Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.10.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1974. 19 og skimaði upp og niðureftir aðal- götunni áöur en hann gekk út i vaxandi kófið. Borck var svo handviss um hvert hinn ætlaði, að hann gaf honum drjúgt forskot. Hríðarkóf- ið hjálpaði honum. Hann gat meira að segja rakið slóðina eftir skóna mannsins: mynstrið minnti á einfaldaða teikningu af greni- tré: hann elti greinarnar og oddar þeirra vissu i áttina sem hann átti að ganga i. Skammt frá útidyrunum stans- aði Borck. Hann hafði slökkt ljós- ið eins og hann var vanur, nú var ljós i eldhúsinu hjá honum. Gremjan yfir frekjunni leið skjótt hjá, hann var altekinn þeirri til- finningu að hann væri i þann veg- inn að vinna sigur, hreykinn af kænsku sjálfs sin, sem hafði jafn- vel komið honum sjálfum á óvart. Hann reyndi ekki að gera sér i hugarlund hvað væri að gerast uppi i ibúðinni. Þar gat ringul- reiðin naumast orðið verri en hún var. Meðan hann beið laumaðist hann meðfram kyrrstæðu bilun- um og stakk lyklinum i sinn eigin bil. Hann skrúfaði I skyndi peruna úr litla lampanum sem kviknaði á um leið og dyrnar voru opnaðar. Hann þorði ekkiað sitja inni i biln- um sinum: hann faldi sig bakvið einn af hinum bilunum og reyndi að stöðva hnerra, sem sóttu að honum, með þvi að horfa upp að ljósinu i eldhúsglugganum sinum. Maðurinn var kominn að glugg- anum hans og horfði i kringum sig. Borck fylgdist með honum gegnum tvennar bilrúður. TIu minútur liðu, stundarfjórðungur leið. Loks var ljósið slökkt i eld- húsinu hjá Borek. Borck hnipraði sig saman milli tveggja bila. Maðurinn kom út, leit i allar áttir og gekk af stað eftir veginum sem lá að tjörninni. Þegar Borck taldi liklegt að maðurinn væri kominn að beygj- unni hjá tjörninni, settist hann upp i bilinn sinn og ók sömu leið án ljósa. Hann ók hægt eftir breiða veginum þangað tii hann sá ögn frá sér. Auðvelt var að fylgjast með fótsporunum á gang- stéttinni, þau lágu I áttina að aðalgötunni. Borck kveikti stöðuljósin, hann hélt að þau vektu minni athygli. I fyrsta skipti uppgötvaði hann kosti þess að annar hver bill var Cortina. Honum hafði ekki skjátlast, hinn maðurinn hafði komið i bil. Þegar Borck fór að nálgast aðal- götuna mætti hann rauðri Angliu með öfugsnúna bakrúðuna næst- um hulda snjó. yangasvipur ekilsins var auðþekktur. Hann hugsaði: það leigir enginn út Angliur. Þegar hann beygði á eftir Angliunni, sá hann að snjór- inn hafði lagst yfir númerið. En þá hlaut hann lika að hylja hans eigin númer? Hann ók löturhægt uns Anglian var horfin inn á sveiginn á aðalgötunni. Anglian var framundan. Hann ók framhjá kertagerðinni, Volvo- umboðinu, alla flóknu leiðina yfir hraðbrautina, framhjá spor- vagnsstæðinu, niður að slaufu- gatnamótunum. Hér lét hann sem hann ætlaði að aka beint áfram — hann var kominn of nærri Angl- iunni — ók framhjá innkeyrslunni á hraðbrautina, sneri við og var eftir andartak kominn i humátt á eftir bilnum á ný, með nokkra blla á milli þeirra og hagstæðari fjarlægð. Hinn maðurinn ók lika fremur hægt i snjókomunni. Þetta varð langur eltingaleikur en ekki erfiður. Bilarnir óku hægt og nærri rauðu bakljósunum hver á öðrum. Einu sinni eða tvisvar ók hinn framúr. Snjórinn var fall- inn af númerinu hans, og Borck tók upp kúlupennann sinn og skrifaði númerið á Angliunni á miðann sem festur var á stýrið hjá honum til að ininna hann á næstu smurningu á bilnum. Þeir óku i átt að borginni, að hringveginum. Hér dró hinn úr hraðanum og það gerði Borck lika i hæfiiegri fjarlægð. Til að dyljast skipti Borck öðru hverju frá stöðuljósum i háljós: samt fannst honum sem það væri óþarfi. A hringveginum höfðu fleiri bil- ar komið milli þeirra og Borck Bókhaldsaðstoð með tékkafærsium BUNAÐARBANKINN REYKJAVÍK RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahlíð 4 HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR • önnumst allar nýlagnir og viðgerðir á gömlum raflögn- um. • Setjum upp dyrasima og lág- spennukerfi. • Ráðgjafa og teikniþjónusta. • Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. þorði ekki að aka fram úr af ótta við að hann þekktist — yrði sýni- legur i baksýnisspegli hins. 1 hvert skipti sem beygja kom til greina, fylgdist hann vandlega með þvi sem var að gerast fram- undan. Þeir óku i sveig kringum þvi nær alla borgina. Loks fór Anglian inn á vinstri akrein og birtan frá bakljósunum varð tvö- falt sterkari. Hann þorði ekki að fara sjálfur á vinstri akrein, held- ur lét sér nægja að draga úr hrað- anum. Hinn beygði og Borck slökkti á háljósunum og yfir i stöðuljós og ók án þess að gefa stefnuljós þvert yfir vinstri akrein og elti Angliuna á eftir tveim bilum, sem hann reyndi að leynast bakvið. Þegar hann vogaði sér fram kom hann i fyrstu ekki auga á Angli- una, en þarna var hún samt, hafði aðeins aukið hraðann og fjar- lægðist bilana á milli þeirra. Borck gerðist svo djarfur að aka framúr fáeinum þeirra. Rétt á eftir var Anglian komin lengst til hægri, hún hemlaði og beygði en Borck var tilneyddur að aka beint áfram. Blindgatastóð undir skilt- inu við veginn sem hann hafði ek- ið inn á. Hann ók smáspöl, beygði siðan sjálfur til hægri, inn á veg sem einnig var blindgata. Hann lagði bilnum milli tveggja götuljósa og leit I baksýnisspegilinn: Myrkur fyrir aftan hann. Hann steig út úr bilnum. Allt i kring voru litlir matjurta- garðar. Langt i burtu, þar sem vegurinn endaði, fór járnbrautar- lest framhjá, furðulega hátt uppi: erlendir svefnvagnar með ljósum hvolfþökum og glæsilegum glugg- um með ljósum og fólki fyrir inn- an. Lestin var óendanlega löng. Borck gekk i áttina að breiðari veginum og sneri baki i lestina. Ekkert fólk var sjáanlegt á þessum slóðum. Húsin voru al- dimm i litlu, beru trjágörðunum. Honum flaug i hug að maðurinn hefði getað lokkað hann i gildru og hann var að þvi kominn að hlaupa aftur að bilnum, en stillti sig. Hann kom að veginum sem maðurinn hafði beygt inn á. Spöl- korn neðar, undir götuljósi, stóð Anglian, tóm að þvi er virtist, með ljósin slökkt. Lestin var farin framhjá og skildi eftir kennd einmanaleika og dálitla heyrnardeyfu. Borck hikaði við að nálgast bilinn, sem nú var óðum að hyljast snjó. Hefði hann verið i sporum hins, hefði hann þá ekki reynt að tæla hann inn á svona svæði? Hlaut maðurinn ekki að hafa tekið eftir þvi að honum var veitt eftirför? En svo hugsaði hann með sér, að hinn maðurinn vissi ekki brot af þvi sem hann sjálfur vissi. Gatan hét Hjartagrasvegur. Borck gekk eftir honum. Maðurinn hefði getað falið sig i bllnum, en úr nokkurri fjarlægð kom Borck auga á fótsporin sem lágu burt frá bilnum. Garðshlið stóð hálfopið, fáein ljós voru kveikt i litlum timburkofa með gluggahlerum. Hjartagrasvegur númer niu Hann hefði getað gengið lengra og gægst inn, en hann þorði það ekki og hann mátti reyndar engan tima missa. Borck hélt af stað á- leiöis að breiðari veginum og velti fyrir sér hvað hann ætt.i að segja. f simaklefanum reyndist aðal- vandinn að ákveða i hvaða númer hann ætti að hringja. Hann fletti upp á lögreglunni i dálkunum fremst i skránni. Hann valdi rannsóknardeild, hringdi i númerið og hélt um nefið með þumli og visifingri hægri handar. — Þetta er vinur jólasveinsins, sagði hann þegar tólinu var lyft hinum megin og hann hafði beðið um deildina. — Þér getið náð i vin minn jóla- sveininn, sem reyndi að ræna banka, þér munið. — Andartak, við skulum gefa samband. Margir smellir heyrðust, hann taldi vist að verið væri að tengja segulband. Hann reyndi að breyta röddinni enn meira, með þvi að klípa svo fast um nefið að hann fór að verkja i það. — Halló. — Þetta er fyrrverandi vinur jólasveinsins, þess sem ætlaði að ræna banka en hætti við það. Nú getið þið gripið hann og hann er reyndar gamall kunningi ykkar. — Hver er það sem talar? — Sleppum öllum formsatrið- um og hafið með ykkur hund sem hefur þefað af jakkanum sem jólasveinninn skildi eftir i bank- Föstudagur 18. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl). 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa söguna „Flökkusveinninn” eftir Hector Malot (5). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Spænsk tón- list kl. 11.00: Nicanor Zabaleta og Sinfóniuhljóm- sveit Berlinarútvarpsins leika Konsertserenötu fyrir hörpu og hljómsveit eftir Jaoquin Rodrigo/Augustin Leon Ara og Jean Claude Vanden Eynden leika Spænska sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Turina- /Hljómsveit Tónlistarhá- skólans i Paris leikur Bolero eftir Ravel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 „Fólk og stjórnmál”, úr endurminningum Erhards Jacobsens. Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sina (3). 15.00 Tékkneska trióið leikur Trió I Es-dúr fyrir fiðlu, pianó og knéfiðlu op. 100 eft- ir Schubert. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Pilagrimsför til lækninga lindar innar I Lourdes Ingibjörg Jóhanns- dóttir lýkur lestri á frásögn Guðrúnar jacobsens (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Samuel Jones frá Bandarikjunum. Einleikari á pianó: Michael Roll frá Bretlandi.a. Harmforleikur op. 81 eftir Johannes Brahms. b. Adagio fyrir strengjasveit op. 11 eftir Samuel Barber. c. Fjórar sjávarmyndir op. 33a eftir Benjamin Britten. d. Pianó- konsert nr. 5 i Es-dúr eftir Ludwig van Beethoven. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Gunn- arsson leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Mjólkuriðnaðurinn á Akureyri GIsli Kristjáns- son ritstjóri ræðir við Vern- harð Sveinsson forstöðu- mann Mjólkursamlags KEA og Gisla Magnússon múrarameistara. 22.35 Afangartónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. áJj, áJj. O 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar, 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers” flytur iétt lög ásamt fleirum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Kapp með forsjál Breskur sakamálamynaa- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 22.25 Dagskrárlok. Þjóðviljinn býður ykkur að auglýsa I Sunnudagsmarkaði, eða gera samninga um fastaauglýsingar. Hafið samband við auglýsingadeildina og spyrjist fyrir um verð og kjör. Simi 17500. r um Iðnaðarmenn Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöi- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af niussum. Nýtt úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætið gleður, fáið þér í Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmlorg).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.