Þjóðviljinn - 19.09.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. september 1974.
Um þaðleýti sem Allende tók við
völdum var skýrt frá þvi að hann ætl-
aði að framkvæma stefnu sina ,,á lýð-
ræðislegan hátt”. Margir veltu þvi
fyrir sér hvort hann myndi halda
þetta loforð, en færri hugleiddu aðal-
atriði málsins: hvernig er unnt að
framkvæma viðtækar þjóðfélags-
breytingar innan stjórnmálakerfis
sem ein valdastétt þjóðfélagsins
hefur skapað fyrir sjálfa sig?
Þriðja greinin i þessum flokki birt-
ist i blaðinu á sunnudag. — e.m.j.
Þótt Allende væri góöur
vinur Castros
viidi hann samt ekki
beita aöferöum hans I Chile.
Salvador AHende skýrir stefnu slna.
UMBÆTUR
á lýðræðislegan hátt?
Þaö er full ástæða til að taka
það skýrt fram að Allende ætlaði
ekki að „koma á” sósialisma i
Chile, hvorki á lýðræðislegan hátt
né því siður ólýðræðislegan hátt,
heldur var það markmið hans að
beina þróuninni inn á þá braut
sem leiddi til sósialismans. Á
þessu er nokkur munur. Það er
ekki fjarri lagi að kalla manp,
sem heldur að hann geti „komlð
á” sósialisma, „draumórakennd-
an byltingarmann” — þó svo að
hann ætli að fylgja lýðræðisregl-
um I öllu. En slik orð verða hins
vegar ekki notuð um mann, sem
gerir sér fulla grein fyrir þvi að
sósialisma er ekki hægt að koma
á með einföldu valdboði eða sam-
þykkt heldur þarf til þess langa
þróun, og stjórnmálamaður getur
ekki gert annað en stuðla aö slikri
þróun eftir þvi sem hann fær um-
boð og vald til.
Áratuga ferill
Allende var heldur engan veg-
inn „draumórakenndur bylting-
armaður”, heldur var hann raun-
sær og þrautreyndur stjórnmála-
maöur sem átti að baki áratuga
baráttuferil bæöi I stjórn og
stjórnarandstöðu, — og er reynd-
ar undarlegt hvað menn hafa haft
mikla tilhneigingu til að gleyma
þvi. Hann var einn af stofnendum
sósialistaflokks Chile 1933, en
barðist alla tið fyrir sameiningu
vinstri aflanna i landinu. Þegar
alþýðufylkingin komst til valda
1938 studdi hann hana af ráðum
og dáð, þótt hann gerði sér einnig
grein fyrir takmörkunum hennar,
og varð þá heilbrigðismálaráð-
herra rúmlega þritugur að aldri.
Þegar alþýðufylkingin sundr-
aðist 1952, vegna þess að komm-
únistaflokkurinn hafði verið
bannaður að undirlagi banda-
rikjamanna og sósialistaflokkur-
inn var klofinn, beitti Allende sér
fyrir stofnun nýrrar alþýðufylk-
ingar með þvi að koma að nýju á
samstarfi brota úr sósialista-
flokknum og hins bannaða
kommúnistaflokks. Þá hafði hann
veriö kosinn í öldungadeild þjóð-
þings Chile, og var hann forseti
hennar árin 1968—9, en það er
þriðja æðsta staða landsins.
Þrisvar var hann frambjóðandi
alþýöufylkingar I forsetakosning-
um uns hann náði kjöri i fjórða
sinn. Slikur ferill bendir tæplega
til mikillar draumóramennsku
eða þröngsýni, og það er heldur
ekki hægt að efast um að Allende
gjörþekkti leikreglur borgaralegs
lýðræðis.
Þegar hann tók við forsetaemb-
ætti og hóf að framkvæma stefnu-
skrá alþýðufylkingarinnar, var
hann staðráðinn i að fylgja lýð-
ræðisreglum og haga fram-
kvæmdum að öllu leyti sam-
kvæmt lögum — bæði af þvi að
hann var sannfæröur um að það
væri rétta leiðin og lika til að gefa
andstæðingunum ekki neina á-
tyllu til uppreisnar. Hann endur-
tók hvaö eftir annað: „Ég trúi á
kosningar en ekki byssur”, og
lagði áherslu á það, þrátt fyrir
vináttu hans við Fidel Castro.að
hann vildi ekki fylgja stefnu
kúbumanna: „Chile er ekki
Kúba. Við höfum að baki langa
hefð lýöræðislegs frelsis og virð-
ingar fyrir lögum. Það er ekki
fráleitt að segja að við getum
sigrað fyrir tilstilli atkvæða-
seöla”.
Slik orð voru mjög höfð á lofti
um allan heim — athugasemda-
laust eins og merking oröanna
„að fara eftir lögum” væri sjálf-
sagt mál og þyrfti ekki að skýra
þau eða ræða sérstaklega. En All-
ende sagði lika: „Við þær aðstæð-
ur, sem rikja i okkar landi, er erf-
iöara að fara þá leið, sem við höf-
um nú lagt inn á, en að taka völd-
in með afli, Þá þyrftum við engar
skýringar að gefa, og enginn bæði
heldur um skýringar né setti
hindranir i veginn. Alþýðufylk-
ingin er eina lausnin út úr vanda-
málum lands sem er öðrum aðil-
um háö eins og okkar land. önnur
leið væri fasistiskt einræði”.
Jacques Chonchol
Mapuche-indíánar eru afkomend-
ur hinna fornfrægu arákana, sem
lengi voru sigursælir I skiptum
sinum við hvita menn. Nú eru
þeir á annað hundrað þúsund að
tölu.
Hvað eru
lýðræðisreglur?
Þaö er engan veginn augljóst
mál hvernig það getur farið sam-
an að „fylgja lögum og lýðræðis-
reglum” og framkvæma stefnu-
skrá eins og þá sem Allende barð-
ist fyrir. Þvi fer nefnilega fjarri
að þessar reglur séu hlutlausar:
yfirleitt búa valdastéttir þannig
um hnútana að það er næstum þvi
ógerningur að hnekkja veldi
þeirra með lýðræðislegum að-
ferðum. Lög eru leikreglur sem
ein valdastétt semur fyrir sjálfa
sig, og þau hafa þann tilgang að
tryggja að viðskipti manna úr
þeirri stétt sin á milli gangi
snurðulaust fyrir sig og um leiö
aö tryggja réttindi og völd hennar
gagnvart öðrum stéttum. Hins
vegar gera lögin af eðlilegum á-
stæðum sjaldnast ráð fyrir ger-
breyttum þjóðfélagsháttum, —
enda munu þess fá dæmi að mikl-
ar þjóðfélagsbreytingar hafi ver-
ið gerðar I samræmi við gildandi
lög og aðrar leikreglur. Þær kosta
venjulega djúpstæðar breytingar
á reglunum sjálfum.
Til þess að geta gert þær breyt-
ingar, sem Allende ætlaði að
gera, hefðu stuðningsmenn hans
þurft að fá samtimis fram-
kvæmdavald, löggjafarvald og
dómsvald. Þessi þriskipting
valdsins er eðlilegur hlutur f til-
tölulega kyrrstæðu þjóðfélagi,
þar sem menn úr svipuðum stétt-
um og með svipaðan hugsunar-
hátt fara með völd, en á umbrota-
timum verður hún hins vegar
tæki til að stöðva og torvelda
breytingar, þvi að það er næstum
þvi ógerlegt fyrir nýja aðila að fá
stjórnvölinn í hendurnar i öllum
helstu stofnunum rikisins i einu.
Frakkar hafa skilið þetta svo vel
að þeir hafa búið þannig um hnút-
ana, með e.k. „blönduðu forseta-
kerfi”, að stjórnkerfið verður
gersamlega óstarfhæft ef forseti
og þingmeirihluti eru ekki úr
sama flokki (eða flokkasam-
steypu) — og er það miskunnar-
laust notað sem áróðursvopn
gegn vinstri flokkunum: stjórn-
arskráin sér fyrir þvi að valda-
taka þeirra hlýtur að valda upp-
lausn og erfiðleikum og það hræð-
ir kjósendur.
I Chile var málið einfaldara,
þvi að þar var venjulegt forseta-
veldi: með sigri sinum fékk All-
ende i hendur framkvæmdavald-
ið. Löggjafarvald og dómsvald
voru hins vegar eftir sem áður I
höndum andstæðinga hans.
Hvernig gat hann þá fylgt lögum
og þó framkvæmt stefnu sina?
Svigrúm Allendes
Allende gat fyrst og fremst
stuðst við það að mikill þjóðar-
vilji var greinilega fyrir þeim
umbótum sem hann ætlaði að
framkvæma. Eini flokkurinn,
sem barðist verulega gegn þess-
um umbótum (og það þó ekki á
öllum sviðum), þjóðarflokkurinn,
fékk ekki nema 18—21% atkvæða I
kosningum og frambjóðandi allra
hægri aflanna 1970, Alessandri,
sem sjálfur hafði persónulegt
fylgi, fékk tæp 35%. Hins vegar
voru kristilegir demókratar, sem
voru andstæðingar alþýðufylk-
ingarinnar, þó i orði kveðnu fylgj-
andi umbótum, — og virðast á
þessum tima hafa fengið atkvæði
sin vegna þeirrar stefnu. Vegna
þessa skýlausa umbótavilja,
hafði þing Chile samþykkt ýmis
lög um umbætur, sem afturhalds-
öflin höfðu ekki getað komið i veg
fyrir — þau treystu hins vegar á
að þau gætu hindrað framkvæmd
þeirra.
Þetta undarlega ástand, þar
sem þjóðarviljinn veitti þinginu
svo mikið aðhald að það sam-
þykkti ýmsar ráðstafanir sem
valdaöflin voru siðan ekki heils-
huga við að framkvæma, stafar
vitanlega af þeirri mótsögn, sem
áður hefur verið fjallað um, milli
efnahagskerfis landsins og svo
menntunar- og lýðræðishefðar
TILRAUN ALLENDES
þess, sem vann gegn efnahags-
kerfinu. Það veitti Allende tals-
vert mikið svigrúm — innan rikj-
andi stjórnskipulags. Þegar hann
talaöi um að fylgja lýðræðisregl-
um, þýddi það þess vegna að hann
ætlaði að notfæra sér þetta svig-
rúm til að koma á ýmsum grund-
vallarbreytingum: beita til þess
lagabókstöfum og almenningsá-
liti en ganga ekki lengra en hann
hafði svirúm til. Hann treysti þvi
siðan að ef hann gæti á þennan
hátt beint þróuninni inn á vissa
braut myndi hún siðan halda á-
fram, hægt eða hratt, og að lokum
leiöa til sósialisma. Til þess
þurftu að sjálfsögðu vissum skil-
yröum að vera fullnægt: Allende
varö að fara mjög kænlega að i
aögerðum sinum, og ekki aðeins
halda þvi fylgi sem hann hafði,
heldur vinna fylgi til frekari að-
gerða og til að gera þær brey ting-
ar á lögum (og jafnvel stjórn-
skipulagi) sem þær kröfðust. Eru
helstu stefnumál hans gott dæmi
um aðstæðurnar og þær aðferðir
sem hann beitti.
Skipting jarða
Aðalmarkmið alþýðufylkingar-
innar var að brjóta vald einokun-
arhringa bæði inniendra og er-
lendra, og koma á endurbótum i
landbúnaði.. Eftir kosningarnar
sneri Allende sér fyrst að land-
búnaöarmálum og hófst handa
við skiptingu jarðar þegar 2.
desember 1970. Hann þurfti þá
ekki að láta setja ný lög um það,
heldur gat hann farið að á þann
hátt að framkvæma áætlunina,
sem kristilegir demókratar höfðu
samiö og látið samþykkja á þingi
en ekki haft dug til að fram-
kvæma vegna andstöðu landeig-
enda.
Jacques Chonchol, sem verið
hafði einn helsti hvatamaður
landbúnaðarstefnu kristilegra
demókrata en yfirgefið flokkinn
vegna dugleysis hans, var út-
nefndur landbúnaðarráðherra i
stjórn Allendes, og var hann á-
kveðinn i að ganga mjög rösklega
til verks. Samþykkt var að hraða
áætluninni, enda var það nauð-
synlegt vegna þess aö svikin lof-
orð stjórnar Freis höfðu vakið
reiði fátækra manna i sveitum og
búast mátti við óeirðum og vald-
beitingu ef ekki yrði fljótt úr
framkvæmdum. Einnig var sam-
þykkt að fara eftir landshlutum
og skipta jörðum i einu héraði i
einu, þvi að meö þvi móti mátti
endurskipuleggja landbúnaðinn
rækilega. Chonchol byrjaði á
skiptingu jarða i héraðinu Cautin
I suðurhluta landsins, þar sem
mapuche-indiánar eru I meiri-
hluta. Þar hafði Frei engu komið i
verk og vandamálin voru enn
flóknari og brýnni vegna þess aö
þaö voru indíánar sem áttu I hlut
og kröfðust bóta fyrir það órétt-
læti sem þeir höfðu verið beittir.
Furðuleg lög
Það reyndist erfitt að skipta
jörðum friðsamlega i Cautin,
vegna þess að mikil ólga var
meöal indiána og landeigendurnir
vopnuöust til að koma i veg fyrir
skiptingu jarða. En þá komu til
skjalanna allfurðuleg lög, sem
varpa nokkru ljósi á það sem áður
var sagt um lýðræðisreglur. Sam-
kvæmt gömlum lögum, sem þá
var beitt, lá ekki þung refsing við
að taka jörð frá öðrum — en hins
vegar var mjög ströng refsing við
að beita valdi til að ná aftur jörð,
sem gerð hafði verið upptæk eða
tekin frá manni. Mapuche indiáni
sem tók land frá stjórjarðeiganda
hafði þvi ekki gert sig sekan um
mjög refsivert athæfi, en jarðeig-
andi sem reyndi að ná aftur
skiptri jörð varð að þola þungan
dóm!
Þessi undarlegu lög eiga þó sin-
ar eðlilegu skýringar: þegar þau
Fimmtudagur 19. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
voru sett, voru hvitir landnemar i
óða önn að ræna jörð frá frum-
byggjum landsins, indiánunum
og vildu þvi tryggja sjálfa sig sem
mest gegn andspyrnu þeirra.
Landeigendunum hefði seint dott-
ið i hug að lögunum kynni að
verða beitt gegn þeim sjálfum og
hefðu þeir vafalaust haft þau öðru
vlsi ef þeir hefðu séð það fyrir.
Þarna gat alþýðufylkingin beitt
bókstaf laganna gegn anda
þeirra, sem var einungis sá að
vernda sem mest hag landeig-
endastéttarinnar. En dómstól-
arnir þar sem andstæðingar
alþýðufylkingarinnar réðu
mestu, freistuðust hiils vegar
rlkjamenn kröfðust vitanlega
gifurlegra skaðabóta fyrir kopar-
námurnar, en Allende leit svo á
ofsagróða auðhringanna af ára-
tuga nýtingu auðlinda i Chile væri
slikur að ekki þyrfti að greiða
þeim frekari skaðabætur. Þegar
litið er á viðskipti Freis við auð-
hringana og þaðhvernig þeir gátu
ekki fallist á neina skerðingu á
gróða sinum, heldur höguðu
samningunum um „chilisering-
una” þannig að þeir græddu enn
meir, en ekki hægt að álasa
Allende fyrir að hafa tekið harða
stefnu i þessum málum. Um auð-
lindir landsins sjálfs var að ræða
og þá var ekki hægt að borga út-
sig eða minna, svo ekki sé minnst
á stjórnir i Englandi, og myndu
fáir telja að þessar stjórnir séu
ólýðræðislega að völdunum
komnar. En til þess að átta sig á
þróuninni i Chile er þó nærtækara
að bera þessa þróun saman við
önnur kosningaúrslit þar i landi.
Sigur Alíendes
Þegar fyrirrennari Allendes,
Eduardo Frei, var kosinn forseti
1964, fékk hann drjúgan meiri-
hluta eða 56%. Reyndar stafaði
það af þvi að afturhaldsöflin buðu
þá ekki fram neinn frambjóðanda
til að tryggja ósigur Allendes.
Landbúnaður I suðurhluta Chile — minnir að sumu Ieyti á isiand.
mjög aö dæma eftir anda laganna
— indiánum, leiguliðum og land-
búnaðarverkainönnum stöðugt i
óhag.
Samt sem áður varð niðurstað-
an sú, að stjórn Allendes tókst að
framkvæma á skömmum tima
mjög verulegan hluta þeirrar
áætlunar, sem Frei hafði gert en
ekki framkvæmt nema að litlu
leyti. Hún lét skipta um 4000 stór-
býlum (latifundas) og veita yfir
50 000 fjölskyldum land, þrátt
fyrir mjög harða (og stundum
vopnaða) andstöðu jarðeigenda.
En þegar uppreisnin var gerð,
voru örlög þessarar nýskipunar
landbúnaðarins að visu enn mjög
ótrygg, þvi að hinir nýju ábúend-
ur jarðanna höfðu ekki enn náð
þvi að festast i sessi.
Þjóðnýting sam-
þykkt samhljóða
í koparmálunum fór Allende
sér hægar, þar sem nauðsynlegt
var að setja ný lög um þjóðnýt-
ingu koparnámanna. En svo
sterkur var þjóðarviljinn fyrir
þjóönýtingunni, að það reyndist
ekki vandaverk. 11. júli 1971 sam-
þykkti þingið þessi lög með öllum
greiddum atkvæðum. Fáum dög-
um áður hafði stjórnin tekið I sin-
ar hendur alla sölu kopars, sem
framleiddur var i landinu, og
gekk þjóðnýtingin friðsamlega
fyrir sig, þar sem bandaríkja-
menn höfðu þegar yfirgefið flest-
ar námurnar. Aðrar þjóðnýtingar
voru smærri mál: þingið veittist
gegn þjóðnýtingu banka og fjár-
málakerfis, en stjórnin gat þjóð-
nýtt um helming bankanna með
þvi að kaupa upp hlutabréf. Með
ýmsum ráðum þjóðnýtti hún
einnig saltpétursnámur, kola-
námur og stærsta skipafélag
Chile.
Eftir var að semja um
skaðabætur fyrir þau fyrirtæki,
sem.voru þjóðnýtt, og var það
mál ekki til lykta leitt. Banda-
lendingum það i skaðabætur sem
þeir fengu ekki að nýta af auð-
lindunum. Hefðu islendingar fall-
ist á það að borga englendingum
og vestur-þjóðverjum skaðabæt-
ur fyrir útfærslu landhelginnar?
En þegar önnur fyrirtæki áttu i
hlut en koparhringarnir, var
Allende hins vegar fús að greiða
eðlilegar skaðabætur fyrir þjóö-
nýtingu.
Tvennar kosningar
Nú var Allende kominn allvel á
veg með að framkvæma stefnu-
skrá sina eins og hann hafði boðað
og án þess að fara út fyrir það
umboð, sem kjósendur höföu veitt
honum, og er þá athyglisvert að
sjá viðbrögð almennings i Chile.
Þau komu i ljós I tvennum kosn-
ingum, sem fram fóru á stjórnar-
tið hans. í forsetakosningunum
1970 hafði Alende fengið 36% at-
kvæöa, en i bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum sem fram
fóru nokkrum mánuðum siðar, i
april 1971 fékk alþýðufylkingin
49% atkvæða. Þessi úrslit hafa að
visu takmarkaða þýðingu, þar
sem kosningar af þessu tagi snú-
ast gjarnan mest um þröng sveit-
arstjórnarmal. En þingkosning-
arnar 4. mars 1973 voru betri
mælikvarði á viðbrögð manna við
stefnu Allendes. Andstæðingar
hans bjuggust þá við miklu fylgis-
hruni hans, en leiðtogar alþýðu-
fylkingarinnar sögðu að það væri
glæsileg úrslit ef hún næði 40% at-
kvæða. Úrslitin urðu enn betri,
þvi að hún fékk 44%.
Andstæðingar Allendes erlendis
hafa oft bent á það að 44% eru
ekki meirihluti. En hvert land
hefur sitt stjórnmálakerfi og er
þaö mjög viða svo að stjórnir
þurfa ekki að hafa hreinan meiri-
hluta á bak við sig til að fara með
völd — án þess að nokkur telji það
athugavert. Gaullistar og banda-
menn þeirra i Frakklandi hafa
iðulega fengið góðan þingmeiri-
hluta með 44% atkvæða á bak við
Frei kom þó fram sem umbóta-
sinnaður frambjóðandi, sem ætl-
aði að vinna i anda stefnuskrár
flokks sins, kristilegra demó-
krata. En þegar sýnt var að hann
gat litíð framkvæmtaf stefnuskrá
sinni, hrundi fylgið gersamlega af
flokki hans: árið 1965 fengu
kristilegir demókratar 42% i
þingkosningum. í bæjarstjórnar-
kosningum 1967 voru þeir komnir
niður i 35%, og i þingkosningun-
um 1969 fengu þeir aðeins 29%.
Þvi var þó ekki haldið fram að
gerðir Freis væru ólýðræðislegar
og hann ætti að segja af sér —
heldur bentu fréttaskýrendur þá
réttilega á að það væri siður en
svo óalgengt i Chile að stuðnings-
flokkar forseta misstu fylgi á
kjörtimabili þeirra (fylgishrun
kristilegra demókrata, sem hélt
enn áfram eftir 1969, var þó að
visu óvenjulega mikið).
Samkvæmt stjórnarkerfi og
hefð i Chile voru kosningaúrslitin
1973 þvi ótviræður sigur fyrir
Allende og alþýðufylkinguna og
mikill stuðningur við stefnu
þeirra. Þau tryggðu um leið aö
Allende gæti stjórnað landinu til
1976, þegar kjörtimabil hans átti
að renna út. án þess að lýðræðis-
leg stjórnarandstaða gæti sett
honum stólinn fyrir dyrnar. Það
er þvi engin tilviljun að sam-
kvæmt upplýsingum, sem franski
blaðamaðurinn Marcel Nieder-
gang birti, var það einmitt eftir
þingkosningarnar i mars 1973 að
herforingjar tóku að undirbúa
vopnaða uppreisn hersins fyrir
alvöru: Allende var bolað frá með
blóðugu ofbeldi ekki af þvi að
hann væri búinn að missa allt
fylgi og hefði rofið lýðræðisreglur
heldur þvert á móti af þvi að fylgi
hans var orðið of mikið, á þvi
sviði var hann búinn að vinna
orustuna, og engin von um að
velta honum úr sessi á lýðræðis-
legan hátt fyrir lok kjörtimabils-
ins.
Niðurlag á morgun
Fjóröa grein
Kommún-
istar eflast
í Japan
Kommúnistaflokkur Japans jók svo
fylgi sitt i siðustu kosningum til efri deild-
ar þingsins að hann hefur nú 20 sæti þar,
en hafði áður 11. Samtals hafa kommún-
istar nú 59 menn I þinginu. Kosningarnar
til cfri deildar fóru fram i júlimánuði sl.
Þó nokkuð sé umliðið siðan er fróðlegt
aö kanna hvernig forustumenn japanskra
kommúnista lita á kosningasigurinn og
hvernig þeir skýra hann.
Zenmei Matsumoto, sem á sæti i mið-
stjórn flokksins, segir I blaðaviðtali:
„Grundvöllur árangurs okkar er fjölda-
grundvöllur flokksins, sem kemur fram I
fjölgun flokksfélaga og i stækkun upplags
málgagns okkar. Upplag blaðsins
„Akahata” hefur tvöfaldast á siðustu
þremur árum; er nú i 600 þúsund eintök-
um (Sunnudagsblaðið kemur út i 2.2 milj,
eintaka.) Ennfremurkom gagnrýni okkar
á Tanaka-stjórninni heim og saman við
viðhorf þjóðarinnar, sem hefur vegna
verðbólguþróunarinnar orðið fyrir alvar-
legum búsifjum. Við settum fram kröfur
um lýðræðislega samsteypustjórn og til-
iögur um leið út úr kreppunni”.
Orku sjávar-
falla erhægt
aö beisla
Leningrad (APN). Sá ágæti árangur,
sem náðst hefur i sambandi við beislun
orku sjávarfalla i Barentshafi, hefur rutt
braut örri þróun nýtingar þessarar orku-
uppsprettu i Hvitahafi op Okojotskahafi.
Þótt óliklegt sé, að þessi þróun nái há-
marki fyrr en 1990 eða jafnvel siðar, hefur
sú reynsla, sem fengist hefur af tilrauna-
stöðinni við Kislogubskaja, veitt tækni-
mönnum nægilegar upplýsingar til grund-
vallar vali virkjunarstaða og til þess að
hefja frumrannsóknir og mælingar.
Gerö hefur verið áætlun um 6000 mega-
watta sjávarfallaorkuver við Mesenskaja
i Hvitahafi. Með 50 km löngum og að
meðaltali 16 m háum stiflugarði verður
búin til 850 ferkilómetra vatnsþró. Auk
þess sem þetta mannvirki verður mikils-
verö viðbót við kolakynt raforkuver
norðurhéraðanna, fæst þarna orka handa
dælustöðvum, sem eiga að dæla vatni úr
fljótunum á heimskautasvæðinu yfir
Volguvatnsforðabúriö, svo og handa
dælustöðvunum meðfram jarðgasleiðsl-
unni frá Tjumen til Murmansk.
1 Okojotskahafi við austurströnd Sovét-
rikjanna á að reisa tvær sjávarfallaorku-
stöðvar. önnur þeirra verður við Pensj-
insk og verður orka frá henni notuð til að
þiða sifrosna jörð til þess að auðvelda
námuvinnslu, en þarna er gullauöugt
svæði, svo og til þess að hita upp gróður-
hús. Hitt orkuverið, við Tugurskaja, á að
framleiða raforku fyrir Kjavarovskhér-
aö, sem er i mikilli uppbyggingu.
Eitt af markmiðunum með Kislogub-
skajaorkuverinu var að fá úr þvi skoruö
hvort raunverulega væri unnt að reisa og
reka sjávarfallaorkuver við hin erfiðu
skilyröi i tshafinu. Til þess að draga úr
erfiöleikunum viö byggingu orkuversins,
var það byggt i hlutum i grennd við Mur-
mansk og þeim siðan fleytt á virkjunar-
stað, þar sem þeim var skeytt saman á
grunni, sem gerður hafði verið neðan-
sjávar.
Eftir fjögurra ára rekstur tilrauna-
stöðvarinnar, sem gefið hefu góða raun,
hafa tæknimenn slegið þvi fc tu, að með
núverandi tækni sé unnt að rei sa sjávar-
fallaorkuver, sem séu örugg i rekstri við
skilyrði heimskautasvæðanna.
Kolanáma
án námu-
manna
Donetsk (APN). Námuverkfræðingar i
Donetsk, sem er miðstöð hins mikla kola-
héraðs I Ukrainu, hafa gert likan af nýrri
gerðnáma, þarsem árlega á að framleiða
um 5 miljón tonn af kolum. Við gröftin
verða notaðar aðferðir, sem gera það
óþarft, aö námuverkamenn séu stöðugt á
staönum. Verkinu er stjórnað af rafeinda-
kerfi, sem þegar hefur reynst vel i notkun.
Eftir að hafa þrautreynt likanið, er byrjað
að vinna að tæknilegum undirbúningi
námuvinnslu með þessari nýju aðferð.