Þjóðviljinn - 10.11.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af eiiendum vettvangí
Hungrið í heiminum —
misskipting mannúðar
Hungur á Indlandi: aðeins fáir höfðu efni á grænu byltingunni.
Mótmæli I Saigon gegn spillingu stjórnar Thieus: hann og Lon Nol fá
helming bandarlskrar matvælaaöstoöar.
Eftir
Árna Bergmann
öllum má vera ljóst, að það er
ærin ástæða til þess að FAO,
Matvæla- og landbánaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, efnir til
hungurráðstefnu i Rómaborg,
sem hófst nú i vikunni. Miljaröur
jaröarbúa er vannærður. Um 460
miljónir búa við hungursneyð og
10 þúsundir manna deyja úr
hungri á hverri viku á þeim svæð-
um sem verst eru á vegi stödd.
Veður og
fólksf jölgun
Að vonum fer fram mikil um-
ræða þessa daga i blöðum heims-
ins um orsakir matvælaskortsins.
Það er til dæmis mikið rætt um
þann vanda sem fylgir þurrkum
og öörum náttúruhamförum sem
spillt hafa uppskeru t.d. bæði i
Sovétrikjunum og nú siðast
Bandarikjunum — og þá einnig i
ýmsum Afrikulöndum. Einnig er
mjög haft á lofti, að fólksfjölgun,
einkum i þróunarlöndum, sé
meiri en svo að framfarir I mat-
vælaframleiðslu hafi við henni.
Vissulega eru veðurfar og fólks-
fjölgun raunveruleg vandamál,
sem ekki er ástæða til aö gera lit-
iö úr. En margir telja, að um þau
mál sé eiginlega of mikið fjallaö
of almennum orðum, en þeim
mun minna um félagslegar hliðar
vandans, og þar með ábyrgð
hinna auðugu iðnrikja á ástand-
inu. Þvi afleiðingar neysluvenja
þeirra og þó einkum arðráns þess
sem þau beita þriðja heiminn I
viðskiptum margfalda neikvæðar
afleiðingar náttúruhamfara og
fólksfjölgunar.
Einn þeirra manna sem mjög
skorinort fjallar um þessnan
vanda er Erich Jacoby, sem um
sextán ára skeið var yfirmaður
deildar þeirrar hjá FAO, sem
fjallar um umbætur i landbúnaöi.
Hér á eftir er að verulegu leyti
byggt á hans gagnrýni.
Auðhringar
Það eru einkum tvær ástæður
fyrir þvi að þróunarlöndin geta
ekki framleitt þann mat sem þau
þarfnast. önnur er sú, að rekstar-
form i landbúnaði, sem i þeim
viðgangast, stuðla ekki að auk-
inni atvinnu i sveitum. Þetta er
um leið tengt þvi að alþjóölegir
auðhringir ná æ meiri tökum á
framleiðslunni. Auðfyrirtæki
þessi hafa litinn áhuga á kjörum
innfæddra en þeim mun meir á
þeim ágóða sem þau geta tekið
með sér heim. Það gera þau með
þvi að ná undir sig stórum svæð-
um sem notuð eru til einhliða
ræktunar á afurðum sem siðan
eru fluttar út til iðnrikjanna eða
til að ala búpening, sem kjötiö af
er siðan flutt út sömu leið.
Alþjóðlegu hringarnir ráða
mörkuðunum og upp hefur komið
einskonar alþjóðleg matvæla-
skömmtun sem fram fer um
verðlagningu. Peningarnir eru I
iðnrikjunum og þvi fara matvæl-
in þangað.
öfug aðstoð
1 annan stað hafa áætlanir um
aðstoð við að auka framleiðsluna
mistekist vegna þess að þær hafa
i reynd haft neikvæðar félagsleg-
ar afleiðingar. Taka má dæmi af
grænu byltingunni svokölluðu.
Hún felst i þvi að framleiðsla er
stóraukin með kynbótum á sáð-
korni, rikulegum áveitum og á-
burðarnotkun. Vissulega hefur
framleiðni i landbúnaði i ýmsum
tilvikum verið aukin með þessum
hætti. En i reynd geta aðeins þeir
bændur i þróunarlöndum, sem
sæmilega efnaðir eru fyrir, nýtt
sér „grænu byltinguna”. Meira
að segja meðalbændur þar hafa
ekki efni á þeirri f járfestingu sem
hún krefst, og allra sist nú þegar
t.d. áburðarverð hefur aukist um
400%. Niðursiaðan verður svo sú,
að þeir riku verða rikari og
snauðari bændur hrekjast af landi
sinu með auknum hraða og bæt-
ast i hóp allslausra öreiga i ört
vaxandi stórborgaskrimslum.
Efnahagsaðstoöin, hin tæknilega
fyrirgreiðsla hefur orðið til þess
fyrst og fremst að truflað hefur
verið framleiðslukerfi, sem til
skamms tima gerði stór svæði
nokkurnveginn sjálfbjarga um
mat.
,/Hagræðing" í
Eþiópiu
FAO hóf i byrjun siðasta ára-
tugs samstarf við alþjóðlegu
hringana undir herópinu „Frelsi
undan hungri”. Tiu árum siðar er
ástandið verra en það var.
Hungrið hefur aukist. í Indlandi
hafa leiguliðar hrakist af landi
með þeim hætti sem áður var
lýst. I Afriku hafa hirðingjar ver-
ið sviptir þúsundum hektara
lands og þar með sjálfri forsendu
tilveru sinnar.
1 þessu samhengi má það vera
fróðlegt islenskum lesendum að
taka dæmi af Eþiópiu, en þar hafa
kristileg samtök af Norðurlönd-
um unnið að þvl að bjarga fólki
frá hungurdauða. t Wollohéraði,
þar sem ástandið hefur verið
mjög alvarlegt, má rekja hungriö
aö mjög miklu leyti til þess, að
hirðingjar hafa verið hraktir af
þvi landi, sem þeir áður nytjuðu,
vegna þess að þeirra nýting var
ekki talin „hagkvæm”. Nú er
land þetta nytjað á mjög „hag-
kvæman” hátt af alþjóölegum
fyrirtækjum, sem rækta þar syk-
ur og baðmull, meðan hirðingja-
þjóðflokkarnir svelta i hel.
Gegn einokun
S.Þ., FAO og flestar tvihliða
hjálparáætlanir, hafa yfirleitt
byggt á aukinni framleiðni og
stærri jörðum, en hunsað þörfina
á umbótum i skipulagningu land-
búnaðar og réttláta skiptingu
jarönæðis. Enda hefur þróunará-
ætlun FAO jafnan verið unnin i
nánu samstarfi við auðhringana.
Þeirhafa t.d. sérstaka ráðgjafar-
hópa, sem eru innlimaðir i FAO
og þeir hafa mikil áhrif I stofnun
eins og Alþjóðabankanum.
Jacoby heldur þvi fram, að al-
þjóðlegu hringirnir hafi þegar
samið sin á milli um tillögur sem
þeir ætla að bera fram á Rómar-
ráðstefnunni, og ætli þeir að
reyna að stýra henni bak viö
tjöldin meö þeirri sérfræðikunn-
áttu sem þeir ráða yfir. Hringirn-
ir eru svo sterkir, að einstakar
rikisstjórnir i þróunarlöndum
hafa enga möguleika á að stand-
ast þrýsting af þeirra hálfu. Og
um leið verður vald hringanna ó-
sýnilegt i æ rlkari mæli, vegna
þess, að það byggist i sivaxandi
mæli á yfirráðum yfir tækni, auö-
magni og mörkuðum. Ef vel ætti
að vera, segir þessi reyndi starfs-
maður FAO sem áður var, ætti
ráðstefnan fyrst af öllu að taka
upp baráttu gegn einokun alþjóö-
legu auðhringanna — einokun
sem haldið er uppi með þvi að
hringirnir ráða yfir öllum stigum
framleiðslu á matvælum — allt
frá ræktun til innpakkaðrar vöru.
Það er þessi og önnur vitneskja
um ábyrgð hinna riku sem gerir
það að verkum, að fagurgala
Kissingers um áætlun um aö
leysa hungurvandann var fálega
tekið á Rómarráðstefnunni á dög-
unum. Er þó eitt af þvi versta ó-
I talið: misnotkun matvælabirgða i
pólitiskum tilgangi. t þeim efnum
beinist athyglin mest að Banda-
rikjunum, sem eru öörum fremur
aflögufær um mat.
Pólitísk
misnotkun
Gerald Ford Bandarikjaforseti
hélt þvi fram iræðu sem hann hélt
á Allsherjarþingi SÞ fyrir
skömmu, að Bandarikin heföu
ekki freistast til þess að nota mat-
vælabirgðir sinar i pólitiskum til-
gangi. Skömmu siðar mátti lesa i
þrem af þeim fáu dagblöðum sem
berast inn á ritstjórn þessa blaðs
(International Herald Tribune,
Information, Dagens nyheter)
Upplýsingar sem gengu þvert á
þessi ummæli forsetans.
Mikill hluti matvælaaðstoöar
Bandarikjanna fór til skamms
tima til Indlands. En eftir að ind-
versk stjórnvöld studdu aðskiln-
Bandariskir bændur grafa kálfa
sem þeir telja sig ekki fá nægilegt
verö fyrir.
aðarhreyfinguna sem leiddi til
stofnunar Bangladesh gegn skjól-
stæðingum Bandarikjanna i
stjórn Pakistans hefur dregið
mjög úr þessari aðstoð. A tveim
siðustu árum — meðan hungrið
hefur aukist stórlega á Indlands-
skaga og einnig um miðja Afriku,
hafa bandarisk stjórnvöld fyrst
og fremst notað matvælaaöstoð
sina, „Fæða i þágu friðar” til að
styðja „sinar” stjórnir i Suður-
Vietnam og Kambodju. Þessar
tvær stjórnir hafa fengið hvorki
meira né minna en 49% af saman-
lagðri matvælaaðstoð Bandarikj-
anna i sinn hlut. Og ef að einhver
vill rekja tregðu á aö veita mat-
vælaaðstoð til spillingar I stjórn-
kerfum tiltekinna landa, þá er
sjálfgert að benda á það sem er á
allra vitorði — að hvergi fer eins
mikið af bandariskri aðstoð til að
auðga gjörspillta embættismenn
og herforingja og einmitt á vald-
svæði stjórnanna i Saigon og
Phnom Penh.
A hinn bóginn gera bandarisk
fjárlög ráð fyrir því að minnka
matvælaaðstoð viö Bangladesh
um helming á þessu ári — úr 40
miljónum dala i 20, en það er um
8% af þvi sem stjórnirnar i Saigon
og Kambodju fengu á fyrri fjár-
lögum i fyrra. Annað er nýtt i
þessum fjárlögum. Þar er gert
ráð fyrir tiltölulega mikilli mat-
vælaaðstoö við Chile, 35 miljónum
dollara. Aður en glæpaklika Pino-
chets steypti stjórn Allendes var
aðstoöin við Chile tiu sinnum
minni. Mannúðin er semsagt i
mjög beinu sambandi viö það,
hve þóknanleg stjórnvöld i við-
komandi landi eru Kissinger og
vinum hans i CIA.
Að halda áhrifum
Teresa Hayter heitir kona, sem
á sinum tima var ráðin til að
rannsaka áhrif þróunaraðstoðar
við fátæk riki af hálfu eins anga af
Alþjóðabankanum. Þegar skýrsl-
an var fullgerð reyndi bankinn að
koma i veg fyrir birtingu hennar
— enda hafði Teresa Hayter kom-
ist aö þeirri niðurstööu i starfi
sinu að „ég tel að sjálfa tilveru
þessarar aöstoðar megi aðeins
skýra sem tilraun til að viöhalda
auðvaldskerfi i þriöja heimin-
um”. I bók sinni „Aðstoð sem
heimsvaldastefna” tilfærir hún
tvö merk ummæli sem enn eru i
fullu gildi. Árið 1961 komst Kenn-
edy Bandarikjaforseti svo að orði
að „aðstoð við erlend riki er að-
ferö sem Bandarikin nota til að
halda áhrifum og forræði i heim-
inum”. Og hún hefur eftir einum
af forvigismönnum bandarlsku
þróunarstofnunarinnar AID,
próf. H.B. Chenery aö „efnahags-
aðstoð er eitt af tækjunum sem
notuð eru til að koma i veg fyrir
að pólitisk og efnahagslegt ástand
versni i rikjum, þar sem við met-
um það mikils að viðkomandi
stjórnir séu áfram við völd”.
A.B.
Traustþitt
áToyota
byggist m. a. á þeirri staðreynd
að viðgerðaþjónustan er bæði
liþur og örugg.
TOYOTA
TCM3TA AÐALUMBOÐ HÖfOATÚNI 2 REYKJAVlK SlMAR 25111 & 22716. UMBOÐIÐ A AKUREYRI BLAFÉLL SIMI21090