Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1974. NÚOVIUINN - — ^ MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS <Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson ' Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson SKÚMASKOT GÓÐBORGARANNA Fyrir nokkrum dögum var vakin athygli á þvi hér i Þjóðviljanum, að allar likur bentu til, að islenskir fjáraflamenn hefðu komið sér upp fasteignum erlendis, eink- um á Spáni, og þar með gerst alvarlega brotlegir við islensk lög. Það er reyndar ekkert nýtt, að grun- semdir um slikar eignir og lögbrot i þvi sambandi hafi komið upp manna á meðal hér á landi og ýmsir einstaklingar verið tilnefndir. Ljóst er að islenskir rikisborg- arar búsettir hérlendis eiga þess engan kost, að fá lögmæt gjaldeyrisleyfi til fast- eignakaupa erlendis, þvi enda þótt sjó- menn, sem sigla með afla, og fáeinir aðrir slikir aðilar fái hluta launa sinna greiddan i erlendum gjaldeyri, þá er þar um svo óverulegar upphæðir að ræða, að engum detta fasteignir i hug i þvi sambandi. Þeir islendingar, sem kynnu að eiga fasteignir erlendis hafa þvi vafalaust komið sér þeim upp með ólögmætum hætti, hvað gjaldeyrisöflun snertir, og jafnframt gerst brotlegir við islensk skattalög, þvi að ekki er nú verið að telja slika smámuni fram til skatts. Það sem gaf Þjóðviljanum sérstakt til- efni til að vekja athygli á þessu alvarlega máli voru ummæli islensks fararstjóra úr Spánarferðum, sem gaf um það yfirlýs- ingu, að sér væri fullkunnugt um fasteign- ir islenskra manna þar suður frá, og reyndar lét sá hinn sami maður sig hafa það, að bjóða islendingum til kaups heilan bar suður á Spáni með auglýsingu i dag- blaðinu Visi. Þegar Þjóðviljinn hafði vakið rækilega athygli á málinu i nokkra daga, fór sjón- varpið af stað og ræddi málið við ýmsa aðila, og allt varð þetta til þess að skriður er nú kominn á rannsókn i þessum efnum, og er það vel. Skattarannsóknastjóri hefur reyndar lýst þvi yfir i viðtali við Þjóðviljann, að hann teldi sig nú þegar hafa i höndum gögn, sem jafngildi sönnun varðandi á- kveðinn aðila, sem tekinn hefur verið til rannsóknar, og Seðlabankinn hefur vegna skrifa Þjóðviljans farið þess á leit við utanrikisráðuneytið, að það afli allra til- tækra upplýsinga frá Spáni. Hér hefur það ánægjulega gerst, sem of sjaldan skeður, að skrif i dagblaði hafa ýtt við hinu þungfæra kerfi skrifstofubákns- ins og kallað fram tilraun til rannsóknar á grunsemdum um alvarleg auðgunarbrot islenskra fjárplógsmanna. Þjóðviljinn væntir þess, að hér verði ekki látið sitja við orðin tóm, heldur geng- ið skelegglega að verki af réttum yfirvöld- um, að minnsta kosti ekki siður en þegar verið er að elta uppi smáþjófana, eða ung- lingana sem orðið hefur fótaskortur á brautum réttvisinnar. Þau eru mörg skúmaskotin hjá islensk- um góðborgurum, sem illa þola dagsbirt- una, en vel sé hverjum þeim, sem reiðir ljóskastarann á loft. Það væri óneitanlega æskilegt, að fyrir lægju rækilegar upplýsingar um eigna- myndun islenskra peningamanna erlendis og öll viðskipti þar að lútandi, áður en rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar gerir næstu atlögu, að lifskjörum almennings til að „bjarga þjóðarskútunni”. OSKABÖRN SJALFSTÆÐISFLOKKSINS Það mun ekki hafa farið fram hjá blaða- lesendum, að Morgunblaðið hefur að und- anförnu lagt á það áherslu dag eftir dag, bæði i forystugreinum og annars staðar, að nú sé timabært að bæta svo um muni hag þeirra landsmanna, sem hafa sitt lifi- brauð af þvi að eiga verslunarfyrirtæki. Þessir kveinstafir fyrir hönd heildsala og kaupmanna stinga óneitanlega nokkuð i stúf við ákall talsmanna rikisstjórnar- innar til almennings i landinu um að sýna fórnarlund og sætta sig við stórlega skert kjör. Auðvitað getur engin skýring verið á þessu misræmi i málflutningi Sjálfstæðis- flokksins önnur en sú að flokkurinn telji að verkafólk hafi haft það of gott að undan- förnu en kaupsýslumenn borið skarðan hlut frá borði, — þess vegna verði nú að jafna þarna á milli svo öllu réttlæti sé full- nægt. Morgunblaðið segir i forystugrein sinni i gær, að árið 1971 hafi gróði kaupsýslu- manna verið um 500 miljónir króna, en i ár megi búast við tapi upp á 157 miljónir. Enda þótt fæstum landsmanna detti i hug, að mikið mark sé takandi á tölum kaupsýslumanna um eigin hag, þá gefa tölurnar ugglaust engu að siður rétta mynd af þvi, að nokkuð hafi hallað á kaup- sýslustéttina á árum vinstri stjórnarinn- ar, þegar kjör verkafólks tóku verulegum breytingum til batnaðar. Eitt alvarleg- asta þjóðfélagsmein á Islandi er það hversu mikið af fólki og fjármunum er bundið við verslun og margvisleg þjóð- hagslega óarðbær „þjónustustörf”, og þá ekki siður meðferð kaupsýslustéttarinnar á gjaldeyri þjóðarinnar. í þessum efnum er uppskurður þjóðfé- lagsleg nauðsyn, ef hægt á að vera að tryggja verkafólki, sjómönnum bændum og öðrum slikum réttmætan skerf i arði þjóðarbúsins. Vinstri stjórnin gekk ekki harðar að kaupsýslubröskurunum en svo, að ekki fækkaði um einn, þótt mesti kúfurinn hafi að sjálfsögðu verið tekinn af taumlausum gróða, sem viðreisnarstjórnin skammtaði þessu fólki. Það er hins vegar greinilegt á áróðri Morgunblaðsins þessa dagana, að nú eiga þessi aðþrengdu óskabörn Sjálf- stæðisflokksins að fá að leika lausum hala á ný undir kjörorði flokksins gróði og meiri gróði. Já, gjafir eru ykkur gefnar, — ykkur, sem voru skammtaðar kr. 3500.- á dögun- um,og öðru launafólki á íslandi. Lofi ég mig ekki sjálfur, dýrð mín engin þá er ,, Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur.” Þannig orti forðum Sölvi Helgason, þegar hann þurfti að hugga sjálfan sig i erfiðleikum lifsins. Og skyldi ekki fleirum en okkur á Þjóðviljanum hafa dott- ið þessi alkunna visa i hug, þeg- ar dr. Gylfi Þ. Gislason birtist á sjónvarpsskerminum i fyrra- kvöld og lýsti þvi yfir, að á þvi væri sko ekki nokkur minnsti vafi, að hann yrði áfram kosinn formaður Alþýðuflokksins, ef hann bara vildi sjálfur láta svo litið að gefa kost á sér. Við Islendingar höfum að visu átt marga menn prýðilega roggna og alveg lausa við van- mat á eigin persónu, og slikir einstaklingar reyndar oft verið töluvert hneigðir fyrir að leita eftir mannvirðingum i hvers konar féiagsskap, þar á meðal innan vissra stjórnmálaflokka. En munið þið nú samt, lesend- ur góðir, eftir nokkrum nema Gylfa, sem hafi siðustu tiu árin komið fram I fjölmiðlum og lýst þvi yfir að sjálfur hefði hann tvimælalaust stuðning meiri- hluta manna til formennsku i þessum eða hinum félagsskap? Þá er það liklega heldur ekki að ástæðulausu, að Alþýðublað- ið telur ástæðu til að minna landsmenn á það i forystugrein i gær, að dr. Gylfi sé „óumdeilan- lega einhver mikilhæfasti og merkasti stjórnmálamaður Islendinga”. Fyrst þetta er nú „óumdeilanlegt” þá þarf vist enginn að furða sig á þvi, þótt Gylfi sjálfur telji það ekkert vafamál að meirihluti Alþýðu- flokksmanna telji að slikur garpur eigi að halda um stýrið á flokksskútunni, meðan hún er þó ekki sokkin, en marar i hálfu kafi, og veður öll válynd. — En samt, Gylfi ætlar að láta af formennsku, þrátt fyrir það, að engum Alþýðuflokks- manni (og jafnvel engum i öðr- um flokkum), nema honum sjálfum hafi komið slikt i hug. Enginn hefur haft orð á þessu við mig, sagði Gylfi og horfði háalvarlegur framan i sjón- varpsáhorfendur. — En þar sem Alþýðuflokks- menn standa nú grátnir og horfa á eftir formanni sinum, þá á Gylfi huggun harmi gegn. Hann ætlar nú þrátt fyrir allt ekki að taka pokann sinn og yfirgefa aðdáendurna, nei sei sei nei, — i rauninni ætlar hann svo sem ekkert að hreyfa sig, þvi for- maður i þingflokknum segist hann verða áfram og eiga visan stuðning fjórmenninganna, sem þar eiga enn sæti, til þess emb- ættis. Og svo má ekki gleyma þvi, að þessi „óumdeilanlega merk- asti stjórnmálamaður Islend- inga” tók reyndar ómakið af flokksþingi Alþýðuflokksins við að velja næsta flokksformann. Hann tilkynnti sem sagt alþjóð i sjónvarpinu að sá skyldi verða Benedikt Gröndal, og þá hefur flokksþingið væntanlega ekki annað að gera en klappa, — þvi Benedikt er konungkjörinn. En meðal annarra orða, — var ekki Gylfi eitthvað að minn- ast á það i sjónvarpinu líka, að það væri kvenfólkið og æskulýð- urinn, sem væru að bola sér úr formannssessi þrátt fyrir mikl- ar vinsældir? Nú væri uppi krafa um jafnrétti kynjanna, og unga fólkið vildi ráða i pólitík- inni. Jú, eitthvað hafði Gylfa dreymt um þetta og minntist á það i sjónvarpinu. En hvernig má það vera, að jafnrétti kynjanna fari vaxandi, eða unga fólkið vaxi að áhrifum, þótt þeir Gylfi og Benedikt, sem báðir eru karlmenn á sextugs- aldri skipti með sér verkum á örlitið annan hátt, en verið hef- ur?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.