Þjóðviljinn - 08.09.1974, Side 15

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Side 15
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 15. SÍÐAN Umsjón: GG Þeir skrifa ... Þau Gunnar eiga 4 börn, Asgeir, lögfræöing, Sigurð, lögfræðing, Dóru, bókasafns- vörð og Mariu Kristinu, sem lauk stúdentsprófi i vor, og svo eiga þau 6 barnabörn. Það er oft glatt á hjalla, þegar fjölskyldan kemur sam- an, og stundum er tekið lagið. Barnabörnin kunna ágætlega að meta það, þegar Gunnar afi sest við pianóið og spilar undir og þau syngja „Litlu andar- ungarnir”. Myndirðu sjálf vilja vera i pólitik? „Nei, það er af og frá. Það er nóg, að það sé einn á heim- ilinu i henni”, sagði Vala. Hún vinnur ekki utan heim- ilis og finnst það öfugmæli að tala um að vera „bara” hús- móðir, þvi að það sé svo sann- arlega nóg starf i sjálfu sér, enda oft gestkvæmt hjá þeim Gunnari og þó alveg sérstak- lega, þegar Gunnar var sendi- herra úti i Kaupmannahöfn. „En þá fékk maður nú alltaf góða hjálp”, segir Vala. Þau eiga sumarbústað i Skálabrekkulandi viö Þing- vallavatn og þangað er oft far- ið, og eins fer Vala oft i sund, eða þegar hún getur þvi við komið. „Nei, það fer litiö fyrir sundinu hjá mér”, segir nú Gunnar. „En ég geng, ég gekk alla leið upp i stjórnarráð i gær. Það tók mig einar 20 min. Ætli þaö myndi ekki taka 30, ef ég hitti einhverja á leiðinni? En ég hef hugsað mér að taka upp nýjar venjur og skilja bil- inn eftir heima”, bætir hann við. Vala sagði, að sér þætti gaman að búa til mat, en hún á það sammerkt með öðrum húsmæðrum að þykja leiðin- legt að vaska upp, en þá bregður Gunnar stundum upp svuntunni og hjálpar til við uppvaskið. Hann vill gjarnan fá buff með miklum lauk að borða eða lambakjöt. „En hann eldar ekki matinn sjálfur, en hins vegar er hann ágætur við aö hella upp á könnuna” segir Vala. — EVI Visir. SALON GAHLIN — Ef ekki væri siðgæöisvit- undin, þá vissum við aldrei, hvernig annað fólk hefði átt að haga sér. Koníakið brann COGNAC 6/9 — Birgöir af frönsku úrvalskoniaki, sem voru um 30 miljón franka virði, eyðilögðust i dag i elds- voða, sem varð i vinkjallara Martell-fyrirtækisins i borg- inni Cognac. Það var neisti frá mótor- vindu, sem kveikti i áfengis- gufu, og siöan kviknaði i 12000 tunnum af gömlu koniaki, sem þar voru geymdar. Þessi mynd er eiginlega fengin aö láni frá iþróttasfðunni, en hún sýnir hve núverandi methafi f 1500 metra hlaupi er langt á undan þeim sem átt hafa áður gildandi heimsmet í 1500 m hlaupi. Filbert Bayi heitir Tansaniumaður, sem á núverandi met. Gunder Hagg er 73 metrum á eftir honum, en hans met var sett 1952. Nurmi er svo 128 metrum á eftir Bay, en hans met var sett 1924. Öll met fjúka Oftiega hefur það vist gerst á þessari öld að sérfræðingar I iþróttamálefnum, hafa lokið upp einum munni og lýst yfir, að lengra verði ekki komist, nýlega sett heimsmet i ein- hverri ákveðinni grein, standi um aidur og ævi. En metin fjúka eitt af öðru og Iþróttakappar, sem uppi voru kringum og eftir alda- mótin siðustu, stæðu sig illa, ættu þeir að keppa við hetjur Iþróttavallanna á okkar tim- um. Margt veldur þvi, að metin standa stutt við. Sérfræðingar benda vitanlega fyrst á bættar þjálfunaraðferðir, en lika er hitt, að aldrei fyrr hefur ver iö þvilikt úrval iþróttamanna i heiminum. íþróttamönnum hefur fjölgað, og æ fleiri stunda iþróttir, sem atvinnu- menn, gera a.m.k. litið annað en að æfa kropp sinn. Þegar mikil iþróttamót fara i hönd, verður oft fjaðrafok i blööum, þegar upp kemst að þessi eða hinn garpurinn notar örvandilyf. örvandi lyf eruá- reiðanlega eitt með öðru, sem lætur metin fjúka. En eftirlit hefur verið hert, og væntan- lega koma iþróttamenn þvi illa við, að brúka dóp til lang- frama. Sænskir iþróttasérfræðingar hafa bent á eina aðferð til að auka getu likamans við erfiði, og sú aðferð er ekki fjarri lyfjanotkun. Þeir taka velþjálfuðum iþróttamanni blóð. Tappa um einum litra blóðs af honum. Senda hann siðan i æfingar- búðir og láta hann æfa um nokkurra vikna skeið. Þegar kemur að keppni, er honum gefið eigið blóð aftur. Þetta mun valda þvi, að hæfileiki hins þjálfaða likama til að eyða mjólkursýrum eykst stórlega og styrkur lik- amans eykst. HVERS VEGNA REIDDIST ÚTVARPSRÁÐ? Hvað kostar að gera leikna kvikmynd í litum, mynd á borð við Lén- harð fógeta, sem sjón- varpið er nú að vinna að og virðist ætla að svelgjast á kostnaðarins vegna? Undanfarið hefur það komið fram í blaða- fréttum, að kostnaður við Lénharð hafi rokið svo fram úr öllum áætlunum, að útvarps- ráð er þrumulostið og krefst skýringa af Jóni Þórarinssyni, forsvars- manni þeirrar deildar sjónvarpsins, sem framleiðir Lénharð. Þær tölur sem Þjóðviljinn hefur tiundað vegna Lénharðs hljóða upp á tæplega 18 mil- jónir Islenskra króna. Nú eru 18 miljónir ekki mjög há upphæð fyrir litmynd. Ef sjónvarpinu tekst að búa til góða mynd fyrir 20 miljónir, þá er óhætt að lita á aðeins þá staðreynd sem meiri háttar afrek. Hvers vegna er útvarpsráð þá svona fjúkandi vont? Væntanlega vegna þess að áætlun Jóns Þórarinssonar, sem imun hafa verið umfimm miljónir króna, fór svo ger- samlega úr böndunum. Það er raunar ákaflega merkilegt, að útvarpsráð skuli trúa þvi að leikin litmynd muni kosta innan við fimm miljónir. Ef tala á um hneyksli i sam- bandi við Lén harð fógeta, er hneykslið hin merkilega stað- reynd, að dagskrárgerð rikis- útvarpsins skuli stýra menn sem svo illa þekkja til dag- skrárgerðar. Jón Þórarinsson hefur verið gerður að blóraböggli þessa máls og er að vonum, að út- varpsráð sé reitt yfir að hafa verið svo herfilega blekkt. En gæti ekki farið svo, að ráðið merka yrði honum pinu- litið þakklátt að nokkrum tima liðnum? Ef Lénharður fógeti hefur heppnast vel, þá eru talsvert miklar likur á að takist að selja myndina, bæði erlendum sjónvarpsstöðvum og jafnvel kvikmyndahúsum. Lauslega áætlað er ekki ótrúlegt að sjónvarpið hagnist um 300 miljónir á þeim fræga Lénharði. Og hvað ætlar útvarpsráð þá að gera við 280 miljónirnar, sem það fær i afgang? Hvað kostar kvikmynd? Samkvæmt „kennslubók fyrir byrjendur” I kvikmynda- og sjónvarpsfræðum, kostar 1,1 miljón sænskra króna (nærri 29 m. isl) að búa til leikna, 90 minútna litkvik- mynd upplýsir Þorgeir Þor- geirsson i Þjóðviljanum i gær. Þorgeir hefur sinar upp- lýsingar frá sænska kvik- myndaskólanum. Og það er rétt að fara svo- litið ofan i þessa kostnaðarliði. Það þarf að greiða leikurum og öðru starfsliði laun. Sam- kvæmt sænsku forskriftinni er sú upphæð vart undir 207 þús- und sænskum krónum, eða nærri 5,4 miljónum isl. Laun Islensku leikaranna i Lénharði munu vera talsvert innan við þrjár miljónir. Þannig er hægt að telja upp alla hina mörgu kostnaðarliði við gerð kvikmyndar, og sýna fram á að kostnaður við Lénharð er langt undir þvi sem I öðrum löndum telst ódýrt. I Þjóðviljanum á miðviku- daginn var, var sagt að kostnaður við leikmyndir hefði farið mjög langt fram úr áætlun, og næmi nú um sex miljónum króna. Sú tala mun ekki fjarri lagi, en rétt er að leiðrétta það sem rangt var sagt. Lagt var i að leggja veg i Mosfellssveit, svo hægt væri að komast með leikara og starfslið annað á kvik- myndunarstað. Sá vegur kostaði 60 þúsund krónur, og varð þvi ekki eins frekur kostnaðarliður og við sögðum á miðvikudaginn. Og þá er rétt að fletta upp i „kennslubók fyrir byrjendur” aftur: Kostnaður við leiktjöld, flutninga, uppihald, leigu á landi eða mannvirkjum vegna kvikmyndar kostar sam- kvæmt sænskum heimildum vart minna en 314 þúsund k'r. sænskar, eða rúmlega 8 mil- jónir króna. Tekjur erlendis frá Sjónvarpið hefur selt fáein- ar myndir til útlanda, en sam- kvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum, eru tekjur vegna sölu islenskra sjónvarps- mynda erlendis innan við, eða kringum 500 þúsund krónur sl. ári. Þessar upphæðir, sem sjónvarpið hefur fengið frá út- löndum, hafa verið að aukast, en þó ekki fyrr en sjónvarpið fór af nokkurri alvöru að reyna að koma myndum sin- um á erlendan markað. Þannig virðist ljóst, að takist að selja Lénharð til út- landa, jafni sjónvarpið sig á þessum stóra bita og standi jafnvel forrikt eftir. Það hlýtur lika aö vera at- hugunarefni fyrir stjórnendur Rikisútvarpsins, hvernig stofnunin á að standa undir kvikmyndagerð. Ef sjón- varpið á að verða sá aðili hér á landi, sem framleiðir kvik- myndir fyrir innlendan markað, er útilokað fyrir stofnunina að fjármagna þær framkvæmdir með afnota- gjöldum og auglýsingafé. En hvernig sem Lénharður skilar sér, þá erum við enn einu „hneykslinu” rikari. Spurningin er aðeins þessi: Hver kann ekki að reka sjónvarpsstöð? Var ekki hægt að læra af reynslunni? Nú er það undarlegt, að útvarpsráð skuli ekki hafa haft hugmynd um, hve mikið ein leikin litmynd kostar. Eða er ekki stutt siðan islenska sjónvarpið stóð að gerð myndar eftir sögu Halidórs Laxness. „Brekkukotsannál”. Sú mynd, mjög löng að visu og frek á mannafla, kostaði um eða yfir 70 miljónir islenskra króna. Og það fara engar sögur af þvi, að útlendingun- um, sem að myndinni stóðu, hafi þótt sú upphæð há. Útvarpsráð hlýtur að hafa einhvers staðar á blaði tölur yfir þann kostnað sem is- lenska sjónvarpið lagði i vegna Brekkukotsannals. Aðlokum þetta: Útvarpsráð hefur ákveðið að hætta við að taka upp fleiri innlend leikrit vegna dýrleiks Lénharðs. Þar af leiðir, að það eru islenskir listamenn, rithöfundar og leikarar, sem borga hallann af Lénharði. Þeir missa af þeim kaupgreiðslum, sem þeir ella hefðu fengið. En látum það gott heita, list á Island hefur löngum verið svelt og ef Lén- harður, sem kostar reyndar meira en samanlögð lista- mannalaun og starfsstyrkir á siðasta ári setur sjónvarpiö og útvarpsráð á hausinn, þá er vist eins gott að hætta bram- bolti og snúa sér til veggjar. —GG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.