Þjóðviljinn - 18.10.1974, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Síða 9
Föstudagur 18. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Boðskapur Umferðarráðs til til bileigenda Ertu viðbúinn að mæta vetrinum? Myndin er af öllum leikurunum i Inúk f einu atriöi leiksins. Leikrit um eskimóa sýnt í skólum og sjúkrahúsum Veturinn er hættulegastur rétt áður en hann byrjar. Meðan við ökum i þeirri góðu trú, að ennþá sé sumar, laumar frostið sér inn og um leið verða vegirnir hættu- legir. Það er enn ekki komin árs- tiðin með bitandi kulda og fann- fergi, heldur aðeins október með lúmskar hitabreytingar i kring- um frostmark. Það er kominn timi til að vera á verði. Kaupið is- sköfur og kústa til að sópa snjón- um af, það eru ódýr og gagnleg verkfæri. Notkun negldra hjólbarða Frá og með 15. október er bif- reiðaeigendum leyfileg notkun negldra hjólbarða. í reglugerð um gerðog búnað ökutækja segir, að þegar bifreið, sem er innan við 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, er búin negldum hjólbörðum, skulu öll hjól vcra með negldum hjólbörðum. Nauðsynlegt er að búa bifreiðina sem best til að mæta þeim aðstæðum, sem vetr- arveðráttan kann að skapa. Hent- ugast er að nota snjóhjólbarða með grófu mynstri, neglda eða óneglda. En þannig hjólbarðar leysa oft ekki allan vandann. Það getur lika verið nauðsynlegt að hafa meðferðis snjókeðjur til að mæta mestu snjóþyngslunum, þegar hjólbarðarnir, hverju nafni sem þeir nefnast, orka ekki leng- ur þvi hlutverki, sem þeim er ætl- að. Trúið ekki í blindni á neglda hjólbarða. Umferðarráð vill eindregið Kveðja Fáein kveðjuorð vil ég nú að leiðarlokum senda Þorvaldi bróð- ur minum. I hugann þyrpast minningar frá okkar góða og elskulega bernsku- heimili að Görðum á Álftanesi, þar sem við ólumst upp i stórum systkinahópi i skjóli góðra, vand- aðra foreldra, þeirra séra Arna prófasts Björnssonar og Lineyjar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, sem allt vildu fyrir börnin sin gera. Ég minnist þess, hvað ég á þeim árum leit upp til Þorvaldar bróður mins, sem svo margt var Erútihurdin ekW^svhtj? i?d ciU/n’iid sc (iirir luvui i/cc/. Ciífid liúrdvióiiw vcrú /)i? prijói sciii lil cr a lliisl. I°id /löfin/l /ichkilliju OiJ úlbúiMd. Mngnús og Siguröur Sími 7 18 15 m vara við þeirri oftrú, sem virðist vera á gagnsemi negldra hjól- barða. Negldir hjólbarðar koma að gagni að vissu marki, þ.e. þeg- ar þunnt lag isingar er á vegum, þannig að naglarnir ná auðveld- lega að krafsa sig i gegn og veita viðnám. Þegar aftur á móti klakalagið er þykkara eða þegar snjór er mikill þá er litið sem ekkert gagn i negldum hjólbörð- um. T.d. getur hemlunarvega- lengdin á hörðum is orðið veru- lega lengri en á venjulegum hjól- börðum, þvi að þá gegna naglarn- ir sama hlutverki og skautar. Og við venjulegar aðstæður, t.d. á þurru malbiki, getur hemlunar- vegalengdin orðið 10—15% lengri ef hjólbarðar eru negldir. Ljósin í lagi — öryggi i skammdeginu Hinn 1. ágúst s.l. hófst „Ljósa- skoðun 1974” og lýkur henni 31 október n.k. Á þessu timabili eiga allir bifreiðaeigendur að láta yfirfara og stilla ljósin á bifreið- um sinum. Ljósin eru þau öryggistæki bif- reiðarinnar, sem mikilvægast er að séu i lagi yfir skammdegistim- ann. En það er ekki nóg að hafa allar ljósaperur virkar. Hitt er ekki siður mikilvægt, sem þvi miður skortir oft á, að ljósin séu rétt stillt. Menn átta sig oft ekki á þvi, að ljósaperur, sem virðast i fullkomnu lagi, geta verið svo daufar, að þær gera ekki sitt gagn. Fagmaður sér þetta strax við ljósaskoðun með þeim full- vel gefið. Söngröddin var frábær og ótaldar ánægjustundirnar, er æfð voru af kappi hin fegurstu lög. Þorvaldur fór á unglingsár- um i söngnám til Sigurðar Birkis inn i Reykjavik, og kom heim með nýjar nótnabækur og nýjar útsetningar á ýmsum einsöngs- lögum. Þegar heim kom.varfar- ið að æfa. Oft kom það i minn hlut að spila undir fyrir hann á gamla heimilisorgelið, og allir á heimil- inu fylgdust með af áhuga og gleði, hversu miklum framförum Þorvaldur tók i söng sinum. Það voru góðar og glaðar stundir. — Þorvaldur var skáldmæltur vel, og oft las hann mér ljóð sin, sem ég man að mörgu voru skemmti- leg og að minu viti býsna góð. Hagur var hann við smiðar, allt slikt lék i höndum hans. Þorvaldur var manna friðastur sýnum og það svo að athygli vakti. Hann gekk menntaveginn, eins og þeir allir fimm bræðurnir. Hann sigldi til náms i tannlækn- ingum og vann siðan að tann- smiðum, er heim kom. Þorvaldur kvæntist Kristinu Sigurðardóttur frá Eystri-Tungu i Vestur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason og Guðrún Andrésdóttir. Þorvaldur og Kristin bjuggu að Sogavegi 44 i Reykjavik og eign- uðust tvo syni, Þorvald og Árna, sem nú eru uppkomnir menn. Þann fyrsta júli siðastliðinn varð Þorvaldur bráðkvaddur á heimili sinu. Það er ævinlega snöggt fyrir þá, sem eftir lifa, og eins og högg fyrir brjóstið, þegar andlát ber að höndum með slikum hætti. En þess er vert að minnast, komnu tækjum, sem hann hefur yfir að ráða. Eftir að ljósaskoðun lýkur hinn 31. október eiga þeir, sem þá hafa enn ekki fært bifreið- ar sinar til ljósaskoðunar á hættu, að lögreglan stöðvi þá og kref ji þá um ljósaskoðunarvottorð. Ljósanotkun utan lögboðins Ijósatíma. Notkun ljósa utaii ljósatima getur verið jafn þýðingarmikil og i myrkri, ef slikar aðstæður eru fyrir hendi, s.s. eins og þoka, rigning, snjókoma, snjófjúk o.fl. Þessar aðstæður gera það að verkum, að útlinur bifreiða slævast til muna, jafnvel þótt þær séu i skærum litum. Baksýnis- og hliðarspeglar verða óvirkir sök- um bleytu og óhreininda og koma þvi ekki að gagni. Ef hins vegar ljósin eru kveikt auðveldar það mönnum aksturinn verulega þvi ljósdeplarnir sjást langt að. ökuljósin allan sólarhringinn. Umferðarráð fer ekki dult með skoðun sina á nauðsyn þess, að ökuljósin séu notuð allan sólar- hringinn i akstri i dreifbýli yfir vetrarmánuðina, svo sem gert hefur verið að skyldu i Finnlandi með góðum árangri til fækkunar slysum þar. Vill ráðið þvi ein- dregið hvetja ökumenn, sem aka um þjóðvegina, til þess að nota ökuljósin. að sá sem þannig er kallaður inn í nýja tilveru, losnar þá um leið við veikinda-baráttu, sem undanfara hjúpaskiptanna. Ég veit, að nú hefur bróðir minn að nýju mætt kærum og góðum ástvinum, sem á undan voru farnir, og nú blasa við ný viðhorf og viðfangsefni. Ég veit, að hlýjar hugsanir systkina hans, er eftir lifa, eiginkonu hans, sona og annarra ástvina og vina, ber- ast til hans á öldum ljósvakans. Við þökkum honum öll fyrir sam- fylgdina, fyrir allt gott frá liðnum árum. Samhuga biðjum við hon- um blessunar Guðs á brautum ei- lifa lifsins. Þorvaldur var uppalinn i trú og trausti á föðurforsjón Guðs — og það var hans lifs-akkeri. Ég vil að lokum taka hér upp eitt erindi úr kveðjuljóði, er hann orti sjálfur: Við kveðjum þig klökkum með huga, við kveðjum með söknuð i hjarta. Við minningamynd þina geymum, svo milda og skinandi bjarta. Megi nú Guð gefa þér, bróðir kær, raun lofi betri. Sigurlaug Árnadóttir. Á s.l. leikári sýndi Þjóðleik- húsið leikritið Inúk alls 18 sinn- um. Sýningarnar fóru fram i skól- um i borginni, en auk þess var sýntisamkomuhúsinu á Húsavik, á Flúðum og i Hlégaröi i Mosfells- sveit. Sýningar hófust aftur miö - vikudaginn 16. okt. og var þá sýnt i samkomuhúsinu i Aratungu i Biskupstungum. Ennfremur er fyrirhugað að sýna i ýmsum skól- um i Reykjavlk og nágrenni, svo og á sjúkrahúsum, en leikarar þurfa mjög litið rúm til að at- hafna sig á i þessari sýningu. Fyrir nokkru var leikurinn t.d. sýndur á Vífilsstöðum og á Reykjalundi við mikla hrifningu áhorfenda. A það skal bent að þeir aðilar, sem hafa hug á að fá sýninguna Inúk sýnda eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Þjóð- leikhúsiö. Leikritið Inúk er unnið i hóp- vinnu hjá Þjóðleikhúsinu og þátt- takendur eru: Haraldur Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Helga Jóns- dóttir, Ketill Larsen, Þórhallur Sigurðsson og Brynja Benedikts- dóttir, sem jafnframt er leik- stjóri. Atli Heimir Sveinsson æfði tónlistina. 1 sýningunni er brugðið upp myndum af ævafornri menningu eskimóa og lifsháttum þeirra. Jafnframt eru dregin fram nokkur atriði er snerta upplausn samfélags vegna utanað komandi áhrifa. Sýningartimi á leikritinu Inúk er ca 40 minútur, eða sem næst ein kennslustund. AÐALFUNDUR MAÍ. MENNINGARTENGSL ALBANÍU OG ÍSLANDS. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn þann 20. október, að Tryggvagötu 10, kl. 15.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ari Trausti Guðmundsson flytur erindi um Albaniu. STJÓRNIN ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i lögn Hafnarfjarðaræð, 2. áfanga, fyrir Hitasveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. nóvember n.k. kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv*gi 3 — Sími 25800 Þorvaldur r Arnason Fœddur 28. júli 1906 — dáinn 1. júli 1974 MIKIÐ SKAL TIL 0 SAMVINNUBANKINN IKILS V|NNA « '

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.