Þjóðviljinn - 19.09.1974, Side 8

Þjóðviljinn - 19.09.1974, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. september 1974. Framsóknarflokkurinn er bundinn af samkomulaginu frá 21. mars Eftir aö hin nýja rikis- stjórn Framsóknar- ftokksins og Sjálfstæðis- flokksins var mynduö hafa herstöðvaandstæð- ingar lýst áhyggjum sín- um á þróun mála. Hefur það meðal annars komið fram í ályktun sem utan- ríkisráðherra var afhent á dögunum frá her- stöðvaandstæðingum í Árnessýslu. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að finna kafla um utanrikis- Þj: I greinum ýmissa vest- rænna blaða er ekki farið dult með þá kátinu, sem þar rikti við myndun núverandi rikisstjórn- ar. Utanrfkisráðherra, er tsland þar með aftur komið i vist hjá NATO? E. Ag.Ég vil nú ekki segja að við séum í vist þar, við erum áfram i NATO eins og við höfum verið siðastliðin 25 ár. Það er engin breyting á þvi. Það var stefna fyrrverandi rikisstjórn- ar, að við skyldum að óbreytt- um aðstæðum vera áfram i NATO, og það er stefna núver- andi rikisstjórnar að við skulum vera áfram i NATO. Þj: I stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar stendur, að hafa skuli sérstakt samstarf við Bandarikin. Erlend blöð túlka þetta þannig, að um sé að ræða enn nánari hernaðarsamvinnu en áður. Er þetta rétt, og i hverju er þá þessi nánari sam- vinna fólgin? E.Ag.Þetta er alls ekki rétt. Fyrrverandi rikisstjórn gerði sér ljóst að varnarsamningur- inn er gerður við Bandarikin og i umboði NATO, og sá samning- ur sem við komum til með að gera verður gerður við Banda- rikin og á þvi verður engin breyting, og ég vil alveg lýsa þvi skorinort yfir að hér verður ekki um neina aukna hersetu að ræða, siður en svo. Þj: Það er sem sé ekki i bi- gerð að gera neinar breytingar á þeim samningi sem nú gildir milli íslands og Bandarikj- anna? E.Ag. Það er meiningin að gera á honum breytingar til bóta fyrir Island. Það segir i stjórnarsáttmálanum að að- skilja skuli herinn og aðra starf- semi á Keflavikurflugvelli. Það segir ennfremur að hermenn- irnir skuli allir búa innan svæð- isins. Þetta hvorttveggja tel ég bætur. Auk þess vil ég hverfa aftur til samninganna frá i nóv- ember 1973 og taka upp viðræð- ur við bandarikjamenn um fækkun i varnarliðinu. mál, sem mörgum finnst harla óljós. Með tilliti til þessa ákvað Þjóðviljinn að eiga viðtal við Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, en hann skipaði sem kunnugt er einnig embætti utanríkisráð- herra í fráfarandi stjórn ólafs Jóhannessonar. Fer hér á eftir viðtal það, sem blaðamaður Þjóð- viljans átti við Einar á dögunum. Þj :Sem sagt, að sá ótti, sem að gripið hefur marga her- stöðvaandstæðinga, um að á döfinni séu nýjar skuldbinding- ar gagnvart Bandarikjunum — það er vitnað i ýms ummæli for- ingja Sjálfstæðisflokksins, sem virðast styrkja þennan ótta — hann er ekki raunhæfur. E.Ág.Hann er ekki raunhæf- ur. Og ég mun ekki vinna að þvi og ekki taka þátt i sliku. Þj: Er von á þvi að gerðar verði frekari breytingar á rekstri sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavikurfiugvelli en nú þegar hafa verið gerðar? E.Ag.Það er nú ekki á döfinni að loka sjónvarpsstöðinni fyrir amerikanana sjálfa. En ég vænti þess fastlega aö við það loforð verði staðið sem gefið var i Washington á sinum tima, að Keflavikursjónvarpið verði tak- markað vð flugvallarsvæðið, og ég vil að þvi verði framfylgt, og mun gera mitt itrasta til þess að svo sé. Ég hygg nú að það sé þegar komið á, að sjónvarpið sjáist ekki hér á Reykjavikur- svæðinu a.m.k., og ég fagna þvi að sjálfsögðu. Þj: Er i bigerð að leita eftir gjaldeyrisaðstoð frá Bandarikj- unum svona sem staðfestingu á stefnubreytingunni i herstöðva- málinu? E.Ag. Ég kannast ekki við það, að við ætlum að selja land- ið, nú frekar en gert hefur verið. Og ég veitekki til þess að við sé- um að leita eftir neinni sérstakri gjaldeyrisaðstoð. Þj: Telur þú að með tilkomu núverandi rikisstjórnar hafi orðið stefnubreyting i her- stöðvamálinu? E.Ag. Já, ég get náttúrlega ekki neitað þvi, að úrslit siðustu kosninga sýndu það, að tillögur okkar sem við lögðum fram i april i Washington og við sam- þykktum i rikisstjórninni i mars, þær hafa ekki þingfylgi, og þessvegna hefur orðið breyting i varnarmálunum, ég get ekki neitað þvi. Hinsvegar vil ég taka það fram að stefna Framsóknarflokksins i þessum málum er óbreytt. En við telj- um, að þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn getur ekki fallist á aðrar lagfæringar i varnarmál- unum en sem fram koma i varn- armálaþætti stjórnarsáttmál- ans, þá verði Framsóknar- flokkurinn að sætta sig við það i bili, að stefna flokksins nái ekki frekar fram að ganga. Þj: Þú telur sem sagt, að flokkurinn sé bundinn af þvi samkomulagi, sem gert var 21. mars? E.Ag. Já, það er stefna flokksins, og við munum reyna að vinna að henni, þegar að- stæður leyfa. Þj: En núverandi rikisstjórn er ekki bundin af þvi samkomu- lagi? E.AG. Nei. Þj: Það er yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, að ekki skuli vera hér her á friðartimum. Til að slik almenn yfirlýsing hafi eitthvert innihald þarfnast hún nánari skilgrein- ingar. Hvernig skilgreinir þú „friðartima”? E.Ag. Ég á nú erfitt með að skilgreina það i einstökum at- riðum. En ég vil segja, að það hefur verið min skoðun, að frið- artimar i okkar heimshluta væru núna. Þessvegna stóð ég að þessum tillögum ásamt sam- ráðherrum minum, sem gerðu ráð fyrir brottflutningi hersins á tilteknum tima. Og ég endurtek það, sem ég sagði áðan, að það er okkar stefna, sem Sjálfstæð- isflokkurinn þekkir og ég hef gert forsætisráðherra grein fyrir. Hins vegar sýndu úrslit kosninganna það, að þeir flokk- ar sem stóðu að þessum tillög- um náðu ekki nægilegum þing- styrk, til þess að þessar tillögur næðu fram að ganga. Þess vegna höfum við orðið að sveigja af leið. Það var okkar mat — aðrir geta haft sitt mat á þvi — að fyrir vinstri stjórninni væri ekki grundvöllur með Al- þýðuflokknum, þessvegna tók- um við til þess ráðs að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um, til þess, ja, sem við köllum að leysa efnahagsvandkvæðin, en fórnuðum þá i bili stefnu okk- ar i herstöðvamálinu. Þj: En skil ég það rétt, að þegar þú segir, að þið hafið fórnað stefnu ykkar i herstöðva- málinu.þásé þar ekki innifalið að þið takið á ykkur frekari skuldbindingar en orðið er? E.Ag. Allsekki, allsekki, ég undirstrika það. Þj: Nú er oft rætt um þennan svokallaða heimsfrið og hvern- ig honum sé hætta búin af hinum ýmsu aðilum i heiminum. Hvort álitur þú að heimsfriðnum stafi meiri hætta af rangsleitni, fá- tækt, kúguun og misskiptingu þeirra gæða sem mennirnir hafa eða ferðum sovéskra kaf- báta um norðurhöf? E.Ag. Ég álit að heimsfriðn- um sé mjög mikil hætta búin af þeirri misskiptingu sem þú minntist á. Þess vegna hefur það verið min stefna sem utan- rikisráðherra að leggja þessum Rætt viö Einar Ágústsson, utanríkis- ráöherra þjóðum allt það lið sem við get- um, og viö höfum reynt að koma þannig fram á alþjóðavettvangi að þessar þjóðir nytu fyllsta réttlætis. Þj: Að undanförnu hafa kom- ið fram sifellt nýjar ásakanir og uppljóstranir um undirróðurs- starfsemi bandarisku leyni- þjónustunnar og tilraunir henn- ar til að steypa réttkjörnum rikisstjórnum eða hafa áhrif á innanrikismál annarra þjóða. Þetta virðist ekki benda til mik- illar friðsemdar frá þessu riki. Er ekki bandarisk stjórnar- stefna, i ljósi þessara uppljóstr- ana, jafnvel enn hættulegri heimsfriðnum en sú sovéska? E.Ag. Ég vil nú ekki gera upp á milli þeirra i þessu sambandi, en tel nú ekki að heimsfriðnum sé hætta búin af stefnu Banda- rikjanna i utanrikismálum. Hinsvegar er það mitt sjónar- mið, sem ég hef áður sett fram, að ég tel að friðnum i heiminum sé best borgið án hernaðar- bandalaga. Þj: Telurðu að friðnum i heiminum stafi hætta af stefnu Sovétrikjanna? E.Ag.Nei, ég get ekki sagt að ég telji það. Ég hef ekki neinar sannanir fyrir þvi að Sovétrikin hyggi á hernaðarofbeldi. Ég hef engar sannanir fyrir þvi. Þj: Nú hafa grikkir nýlega sagt sig úr hernaðarsamvinnu innan NATO, en sagst vilja enn um stund viðhalda pólitiskri samvinnu. 1 hverju er þessi pólitiska samvinna fólgin? E.Ag. Það er nú ýmislegt samráð i NATO haft milli þess- ara þjóða sem ekki er hernaðar- legs eðlis, og ég geri ráð fyrir þvi, að þeir vilji taka þátt i þvi samstarfi áfram, alveg á sama hátt og frakkar hafa gert. Þj: Erum við aðilar að þess- ari pólitisku samvinnu? E.Ag. Já. Þj '• Röksemdafærsla grikkja var sú að hernaðarbandalag sem ekki gæti varið eitt banda- lagsriki gegn árás annars bandalagsrikis, væri þaðan af siður megnugt að verja það gegn utanaðkomandi árás. Hef- ur þetta ekki einnig gilt fyrir Is- land? E.Ag.Ja, við fengum náttúr- lega reynsluna i landhelgismál- inu. NATO var þar ákaflega máttlitið, ég verð að viðurkenna það. Það kom fram, að NATO treysti sér ekki til að beita neitt riki neinum sérstökum aðgerð- um, þótt það beitti okkur á vissu timaskeiði ofbeldi. Og ég verð að segja það eins og er, að við fengum ekki þann stuðning frá NATO sem við væntum. Hinsvegar er mér kunnugt um það að framkvæmdastjórinn lagði sig mjög fram um það gagnvart bretum að reyna að fá þá til að ganga að samninga- borðinu. Hvort eða hvaða þátt hann átti i þvi að samningar náðust skal ég ekkert segja um, ég veit það ekki. Þj: Nú eru ýmsir þeirrar skoðunar að hernaðarbandalög séu tæki þessara tveggja risa- velda til heimsdrottnunar og að þáttur þeirra i viðhaldi spenn- unnar sé mjög mikill. Hver er skoðun þin á þessu? E.Ag. Ja, eins og ég sagði áð- an, þá álit ég að það væri æski- legt að það ástand skapaðist að þessi bæði hernaðarbandalög væru óþörf. En við höfum talið bæði fyrrverandi og núverandi rikisstjórn að ekki bæri að leggja niður NATO meðan Var- sjárbandalagið væri enn óniður- skorið. Þj:Aðlokum: Stefnubreyting hefur orðið i herstöðvamálinu án þess að sérstakar breytingar hafi orðið á utanaðkomandi að- stæðum. Þú hefur verið utanrik- isráðherra beggja þessara timabila. Er ekki dálitið erfitt fyrir þig sem stjórnmálamann að eiga þátt i svona snöggum breytingum á svo skömmum tima? E.Ag.Já, ég hef nú mikið hug- leitt þetta, og að sjálfsögðu hug- leiddi ég það áður en ég tók að mér að verða utanrikisráðherra i þessari stjórn sem nú situr. Ég álit fyrir mitt leyti að menn verði að horfast i augu við stað- reyndir. Nú er ekki þingmeiri- hluti fyrir þvi að segja varnar- samningnum upp og losna við herinn á tilteknu timabili. Þess- vegna finnst mér vel réttlætan- legt frá minni hálfu að taka að mér að reyna að vinna þessu máli það gagn sem ég get i nú- verandi stjórnarsamstarfi og það mun ég reyna. Þj: Þökk fyrir. —Þ.ó. Allt að 289 þús. kr. í mœti á úthaldsdag Hlutur skuttogaranna miklu hœrri en síðutogaranna Bessi ÍS er, samkvæmt yfirliti Lttijmeð hæst meðalskiptaverð- mæti á úthaldsdag, eða um 289 þúsund krónur. Blaöinu hefur borist yfirlit yfir aflamagn, aflaverðmæti og út- haldsdaga togaranna frá LtO. Yfirlitiö er dagsett 11. september, en nýjustu skýrslur um einstaka togara eru misjafnlega gamlar — t.d. er sfðasta skýrsla fyrir einn togarann frá þvi i maimánuði siöastliönum. Engu að siður er fróðlegt aö virða fyrir sér meöal- töl um afla á úthaidsdag og verð- mæti á úthaldsdag. Að jafnaði eru meðalskipta- verðmæti á kiló kr. 23.53 af skut- togurunum þeim minni. Meöalafli minni skuttogaranna á úthalds- dag er 9 tonn á úthaldsdag. Meðalskiptaverðmæti á úthalds- dag er 210.856 kr. á minni skuttog- arana. skiptaverð- Sambærilegar tölur á siðutog- urum eru: 20.25 kr. meðaltalsverðmæti pr. kiló. 8,3 tonn að meðaltali i róðri og 168.163 kr. meðalskiptaverð- mæti á úthaldsdag. Sambærileg- ar tölur á stóru skuttogarana eru: 20.05 kr. meðalskiptaverðmæti á kr., 11,2 tonna meðalafli á út- haldsdag, 225.214 kr. meðal- skiptaverðmæti á úthaldsdag. Af þessum samanburði má glöggtsjá þann reginmun, sem er á skiptaverðmætum pr. úthalds- dag á skuttogarana annars vegar og siðutogarana hins vegar. Togarar sem hafa yfir 250 þús- und i meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag eru sem hér segir: Bessi ÍS Bjartur NK Guðbjörg ÍS Ljósafell SU Engey RE Svalbakur EA ögri RE 289 þús. kr. 261 þús. kr. 255 þús. kr. 260 þús. kr. 279 þús. kr. 255 þús. kr. 285 þús. kr. Hæstur siðutogaranna er Narfi RE með 183 þús. kr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.