Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Föstudagur 18. október 1974 — 39. árg. 204.tbl. „skortir fé OG LÆKNA” Skúli Johnsen, borgarlæknir, segir, að fé og lækna skorti i Reykjavik til þess að sinna heimilislækningum, og röðin hljóti nú að vera komin að þétt- býlinu varðandi fjárframlög til heilbrigðismála. SJÁ YIÐTAL VIÐ BORGARLÆKNI Á 3. SIÐU Bílaeigendur hundsa bannið við Laugaveg Þrátt fyrir bann borgaryfirvalda bilum sinum, þar sem stöðumæl- við bifreiðastöðum á Laugavegi frá arnir voru áður. Ibúar við Grettis- Klapparstig að Snorrabraut, halda götu, en þangað hafa stöðumælarn- bifreiðastjórar áfram að leggja ir verið fluttir, segja hinsvegar: „ÞETTA ER TÓM VITLEYSA” - SJÁ BAKSÍÐU Láglauna- bœtur 3500 kr. á mánuði en: ELLILIFEYRIR HÆKKAR UM 735 KR. Á MÁNUÐI Af hverju fáum við ekki láglaunauppbót á ellilíf- eyrinn? spyr gamla fólkið/ sem þessa dagana sækir lifeyri til Tryggingastofn- unar ríkisins. Láglauna- uppbótin mjögumtalaða er kr. 3.500 á mánuði# og gamla fólkið bjóst auðvit- að við því að sú upphæð kæmi ofan á ellilífeyrinn. En sjálfsagt mælir enginn því í mót/ að ellilífeyrir og örorkulifeyrir séu lág laun. En láglaunauppbótin kemur ekki ofan á ellilifeyrinn. Hækkun almenns ellilifeyris er kr. 735 á mánuði, eða rúmlega fimmtung- ur láglaunauppbótarinnar, og tekjutryggingin, sem var 6.671 kr. á mánuði verður 7.825 á mánuði. Hækkun hennar er 1.154 kr. eða um það bii þriðjungur láglauna- hækkunarinnar. Þess skal getið að ellilifeyris- hækkuninni er ætlað að bæta 20% verðlagshækkanir fram til 1. febrúar, þannig að stór hluti verðhækkananna kemur bóta- laust af fyllsta þunga á gamla fólkið. Meðan aðrir kvarta Frá Húsavik Blómstrar Fiskiðjusamlag Húsavíkur Nú, meðan flestir fiskfram- leiðendur kvarta og kveina i von um styrki frá rikisstjórn- inni, var okkur bent á að Fisk- iðjusamiag Húsavikur blómstraði og það svo að hagnaður fyrstu 8 mánuði þessa árs væri rúmar 18 milj. kr. Við snerum okkur til fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins Tryggva Finnssonar og spurð- um hann hvort þessi tala væri rétt. — Nei, hún er nú of há, enda væri það engu likt ef hún væri rétt, en hinsvegar vil ég taka fram að afkoman hjá okkur er góð i ár, já, mjög vel við un- andi, og við erum ánægðir með útkomuna. — Er heildarútkoman lak- ari i ár en hún hefur verið und- anfarin ár? — Já, heldur er þa.ð nú, einkum frystingin sem kemur verr út nú en áður. Svo erum við einnig með saltfisk og skreið, og þar virðist útkoman ekki vera verri. — Þið greiðið hluthöfum arð fyrir árið 1973? — Já, 10%; við megum ekki greiða hærra. Eins greiðum við sjómönnum uppbót á fisk- verðið, en það hefur enn ekki verið ákveðið hvað það verður mikið, enda höfum við ekki enn fengið allt upp gjört fyrir siðasta ár. Afkoman það sem af er þessu ári er viðunandi, sagði Tryggvi Finnsson NÚHÆKKAR SOÐNINGIN UM 27% Samkvæmt upplýsingum frá verðlagsstjóra verða i dag ýmsar verðhækkanir. Kiló af ýsu hækkar úr 68 kr. I 85,- kr. þ.e. 25%. Kiló af ýsuflökum hækkar úr 118 í 150 kr. þ.e. 27% Heildós af fiskbollum fer úr 131 í 141 kr. hækkun 7,0% Fiskbúðingur hækkar I 180 i 195 kr., eða um 8,3% Útseld vinna I málmiðnaði hækkar um 1—5% Ctseld vinna í byggingariðnaði hækkar um 5—9% Gjaldskrá fyrir vinnuvélar hækkar um 15%. Það vekur sérstaka athygli, að soðningin til neytenda hækkar nú um 27%, enda þótt fiskveð til sjó- manna hafi aðeins hækkað um 11%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.