Þjóðviljinn - 08.09.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1974. Rætt viöSIGURÐ LÍNDAL prófessor um fjölmiölunarstarfsemi ameríska hersins hér og þau áhrif sem hún hefur og getur haft seint« Þá verður of Sjónvarpssendingum herstöðvarinnar i Keflavik hefur nú verið beint frá Reykjavikursvæðinu, þann- ig að vist má telja, að hermannasjónvarpið verði i framtiðinni aðeins fyrir herstöðina eina. Ýmsum andstæðingum sjónvarps þessa, svo og herstöðvaandstæðingum yfirleitt, mun finnast þessi staðreynd talsvert merkur áfangi i baráttunni gegn fjölmiðlunarstarfsemi amerikana hér á landi. En þótt sjónvarpinu hafi verið beint á haf út, þá stunda amerikanarnir eftir sem áður fjölmiðlun i islenskri menningarlandhelgi. Hljóðvarp þeirra gengur kok- hraust allan sólarhringinn, enda hefur litið verið við þvi amast af islenskri hálfu. Baráttan gegn sjónvarpinu og herliðinu hér á landi, hefur löngum verið einkamál vinstri manna hér á landi. Þeir eru sennilega ekki margir, hægri mennirnir, sem starfa i röðum herstöðvaandstæð- inga. Hins vegar hafa vinstri menn átt einn ötulan samherja i baráttunni gegn fjölmiðlun Bandarikja- manna hér á landi i röðum hægri manna. Sigurður Lindal, lagaprófessor, hefur um árabil talað gegn fjölmiðlunarstarfsemi hins erlenda herveldis hér á landi. Þjóðviljinn ræddi sjónvarpsmálið við Sigurð Lindal nýlega, og fyrsta spurningin, sem við lögð- um fyrir hann varðaði afstöðu hægri manna. Hægri menn þrá öryggi Hvernig skýriröu þaö, aö þeir sem hægra megin teljast I stjórn- máium, eru undantekningarlitiö fyigjandi hersetu hér á landi? Skýringin á þvl, aö hægri menn eru yfirleitt með hernum hér og flestu þvi sem fylgir herliöinu, er I fyrsta lagi sú, að öryggistilfinn- ingin er ákaflega rikur þáttur I fari allra manna, og hvort sem mönnum likar betur eða verr, þá hefur tekist að sannfæra meiri- hluta þjóðarinnar um það, að honum stafi viss hætta af Rúss- um. Þetta fólk telur sér öryggi i þvi að hafa herinn. Þeir sem eru betur efnum bún- ir. Þeir sem eru i forystu i at- vinnulifi, þeir leggja að öðru jöfnu meira upp úr stöðugleika og öryggi i þjóðfélaginu. Þessir menn lita á herinn sem afl sem styrkir þennan stöðugleika, það er að segja hið óbreytta ástand I þjóðfélaginu. Og margt af þvi sem hernum fylgir, það styrkir stöðu hans, ekki sist kemur þaö sem andsvar við þeirri gagnrýni sem haldið er uppi. Að lokum þetta: Það sem heldur aftur af hægri öflum erlendis, efnamönn- um erlendis, er kostnaðurinn, skattarnir. Hér á landi er þetta allt ókeypis. „Frelsi” Alberts Guðmundssonar Nú er komin fram þingsálykt- unartillaga frá Albert Guð- mundssyni, þar sem hann talari um frelsi til að fá að horfa á her-| mannasjónvarp, eða frelsi til að sjá það sjónvarp sem býðst. Er það eitthvert sérstakt ófrelsi aö fá ekki að horfa á hermannasjón- varp? Menn tala mikiö um frelsi i sambandi við Keflavikursjón- varpið, en hér er alls ekki um frelsi að ræða. Menn eru ekki frjálsir hér aö þvi að horfa á hvaöa sjónvarp sem er. Hér i landi eru tvær sjónvarpsstöðvar. Aðra rekur islenska rikið, og sjónvarpar hún miklu minna. Hina rekur bandariski herinn. Frelsið takmarkast við þessa tvo einkaaðila, og er þó hlutur hers- ins raunverulega miklu meiri, þannig er tal um frelsi i þessu samhengi alveg út i bláinn. Og i framhaldi af frelsistali t.d. Alberts Guðmundssonar þá má gefa þvi gaum, hvernig frelsi er háttað á öðrum sviðum, t.d. i at- vinnulifinu. Ýmislegar hömlur eru lagðar á erlenda aðila að setja niður fyrirtæki á Islandi, t.d. verslunarfyrirtæki eöa iðn- fyrirtæki. En það getur vel verið aö neytandinn vildi fá aukið val- frelsi með þvi að skipta við út- lenda kaupmenn, og vera óháður islenskri verslunarstétt. Frelsi manna er svo sannarlega tak- markað á fjölmörgum sviðum. Mér hefur nú sýnst, að hvorki for- ráðamenn i verslun né iðnaði, væru sérlega spenntir fyrir sliku frelsi. Það getur hinsvegar verið að aðrir séu það. Það er oft skirskotað til þess i sambandi við sjónvarpsmálið að islensk menning sé svo traust og styrk, að þetta geri ekkert til. Þetta eru m.a. rök Alberts Guð- mundssonar. Meö sömu rökum má halda þvi fram, að islenskt at- vinnulif sé svo styrkt, að það sé sjálfsagt að hleypa hér útlendum fyrirtækjum inn eins og menn vilja. Ég er ekki viss um að Albert Guðmundsson væri reiðu- búinn að samþykkja óhefta, er- lenda verslunarstarfsemi á Is- landi. I þessu sambandi mætti þá um leið ihuga, hvers vegna islenska rikið hefur einkarétt á útvarpi á Islandi. Fyrir þvi eru margvisleg rök, en ég býst viö þvl aö þau sem þyngst vegi, séu, að það gæti ver- ið hætta á þvi, ef ótakmarkaður réttur væri veittur til útvarps- og sjónvarpsréttar, að fjársterkir aðilar gætu haft óeðlileg áhrif I þjóðfélaginu á kostnað annarra. Þær tillögur, sem fram hafa komið um takmörkun á einkarétti rikisins til útvarps- eða sjón- varpsrekstrar, sem aðeins hefur örlað á innan Sjálfstæðisflokks- ins, hafa þó ekki gengið lengra en að veita sveitarfélögum eða landshlutasamtökum, þ.e.a.s. opinberum aðilum slikan rétt. Ef þessi rök eru viðurkennd, þá eiga þau þvi fremur við erlent herveldi i landinu. Forgangur herliðsins Herinn hér á landi hefur for- gangsrétt hér til fjölmiðlunar. Hann tekur sér rétt, að visu ólög- lega, sem engin innlend samtök hafa. Þjóðkirkjan hefur ekki leyfi til útvarpsreksturs hér. Ekki stjórnmálaflokkarnir. Hann tekur sér rétt umfram öll innlend samtök. Og það er undarlegt, að menn skuli bera þennan „rétt” erlends herveldis svona fyrir brjósti. Verkalýðshreyfingin hér á landi hefur ekki þennan rétt frekar en önnur innlend samtök, og það er svolitið kaldhæðnislegt, aö einn af verkalýðsforingjunum á þingi, skuli vera hvað ötulastur talsmaður „réttinda” herveldis- ins til sjónvörpunar hér á landi. Þessi maður er Eggert G. Þor- steinsson. Albert hugsjónarmaður eða handbendi? Helduröu aö Albert flytji þings- ályktunartillögu sina sem ein- staklingur og á eigin spýtur, eöa stendur hann fyrir ákveöiö afl i þjóðféiaginu eöa Sjálfstæöis- flokknum? Ég hef ekki hugmynd um það. Mér þykir liklegast að hann flytji þetta algerlega upp á eigin spýt- ur. Hins vegar stendur á bak við Albert viss hópur i þjóðfélaginu, og hann er kannski nokkuð stór. Áhrif hermanna- sjónvarpsins augljós Ilvaöa áhrif teluröu aö her- mannasjónvarpiö hafi haft hér á þessum tima, sem þaö hefur vfrið aögengilegt? Þaö er I sjálfu sér dálitiö erfitt að segja nákvæmlega til um það. Eigi að siður má merkja ýmis- legt. Kannski er erfitt að skil- greina, hvaðan erlend áhrif eru komin. Hvort þau eru komin frá sjónvarpinu eða einhverju öðru. Með þessum fyrirvara, þá er hins vegar Ijóst, að áhrif ensku á is- lensku eru býsna mikil. Þau eru ekki endilega þannig, að menn sletti ensku. Menn gera það reyndar mikið I talmáli, en minna I ritmáli. Ahrifin eru miklu frem- ur þau, að ritmálið dragi dám af enskri setningaskipan. Menn hugsa á ensku i Islensku formi. Ég get nefnt eitt litið dæmi: Dag- blaðið Visir hefur einna ákafast allra blaða haldið þvi fram, að enska hefði engin áhrif á islenska tungu. Það vildi einmitt til, að rétt áður en einn leiðari um þetta efni birtist i Visi, þá stóö i blaöinu fyrirsögn yfir fjóra dálka, þar sem sagði að flugvél hefði misst mótor. Nú hefði maður meö ó- brjálaða málvitund haldið þvi fram, að hreyfillinn hefði dottið af vélinni. Ég tek það fram, að það er ekki orðið mótor sem ég gagn- rýni þarna, það getur vel gengið i Islensku, heldur er það þessi hugsun. Þetta merkir á islensku, að það drepst á hreyflinum eða mótornum. Það eru þessi áhrif sem eru mjög vaxandi, og menn taka miklu siður eftir þeim. Eru áhrif af sjónvarpinu önnur en af ööru þvi sem frá útlöndum kemur? Það er kannski erfitt að greina á milli, en munurinn er sá, að mönnum er rétt sjónvarpið inn á heimili sin. Þessi bandarisku áhrif fá þarna forgangsrétt fram yfir aðra fjölmiðla. 1 kvikmynda- húsum er þetta öðruvisi. Menn þurfa þó að fara þangað, og þar er auðvitað um meira val aö ræða frá ýmsum þjóðum. Annað mál er svo það, að þótt maður amist ekki við ameriskum kvikmyndum, bókum eða blöðum, þá geta áhrif á þvi sviöi verið óeðlilega mikil, miðað við áhrif frá öðrum þjóð- um. Það þarf að vera visst jafn- vægi milli aðskiljanlegra þjóða. Og ef það kemur einhvern tima Bandaríkjamenn hafa tekk innlendur aöili fær, né hel<

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.