Þjóðviljinn - 10.11.1974, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974.
VIÐTAL VIÐ DR. WOLFGANG EDELSTEIN UM NÝJUNGAR í SKÓLAMÁLUM
Grunnskólanefndin: lögin hafa ýmislegt fram yfir aöra skólalöggjöf sem ég þekki.
Gndurmeta þarf hlutverk prófa...
Hvaö hefur gerst?
Hvaö gerist næst?
— Endurskoðun námsefnis hefur ekki komið ,,of- — Hinn nýi skóli stefnir gegn hefðbundinni að-
anfrá”heldurfariðframmeð virkri þátttöku kenn- greiningu menntamanna frá öðrum þjóðfélags-
ara. þegnum.
— Miklu skiptir að aðilar skólakerfisins endur- Um þessa hluti og marga aðra er rætt i siðari
skipuleggi sin eigin vinnuskilyrði i þágu sjálfra sin hluta viðtals við dr. Wolfgang Edelstein um nýj-
og nemenda. ungar i skólamálum.
Wolfgang Edelstein: forsendur
fyrir samstöðu um grundvallar-
atriöi.
Hvað hefur gerst?
— Nú höfum við rætt um þær
ástæður sem knýja á um endur-
skoöun á námsaðferðum og
námsefni, en hvað hefur til þessa
gerst, í hvaða röð, hvað er næst á
dagskrá?
— Við höfum til þessa
aöeins talað um þarfirnar fyrir
endurnýjun, um þekkingarbylt-
inguna, um nýja þekkingu á námi
og þroska og um nýjan skilning á
þörfum þjóðfélagsins fyrir
menntun. Og svo höfum við að-
eins rætt um þann islenska sér-
vanda, sem fylgir þvi að hér hefur
með einni kynslóð verið tekið
stökk frá staðfestuþjóðfélagi I
sveitum og sjávarplássum yfir I
þéttbýlt og verkskipt og iðnvætt
breytingasamfélag. Þau upp-
eldisvandamál sem þessu
fylgja eru vissulega ekki enn
komin fram öll, vegna þess hve
snögglega hefur verið höggvið á
fyrri heföir og menn eftir skildir i
einhverskonar tómarúmi að þvi
er uppeldi varðar. öllu þessu þarf
skólinn að geta svarað á einhvern
virkan hátt.
Neðan frá
Eg held að hér hafi verið tekið á
mjög stóru verkefni af miklu
áræði og kannski ekki nægri fyr-
irhyggju;má vera viö höfum ekki
gert okkur næga grein fyrir þvi,
hve stórt verkefni það er að taka
til meðferðar öll fögin i grunn-
skólanum. En ég held að við höf-
um verið nokkuð happasæl. Það
var augljóst að það yrði aldrei
tekið á þessum málum hér reð
sama hætti og i stóru löndunum,
þar sem til var sægur af sérfræð-
ingum i öllum hugsanlegum
greinum og fjármagn drjúgt.
Við kusum að byrja á grein sem
aö formgerð var einna öruggust
og sem öll skólastig voru sam-
mála um að þyrfti að gera úrbæt-
ur á. Þess vegna urðu raungrein-
ar fyrir valinu, einkum eðlis-
fræði, sem menn gátu komið sér
saman um að væri illa sett hér i
skólum. Akveðið námsefni er fært
I nútimahorf um leið og það berst
fyrr á vit nemenda — eftir nú-
timalegra mati á námsþroska
barna. Agætir menn stóðu að út-
tekt á greininni og fyrir tillögu-
gerð um breytingar. Með þeim
vann skólarannsóknadeild sina
fyrstu álitsgerð um námsefnis-
mál og fyrstu álitsgerð um endur-
nýjun. Og þá var stefnt að vinnu-
tilhögun, sem þessu starfi
hefur fylgt siöan. Náms-
greinin er endurnýjuð neðan-
frá, með þátttöku kennara,
en ekki ofan frá, fyrir tilstilli sér-
fræöinga, — þótt við að visu hefð-
um fengið háskólamann i lið með
okkur i þessu tilviki, en þess skal
getið, að erlendis eru það yfirleitt
háskólamenn einir sem bera
þetta starf uppi fyrir lægri skóla-
stigin. Þar af leiðandi koma upp
árekstrar sem við höfum losnað
viö.
Þarna tókst mjög skemmtilegt
samstarf, eðlisfræðingarnir voru
vel undir það búnir af fagi sinu að
setja inntak og markmið greinar-
innar eftir nútimaskilningi sinum
og kunnu vel á áætlanagerð af þvi
tagi sem við höfum haldið okkur
viö siöan. Viðmetum hvert skref i
áætluninni til ákveðins tima, not-
un vinnueiningu sem við köllum
mannmánuð —það verk sem einn
maður getur annað á mánuði.
Næsti þáttur var svo samning
nýs námsefnis i sérstökum starfs-
hóp. Fjórði þátturínn er að sjá til
þess, að efnið sé kennt i tilrauna-
skyni I nokkrum bekkjum og skól-
um til að fá reynslu á það. Og
fimmti þáttur er að efna til end-
urmenntunarnámskeiða fyrir
kennara um leið og nýja efnið
er að verða fullprófað i tilrauna-
kennslu og komið að þvi að gefa
það út. Þannig verður endurskoð-
un námsefnis um leið tilboð til
kennaranna um framhalds-
menntun þeim til handa.
Sjálfsforræði
og samstaða
Þetta hefur reynst happasæl
lausn á mörgum vandamálum i
senn. Því að endurnýjun náms-
efnis er ekki mikils virði, ef eng-
inn er til að taka við þvi og kenna
það á þann nýja hátt sem efnið
A.B. skráði
krefst. Alþjóðleg reynsla af end-
urskoðun námsefnis hefur leitt i
ljós, að hún dregur alltof
skammt, nema þeir sem taka við
efninu taki þátt I að búa það til.
Það skapast visst sjálfsforræði
innan kerfisins, virkur hópur
rnanna sem hafa glimt við þetta
nýja viöfangsefni, fræðir starfs-
bræöur sina um nýjungina og
gengur að vissu leyti i ábyrgð fyr-
ir hana. Þá má ekki gleyma þætti
Rikisútgáfu námsbóka sem hefur
þrátt fyrir ónóg fjármagn og tak-
markaðan mannafla tekið á sig
byrðar við að koma þessu efni i
form og útbúið hagnýtt hjálpar-
kerfi við námsefnisendurskoðun-
ina.
Við lærðum mikið af þessari til-
raun með eðlisfræðina. Út frá
henni lögðum við i að taka allar
greinar grunnskólans fyrir,
hverja á fætur annarri, og eru
þær nú allar i endurskoðun.
Næsta ár, 1975, verður þyngsti
bagginn, við gerum ráð fyrir
meira en 250 mannmánuðum,
verki sem jafngildi fullri vinnu 20
manna. Eftir það fer að halla
undan fæti.
En þetta er mikið verkefni —
eins og fyrr segir er meira á ferð
en að útbúa nýtt námsefni. Það
þarf að koma á nýjum kennslu-
háttum, gefa leiðbeiningar um ný
form á samvirkri vinnu kennara
og nemenda. í raun þýðir þetta
endurskoðun á inntaki skóla-
kerfisins i gegnum hin einstöku
fög og með tilstilli kennaranna
sjálfra. Og þá koma upp ný
vandamál — kennararnir hafa
verið menntaðir i öðru kerfi og
þurfa að ná valdi á nýju efni og
nýjum kennsluháttum á stuttum
námskeiðum. 1 þessu sambandi
hefur nýr flokkur manna, fag-
námstjórar, gegnt miklu hlut-
verki, bæði i stjórnun, samningu
nýs efnis og leiðbeiningastarfi.
Þetta eru kennarar sem hafa sýnt
bæði færni i sinu fagi og uppeldis-
fræðilegan áhuga og hafa orðið
sérstakir burðarásar i þessu end-
urskoðunarkerfi. Enn komum við
að þessari islensku sérstööu: Það
eru aðilar skólakerfisins sjálfs
sem eru að endurnýja sin eigin
vinnuskilyrði i þágu sjálfra sin og
nemenda sinna. En ekki sérfræð-
ingar sem koma ofan frá, færandi
nýjungar með einskonar vald-
boði. Þetta hefur verið góð lausn
fyrir ísland og hefði betur mátt
nota vlðar, þvi satt best að segja
hefur það viða mistekist að endur-
nýja námsefnið vegna fjarlægðar
milli sérfræðinganna sem sáu
um endurskoðunina og kennar-
anna sem áttu að taka vð henni.
Hér hefur tekist samstaða og
samstarf milli kennara, stjórn-
kerfis og margra aðila sem gegna
sérstökum hlutverkum i skóla-
kerfinu.
Breytingar og
bylting
— En hvað um nemendurna?
— Ég hefi ekki átt kost á þvi að
kanna það beinlinis, en af handa-
hófskenndum spurningum til
þeirra fréttum við bæði um kost
og löst. Breytingarnar snerta
heila kynslóð i skólanum og þvi
þarf alltaf að vera að leiðrétta.
Mat á nýjungunum verður i fram-
tlðinni að taka fullt tillit til bæði
árangurs og viðbragða nemend-
anna. Við getum ekki gert ráð
fyrir þvi, að það verði til i endan-
legu formi nýtt námskerfi sem
standi af sér tvær eða þrjár kyn-
slóöir eins og áður, á hefðbundn-
um tima. Það eru breytingarnar
sem blifa.
— „Hin stöðuga bylting”?
— Ég vil ekki kalla það svo. Ég
hef ekki trú á byltingu i skólan-
um, nema I formi þróunar. Stofn-
anir eins og skólar skipuleggja
samskipti manna á milli og eru
bornar upp af mönnum frekar en
skipulagsreglum. Og menn verða
að geta varðveitt samsemd sina i
breytingunum. Ég treysti mikið á
hæfni og reynslu kennaranna,
sem vita blátt áfram best, hvað
það er að kenna. Jafnvel þegar
þeir .vita minnst um það, vita þeir
það samt betur en aðrir. Þvi er
þaö þeirra mál að breytingar ger-
ist. Og ef þeir taka breytingarnar
að sér, þá gerast þær — en ekki
ella, hversu vel rökstuddar sem
þær kunna að vera. En til þess
þarf aðlögunartima. Ef kennar-
arnir fá hann ekki, þá skreppa
þeir — með réttu — i einskonar
baklás. Halda sér þá fast i það,
sem hefur veitt þeim stopult
öryggi áður. Það eru allir hræddir
við sjóinn sem ekki kunna að
synda. Menn þurfa að fá tækifæri
til að læra það.
Viðjar stofnana
Hitt er svo annað mál, að við
rekumst á fleiri vandamál þvi
lengra sem liður. t.d. viöjar til-
tekinna stofnanagerða, sem
leggjast gegn þessari hreyfingu.
Gamla skólakerfið hefur séð
nemendum sinum fyrir tiltölu-
lega litlu sjálfsforræði. Viö súp-
um seyðið af þvi, að hér hefur
þurft að koma upp heildstæðu