Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 12
Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna ■18.—24. okt. er i Vesturbæjarapóteki og Háaleitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á uverndarstöðinni. Simi 21230. 9? Þetta er 95 vitleysa segja íbúar við Grettisgötu „Stórkostleg röskun á högum íbúa’\ segir Höskuldur Jónsson í bréfi til borgarráðs fbúar við Grettisgötu virðast yfirleitt óánægð- ir með það ráðslag borgaryf irvalda að beina þeim bílum sem áður voru stöðvaðir á Laugavegi, upp á Grettisgötu. Bifreiðastöður eru bannaðar á Laugavegi, og mun eflaust margur taka þvi ráði vel, en hitt finnst mörgum skrítið að ætlast til að fólk reyni að troða bilum sinum i stæði i Grettis- götu, sem þegar er yfirfull af bilum. Þjóðviljinn hafði samband við nokkra ibúa við Grettis- götu i gær og bað þá að segja álit sitt á aukinni bilaumferð um götu þeirra: Magnús Sigurðsson, Grettisgötu 76: „Ég er ákveð- ið á móti þessari tilhögun. Umferðin hefur verið að auk- ast um þessa götu ár frá ári, hér hefur staðið bill við bil ár- um saman, og ég skil ekki hvernig þeir geta hugsað sér að auka við flotann hér. Þetta er að verða tóm vitleysa”. Karl Guðmundsson, Grettis- götu 58b: „Grettisgatan var fullskipuð bilum fyrir, og þeir sem eiga hér bila verða að fara með þá burtu. Það er bilastæði hér við húsið mitt, og ég hef reynt að halda þvi fyrir mig. Ég merkti það með „einkabilastæði”, en bileig- endur fara ekkert eftir þvi. Þeir æpa meira að segja að manni og segjast eiga stæðið eins og ég. Það er eins og þeir séu ekki með réttu ráði, sumir bilstjórar. Ég er eindregið á móti þvi að beina umferðinni af Laugavegi hingað, nóg var fyrir”. Helga Hálfdánardóttir, Grettisgötu 32b: „Mér list illa á þetta. Umferðin hefur jafn- an verið að aukast. Mennirnir sem vinna við Laugaveg geyma bilana sina hér á Grettisgötunni allan daginn, og svo á lika að bæta við bilum þeirra sem versla þar. Og eitt finnst mér skritið. Það eru settir hér upp stöðumælar, þar Bílaþröngin á Grettisgötunni eykst enn. tbúar eru reiðir. sem menn kaupa sér stæði á 10 krónur og fá að geyma hér bil i 15 minútur. Hvaða erindi er hægt að reka á Laugaveginum á 15 minútum? Grettisgatan er alltof þröng til að hægt sé að beina á hana umferð. Þetta er enn ein vitleysan”. Bréf frá Höskuldi Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri býr við Grettis- götu, og hefur hann sent borgarráði, fjölmiðlum og ibúum við Grettisgötu bréf, þar sem hann gagnrýnir harð- lega þessa ráðstöfun borgar- ráðsins. Höskuldur Jónsson segir þar m.a.: „Þess munu vart eða ekki finnast fordæmi, að umferð á verslunargötu eða sem á annan hátt fylgir at- vinnurekstri, hafi verið beint með fullum þunga yfir á ibúðargötu með þeim hætti sem hér hefur verið lagt til. Þau óþægindi sem þessu fylgja, verða mjög tilfinnan- leg fyrir ibúa við götuna, og hafa þeir alls ekki getað búist við sllkri röskun... Uppsetning stoðumæla við Grettisgötu munu margfalda umferð um götuna og langt umfram það, sem telja verður þolanlegt af núverandi ibúum götunnar. Mun slik ákvörðun fljótlega hafa i för með sér stórkostlega röskun á högum ibúa og gera ibúðarhús þar óvistlegri, vegna aukningar hávaða og loftmengunar...” —GG. Rœkjuveiðin Tregari í ár en var í fyrra sagði Ingimar Júlíusson á Bíldudal ■ Djúpivogur Lítið fiskað í sláturtíðinni — Afli þeirra rækjubáta sem héðan róa hefur verið heldur lakari nú en var á sama tima í fyrra, sagði Ingimar Júliusson á Bíldu- dal er við ræddum við hann i gær. — Það róa héðan 14 bátar á rækju, en i fyrra voru þeir ekki nema 11 eða 12. Bátarnir mega veiða 4 tonn af rækju hver þá daga vikunnar sem þeir róa, og þessar tvær fyrstu vikur sem rækjuvertiðin hefur staðið hefur enginn bátur náð að fylla kvót- ann. — I allt hafa veiðst tæp 60 tonn. Aflinn fyrri vikuna var 21,4 tonn, en siðari vikuna 33,1, hinsvegar hef ég ekki tölur fyrir þessa viku sem er sú þriðja frá þvi veiðarnar hófust. — Hér á Bildudal eru tveir aðil- ar sem vinna tækjuna, Matvæla- iðjan og Rækjuver h.f. Hefur hvor verksmiðjan nú 7 báta til að vinna aflann af. —S.dór Már Karlsson fréttaritari Þjóð- viljans á Djúpavogi tjáði okkur að sláturtið stæði nú yfir og gengi vel. Alls verður slátrað 12 þúsund fjár á þessu hausti. Utlit er fyrir að fallþungi dilka verði Ivið rýr- ari I ár en i fyrra. — Meðan sláturtið stendur yfir tökum við ekki á móti fiski, sagði Már. — Frystihúsið er það litið að það annar ekki meiru á meðan. Hér er verið að byggja nýtt frysti- hús og er búið að slá upp fyrir starfsmannahúsi, sökkli og bitum en ekki byrjað að steypa. Allt er i óvissu með áframhald bygging- arinnar þar sem einhver tregða er með lánveitingar úr fiskveiði- sjóði. Okkur er það mikil nauð- syn að frystihúsið komist sem fyrst i gagnið þvi annars blasir ekki annað við en atvinnuleysi og eymd. — Eina fiskiriið, sem nú er stundað eru ýsuveiðar hér i Beru- firðinum. Smærri bátar hafa lagt þetta 3-4 linur og fengið fallega og góða ýsu. Virðist vera töluvert af henni hér innarlega i firðinum og er það óvenjulegt. — Við sjáum sjónvarp alveg sæmilega hér og batnaði það mikið eftir að reist var endur- varpsmastur á Bóndavörðu sem er hér i þorpinu. Hins vegar vill það brenna við að norska sjón- varpið trufli útsendingar þess is- lenska. Bregður stundum fyrir Framhald á 11. siðu. EBE Bretar vilja flýta samn- ingum Stjórn Verkamannaflokksins i Bretiandi rekur nú á eftir þvi að samið verði um ný skilyrði fyrir aðild landsins að EBE. James Callaghan utanrikisráðherra breta skýrði frá þvi á ráðherra- fundi EBE I Luxemborg á þriðju- dag að stjórn hans ynni nú að ýtarlegri kröfugerð um ný skil- yrði fyrir aðildinni og yrði hún væntaniega lögð fyrir fund utan- rikisráðherra EBE-landanna 12. nóvember. Callaghan lét i ljós þá ósk sina að samningum um ný skilýrði yrði lokið fyrir áramót. Breska stjórnin hefur skýrt frá þvi að ef samningar náist fyrir aprillok muni Verkamannaflokkurinn fjalla mun hin nýju skilyrði á sér- stöku flokksþingi i mai og siðan verða greidd atkvæði um þau I þjóðaratkv.-greiðslu I júni. Ástæðan fyrir þvi að Callaghan óskar þpss að samningum verði lokið fyrir áramót er talin vera sú að nái hann góðum samningum ætli hann þegar upp úr áramótum að hefja áróðursherferð I Bret- landi fyrir þvi að aðild að EBE verði samþykkt með nýjum skil- málum. Er hann talinn hafa næg- an stuðning innan flokksins til að ná sinu fram. Regína Þórðardóttir látin 1 gær lést I Reykjavik Regina Þórðardóttir, leikkona, 68 ára að aldri. Regina var i hópi fremstu leikkvenna hér á landi. BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Alfheimar Stigahlíð Kleppsvegur Sogamýri Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna. Alþýöubandalagið Alþýðubandalagið á Akranesi Alþýðubandalagið á Akranesi heldur félagsfund I Rein mánudaginn 21. október kl: 20.30. Fundarefni: 1. Bæjarmál, 2. Fjármál Reinar og 3. Kosning á landsfund. — Stjórnin. Námshópar um sósialisma og nútima þjóðfélag: S.l. miðvikudag komu námshóparnir saman i fyrsta sinn og var þá út- deilt námsefni og skipt I námshópa. Námshóparnir koma saman á fund i næstu viku. Námshópur I á mánudagskvöld kl. 20.30. Námshópur II á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Námshópar III og IV á miðvikudagskvöld ki. 20.30. Þátttakendur sem ekki hafa þegar skráð sig i ákveðna hópa tilkynni þátttöku á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3, en þar munu námshóparnir starfa. Þeir þátttakendur sem eru úr Kópavogi og vilja heldur koma saman I Þinghól á miðvikudagskvöldum tilkynni það i sima 2 86 55. — Fræðsiunefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.