Þjóðviljinn - 18.10.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1974. Landsliðið fær ekki húsnæði til æfinga og það er okkar stærsta vandamál ásamt fjármál- um,sagði Sigurður Jónsson formaður HSÍ - sjaldan hafa jafn mörg verkefni beðið landsliðsins sem nú — Við eigum við tvö al- varleg vandamál að etja í hándknattleiknum I dag, sagði Sigurður Jónsson formaður HSí á blaða- mannafundi í fyrradag. Annað er fjármálin, þar sem HSI er með 6 milj. kr. skuldabagga á bakinu, og hitt er húsnæðisleysi, bæði til að koma islandsmótinu fyrir og eins fyrir æfingar landsliðsins. Hér i Rvk. er aðeins um eitt hús að ræða sem hefur löglegan hand- knattleiksvöl I, það er Laugardalshöll, og hún er orðin svo ásetin að við komumst þar ekki lengur að með æfingar landsliðs- ins. Og segja má, að það sé til lítils að vera að gera á- ætlanir um stóra hluti, svo sem ráðningu erlends landsliðsþjálfara og þátt- töku í stórmótum fyrir landslið, fyrr en þessum tveim málum hefur verið kippt í lag, sagði Sigurður. Sigurður skýrði siðan frá til- raun sem HSt ætlar að gera til að leysa fjármálavanda sinn, sem er að efna til ibúðarhappdrættis, sem mun verða glæsilegasta skyndihappdrætti sem efnt hefur verið til hér á landi og sýnir stör- hug þeirra HSI-manna. Sagði Sig- urður að ef þetta tækist vel, myndi það gera betur en að leysa vandann. Það myndi gera okkur mögulegt að byggja upp fyrir framtiðina, en segja má að tómt mál sé að tala um slikt fyrr en fjármálavandinn hefur verið leystur, sagði Sigurður. Hitt vandamálið, húsnæðisleys- ið, er miklu erfiðara viðfangs. Eins og áður segir er það höllin ein sem hefur löglega vallarstærð húsa i Rvk fyrir handknattleik, en hún er nú orðin svo ásetin, að HSl fær ekki inni fyrir landsliðsæfing- ar lengur, nema i örfá skipti i vet- ur. Alveg sama er að segja um iþróttahúsið i Hafnarfirði, sem hefur löglega vallarstærð, það er einnig svo ásetið að erfitt eða ó- mögulegt er að fá þar inni. Hvernig þetta vandamál verður leyst er'ekki hægt að segja um á þessu stigi málsins, en það hljóta allir að geta tekið undir það með HSl-mönnum, að ef við ætlum okkur að eiga landslið i hand- Möguleiki er á aö ís- iensku A-landsliðin í karla- og kvennaflokki leiki alls 28 landsleiki í vetur. Þó er ekki búið að fullákveða alla þessa leiki, en mjög miklar likur á, að þeir fari knattleik og ráða til þess dýran erlendan þjáifara, þá verður að vera til húsnæði til æfinga, og það allir fram. Þessir leikir eru: Nóvember Færeyska karlalandsliðið kemur hér i byrjun nóv. og leikur 2 leiki. tslenska karlalandsliðið fer til Færeyja og leikur tvo leiki. Landslið A-Þýskalands leikur tvo leiki á tslandi Hollenska kvennalandsliðið leik- ur hér tvo leiki. Descmber Landslið Kanada leikur hér á milli jóla og nýárs á leið sinni til Evrópu. Janúar Landslið Luxemburg leíkur hér einn leik. verður að fást hvað sem það kost- ar. —S.dór Febrúar Landslið tslands fer til Póllands og leikur tvo landsleiki við Pól- land og fer siðan til Danmerkur og tekur þátt i Norðurlandamóti. Mars Landslið Tékkóslóvakiu kemur i byrjun mars og leikur hér tvo leiki. Kvennalandslið Kanada kemur til Islands á leið sinni til Evrópu og leikur tvo leiki við kvennalands- liðið. Landslið júgóslava kemur til Is- lands um miðjan mars og leikur tvo leiki. April Danska landsliðið leikur hér tvo leiki og fer siðan til Færeeyja. Fyrir utan þá leiki sem hér eru taldir upp leikur svo karlalands- liðið 3 leiki i Sviss siðast i þessum mánuði, við ungverja, v-þjóð- verja og svisslendinga. Fyrir svo utan alla þessa leiki taka bæði pilta- og stúlknalands- liðin þátti NM i vetur, og verður NM stúlkna haldið hér á landi um páskana. Milli- ríkja- dómarar skipaðir Dómaranefnd HSf hefur til- nefnt eftirtaida menn sem milliríkjadómara fyrir næsta kcppnistimabil: Val Benediktsson Magnús V. Pétursson Óla Ólsen Björn Kristjánsson Hannes Þ. Sigurðsson Karl Jóhannsson. Hilmar ráðinn til HSI Hiimar Björnsson hand- knattleiksþjálfari hefur vcrið ráöinn i hálft starf hjá HSl, og er starf hans einkum fólgið i þvi að segja handknattleiks- þjáifurum til, bæði með þvi að fara á staðina, og eins mun hann skipuleggja og sjá um námskeiðahaid fyrir hand- knattleiksþjálfara. Þá mun Hilmar einnig fara I skóla landsins og kynna handknatt- leikinn sérstaklega. Hilmar hefur sem kunnugt er stundað nám viö iþrótta- kcnnaraskóla i Svíþjóð sl. 2 ár og kynnt sér handknattleik al- veg sérstaklega, auk þess sem hann hefur æft undir hand- leiðslu landsliðsþjálfara svia, Rolands Mattsson. Hilmar er nú þjálfari 1. deildarliðs Vals. Aðeins 10 dómarar í 1. deild Jón Erlendsson formaður dómaranefndar HSt hefur skýrt frá þvi, að i vetur muni aðeins 10 dómarar dæma leiki i 1. deild, það eru 5 dómarapör. Munu sömu tveir dómararnir alltaf dæma saman,en það eru: Karl Jóhannsson Hannes Þ. Sigurðsson Björn Kristjánsson Óli Ölsen Magnús V. Pétursson Valur Bendiktsson Sigurður Hannesson Gunnar Gunnarsson Jón Friðsteinsson Kristján örn Þessi ráðstöfun er til fyrir- myndar. Undanfarin ár hafa alltof margir dómarar sem alls ekki eru til þess hæfir fengistvið að dæma 1. deildar- leikina, oft á tiöum með slæmum árangri. Að visu eru i þessum hópi menn sem ekki ættu þar að vera, sökum hæfi- leikaskorts, en það, að hafa aðeins 10 dómara i 1. deild og siðan 20 dómara i 2. deild eins og ákveðið hefur verið, gefur möguleika á að færa menn á milli ef þeir standa sig ekki i 1. deild, og i stað þeirra komi svo þeirsem best þykja standa sig i 2. deild. —S.dór EB bikarmeistara í handknattleik Fram til þessa hefur i handknattleik aðeins veriö um að ræða Kvrópukeppni meistaraliða, en á þingi Alþjóöahandknattleiks- sambandsins (IHF) sem hald.ið var 4. og 5. okt. sl. var samþykkt að koma á Evrópukeppni fyrir bikarmeistara, en þar sem bikarkeppni fer ekki fram er leyfilegt að senda það lið til keppninnar sem varð númer tvö i landsmóti. Þarna er um að ræða Evrópukeppni bæði I karla- og kvennaflokki, og á fyrsta Evrópukeppni bikarmeistara að fara fram næsta haust. Þetta er áreiðanlega mjög til bóta, þar sem bikarkeppni mun fara fram I fiestum löndum álfunnar þar sem handknattleikur er iðkaður, en ekkert sérstakt verkefni hefur veriö fyrir þau lið sem orðið hafa bikarmeistarar til þessa. 1 vetur er fyrirhugað að bikarkeppni HSl fari fram jafnhliöa I. deildarkeppninni og að henni ljúki um svipað leyti og islandsmótinu. Möguleiki á 28 landsleikjum á komandi vetri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.