Þjóðviljinn - 08.09.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. scptember 1974.
DlQÐVIUINfn
MÁLGAGN SoSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ótgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur)
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb> Prentun: Blaðaprent h.f.
AFANGA ER NAÐ, EN
Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins
flutti á sumarþinginu tillögu til þings-
ályktunar um að fela rikisstjórninni að
biðja amerikumenn að loka ekki fyrir
sendingar Keflavikursjónvarpsins til
Reykjavikursvæðisins. Þingmaður þessi,
Albert Guðmundsson, er löngu þekktur
fyrir það að sleikja alls staðar allar póli-
tiskar dreggjar ef hann telur sig geta átt
von á nýjum liðsmönnum. En það vakti
heldur ekki verulega athygli að Albert
Guðmundsson skyldi leggjast hundflatur
frammi fyrir bandariska herliðinu. Hitt
þóttu með réttu meiri tiðindi, að formaður
Sjálfstæðisflokksins lagði blátt áfram
blessun sina yfir tillöguflutning Alberts og
lýsti þvi yfir að hann væri þvi fylgjandi að
hafa Keflavikursjónvarpið inni á öðru
hverju islensku heimili áfram. Fullyrða
má að islenskur forsætisráðherra hafi
aldrei fyrr i sögu þjóðarinnar lagst jafn
lágt og Geir Hallgrimsson. Þarf það
kannski ekki að koma á óvart þegar þessi
fulltrúi islensku auðstéttarinnar hefur
beina hagsmuni af hersetunni og þvi her-
námi hugarfarsins, sem henni fylgir. Geir
Hallgrimsson á milli 10 og 20 fyrirtæki
sem öll beint eða óbeint skipta við herinn
og hann sjálfur var starfsmaður her-
mangsfyrirtækis, og það ekki lágt settur.
Takmörkun Keflavikursjónvarpsins er
eini merkjanlegi árangurinn af störfum
vinstristjórnarinnar i herstöðvarmálinu.
Og sá árangur er vissulega ákaflega þýð-
ingarmikill. Það tók Einar Ágústsson
utanrikisráðherra að visu mikla vafninga
VERUM A VERÐI
og snúninga að framkvæma skýlausan
vilja fráfarandi rikisstjórnar i þessum
efnum, og það varð ekki fyrr en Alþýðu-
bandalagið krafðist aðgerða að nokkuð
var tekið að marki á þessu máli.
I baráttunni gegn bandariska her-
mannasjónvarpinu hafa islenskir
sósialistar átt fjölmarga liðs-
menn i öllum stjórnmálaflokkum. Inn-
an Sjálfstæðisflokksins hafa jafnvel verið
menn sem hafa beitt sér af alefli gegn
smán hermannasjónvarpsins og þeim
hættum sem þvi fylgja. Einn þeirra
manna, sem hvað ötulast hafa beitt sér
gegn hermannasjónvarpinu, er Sigurður
Lindal, lagaprófessor. 1 viðtali við Sigurð
Lindal sem Þjóðviljinn birtir i dag fjallar
hann m.a. um þá „röksemd” kanasjón-
varpssinna, að það jafngildi frelsinu sjálfu
að mega horfa á afsiðunartæki banda-
rikjahers. Sigurður segir:
„Menn tala mikið um frelsi i sambandi
við Keflavikursjónvarpið, en hér er alls
ekki um frelsi að ræða. Menn eru ekki
frjálsir að þvi að horfa á hvaða sjónvarp
sem er. Hér i landi eru tvær sjónvarps-
stöðvar. Aðra rekur islenska rikið, en hún
sjónvarpar miklu minna. Hina rekur
bandariski herinn. Frelsið takmarkast við
þessa tvo einkaaðila og er þó hlutur hers-
ins raunverulega miklu meiri, þannig að
allt tal um frelsi i þessu sambandi er alveg
út i bláinn”. Sigurður minnir i þessu sam-
bandi á þær takmarkanir sem lagðar eru á
atvinnurekendur útlendinga hér á landi;
ætli að þeir Albert Guðmundsson og Geir
Hallgrimsson yrðu ekki heldur litlir karl-
ar i „kaupsýslunni” ef yfirboðarar þeirra
útlendir settust að hér á landi með umsvif
sin?
1 viðtalinu bendir Sigurður Lindal á þau
áhrif sem sjónvarpið og hersetan hefur
þegar haft á þjóðina: „Fyrir tuttugu árum
var það nokkurn veginn viðurkennt að
hersetan væri nauðsynlegt böl. Enginn
taldi hann æskilega. Jafnvel þeir sem
vildu hafa herinn hér, töldu hann nauðsyn-
legan, litu á hann sem óæskilegan. Nú er
enginn vafi á að herinn er orðinn mjög
vinsæll meðal stórs hluta þjóðarinnar. Þar
ber margt til, en ég álit að þessi fjölmiðl-
unarstarfsemi hersins hafi ráðið þar
mestu um, og björgunarstarfsemin. Og nú
gæti svo farið að stjórnmálamennirnir
færu að keppa um vinsældir hersins meðal
ákveðins hluta þjóðarinnar”.
Sjónvarp bandariska hersins á Kefla-
vikurflugvelli hefur verið vitnisburður um
andlega niðurlægingu, sem á hvergi sinn
lika um viða veröld, nema i Suður-Viet-
nam þar sem bandarikjamenn reka sjón-
varpsstöð. Áhrif bandarikjamanna á ís-
landi hafa orðið geysileg vegna herset-
unnar, hermangaranna og sjónvarpsins.
Nú hefur verið tekið fyrir það siðast-
nefnda. Áfanga hefur verið náð, en blikur
eru á lofti, þegar forsætisráðherra þjóðar-
innar er svo andlega litilsigldur að gera
sér ekki grein fyrir háskanum af erlendu
sjónvarpi inni á islenskum heimilum.
Slikur maður er til alls vis. Þess vegna
verða allir þeir sem enn eiga i brjósti hug-
sjón um kjarnmikla og fjölþætta íslenska
menningu að vera á varðbergi.
Guðbrandur Magnússon, Sauðárkróki:
Kreppu auðvaldsins
velt yfir á verkalýðinn
Undanfariö hafa átt sér staö miklar framfarir út á landi. En fram-
undan griliir i stöönun og þá hættir steypan e.t.v. aö renna dr nýjum
steypubilunum.
Afturhaldsstjórnin boöar samdrátt og kaupskeröingu. Kjaraskeröingin
mun ekki sist bitna á sjómönnum. Skipin sigla i land og landfestar
bundnar — atvinnuleysi!
Sú kreppa sem herjaö hefur á
auövaldsheiminn undanfarið,
hefur siðastliöna mánuöi verið aö
koma fyrir sig fótunum hér á
landi.
Útgerðarauðvaldið með Llú-
kllkuna i fararbroddi hefur verið
hvað iönast við aö útlista allt tap-
ið á rekstrinum og nefna i þvi
sambandi alis konar tölur til að
„sanna” tapið o.s.frv.
Og frá fleiri greinum atvinnu-
lifsins en I sjávarútvegi hafa
ramakveinin borist. Þegar svo
þessi öfl hafa þurft að horfa upp á
minnkandi gróöa i nokkurn tima
— hvað gerist þá?
Þau sameinast. öfl sem háð
hafa linnulaust strið um markaði,
hráefni og gróða sameinast i þvi
aö skerða kjör verkafólks svo
mikið að þau verði ánægð með
sinn hlut. Og þarf nú þónokkuð til
að svo sé.
Þessi öfl er aðallega að finna
innan Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins. Engan
skyldi þvi undra það, hve fljótt
tókst aö ná málefnalegri sam-
stöðu þessara tveggja stærstu
borgaraflokka, þvi gróöaöflin i
báðum flokkum sáu fram á tilval-
ið tækifæri til að ná þarna áður
burt teknum auð, og hvöttu þvi
ráðamenn alla til samstarfsins.
Kraftur auðsins er mikill, hann
getur jafnvel sameinað auðvalds-
öflin!
Hvað er það þá sem blasir við?
Það er enginn vafi á þvi að það er
gengisfelling: Og þaö þýöir alls-
herjar kauplækkun og atvinnu-
leysi!
1 fáum orðum sagt, ráðið til að
mæta kreppu auövaldsins er að
velta henni yfir á herðar verka-
lýðsins. Þetta er sigilt ráð auð-
valdsaflanna, og þannig mun það
alltaf vera svo lengi sem kapital-
iska þjóðskipulagið viögengst.
Með þessu tryggja arðránsöflin
að hvað sem á gengur, þá hafa
þau allt sitt á þurru.
Islenska yfirráðastéttin er ekki
sammála um hvaða krákustiga
hún eigi aö feta i stjórnmálunum,
en allir fulltrúar hennar eru sam-
mála um að mæta beri kreppunni
með þvi að velta henni yfir á bak
vinnandi mannsins.
Menn tala mikið um tap út-
gerðarinnar, en vita þó ekki alveg
hverju um skal kenna. Sumir
kenna þvi guði sinum almáttug-
um um, aðrir vinstri stjórninni,
en flestir vilja þó koma sökinni
yfir á verkalýðinn og samtök
hans (verkalýðsfélögin eða Al-
þýðubandalagið).
En ef litið er hlutlausum augum
á þetta mál, — þegar litið er á
gegndarlausa sóunina, snikjulif
þeirrar afætuhjarðar sem sogið
hefur sig fasta á þessa aðal-at-
vinnugrein Islendinga, dæma-
lausa vaxtabyrði, sem er afleið-
ing ævintýramennsku i fjármála-
stjórn útgeröarmanna, og svo sið-
ast en ekki sist falsað bókhald i
sambandi við skattsvik og fjár-
flótta, þá gegnir furðu að tapið
skuli ekki vera margfalt meira.
Við sósialistar (og kommúnist-
ar) höfum lært það mikið af sög-
unni aö við vitum að fullkomin
hagnýting á gæðum landsins, sem
fær hverjum vinnufærum tslend-
ing verk i hönd, og sköpun at-
vinnulifs með hagsmuni fólksins
fyrir augum, er ekki möguleg
nema þvi aðeins að uppræta al-
gjörlega allt skrifstofuvald og
spillingu sem fylgir auðvalds-
skipulaginu eins og skugginn.
Til þess aö svo megi veröa þarf
sósialiska umsköpun. Hvort henni
fylgir valdbeiting eða ekki verður
sagan að skera úr um.
Sauðárkróki 29/8 1974.
Guöbrandur Magnússon