Þjóðviljinn - 10.11.1974, Side 6
Kjartan Ólafsson:
slíðra sverðin eða
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974.
Á(
beita brandinum
1 Tlmanum á sunnudaginn var
hyggst Þórarinn Þórarinsson
sýna fram á, aö Framsóknarfor-
ystan eigi enga sök á því aö upp
úr slitnaði i vinstri stjórnar við-
ræöunum, og þaö sé þvi ekki viö
Ólaf Jóhannesson og félaga hans
aö sakast, þótt Ólafur hafi mynd-
aö rikisstjórn fyrir Geir Hall-
grimsson, heldur viö aðra.
Þetta reynir formaöur þing-
flokks Framsóknarflokksins aö
sanna meö þvi að vitna i ummæli,
sem Ragnar Arnalds lét á sinum
tima falla i viötali viö Þjóðviljann
á þá leiö, aö Alþýðuflokkinn hafi
skort vilja til samstarfs viö þá
flokka, sem stóðu að vinstri
stjórninni á siðasta kjörtimabili.
Röksemdafærsla Framsóknar-
foringjanna er á þá leiö, aö fyrst
Ragnar Arnalds hafi borið þvi
vitni, aö Gylfa Þ. Gislason hafi
skort vilja til samstarfs um
vinstri stjórn, þá sé þar með
komin sönnun fyrir þvi, aö Fram-
sóknarforystan hafi stefnt heils
hugar aö vinstra samstarfi. Og
það er svo látið fylgja meö, aö ef
Þjóðviljinn leyfi sér að láta að þvi
liggja, að innilegt samstarf
Framsóknarforkólfanna viö Geir
Hallgrimsson og Co. sér til marks
um eitthvaö annað en vinstri
pólitik af hálfu Framsóknar, þá
sé Þjóðviljinn aö ráöast á Ragnar
Arnalds.
Svona kenningasmiö er auðvií-
aö svo langsótt, að engum dytti i
hug að gripa til hennar, nema
þeim, sem reynir aö klóra i bakk-
ann, þótt hann viti upp á sig
skömmina.
Þjóðviljinn er aö sjálfsögöu al-
gerlega sammála Ragnari Arn-
alds um þaö, að forystumenn Al-
þýðuflokksins hefi skort einlægan
vilja til aö tryggja vinstri stjórn
og framgang vinstri stefnu. Sú
staöreynd, að foringjar Alþýðu-
flokksins hikuðu við að stiga úr-
slitaskref til vinstri, segir hins
vegar ekki eitt né neitt um það,
hver hafi verið vilji ráðamanna
Framsóknarflokksins I þessum
efnum.
Þaö er kunnara en frá þurfi aö
segja, aö þegar ólafur Jóhannes-
son sleit á sinum tima viöræðun-
um um myndun vinstri stjórnar
þá bar hann fyrir sig hreina tylli-
ástæöu, ágreining um hvort
flokkarnir, sem aö viðræðunum
stóöu skyldu eiga formlegan fund
meö „aðilum vinnumarkaöarins”
fyrir eöa eftir þá stjórnarmynd-
un, sem um var rætt.
Þaö var ágreiningurinn milli
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins út af þessu, sem sam-
kvæmt yfirlýsingum ólafs Jó-
hannessonar „skar úr” um þaö,
aö hann hætti tilraunum til mynd-
unar vinstri stjórnar, en sneri sér
samstundis á önnur miö.
Attu formsatriði
að ráða?
A þvi þarf hins vegar tæplega
aö vekja athygli, aö enginn sá,
sem heils hugar stefndi aö vinstri
stjórn gat látiö ágreining um slik
formsatriöi ráöa úrslitum i svo
veigamiklu máli. Frá sjónarmiöi
Alþýöubandalagsmanna horfði
þetta t.d. þannig viö, aö þeir vildu
gjanan ræöa formlega viö fulltrúa
verkalýöshreyfingarinnar áöur
en myndun rikisstjórnar væri lok-
iö, en gátu þó til samkomulags
fellt sig viö aö slikar formlegar
viöræöur færu fram, þegar
stjórnin væri komin á laggirnar,
enda voru af hálfu Alþýðubanda-
lagsins aö sjálfsögðu engin vand-
kvæöi á þvi aö halda uppi samráöi
við forystumenn verkalýöshreyf-
ingarinnar meðan á stjórnar-
myndunarviöræöum stóö, þótt
ekki væri um formlega fundi allra
aöila sameiginlega aö ræöa.
Af hálfu rábamanna Alþýöu-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins var þarna hins vegar um til-
búinn ágreining að ræða, sem lát-
inn var skera úr um viðræðuslit,
— ágreining, sem búinn var til
vegna þess aö báða aðila skirti
viljann til að knýja fram jákvæð
úrslit og bægja ihaldinu frá
stjórnarstólunum.
Ólafur Jóhannesson og Þórar-
inn Þórarinsson stefndu að kosn-
ingum lokum aö myndun hægri
stjórnar, fyrst og fremst vegna
þrýstings frá hægrisinnuðum fé-
sýsluöflum I flokknum, sem náö
höföu þar undirtökum við þá upp-
lausn, sem varö á vinstri væng
Framsóknar við brotthvarf
Mööruvallamanna úr flokknum.
Þaö, aö samkomulag tókst viö
Sjálfstæðisflokkinn um málefna-
samning á svo örskömmum tima,
sem raun varö á, — fjórum til
fimm dögum — sannar þetta.
Gylfi Þ. Gislason ber hins vegar
ábyrgö á þvi, að hafa skapaö
Framsóknarforingjunum tæki-
færi til aö koma fram þeim vilja
sinum, að hlaupa frá myndun
vinstri stjórnar og hefja samstarf
við Sjálfstæöisflokkinn á ný. Og
þetta geröi Gylfi auðvitað, vegna
þess, aö hann skorti lika viljann
og áræöiö til aö snúa viö af þeim
glötunarvegi, sem hann hefur
leitt Alþýöuflokkinn eftir undan-
farin ár, eins og Ragnar Arnalds
benti réttilega á i viðtalinu viö
Þjóöviljann, sem ritstjóri Timans
reynir meö fölsunum aö gera sér
mat úr.
Eitt rekur sig
á annars horn
Þegar forystumenn Fram-
sóknarflokksins reyna aö velta af
sér ábyrgöinni á, að ekki var
mynduö vinstri stjórn, láta þeir
ekki alltaf nægja að skjóta sér á
bak við tylliástæðuna, sem Gylfi
gaf þeim upp i hendurnar, heldur
sjást jafnvel kenningar um þaö,
að þaö sé sök Alþýðubandalags-
ins, aö Framsóknarforingjarnir
gerðust bandamenn Sjálfstæbis-
flokksins i nýrri hægri stjórn.
í þessum áróöri rekur sig þó
jafnan hvaö á annars horn þvi aö
ýmist er þvi haldið fram, aö Al-
þýöubandalagiö hafi veriö svo
kröfuhart, aö óbilgirni þess hafi
átt stóran þátt i þvi aö upp úr
vinstri viöræöunum slitnaöi, eöa
þá hitt, að blaðinu er snúið gjör-
samlega viö og sagt sem svo, að
Alþýðubandalagið hafa reyndar
verið tilbúiö að fallast á nánast
allt þaö, sem núverandi rikis-
stjórn hefur veriö að gera, ef þaö
bara fengi aö vera meö i stjórn.
Þaö er sem sagt engin heil brú I
þvi, sem á borð er boriö fyrir
landslýðinn hvaö þetta varöar.
Staðreyndin er sú, aö Alþýöu-
bandalagsmenn voru reiðubúnir
aö leggja sig i framkróka um að
tryggja nýrri vinstri stjórn lif, að
þvi tilskildu þó, að hún bæri nafn
meö réttu. Ein besta sönnunin
fyrir heilindum Alþýðubanda-
lagsins i vinstri viöræöunum er,
aö fyrir liggur, aö Alþýðubanda-
lagsmenn höföu léö máls á þvi til
samkomulags, aö fallast á kröfu
Framsóknar um allt aö 15%
gengislækkun, gegn þvi aö tryggt
væri meö hliöarráðstöfunum aö
kjör hinna lægst launuðu, fólksins
i almennu verkalýösfélögunum,
yröu ekki skert og samkomulag
næðist um önnur atriði.
Dettur nokkrum manni I hug,
aö Alþýðubandalagsmenn heföu
teygt sig þetta langt til samkomu-
lags, ef sú kenning væri rétt, sem
haldið er fram I Timanum og við-
ar, aö ástæöan fyrir skyndibrúö-
kaupi Framsóknar og ihaldsins
hafi veriö sú að Alþýðubandalag-
iö hafi ekki „þoraö að axla byrö-
arnar”á erfiöum timum, og þess
vegna ekki viljaö vinstri stjórn?
— Hitt er rétt, aö Alþýöu-
bandalagiö haföi heldur tak-
markaðan áhuga fyrir „vinstri
stjórn” án vinstri stefnu, og vildi
þess vegna hvorki fallast á kjara-
skerðingu almenns verkafólks né
stefnu „Varins lands” i her-
stöövamálinu.
r
Atti Framsókn
annars kost?
En þaö kom aldrei til þess, aö á
það reyndi, hvort endar næöust
saman um hin veigamestu mál i
viöræðunum um vinstri stjórn.
Ráðamenn Framsóknarfiokksins
hlupust frá hálfnuöu verki út af
aukaatriðum, þegar svo virtist
horfa, að likur á samkomulagi
væru a.m.k. allnokkrar. Þetta
geröu þeir aö sjálfsögöu eingöngu
vegna þess, aö hugur þeirra
stefndi annað, — til samstarfs viö
Sjálfstæðisflokkinn, eins og strax
kom fram.
En setjum nú svo, aö vinstri
viðræðunum hefði fengist fram
haldið til þrautar, og þeim samt
lokið án samkomulags. Atti þá
Framsóknarflokkurinn nokkurn
annan kost en að taka upp sam-
starf viö ihaldiö?
Það er ástæöa til að hugleiöa þá
spurningu. Og svarið hlýtur að
vera á þá leið, aö vist voru aðrir
möguleikar til.
1 fjölmörgum nágrannarikjum
okkar sitja minnihlutastjórnir viö
völd, og þykir engin goðgá. Hér
hefði sannarlega mátt hugsa sér
sem þrautalendingu minnihluta-
stjórn til vorsins, sem heppilegri
lausn frá sjónarmiöi vinstra fólks
en þá valdatöku Sjálfstæðis-
flokksins, sem Framsóknarfor-
ingjarnir kölluöu yfir þjóöina.
Myndun minnihlutastjórnar heföi
þá jafnframt þýtt nýjar alþingis-
kosningar á næsta ári.
Varöandi myndun minnihluta-
stjórnar án þátttöku eöa stuðn-
ings Sjálfstæöisflokksins gat
veriö um fleiri en einn möguleika
aö ræöa. 1 fyrsta lagi gat verið
um aö ræöa stjórn þeirra flokka
þriggja, sem stóöu að vinstri
stjórninni á slðasta kjörtímabili
og hafa nú 30 þingmenn, eöa rétt-
an helming þingsæta aö baki sér.
Slfk stjórn heföi aö visu þurft á aö
halda takmörkuöu samkomulagi
vib Alþýöuflokkinn, sem var i
oddastööu, um aö hann veitti
henni hlutleysi um nokkurra
mánaða skeið gegn samkomulagi
um fáein höfuðatriöi. Sem kunn-
ugt er er slikt ekki óvenjulegt á
siöari árum i nágrannalöndum
okksr
Sjálfsagt hefði verið að láta á
þetta reyna, svo fremi, sem ekki
tækist samkomulag um fjögurra
flokka vinstri stjórn. Alþýöu-
flokkurinn hefði tvimælalaust átt
óhægt um vik, aö fella slfka
stjórn, þar sem þaö heföi þá
væntanlega þýtt annað tveggja,
nýjar alþingiskosningar, með
vægast sagt hættulegum afleið-
ingum fyrir Alþýöuflokkinn, eöa
þá valdatöku Sjálfstæðisflokks-
ins, og þá tvfmælalaust á ábyrgð
Alþýöuflokksins.
Spilamenn
í ásaklúbbi
En með tilliti til síöari áróöurs
Framsóknarforingjanna um þaö,
aö þeir hafi verið tilneyddir að
leiöa pólitískan höfuöandstæöing
vinstra fólks i valdastólana, þá er
reyndar rétt að benda á enn ann-
an möguleika varöandi minni-
hlutastjórn, sem komiö gat til at-
hugunar, ef mál heföi boriö þann-
ig aö, og Framsókn afdráttar-
laust hafnað samstarfi viö ihald-
ið. Þessi möguleiki var sá, að
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýbuflokkurinn mynduðu minni-
hlutastjórn til vorsins, en Alþýöu-
bandalagiö foröaði henni frá falli
gegn vissum tryggingum. m.a.
um nýjar kosningar á næsta ári.
En það fékk ekki að reyna á
neinn af þeim möguleikum, sem
hér hefur verið minnst á, og ekki
einu sinni fékkst þaö kannað i
botn, hvort ná mætti samkomu-
lagi um myndun rikisstjórnar
meö þátttöku fyrri stjórnarflokka
og Alþýðuflokksins, heldur var
hlaupiö frá verkefninu í miöjum
klföum af hreinum tylliástæöum
og samstundis gert bandalag viö
þann flokk, sem kjósendur Fram-
sóknarflökksins töldu og telja
væntanlega einn sinn höfuöand-
stæöing.
Astæöan fyrir þessum ósköpum
var auðvitað sú, að æðstu ráöa-
menn Framsóknarflokksins
höföu engan raunverulegan á-
huga fyrir þvf, að hindra valda-
töku Sjálfstæðisflokksins. Þeir
lituekki á sig sem baráttumenn i
pólitiskri framvaröarsveit vinstri
manna og félagshyggjufólks,
heldur sem spilamenn I ása-
klúbbi, þar sem ekki er tekist á
um pólitiskar meginstefnur,
heldur skipt um sæti eftir hverja
lotu. Þess vegna tóku þeir fúsir
þátt I því meö Gylfa Þ. Gislasyni,
aö blása upp ágreining um hrein
formsatriöi og koma sér þannig
upp skálkaskjóli til að afsaka
vistaskiptin. Kjósenda sinna
vegna þurftu Framsóknarfór-
ingjarnir á slíku skálkaskjóli aö
halda. Það sem úrslitum réði um
þessi vistaskipti voru hinsvegar
samtvinnaðir hagsmunir fésýslu-
aflanna i Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum, þeirra
afla, sem eru allsráðandi i Sjálf-
stæöisflokknum og hafa nú náö
undirtökum I Framsóknarflokkn-
um um sinn. Þessi öfl kröföust
„sterkrar” stjórnar til aö tryggja
sina hagsmuni og reyndust hafa
það tak á ráöamönnum Fram-
sóknar, sem dugði til aö koma
vilja sinum fram.
Þess vegna létu þeir ólafur Jó-
hannesson og Þórarinn Þórarins-
son fallast á beðinn, sem þeim
var búinn af sameiginlegri valda-
miðstöö háaöalsins i hópi is-
lenskra fésýslumanna.
Herteknir menn
slíðra vopn sín
Afleiöingar svika Framsóknar-
foringjanna við kjósendur sina og
annaö vinstra fólk i landinu upp-
sker nú öll alþýða I versnandi lifs-
kjörum dag frá degi.
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
Timans og formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, segir i
blaöi sinu á sunnudaginn var, um
samstarf Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarfiokksins, aö flokk-
arnir séu sammála um aö nú
veröi aö sitja I fyrirrúmi að verj-
ast áhrifum alþjóölegrar verö-
bólgu, — og á slikum timum sé
nauösynlegt „að sliðra sveröin”,
eins og hann kemst aö oröi.
1 augum allra vinstri manna,
sem gera sér grein fyrir stéttar-
eöli Sjálfstæðisflokksins, hlýtur
slik kenning aö hljóma sem hel-
ber firra, — þvi svo gildar ástæö-
ur, sem liggja til þess, aö halda
beri pólitiskum fulltrúum gróöa-
braskaranna frá stjórnarstólun-
um þegar vel árar I þjóðarbúinu,
þá eru rökin fyrir þvl þó enn
sterkari, ef utanaðkomandi áföll
steðja aö, og jafna þarf niöur
byrðum á svo og svo stóran hluta
þjóöarinnar. Þá skiptir máli hver
skömmtunarstjórinn er.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki sliörað nein sverö, heldur
gegnir hann nú stéttarhlutverki
sinu af fullri hörku svo sem jafn-
an fyrr, og beitir brandi sinum til
árása á lifskjör verkafólks, en
hlööukálfar hans i stétt gróöa-
manna hrósa happi.
Þeir, sem eiga sitt pólitiska
brautargengi aö þakka stuðningi
vinstra fólks i hópi Islenskrar al-
þýðu, en kjósa að sliöra sveröin
og afhenda vopn sln þegar á
hólminn kemur, gefa höfuöand-
stæöingnum fritt spil, — þeir ættu
aö setjast viö spilaborð heima I
sinni eigin stofu, en hætta sér ekki
út I stórviðri stjórnmálanna.
Hvaö halda menn annars, að
Framsóknarflokkurinn heföi
fengið mörg atkvæöi i siöustu
kosningum, ef talsmenn hans
heföu sagt þaö opinskátt, aö ætlun
þeirra væri aö „sliðra sveröin” i
baráttunni viö ihaldiö?
bækistöövum leynifélags frimúrarareglunnar I Reykjavfk.