Þjóðviljinn - 18.10.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1974. Hagsmunamál vestfiröinga Frá Patreksfirði Ályktanir frá kjördæmisráöstefnu Alþýðubandalagsmanna á Vestfjöröum, sem haldin var á Patreksfirði um síöustu mánaðamót I. Tækniþjónustu- stofnun Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 beinir þeim eindregnu tilmælum til þingmanna Alþýðu- bandalagsins, að þeir beiti sér fyrir þvi að tækniþjónustustofn- anir verði settar á stofn úti á landsbyggðinni. Skulu þær annast allt hönnunarstarf, er fram- kvæma þarf á vegum rikis, sveit- arfélaga og annarra aðila. Ráðstefnan litur svo á, að slik stofnun á Vestfjörðum yrði það stór aö starfrækja mætti hana á tveimur stöðum i kjördæminu. Ráðstefnan minnir á að héðan úr kjördæminu renna á hverju ári tugir miljóna króna til greiðslu á sérfræðivinnu auk þess sem kjördæmið fer algerlega á mis við þá hagkvæmni, sem af þvi leiðir, að þessir menn, þ.e. þeir sem sérfræðistörfin vinna, séu búsettir i héraðinu. II. Húsnæðismál Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi haldin á Patreksfirði 28. og 29. september 1974 fagnar þeirri þróun, sem nú er hafin, þegar i fyrsta sinn um langt árabil er um fólksfjölgun að ræða á Vestfjörð- um. Jafnframt bendir fundurinn á aö húsnæðisskortur stendur i vegi fyrir þvi, að um frekari fólksfjölgun sé að ræða. Ráðstefnan telur það eitt brýn- asta hagsmunamál vestfirðinga að hrinda i framkvæmd áætlun um ibúðabyggingar. Ráðstefnan átelur harðlega þann seinagang, sem hefur verið á þvi að hægt væri að hefjast handa við byggingu leiguibúða samkvæmt þeim fyrirheitum, sem gefin hafa verið um bygg- ingu 1000 leiguibúða utan Reykja- vikursvæðisins. Ráðstefnan telur að Húsnæðis- málastjórn hafi ekki reynst þeim vanda vaxin að undirbúa teikn- ingar og aðra fyrirgreiðslu og hafi jafnvel verkað sem hemill á að framkvæmdir gætu hafist. Ráðstefnan leggur áherslu á, að þegar um verksmiðjuframleidd hús sé að ræða, komi útborgun lána frá Húsnæðismálastjórn i einu lagi, jafnframt verði unnið að þvi að slik hús verði viður- kennd i sambandi við byggingu leiguibúða á vegum sveitarfé- laga. III. Orkumál Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 minnir á að kjördæmið er afskipt miðað við aðra lands- hluta, hvað snertir nýtanlegan jarövarma. Nauðsynlegt er þvi, að rafvæðing miðist við að raf- orka sé notuð til húsahitunar. Ljóst er að virkjanir i kjördæm inu eru þvi nær fullnýttar og þvi brýn þörf að halda áfram virkj- unarframkvæmdum i kjördæm- inu, og vinna að tengingu Vest- fjarða við aðalveitukerfi lands- ins. Þar sem raforka er undirstaða verðmætasköpunar á Vestfjörð- um, og sú verðmætasköpun er i þágu allra landsmanna, er það krafa vestfirðinga, að fullri verð- jöfnun verði komið á miðað við aðra orkugiafa er bióðin notar. IV. Lanðhelgismál Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi haldin á Patreksfirði 28. og 29. sept. 1974 lýsir ánægju sinni með þá stefnu, sem virðist vera að mótast á alþjóðaráðstefnum, um viðurkenningu 200 milna auð- lindalögsögu. Það er augljóst, að útfærsla is- lendinga i 50 milur hefur haft hvetjandi áhrif i þessa átt. Ráðstefnan leggur áherslu á að undansláttarsamningurinn, er gerður var við breta, verði ekki framlengdur, og ekki gerðir slikir samningar við aðrar þjóðir um veiðar innan 50 milnanna. Ráðstefnan leggur áherslu á að nýting landhelginnar verði sem best og framkvæmdar eðlilegar friðunarráðstafanir undir stöð- ugu eftirliti, þannig að svæðislok- anir fyrir ákveðin veiðarfæri verði framkvæmdar yfir þau timabil sem þörf er á hverju sinni, en ekki að ákveðin lokun vari endalaust. Ráðstefnan leggur áherslu á að Hafrannsóknarstofnunin hafi samráð um svæðislokanir við fé- lög sjómanna og útgerðarmanna i heimabyggðum. V. Jöfnun flutnings- kostnaðar Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 minnir á, að flutnings- kostnaður, sem lagður er á ibúa dreifbýlisins umfram aðra lands- menn, er gifurlegur, jafnframt þvi sem þeim er gert að greiða fullan söluskatt af þeim auka- kostnaði. Ráðstefnan telur að draga megi verulega úr flutningskostnaði með breyttri tilhögun á flutningi, m.a. með beinum flutningum er- lendis frá, en umskipanir i Reykjavik verði lagðar niður. Ráðstefnan lýsir ánægju sinni yfir þvi, að þetta vandamál var tekið allverulega fyrir i milli- þinganefnd, sem ákveðið var að legöi fram tillögur um jöfnun á flutningskostnaði fyrir reglulegt alþingi 1974. Leggur ráðstefnan áherslu á að við það verði staðið. VI. Hafnamál Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi haldin á Patreksfirði 28. og 29. sept. 1974 bendir á, að atvinna á Vestfjörðum byggist að lang- mestu leyti á fiskveiðum og vinnslu sjávarafla. Undirstaða þessa atvinnureksturs hlýtur að vera góð hafnaraðstaða og hafn- armál sá málaflokkur sem hvað þyngst hefur hvilt á sveitasjóðum vestfirskra þéttbýlisstaða. Með tilkomu stærri fiskiskipa er þó að- staðan þannig á mörgum stöðum, að skipin geta ekki notið þeirrar fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er. Ráðstefnan telur brýna nauð- syn að úr þessu verði bætt hið allra fyrsta. Jafnframt tekur ráð- stefnan undir þær kvartanir, m.a. frá Fjórðungssambandi vestfirð- inga, sem beint hefur verið til Vita- og hafnarmálastofnunar- innar vegna slælegrar þjónustu og telur að taka verði starfsemi stofnunarinnar til gagngerðrar endurskoðunar. VII. Samgöngur Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 ályktar eftirfarandi i samgöngumálum héraðsins: Gera þarf stórátak i þá átt að hægt sé að komast landveg milli byggöarlaga allan ársins hring, og er þá sérstaklega bent á Breiðadalsheiði. Flugsamgöngur innan héraðs, og við aðra landshluta verði efld- ar. Samgöngur á sjó verði teknar til rækilegrar athugunar með raunhæfar úrbætur i huga. Sér- staklega er bent á þörfina fyrir mjög aukna þjónustu I skipaferð- um yfir vetrartimann. Einnig er vakin athygli á, hve nátengd samgöngumálin eru heil- brigðismálum og framkvæmdum vegna þeirra. VIII. Málefni lifeyrisþega Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 beinir þvi til þing- manna Alþýðubandalagsins, að þeir standi dyggan vörð um kjör þeirra, sem aðeins hafa tekju- tryggingu og ellilifeyri sér til framfæris. Þessir aðilar hafa orð- ið hvað harðast úti við siðustu ráöstafanir rikisstjórnarinnar vegna flutnings fjármagns frá láglaunahópum til eignamanna, eins og eftirfarandi sýnir: EUilifeyrir með fullri tekju- tryggingu sem var 1887G krónur á mánuði, hækkar aðeins um 10% eða 1880 krónur hjá þeim, sem hafa ellilífeyri og fulla tekju- tryggingu, en þeir munu tiltölu- lega fáir. — Almenn láglauna- hækkun er 3500 krónur og er þvi greinilegt að enn einu sinni er ellilifeyrisþegum gróflega mis- munað af hægristjórn. IX. Dagvistunar- heimili Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins i Vestfjarðakjör- dæmi 1974 minnir sveitarstjórnir á lög um hlutdeild rikis og sveit- arfélaga i byggingu og rekstri dagvistunarheimila. Hvetur ráð- stefnan sveitarfélög til að notfæra sér þessi lög og leysa úr þvi ó- fremdar ástandi, sem nú rikir i þessum málum I vestfirskum út- gerðarbæjum. Bendir ráðstefnan á að vinna húsmæðra utan heimilis stendur undir verðmætisaukningu fiskafl- ans. Þessi vinna getur komið nið- ur á aðbúð barna, og teljum við það skyldu sveitarfélaga að koma til móts við heimilin á þessum vettvangi. Talbókasafn og vísir að hljómlistardeild Borgarbókasafnið í vexti Ariö 1973 voru bókaútián borgarbókasafnsins rúmiega 900 þúsund, og svarar það til þess að hver bók safnsins hafi verið lánuð út 4,4 sinnum, en hver borgarbúi hafi fengið samtals 11 bækur að láni á árinu. Af þessum tölum sem teknar eru úr nýútkominni ársskýrslu safnsins verða ekki dregnar aörar ályktanir en borgarbóka- safn sé mjög gildur þáttur i borgarlifinu. Bókaeign safnsins var 222 þús- und bindi um siðustu áramót, rúmlega 100 þúsund i aðalsafni við Þingholtsstræti, tæplega 60 þúsund i Bústaöaútibúi og rúmlega 30 þúsund i Sóiheimaúti- búi. Starfsmenn safnsins voru 40, jafngildi 37 manna i fullu starfi. A árinu 1973 var 11 l/2ri miljón varið til bókakaupa og keyptar upp undir 23 þúsund bækur. Var meðalverðið um 500 krónur á bók. Verulega dró úr bókakaupum frá árinu áður sem stafaði af hækkandi verðlagi. Arið 1972 var meðalverð keyptra bóka um 300 krónur. Keypt voru rúmlega 10 eintök til jafnaðar af hverjum titli bóka, svo að ,,sami titill'* geti verið á fleiri en einum útlánastað og raunar margar á hverjum, eftir þvi sem eftirspurn er fyrir. Verið er að auka talbókasafnið, en það er fyrir blinda og aðra sem ekki geta hagnýtt sér venjulegar bækur. Litil hljómlistárdeild er Verö á aðkeyptum bókum jókst um 70% frá 1972 til 1973 starfandi I Bústaðaútibúi og eru plöturnar eingöngu til að hlusta á þær á staðnum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.