Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 SKÚLIJOHNSEN, BORGARLÆKNIR: „Lœknaskortur í Reykjavík” I Reykjavik eru það aðeins 25 læknar sem stunda heimilislækningar sem aðalstarf/ og annast þannig heilsugæslu um 80.000 borgarbúa. Þetta eru i stórum dráttum þeir erfiðleikar sem yfirvöld heilbrigðis- mála glima nú við að breyta. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær# hvernig kerfi heimilislækninganna er byggt upp, og þar kom skýrt fram, að gamla kerfið, þ.e. einn heimilis- læknir með ákveðinn fjölda borgara á sinni könnu, er alveg farið úr böndunum og brýn þörf er á endurbótum. ,,Þa5 hefur verið stefna yfir- valda, að dreifbýlið ætti að ganga fyrir hvað snertir endur- bætur á læknisþjónustu”, sagði Skúli Johnsen, borgarlæknir i samtali við Þjóðviljann. „Hér i Reykjavik er vandinn annar en úti á landi. í dreifbýl- inu hefur fólk þurft að vera læknislaust. Hér eru hins vegar alltof fáir læknar,sinna of mörg- um ibúum”. Borgarlæknir sagði, að erfið- leikar heimilislækninganna i Reykjavik hefðu verið efst á baugi hjá sinu embætti um margra ára skeið, en nú væru i giidi ný lög um heilbrigðisþjón- ustu, og lausnin þar með i sjón- máli. Stefnt er að þvi að koma á fót heilsugæslustöðvum i hinum ýmsu borgarhverfum, en áður en hægt verður að vinna að þvi, verður að útvega fé til fram- kvæmdarinnar. Heilsugæslustöð í Árbæjarhverfi Reykjavikurborg hefur fest kaup á húsi i Arbæjarhverfi og þar er ætlunin að fimm læknar hafi aðsetur og sinni læknis- þjónustu fyrir Arbæjarhverfið. Sagði Skúli Johnsen að brátt yrði lokið við að hanna innrétt- mgu þessarar heilsugæslustöðv- ar, og vilyrði hefði fengist hjá rikisstjórninni fyrir fjárveitingu til stöðvarinnar. Samkvæmt lögum þá á rikið að leggja fram 85% af kostnaði við byggingu slikrar heilsu- gæslustöðvar. Breiðholtið mesti vandinn En þótt fólkið i Arbæjarhverf- inu eygi kannski lausn i næstu framtið, þá er stærsti vandinn eftir. Breiðholtshverfið er alveg læknislaust, Þar er enginn heimilislæknirstarfandi, og þótt Heilsuverndarstöðin hafi nýlega komið þar á fót eins konar úti- búi, verður allur fjöldinn sem býr i þessari stóru útborg að sækja alla læknisþjónustu niður i miðbæ. Verið er að hanna heilsu- gæslustöð fyrir Breiðholtshverf- ið, en enn sem komið er, eru ekki horfur á að fjármagn fáist i bráð til að byggja stöðina. Borg- arlæknir kvað það von sina, að einhver hluti ibúanna i Breið- holti gæti sótt læknisþjónustu i heilsugæslustöðina i Árbæjar- hverfi, þegar sú stöð kemst á fót. Læknaskortur Læknaskorturinn i þéttbýlinu hefur komið heilbrigðismálun- um i þéttbýlinu i það horf, að nú er haft á orði að miklu erfiðara sé fyrir borgarbúa að leita læknis heldur en fyrir þá sem i dreifbýli búa. Og sú staðreynd, að aðeins 25 læknar sinna heimilislækning- um að marki, bendir til að þótt peningar fáist til heilsugæslu- stöðva, þá verði erfiðleikum bundið að manna þær stöðvar með læknum og aðstoðarfólki. Þeir læknar sem nú sinna heimilislækningum i Reykjavik og nágrenni hafa án efa mikið að gera, og það var á borgar- lækni að skilja, að áhugaleysi lækna á heimilislækningum stafaöi meðfram af þvi aðstöðu- leysi sem yfirvöld bjóða þeim. Viö skýrðum frá þvi i gær, að læknir sem annaðist heilsu- gæslu kringum 3000 samlags- manna Sjúkrasamlags Reykja- vikur, hefði i árslaun um 2,5 miljónir. Það er rétt að benda á að þessi tala er vitanlega brúttóupphæð. Læknirinn verð- ur að greiða af þessum „laun- um” sinum kostað við lækningastofu og jafnvel laun til aðstoðarfólks. Og af þvi leiðir aftur, að læknir sem heimilis- lækningar stundar, reynir að sinna öðrum læknisstörfum meðfram, svo sem þjónustu á sjúkrahúsum og jafnvel störfum fyrir fleiri en eitt sjúkrasam- lag. — GG Breiðholt lœknislaust Fást lœknar í heilsugœsiustöðvar? Heimilislœknar stunda mörg störf Einkunnarorð framboðs Verðandi til 1, des. nefndar: þjóðsag- veruleikinn Kjörstjórn 1. des. kosninganna aö störfum. Frá vinstri: Hannes Sig- urðsson læknanemi, Þorsteinn A. Jónsson laganemi og Alfheiður Inga- dóttir liffræðinemi ísland an og ísland — þjóðsagan og veru- ieikinn eru einkunnarorð á fram- boði Verðandi, féiags róttækra við Hí, tii 1. des. nefndar i ár. Til- laga er um Þorstein frá Hamri, rithöfund, sem ræðumann. 1 fréttatilkynningu frá Verð- andi segir ma.: „...tekin verður til umræðu og athugunar með samfelldri dagskrá sú söguskoð- un sem við kennum við þjóðsög- una um tsland, sett fram visinda- leg söguskoðun og nútiminn skil- greindur i ljósi hennar.” Um þjóðsöguna segir svo i ávarpi frá Verðandi: „Þjóðsagan um tsland: sagan um frelsisást vikinganna, einstæða illmennsku dana, hugrekki sjálfstæðishetj- anna og siðast en ekki sist frelsið, jafnréttið og stéttleysið á tslandi eftir farsæl endalok sjálfstæðis- baráttunnar.” 1 framboði til 1. des. nefndar af hálfu Verðandi eru Gylfi Páll Hersir, Leifur Hauksson, Auður Styrkársdóttir, Berglind Gunn- arsdóttir, Einar Már Sigurðsson, Tómas Einarsson og össur Skarphéðinsson. Nái fólk þetta kjöri i kosningun- um sem fram eiga að fara á þriðjudaginn 22. október hyggjast Verðandimenn haga störfum sin- um þannig að við hlið aðalnefnd- arinnar starfi ritnefnd og ræðu- nefnd. Sú fyrrnefnda mun sjá um útgáfu 1. des blaðsins en sú siðar- nefnda, sem að mestu verður skipuð sagnfræðingum, hagfræð- ingum og öðrum visindamönnum, mun semja textann að dag- skránni. Efnivið fær hún frá starfshópum sem skipta munu sögunni milli sin og skipaðir verða stúdentum. Eins og áður hyggjast Verðandimenn láta tón- list skipa veglegan sess i dag- skránni. Af Vöku — félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta — er það að segja að hún býður fram undir einkunn- arorðunum Tjáningarfrelsi og skoöanamyndun. Ræðumenn Vöku eru þeir Markús Möller for- maður félagsins og Hrafn Gunn- laugsson sem sett hefur fram kenningar um „frjálsa fjöl- miðla”. Vinstri menn hafa einna mest- an áhuga á að sjá hver verður af- staða Vöku til Frjálsrar menn- ingar. Ekki þykir liklegt að félag- ið leggi i að lýsa stuðningi sinum við Hreggvið þar sem slikt er fremur óvænlegt i atkvæðaveið- um innan háskólans. Taki þeir vökumenn hins vegar afstöðu gegn Hreggviði eru þeir komnir i hrapalega þversögn við eigin kenningar sem eru þær helstar að afnema beri alla rikiseinokun á fjölmiðlum og veita hana frjálsa. Og vitanlega hlýtur það frelsi að ná til bandarikjahers — eða hvaö? 1 gær gerðist það að kjörstjórn neitaði að viðurkenna umboðs- mann lista Vöku, Kjartan Gunnarsson. Það var gert á þeirri forsendu að Kjartan hafi ekki talist háskólanemi lögum samkvæmt. Kjartan skrifaði á sinum tima bréf til háskólaráðs þar sem hann fór fram á að hon- um yrði sleppt við innritunargjöld og tilfærði lagakróka sem að hans mati gætu heimilað það. Engrar ástæðu gat hann fyrir þessari beiðni i bréfinu, en hana vita allir sem vilja vita. Þessi beiðni Kjartans er i beinu sam- hengi við þær tilraunir sem hægri menn við háskólann, jafnt úr hópi nemenda sem kennara, hafa gert að undanförnu til að svipta Stúd- entaráð fjárhagslegum starfs- grundvelli sinum og jafnframt að þagga niður i Stúdentablaðinu. Slik er nú ástin á tjáningarfrels- inu. —ÞH ENGINN EINLEIKUR Segir formaður Einingar um birtingu launataxta 1. nóvember Jón Helgason, form. Einingar „Ég tcl það ckki farsælt að við leikum neinn einleik i þessu,” sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, þegar Þjóð- viljinn spurði hann eftir þvi I gær, á hvern rekspöl augiýsing sér- staks kauptaxta með fullum visi- tölubótum væri komin, en félags- fundur i Einingu samþykkti fyrir skömmu að slikt skyldi gert. „Ég held að fréttamiðlar hafi farið svolitið rangt með hlutina,” sagði Jón. „Það er rétt að fram kom tillaga um að auglýstur yrði taxti með fullum verðlagsuppbót- um á laun. Við þessa tillögu kom fram breytingatillaga um það, að leitað yrði samráðs við almennu félögin nú þegar. Ég sendi þessa tillögu til Verkamannasam- bandsins, en ég hef ekkert heyrt frá þeim ennþá. Meðan ég verð ekki var viö að neinir ætli að ganga i þessa átt, tel ég þetta detti nærri þvi um sjálft sig, a.m.k. að svo stöddu. t upphaflegu tillögunni var gert ráð fyrir að auglýsa taxta frá 1. nóvember með fullum verðlags- uppbótum á laun, og náttúrulega er það sama og að lýsa yfir vinnu- stöðvun, þvi jafnframt heimilaði fundurinn stjórn og trúnaðar- mannaráði að fylgja auglýsing- unni eftir með vinnustöðvun, ef taxtinn yrði ekki samþykktur. Og i sjálfu sér er það verkfalisboðun að setja nyjan taxta einhliða. Nýlega var fundur hjá Verka- mannasambandinú og þessi til- laga var kynnt þar, en ekki tekin nein afstaða til hennar. Satt að segja finnst mér ekki grundvöllur til að gera stóra hluti, ef Verka- mannasambandið tekur ekki und- ir það og þau félög, sem að þvi standa, svo við förum okkur ró- lega enn þá.” —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.