Þjóðviljinn - 18.10.1974, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1974. Nýtt skip til eskfirðinga sjónvarp nœstu viku r Laugardaginn 12. október af- henti Slippstöðin h.f. 150 lesta stálfiskiskip til „Friðþjófs h.f.” á Eskifirði. Skipið hlaut nafnið „SÆLJÓN SU-104”. Sæljón er 11. skipið i röð 150 Húseigendur ; athugið! ■ Látið okkur skoða hús- in fyrir veturinn. önn- j umst hvers konar* húsaviðgerðir. Húsaviðgerðir sf. í Sími12197 i <sm SENDIBÍLASTÖDIN Hf rúmlesta fiskiskipa, sem Slipp- stöðin h.f. hefur smiðað undan- farin ár i raðsmiði. Skipið er út- búið til iínu- tog- neta og nóta- veiða og er togbúnaður gerður fyrir skuttog. 1 skipinu eru ibúðir fyrir 12 manns og eru þær bæði afturi og frami. Skipið reyndist vel i reynsluferð og var ganghraði 13,0 sjómilur. Skipstjóri á „SÆLJÓNI” er Friðrik Rós- mundsson og 1. vélstjóri Bjarni Stefánsson. Nú eru i smiði tvö siðustu 150 iesta fiskiskipin, sem framleidd verða að 'sinni. Þau eru byggð fyrir aðila á Ólafsvik og Stykkis- hólmi og er áætlað að afhenda þau seinni hluta vetrar. Um þessar mundir er verið að byrja á skuttogurum, sem verða aðalverkefni stöðvarinnar næstu tvö árin. Framundan eru þvi næg verk- efni og skortur á vinnuafli, eink- um plötusmiðum. Sunnudagur 20. október 18.00 Stundin okkar. I stund- inni kynnumst við að þessu sinni tveim dvergum, sem heita Bjartur og Búi, og eiga heima i holum trjástofni. Einnig koma Súsi og Tumi og söngfuglarnir fram i þættinum, og flutt verður myndasaga um indiána- drenginn Kikó njósna- fuglinn Tsitsi og fleiri skógarbúa. Þar á eftir kemur svo smásaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og siðan sænsk teiknimynd en þættinum lýkur með heim- sókn i Þjóðminjasafnið. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son 20.00 Fréttir. 20.30 Jane Goodall og villtu aparnir. Sumarið 1960 tók ung ensk stúlka, Jane Goo- dall, sér ferð á hendur til Tanganyika i Afriku, til þess að kynnast lifnaðar- háttum simpansa i frum- skógunum þar. Bandariska kvikmyndafyrirtækið MPC gerði þessa mynd um leið- angurinn, sem varð upphaf að áralöngu rannsókna- starfi Jane Goodal og fleiri visindamanna á þessum slóðum. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Þulur, ásamt henni, Ellert Sigurbjörns- son. 21.20 Saga Borgarættarinnar. Kvikmynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gunnar Gunnarsson. Mynd- in var tekin á íslandi árið 1919 af Norræna kvik- myndafélaginu, sem þá hafði um nokkurra ára skeið verið athafnasamt við gerð þögulla kvikmynda. Leik- stjóri Gunnar Sommerfeldt. Aðalhlutverk Guðmundur Thorsteinsson (Muggur), Frederik Jakobsen, Marta Indriðadóttir, Ingeborg Spangsfeldt, Inge Sommer- feldt, Gunnar Sommerfeldt, Ore Kuhl og Guðrún Indriðadóttir. Söguágrip, sem flutt er með myndinni, gerði Eirikur Hreinn Finn- bogason. Þulur Helgi Skúla- son. Aður á dagskrá 17. júni 1970. 23.40 Að kvöldi dags. Samúel Ingimarsson, æskulýðsleið- togi Filadelfiusafnaðarins i Reykjavik flytur hugvekju. 23.50 Dagskrárlok. Mánudagur 21.október 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Oncdin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 3. þáttur. Áttavitinn sýnir aðra stefnu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Efni 2. þáttar: A leiðinni heim frá Portúgal veikist einn skipverja hastarlega af hitasótt og deyr skömmu siðar. Annar slasast á hendi, og þegar James verður sjálfur fár- veikur, kemur i ljós, að Baines er hvorki læs né skrifandi, og þar með ófær um að sigla skipinu á eigin spýtur. Anne hleypur undir bagga og annast alla út- reikninga. Hana grunar, að veikindin kunni að stafa af neyslu skemmds kjöts, og þvi lætur hún kasta öllum kjötbirgðunum I sjóinn. Skipshöfnin unir illa mat- aræðinu og um skeið liggur viö uppreisn. En að lokum kemst James á fætur, og skipið nær heilu og höldnu heim til Liverpool. 21.25 tþróttir. Meðal efnis i þættinum verða svipmyndir frá iþróttaviðburðum helg- arinnar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Orkukreppan.Þriggja* mynda fræðsluflokkur sem hefur gert um orkuvanda- mál heimsins. 1. þáttur. OliaiuÞýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok* Þriðjudagur 22. október 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Iljónaefnin (I promessi sposi). Ný itölsk framhalds- mynd i átta þáttum, byggð á samnefndri skáldsögu eftir einn helsta brautryðjanda Italskrar skáldsagnagerðar, Alessandro Manzoni, sem uppi var frá 1785 til 1873. 1. þáttur. Þýðendur Sonja Diego og Magnús G. Jóns- son. Sagan gerist á 17. öld og skammt frá Milanó, sem um þær mundir laut stjórn spánverja. í landinu rikir stöðugur ófriður og farsóttir og óáran hefja á fólkuð. Aðalpersónur sögunnar, Lucia og Ranzo, eru ung og ástfangin. Brúðkaup þeirra hefur þegar verið ákveðið, en áður en af þvi verður kemur slæm hindrun i ljós. Spænskur valdamaður i bænum, Don Rodrigo að nafni, leggur hug á stúlk- una, og kemur i veg fyrir giftinguna. Aðalhlutverk i framhaldsmyndinni leika Paola Pitagora, Nino Castelnuovo og Tino Carr- aro, en leikstjóri er Sandro Bolchi. 21.45 Þvi fer fjarriv Norskur skemmtiþáttur með stuttum, leiknum atriðum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. fNordvision — Norska sjónvarpið) 22.15 Ileimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23.október 18.00 Filahirðirinn, Bresk framhaldsmynd fyrir börn og unglinga. Skrúðgangan mikla Þýðandi Jóhanna Jó hannsdóttir. :r?\i $ ‘íi. -.>”V Indlánadrengurinn Kfkó, andlegt afkvæmi islendingsins Karls Þórðarsonar, scm starfaði fyrir Disney-fyrirtækið. Barnatimi sjónvarpsins hcldur áfram að rekja ævintýri hans á sunnudag- inn. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Jón O.Edwald. 18.50 Butraldi. Sovésk leik- brúðumynd, eins konar framhald af myndinni um krókódilinn Gena og vini hans. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir; 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Orkukreppan. Bresk fræðslumynd I þremur þátt- um. 2. þáttur. Kjarnorkan. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.25 „Ungrfrú Alheimur” Sjónvarpsupptaka frá al- þjóðlegri fegurðarsam- keppni I Manilla á Filipps- eyjum' fyrr á þessu ári. Þátttakendur I keppninni eru frá 65 þjóðum, og þeirra á meðal er Anna Björns- dóttir frá Islandi. Auk kepp- enda og dómara, koma fram i þættinum listamenn af ýmsu tagi og flytja skemmtiatriði. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.10 Ðagskrárlok. Föstudagur 25.október 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 GulleyjaníTeiknimynd úr flokknum „Animated Class- ics”, byggð á hinni alkunnu sjóræningjasögu eftir Ro- bert Louis Stevenson. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.25 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamynda- flokkur. Blóðugir seðlar. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 22.15 Kastljós-Fréttaskýringa- þáttur. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.45 Dagskrárlok. Laugardagur 26.október 17.00 Enska knattspyrnan. 18.00 iþróttir.Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar, 20.25 Læknir á lausum kili, Breskur gamanmynda- flokkur. Tekinn með trompi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir. Umsjón- armaður Gylfi Gislason. 21.25 Jötunheimar.Mynd um landslag og leiðir i háfjöll- um Noregs. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.00 Kræfur kjósandi (Great Man Votes)»Bandarisk bió- mynd frá árinu 1939. Aðal- hlutverk John Barrymore og Virginia Weidler. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. Aðalpersóna myndarinnar er drykkfelldur rithöfundur. Hann er ekkill, en á tvö stálpuð börn. Yfirvöldum barnaverndarmála þykir hann óhæfur til að annast uppeldi þeirra og á hann þvi um tvo kosti að velja, bæta ráð sitt, eða láta börnin frá sér ella. Einnig kemur við sögu i myndinni frambjóð- andi nokkur, sem verið hefur andsnúinn rithöfund inum en vill nú allt til vinna að fá stuðning hans i kosn- ingum. 23.10 Dagskrárlok.,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.