Þjóðviljinn - 08.09.1974, Síða 14

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1974. Gamalt land 51 Skáldsaga eftir J.B. Priestley Jæja, ef Tom Adamson kemur frá Ástralíu — — Já, Alison, þetta nægir! — Allt i einu á hann son sem er að leita að honum. Og þessi sonur finnur fyrir gamlan mann og ör- þreyttan, næstum uppgefinn. Og sonurinn er ekki af réttu tagi. Hann er yfirlætisfullur, hagar sér eins og þú gerðir við þennan gerviföður sem þú lýstir. Hvað bá? Þú skilur þetta, Tom? — Já, og fyrst þú vilt ekki seilast inn á yfirráðasvæði Júdýar, þá skal ég gera það fyrir þig. Hún hitti mig í boðinu og henni likaði ekki við mig — og ég lái henni það ekki. Ég var naumast með sjálf- um mér þá. Og hún segir þér und- ir eins, sennil. í simann sama kvöldið, að þessi asnalegi sonur sé að leita að veslings Charles Brúðkaup 8. júli voru gefin saman í hjóna- band i ísafjarðarkirkju af sira Sigurði Kristjánssyni, Sigrún Ósk Skúladóttir og Friðbert Trausta- son- Heimili þeirra verður að Kleppsveg 16 Reykjavik. Ljósmyndastofa LEÓ, Isafirði. 22. júni voru gefin saman i hjónaband i Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði af séra Garðari Þor- steinssyni, Jóhanna S. Þórðar- dóttir og Þ. Jóhann Pálsson. Heimili þeirra er að Hringbraut 15 Rvik. Ljósmyndastofa Kristjáns, Skerjavegi 7, Hafnarfirði. gamla. En svo kemur i ljós, að hann er ekki svo afleitur þrátt fyrir allt, og þá er hægt að segja mér hvar hann er, en fyrst verður þú að fá að lita á mig og tala við mig. Þess vegna sagðirðu mér ekki i bréfinu hvar hann væri — er þetta ekki rétt? — Auðvitað. Og það er fleira. Biddu. Hún hafði fyrir nokkru kveikt ljósin.og nú reis hún á fæt- ur til að hagræða lampahlifinni við stólinn sinn. — Mér finnst þú ættir að fara þangað i fyrramálið og sjá sjálfur. En mér finnst lika að þú ættir ekki að segja honum hver þú ert — og láttu þér ekki detta i hug að hann þekki þig — fyrr en við erum búin að tala betur saman. Eða er það til of mikils mælst? — Nei, nei, ég fellst á það. 6. júni voru gefin saman i hjónaband af sira Jóni ólafssyni, Sjöfn Sölvadóttir og Ólafur Tryggvason. Heimili þeirra er að Ennisbraut 8 Ólafsvik. Ljósmyndastofa LEÓ, Isafirði. 27. júli voru gefin saman i hjónaband i ísafjarðarkirkju af sira Sigurði Kristjánssyni Gróa Hávarðardóttir og Ólafur Sigur- vinsson, lögregluþjónn. Heimili þeirra er að Seljalandsvegi 72, Isafirði. Ljósmyndastofa LEÓ, Isafirði. — Og þú ert ekki búinn að gera neinar áætlanir i sambandí við hann, er það? — Hvernig hefði ég átt að geta það? Hann var dálitið óþolinmóð- ur. — Ég vissi ekki hvar ég fyndi hann og við hvaða aðstæður. Ég vissi ekki hvernig hann kynni að vera á sig kominn. Sýndu skilning! — Það get ég gert. En þú höfð- ar ekki til hans, Tom, ef þú talar svona harkalega við mig— — Fyrirgefðu, Alison. Ég ætl- aði ekki— — Það er kennarinn i þér, drengur minn. Róbert — maður- inn minn — var alveg eins. Hann varð undir eins óþolinmóður og önugur ef ég spurði kjánalegra spurninga, að hans mati. En ég vona að þú sért ekki alltof lekt- orslegur, Tom. — Eiginlega er ég alls ekkert lektorslegur. Og ég er ekki sér- lega ánægður með það sem ég hef verið að gera. Ég hef alls ekkert hugsað um framtiðina, en ég hef hugboð um að þegar ég geri það og skoði sjálfan mig niður i kjöl- inn, þá komist ég að þeirri niður- stöðu, að ég kæri mig ekki um að fara aftur að háskólanum i Sydney. Þá fór hún að spyrja hann i þaula og hann lýsti fyrir henni lifi sinu i Sydney. Engin sérstök vin- kona. Bara nokkrir kunningjar. Fremur flatneskjuleg tilvera, sumpart af þvi að móðir hans hafði búið hjá honum. — En mis- skildu það ekki, Alison, hélt hann áfram. — Ég hef þekkt marga mömmudrengi, og ég hef aldrei verið einn af þeim. Ég er alls ekki sú manngerð. En hún hafði um árabil verið hjá bróður sinum, langt úti i auðninni, og hann var dálitið stirfinn náungi og hana langaði til að breyta til og búa i Sydney. Og mér fannst ekki nema sanngjarnt að ég gerði henni það kleift. Þótt hún eignaðist nokkra kunningja og lifði sinu eigin lifi, hefði henni leiðst skelfilega að búa þar ein. Hún var alltaf að vona að ég kæmi heim með ein- hverja indæla og feimna stúlku — reglulega góða stúlku — og lét þær um að undirbúa brúðkáup og þess háttar, og það gerði ég auð- vitað aldrei. En eitt var skrýtið. Síðasta árið áður en hún veiktist — og auðvitað löngu áður en hún fékk að vita að faðir minn átti ef til vill ekki alla sökina á þvi hvern- ig fór — þá breyttist hún. Hún hafði alltaf verið þröngsýn eins og fjölskylda hennar, andsnúin öll- um nýjungum og fékk á sig þján- ingasvip þegar minnst var á slikt — en þá breyttist hún. Ekki i einu vetfangi — heldur smám saman. Ef ég hefði tekið þátt i einhverju frjálslegu, þá varð ég að segja henni frá þvi. Stundum ýkti ég meira að segja dálitið. Hún þóttist svo sem ennþá vera á móti öllu slfku, en samt fannst mér sem hún væri það ekki i raun og veru. Það var eins og hún væri að nálgast föður minn meira. Það var eins og hún vissi löngu fyrir timann að bréfið myndi koma. Dr. Firmius vinur Judýar myndi segja, að hún hefði vitað það. Hann þagði andartak. — Meðal annarra orða, þú sagðir dálitið dularfullt í Firmiusarstilnum, þegar þú komst til dyra og ég sagðist vera Tom Adamson. Manstu það? Þú sagðir Já — auð- vitað — nú sé ég það. Hvað sástu? Hvað áttirðu við? Að ég væri likur föður minum? Hún hló og varð dálitið glettnis- leg. — Alls ekki. Þú ert það ekki. Ég átti við allt annað, og ég ætla mér álls ekki að segja þér frá þvi — ekki að svo stöddu. Þú verður að fara forvitinn I rúmið. Hún reis á fætur og hann gerði það lika. — Ekki svo að skilja að þú verðir að fara i rúmið lika. En ég má til. Mér finnst gott að vinna snemma á morgnana á þessum árstima. Jæja, þá er það morgun dagurinn. Ég skil eftir bréf handa frú Honeydew — hún heitir það i raun og veru, þótt hún sé engin hunangsdögg — og segi henni að hafa til handa þér morgunmat um nfuleytið. Þú verður að drekka te, kaffið hennar er ódrekkandi. Og svo legg ég til að þú litist um út á heiði og farir siðan niður á Abbey Lodge hótelið um tólfleytið, litir inn á barinn eða svalirnar, þar sem faðir þinn aðstoðar við að framreiða drykki — og virðir hann fyrir þér. En gættu þess i öllum bænum að drekka þig ekki fullan og glopra þvi siðan út úr þér að þú sért týndi sonurinn hans — nei, nei, ég er bara að striða F élagsstarf eldri borgara Frá og með mánudegi 9. sept. byrjar á ný Félagsstarf eldri borgara að Norðurbrún 1 og Hallveigarstöðum við Túngötu. Þá hefst „Opið hús”, bókaútlán, upplýs- ingaþjónusta, félagsvist, fjölbreytt fönd- ur, hársnyrting og fótsnyrting. Ennfremur skák (einnig tilsögn) og les- hringir. Fleiri þættir félagsstarfsins hefj- ast i október og verða auglýstir siðar. Allar nánari upplýsingar i sima Félags- starfs eldri borgara 18800, frá kl. 9—12 f.h. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR Óskast i tvær sex mánaða stöður frá 1. októ- ber n.k. (ekki 1. nóvember, eins og áður var auglýst). Umsóknarfrest- ur til 30. september. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir. ÞVOTTAHÚS RÍKIS- SPÍTALANNA: AÐSTOÐARMAÐUR óskast til starfa nú þegar. Fæði'á staðnum. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 81714. LANDSPÍTALINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa á LYFLÆKNINGADEILD spitalans frá 15. september n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. BLÓÐB ANKINN: ___ MEINATÆKNIR óskast til starfa frá 1. októter n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir, simi 21511. RANNSÓKNARSTOF A HÁSKÓLANS: LÆKNARITARI óskast til starfa frá 1. október n.k. eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11765. STARFSMAÐUR óskast til starfa á rannsóknarstofunni. Iðnmenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar veitir yfirlæknirinn, simi 19506. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Um- sóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 6. september, 1974 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.