Þjóðviljinn - 10.11.1974, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunniidagur 10. nóvember 1974.
Sunnudagur 10. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Klett.
Amma vtnkar bless — Guöbjörg
Runólfsd.
og gefinn morgun-matur I einum logandl.
Sjálf borftar hdn á leibinni.
Börnunum skilaö I Króasel
Fyrsta morgunverkið
Mætt
HVER ER VINNUTÍMI MÓÐUR?
FRÁ MORGNI
Hver er vinnutími móð-
ur? var kona að spyrja á
jaf nréttissíðu Þjóðviljans
um dagir.n í tilefni eyðu-
blaðs frá Sumargjöf. Hef-
ur sá vinnutími nokkurn-
tíma verið reiknaður út og
þá miðað við hvað? Hvað
af störfum konu á heimili
telst til móðurstarfa og
hvað til þjónustu við hana
sjálfa og bónda hennar?
Og hvenær á móðir, sem
bundin er yfir ungum
börnum, frí?
Útfrá þessum spurningum datt
okkur i hug að fylgjast meö störf-
um einnar venjulegrar ungrar
móður einn venjulegan vinnudag,
frá morgni til kvölds. Með tilliti
til þeirrar staðreyndar að meiri-
hluti giftra kvenna á Islandi aflar
nú orðið tekna með atvinnu utan
heimilis völdum viö konu sem
bæði vinnur úti og er húsmóðir,
Eddu Agnarsdóttur 24 ára móður
þriggja barna.
Edda vinnur á skrifstofu
Borgarspitalans og er gift Hann-
esi Gislasyni, sem stundar nám i
viðskiptafræði við háskólann, en
vinnur nú jafnframt um stundar-
sakir hálfan daginn hjá Fram-
kvæmdastofnuninni. Þvi verður
hann brátt að hætta ef hann á ein-
hverntíma að geta lokið námi og
þá verður fjölskyldan aö treysta á
námslán, þvi af tekjum Eddu
einnar lifa þau ekki, hún fær um
44 þús. kr. i mánaðarkaup.
Börnin þrjú, Heiöa 5 ára, Hrund
Vr 3ja ára og Högni 2ja ára, eru á
barnaheimili á daginn. Ekki á
einu af heimilum Sumargjafar,
þvi þar komust þau ekki að, held-
ur hafa Edda og Hannes gengið i
félagsskap viö fleiri unga for-
eldra og stofnað dagheimilið
Króasel I Arbæjarhverfi. Gjaldið
fyrirhvert barn á mánuði er 8.500
krónur eða samanlagt 25.500
krónur. Miðað við kaup Eddu
kann að vera spurning, fjárhags-
legs eðlis, hvort það borgi sig fyr-
ir hana að vinna úti og greiða svo
mikið fyrir umönnun barnanna á
meðan. Einn veturinn tóku þau
hjónin það til bragös til að ná end-
um saman, að hún réð sig sem
ráðskona i sveit með börnin með-
an hann var i skólanum. Sl. vetur
sleppti hann námi og vann allan
daginn.
Einn stærsti kostnaðarliður
ungrar fjölskyldu i dag er hús-
næðið. í haust voru þau Edda og
Hannes húsnæðislaus. Hvernig
sem þau auglýstu og svöruðu
auglýsingum bauðst þeim ekkert
ódýrara til leigu en fyrir 20 þús-
und krónur á mánuði fyrir utan
hita og rafmagn. Oftast var kraf-
ist meiri og minni fyrirfram-
greiðslu og oft var húsnæðið boðið
aðeins til skamms tlma.
Ef Hannes á að ljúka námi og
hætta aö vinna á meðan geta þau
ekki greitt svo háa leigu til við-
bótar við barnaheimiliskostnað-
inn. Þessvegna hafa þau nú feng-
iö litla 2ja herbergja ibúð I húsi
móður hans leigulaust, en... hún
er austur i ölfusi. Þau eiga bil, en
bensinkostnaðurinn reiknast
þeim að sé 13—14 þús. krónur á
mánuði. Þrátt fyrir allt ódýrara
en húsaleiga i bænum, segja þau.
Hitt er svo annað mál hversu
þreytt þau sjálf — og börnin eiga
eftir að verða á ferðalögunum og
hvernig það verður að komast á
milli I vetur.
— 0 —
Dagurinn sem viö fylgdumst
með Eddu og fjölskyldu hennar
byrjaði illa. Þau sváfu yfir sig!
Þessvegna varð að klæöa sig og
gefa börnunum að boröa I logandi
hvelli og keyra i spretti I bæinn.
Edda á að mæta kl. 8.20 i vinn-
unni, en á barnaheimilinu er ekki
opnaö fyrr en kl. hálfnlu. Hún
kemur þvl yfirleitt of seint, en nú
stendur til að breyta opnunartima
dagheimilisins. Hannes átti aftur
að mæta kl. 8 i skólanum. Hann
varð að sleppa fyrsta timanum.
Dagheimili barnanna er i Ar-
bæjarhverfinu, vinnustaður Eddu
i Fossvoginum, skóli Hannesar á
Melunum, vinnustaður á Rauöar-
árstig.
Að vinnutlma loknum, kl. 4.15
sd. hjá Eddu, kl. 5 hjá Hannesi,
hefst sami spretturinn milli staða
að viðbættum matarinnkaupun-
um. Börnin eru þreytt og óróleg I
bllnum á leiðinni heim i Auðsholt.
Það yngsta er sofnað þegar þang-
að kemur. Þá er klukkan hálfsjö
og eftir að elda matinn, borða
hann, hátta börnin, þvo þeim og
koma I rúmið, taka smávegis til,
þvo upp. Þau hjálpast að sem bet-
ur fer. Og slðan: kaffibolli og
sigaretta saman. Þetta kvöld var
horft á mynd i sjónvarpinu hjá
tengdamömmu, en önnur kvöld
þarf Hannes að læra, Edda að þvo
eða sinna öðrum þjónustustörf-
um við fjölskylduna.
Hlaup og flýtir finnst okkur
hafa verið einkenni dagsins hjá
þessari útivinnandi þriggja barna
móður. Nema kannski helst i
vinnunni. En hvað telst vinnutimi
móður? Aðeins sá sem hún tekur
laun fyrir eða allur dagurinn, frá
morgni til kvölds? Er hún ekki
alltaf að?
—vh
Sfðan að sækja börnin þrjú
ss
Heima er byrjaö að elda...
og svo borða aliir saman — nema einn?
Liklega er vinnan úti rólegri en heima
Dásamlegt að fá hádegismatinn framreiddan á vinnustað!
Fft\. .
' '*l» . . I
i. .Hiiitli
Eftir vinnu: matarinnkaup I Gunnlaugsbúð
Samhjálp við uppþvottinn
Tekiö til
.. sumir hafa sitt fram: rúm pabba og mömmu!
Loksins: slappað af smástund saman.
Mjólk I annarri verslun
Myndir og texti vh