Amin gengið af lýðræðinu endanlega dauðu. Eftir að hafa horft á höfuðið um stund stakk hann þvi inn i kæliskáp til þess að geta siðar meir glatt sig við fenginn. Þar með hófst sú miðalda- ógnarstjórn Idi Amins sem á eng- an sinn lika á jörðinni i dag og kennir þó margra grasa. Amin er stööugt hræddur um lif sitt og þess vegna myrðir hann landa sina tugþúsundum saman. Breski blaðamaðurinn David Martin hefur nýlega gefið út bók um ógnarstjórn Amins og blóð- feril hennar. Bókin heitir „General Amin”. Martin var um 12 ára skeið fréttaritari „Observers” i Austur-Afriku. Hann hafði aðsetur i Tansaniu, nágrannariki Uganda. Vegna skrifa sinna hafði Ugandaforseti þegar útbúið sérstakan klefa fyrir hann i gjöreyöingar búðum. Nú, Tíu böðlahópar Martin lýsir ógnarstjórninni samkvæmt þvi sem hann hefur sjálfur reynt,samkvæmt vitnis- burðum sem fram hafa komið fyrir sérstaðri rannsóknarnefnd lögfræðinga og samkvæmt um- mælum fyrrverandi ráðherra Amins, sem tókst að flýja land. Þar kemur fram m.a.: „Með mikilli varkárni gætt að voru á fyrstu tveimur valdaárum Amins drepin 80—90 þúsund manns. Hann drepur eða lætur tillitslaust drepa, svo lengi sem það fram- lengir völd hans, eykur auðæfi hans eða færir honum kven- mann.” Morðin annast tiu hópar at- vinnubööla, sem fá skipanir beint frá forsetanum. Opinbert heiti þeirra er öryggisdeildin” og þeir fara um landið fram og aftur i leit að svokölluðum útsendurum. Yfirmaður deildarinnar Isaac Malimayungu, var áður leigubil- stjóri i Kampala, höfuðstað Uganda. Nóttina sem valdaránið var framið drap hann liösforingja og fékk hann samstundis titil fórnarlambsins, eins og Amin hafði heitið honum sem öðrum hjálparmönnum sinum. Liðsfor- inginn hælir sér nú af þvi að hon- um láti betur að drepa fólk en hænsni. Komiö og sjáið útsendarana, sagði liðsforinginn hann bauð aö hlýða á „yfirheyrslur” i Masaka, fjórða stærsta bæ landsins. Fjórir hermenn höfðu klætt borgar- stjóra staðarins úr hverri spjör og héldu honum föstum. Borgar- stjórinn bað um að fá að útskýra mál sitt. Liðsforinginnneitaði þvi og skipaði svo fyrir að kynfærin skyldu skorin af manninum, siðan tók böðullinn penis og hélt að munni borgarstjórans og sagði: Talaðu nú við forsetann i gegnum þennan sima. Daginn eftir tilkynnti útvarpiö i Uganda að lik borgarstjórans hefði fundist á viðavangi. Þeir sem „fundu” likið voru úr Idi Amin „öryggisdeildinni” — böðlasveit- um Amins. Forseti hæstaréttar landsins, Benedicto Kiwanuka hafði keypt verslun af brottfluttum Asiu- manni. Amin fékk augastað á verslun þessari. Dómarinn hafði auk þess ekki sýnt forsetanum þá virðingu sem krafist var: Hafði dómarinn látið Breta nokkurn lausan úr fangelsi gegn vilja for- setans. Hermenn Amins fangelsuðu dómarann sem sat i sæti sinu i réttarhöldum. Dómarinn var siðan fluttur til húss Amins i Kampala. Forsetinn kvað upp dóminn: „Gerið át af við hann.” Lifveröir Amins skáru eyru, munn og nef af manninum, skáru af honum penis og stungu upp i hann (Þaö er föst regia gagnvart fórnardýrunum) o.s.frv. Liflátsdómum er fullnægt opin- berlega og athöfnin er sýnd i sjón- varpi. Kvennamál Pólitisk boðorð Amins eru ein- föld: 1. Elskið foringja ykkar. 2. Þið verðið að sjá um að aðrir elski foringja ykkar. 3. Elskið utanrikisráðherra ykkar, þvi hún segir mér frá öllu. Rikisstjórn Amins er mest- megnis skipuð banditum á borð við liðsforingjana sem áður er frá sagt — með einni undan- tekningu: Utanrikisráðherrann er fyrrverandi ljósmyndafyrir- sæta, sú fagra prinsessa sem fræg er úr fréttum. Hún þurfti ekki að berjast fyrir embætti sinu. Hann skildi við konur sinar, rak mág sinn, utanrikisráðherra, úr em- bætti, og setti prinsessuna i staðinn. Hann rak. frá sér þrjár konur sinar kristinnar trúar, þeg- ar rikisstjórnirnar i Bonn og London neituðu honum um vopn. 1 staöinn tók hann sér fyrir konur þrjár múhameðskar. Þegar rikisbúskapur Amins varö gjaldþrota fór forsetinn til Libýu og ræddi við Gadhafi. Þar fékk forsetinn lán enda fullvissaði hann Libyuleiðtoga um að 80% ibúa Uganda væru Múhameöstrú- ar. Ennfremur iagði Gadhafi fram sem svarar um 2,4 miljörð- um isl. króna til þess að byggja moskur i Uganda — en þetta fé notaði Uganda — forseti hins veg- ar til þess að kaupa vopn frá Sovétrikjunum. Amin visaði sendiherra Israels úr landi og þegar morðin voru framin á Olympiu-leikunum i Mllnchen i hitteðfyrra sendi Amin simskeyti til aðalritara Sameinuðu þjóðanna: „Það var rétt hjá Hitier að drepa Gyðingana, þvi að ísraelsmenn starfa ekki i þágu mannkynsins. Þess vegna brenndi hann sex mil- jónir Gyðinga til dauða i þýsku landi.” Byrjaði sem hjálparkokkur Amin er komin af afar frum- stæðum ættflokki. Hann er ólæs og óskrifandi. Móöir hans var töfralæknir. Sonurinn Amin gekk 1946, i bresku nýlenduhersveitina „King’s African Rifles” sem hjálparkokkur. Bresku her- foringjarnir töldu hann „sniðug- an strák”, sem byggi yfir bestu eiginleikum nýlenduhermanns: Ölæs, 196 sentimetra hár og sterkur sem björn. í niu ár var Amin Uganda- meistari i þungavigt i boxi. Fyrir þetta varð hann allþekktur og var þess vegna annar af tveimur svörtum mönnum, sem áður en landið hlaut sjálfstæði, náði þvi að verða liðsforingi. Þáttaka hans i boxi hafði það hins vegar i för með sér aö hann varð fyrir heila- skemmdum sem koma nú fram á hryllilegasta hátt. Með valdaráninu 1971 náði hann öllum völdum i landinu I sinar hendur. Þessi frumstæði villi maður hefur æ siðan vakið mikla athygli erlendis fyrir tiltæki sin. Hann visaði Asiumönnum úr landi.hann sendir simskeyti út og suður meö hvers kyns ábending- um og „heilræðum” um alþjóða- mál — m.a. til Nixons meðan hann átti i Votergeitstriðinu. Hann þykir óheflaður og rudda- legur i „finum” samkvæmum er- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.