Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fræðsluskrifstofa fyrir Austurland á Egilsstöðum eða Reyðarfirði? Fyrir nokkru birtist i blööum fréttatilkynning frá kennarafé- lagi Egilsstaðaskóla þar sem lýst er óánægju með ákvörðun aðal- fundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um staðsetningu fræðsluskrifstofu fyrir Austur- land á Reyðarfirði. Vildu kennar- arnir hafa skrifstofuna á Egils- stöðum. Helgi Seljan alþm. fór um ályktun kennarafélagsins nokkrum orðum í fréttagrein i Þjóðviljanum 11 þ.m. Nú hefur Þjóðviljanum borist harðort svar, „yfirlýsing frá kennurum við Egilsstaðaskóla vegna skrifa Helga Seljan i Þjóðviljann þann 11. þ.m.” Kennararnir óska eftir þvi, að yfirlýsingin verði birt, svo og fréttatilkynning þeirra frá 3. október. Verður blaðið við þeirri beiðni. HelgiSeljan mun gera sin- ar athugasemdir viö yfirlýsingu kennarafélagsins, og birtist hún siðar. Hér fer i fyrsta lagi á eftir yfir- lýsingin, sem er dagsett 15.10., þá fréttatilkynningin dagsctt 3.10. „Egilsstöðum, 15.10. 1974. Yfirlýsing frá kennurum v/Egilsstaðaskóla vegna skrifa Helga Seljan i Þjóðviljann þann 11. þ.m. Hr. ritstjóri. í blaði yðar, Þjóðviljanum, birtist þann 11. þ.m. fréttapistill „Sitt litið af hverju úr Austfjarða- byggð, einkum Reyðarfirði” eftir Helga Seljan, alþingismann. í lok fréttapistils þessa er vikið nokkr- um óbeinum orðum að fréttatil- kynningu er kennarar v/Egils- staðaskóla létu frá sér fara vegna samþykktar aðalfundar Sam- bands sveitarfélaga i Austur- landskjördæmi um staðsetningu fræðsluskrifstofu kjördæmisins. Þar er ýmislegt fullyrt um skoð- anir okkar og annað gefið i skyn sem ekki er hægt að láta athuga- semdalaust. Þvi viljum við taka fram eftirfarandi: t. Helgi segir i pistli sinum: „Um þetta (þ.e. staðsetningu fræðsluskrifstofu — innskot okk- ar) varð togstreyta hér eystra, sem nú hefur verið gerð opinber i fjölmiðlum af þeim á Egilsstöð- um (leturbr. okkar), sem telja það óverjandi að þeir skuli ekki hafa þessa skrifstofu við hlið sér”. Með orðalaginu „þeir á Egilsstöðum” gefur Helgi i skyn, að það séu pólitiskir valdhafar hér, sem hafi staðið að áður- nefndri fréttatilkynningu. Okkur kennurum v/Egilsstaðaskóla, sem einir stóðum að fréttatil- kynningunni, er með öllu ókunn- ugt um skoðanir sveitarstjórnar- manna hér hvað varðar fræðslu- skrifstofu — staðsetningu hennar og starfsemi. Það er alrangt, að við teljum það óverjandi að fræðsluskrifstofan skuli ekki verða við hlið okkar, enda kemur sú skoðun hvergi fram i fréttatil- kynningunni. Hins vegar finnst okkur öll rök hniga að þvi að fræðsluskrifstofu sé best valinn staður á Egilsstöðum, enda koma engin rök fram i skrifum Helga né háfa komið fram annars staðar, SJONVARP — UTVARP Olíumengun og söguval Kastljós fréttahauk- anna mun Ijóma í kvöld, og mun Svala Thorla- cius hafa umsjón þátt- arins meö höndum. Eitt af þeim málum sem tekið verður fyrir, er könnun á hugsanlegri olíumengun vatnsbóla á Suðurnesjum, en Þjóð- viljinn hefur gert þvi máli skil í vikunni. Um margra ára skeið hefur viðgengist sóðaskapur varð- andi meðferð oliuúrgangs við Keflavikurflugvöll, og verður fróðlegt að heyra hvað jarð- fræðingar hafa um málið að segja. Umgengnin þarna syðra mun reyndar hafa lagast mjög siðari árin, en olia sem fór i jörð fyrir tuttugu árum hverf- ur varla sporlaust. Vonandi tekst þeim i Kast- ljósi að kanna málið rækilega. Þessi fréttaþáttur verður væntanlega hið bitastæðasta i kvölddagskránni, en á undan honum fer breski þátturinn „Kapp með forsjá”, en þar er á ferðinni enn einn lögreglu- kappaflokkurinn, reyndar nokkuð óvenjulegur, og hefur oft verið gaman að horfa á þá bresku lögga elta glæpona. Breska sjónvarpið hefur á ýmsum sviðum tekið höndum saman við rikið og gerir þann- ig sjónvarpsþætti til að aug- lýsa ákveðin störf. Þannig mun það vera markmið þessa lögguþáttar að vekja áhuga ungs fólks á lögreglustörfum. Skyldi annars vera samhengi milli þessara sýninga og Is- lenska sjónvarpinu og kvarti og kveini islenskra lögregluyf- irvalda um mannafæð i lögg- unni? Utvarp Þorsteinn Gunnarss. leikari les þessa dagana söguna „Gangvirkið” eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Söguval útvarpsins hefur löngum verið tilviljanakennt, oft hefur vel tekist til, eins og nú, og væntanlega kunna menn að meta góðan höfund og góðan lesara. I fyrravetur Cr myndaflokknum „Kapp er best meft forsjá”. hafði útvarpið uppi nokkra til- burði til að velja forvitnilegar sögur, svo sem þegar Erlingur Gislason var fenginn til að lesa nýja sögu eftir Þorstein Antonsson. Útvarpið hefur lengi vanrækt það hlutverk sitt, að kynna ný, íslensk skáldverk og varla ætti það að vera ofætlun, að útvarpið fengi höfunda til að semja fyr- ir sig skáldsögur og smásögur. Það hefur og lengi verið lenska hjá útvarpinu, að láta lesa eitthvertl léttmeti siðdeg- is, svo sem nú er gert. Auðunn Bragi Sveinsson les nú endur- minningar Erhards Jacob- sens. Kannski finnst dagskrár- stjóra útvarpsins að endur- minningar þessa bjána úr danskri pólitik séu fullgóðar i islenska hlustendur, en sögu- val þetta er gott dæmi um það stefnuleysi sem er I dagskrár- stjórninni: Danska útvarpið tæki það aldrei i mál að láta lesa þessa dellu. Erhard þessi Jacobsen er sá pólitikus danskur sem kall- aður hefur verið manna montnastur. Þegar hann var borgarstjóri i Gladsaxe var borgin i grini kölluð Selvglad- saxe. En hvað um það — þegar allt kemur til alls, þá fer vel á að höfundur baráttusöngs framsóknarmanna, Auðunn Bragi Sveinsson, lesi söguna, þvi Erhard væri án efa i Framsóknarflokknum, væri hann islendingur.. ^-GG sem mæla gegn þvi, nema hin klassisku hreppspólitisku sjónar- mið. Með fréttatilkynningu okkar vildum við hvetja og vekja til málefnalegrar og faglegrar um- ræðu um staðsetningu og starf- semi fræðsluskrifstofu, en hamla gegn rikjandi hreppspólitiskri togstreytu. II. Helgi segir ennfremur: „Verður að telja miður þegar einkahagsmunir ráða svo mati manna i hvivetna”. Hvað á al- þingismaðurinn við? Hvað er það i fréttatilkynningu okkar sem bendir til þess að einkahagsmunir ráði mati okkar á skólamálum? Þessi ummæli verður að telja vitaverð. III. Helgi segir: „Fyrir skömmu samþykktum við tveir skólamenn á Reyðarfirði að merk stofnun, vistheimili fyrir van- gefna, skyldi risa á Egilsstöðum. Nú á sú ákvörðun okkar að vera ein helsta röksemdin fyrir rangri staðsetningu fræðsluskrifstofu. Þykir okkur þetta sem öðrum reyðfirðingum vera fullkaldar kveðjur frá nágrönnum okkar —Með þessu lætur Helgi liggja að þvi að hann hafi gert Egils- staðabúum sérstakan greiða með þvi að ljá samþykki sitt fyrir þvi að vistheimili vangefinna skuli risa á Egilsstöðum. Það kann vel að vera. Við vitum að Helgi hefur unnið vel að þeim málum. Við vit- um lika að enginn Egilsstaðabúi á sæti i stjórn Styrktarfélags van- gefinna á Austurlandi. Vafalaust hefur Helgi Seljan tekið málefna- lega og faglega afstöðu til stað- setningar stofnunarinnar — vegið og metið hvar best væri að þjón- usta slika stofnun — eins og aðrir stjórnarmenn — og þvi skyldi hún reist á Egilsstöðum. Helgi veit fullvel að vistheimili vangefinna þarf á stöðugri ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu að halda, sem erfitt er að fá sérhæft fólk til — ekki sist úti á landi. Það er þvi sjálfsagt að stofnunum sem þurfa á sliku sérhæfðu starfsliði að halda, sé valinn einn og sami staður i hverjum landsfjórðungi. IV. Helgi segir i pistli sinum: að við látum liggja að þvi i fréttatil- kynningu okkar að Reyðarfjörður sé annars flokks staður. Þetta er ekki aðeins alrangt heldur einnig mjög ámælis- og vitavert að halda fram slikum fullyrðingum, sem eiga sér enga stoð i raun- veruleikanum. Slikur málflutn- ingur er til þess eins fallinn að ala á tortryggni og togstreytu manna á milli og koma i veg fyrir mál- efnalega umræðu. Það er skoðun okkar að fram eigi að fara fræðileg athugun hlutlausra aðila á þvi hvar fræðsluskrifstofa fjórðungsins sé best komin með tilliti til þess starfs sem henni er ætlað að leysa af hendi. Þetta er þvi nauðsyn- legra þar sem hreppspólitisk sjónarmið virðast helst móta við- horfa manna til þessa máls. Hr. ritstjóri. Við teljum svo harkalega og ómaklega að okkur vegið i áðurnefndum fréttapistli Helga Seljan að við biðjum yður að birta þessar athugasemdir okkará áberandi stað i blaði yðar — svo og fréttatilkynningu okkar frá 02. þ.m. i heild sinni svo að fólk geti séð hvað þar kemur fram orðrétt. Vinsamlegast, f.h. kennarafundar kennararáð Egilsstaðaskóla, Eva Sóley Rögnvaldsdóttir Jónina Sigrún Einarsdóttir Kristinn Helgi Halldórsson Ölafur Guðmundsson, skólastjóri.” Egilsstöðum 3. 10. 1974 „Fréttatilkynning: Fundur kennara við Egils- staðaskóla haldinn 02. okt. 1974 lýsir óánægju sinni með ákvörðun aðalfundar Sambands sveitarfé- laga i Austurlandskjördæmi sem haldinn var að Eiðum dagana 14. og 15. f.m. varðandi staðsetningu fræðsluskrifstofu fyrir Austur- land á Reyðarfirði. Fundurinn telur eðlilegast að fyrrnefnd skrifstofa sé á Egilsstöðum, og bendir á eftirfarandi rök þvi til stuðnings: 1. Egilsstaðir eru miðsvæðis i fjórðungnum og liggja best við samgöngum —einkum fyrir þá sem lengst eiga að sækja, þ.e. Vopnfirðinga og Hornfirðinga. 2. Egilsstaðir eru i beinum og stöðugum flugsamgöngum við Reykjavik. 3. Egilsstaðir verða með tilkomu fjölbrautaskóla stærsta skóla- hverfi Austurlands. 4. Nýlega hefur Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi á- kveðið að reisa skólaheimili fyrir vangefna á Egilsstööum. Slik stofnun þarf mjög á þjón- ustu fræðsluskrifstofu að halda. 5. Skrifstofa Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi er á Egils- stöðum. Æskilegt verður að teljast að fræðsluskrifstofa sé i nánum tengslum við hana (helst i sama húsnæði) — enda getur slikt fyrirkomulag spar- að stórfé. 6. Læknamiðstöð er á Egilsstöð- um. Fræðsluskrifstofa (sál- Framhald á 11. siðu. □ □ Vegamótaútibú Landsbanka Islands er opið mánudaga til föstudaga, kl. 13 til 18.30. Auk fyrri þjónustu útibúsins mun Vegamótaútibúið hér eftir annast öll almenn gjaldeyrisviðskipti. Nýtt og rúmbetra húsnæði til aukins hagræðis fyrir alla þá, sem eiga viðskipti við Landsbankann. Viö höfum flutt starfsemi okkar aö Laugavegi 7 LANDSBANKINN Vega móta útibú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.