Þjóðviljinn - 10.11.1974, Page 18

Þjóðviljinn - 10.11.1974, Page 18
18 SÍÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Sunnudagur 10. nóvember 1974. FIMMTI HLUTI — FIMMTUDAGUR Viö stökkvum fram úr rúminu klukkan hálf sjö. Dima flýtir sér fram að vekja börnin, ég fram I eldhús — nú fáum við ekki annað en kaffi og mjólk — og svo inn að hjálpa honum. Svo virðist sem okkur muni takast að koma öllu i verk. En þá lýsir Kotja þvi allt i einu yfir að hann vilji ekki fara á barnaheimilið. Við segjum einum rómi: Láttu nú ekki svona, klæddu þig, klukkan er margt, okkur liggur á... Nei. Hann hristir höfuðið, þaö strikkar á andlitsdráttum hans, hann er að þvi kominn að fara að skæla. — Kotja, segðu mömmu og pabba hvað hefur komið fyrir. Hvað er að? — Maja Mikhælovna refsaði mér. Ég fer þangað ekki. — Nú, varstu þá óþekkur? — Nei, ég gerði ekkert, en hún var samt vond. Ég fer ekki þangað. Við klæðum hann með valdi, hann sparkar frá sér, stympast og grætur. Ég segi ákveðin: — Komdu þér I fötin, Kotja. Við verðum að fara, við pabbi verðum of sein i vinnuna. — Við skulum fara, segir Dima, ég skal tala við Maju Mikhælovnu og láta hana útskýra hvað gerðist. Kotja reynir snöktandi að segja frá, rjóður, sveittur og með tárin i augunum. — Það var Vitja sem velti þeim um koll, það var ekki ég. Þau duttu og hún setti mig i skammarkrókinn. Það var ekki ég — og meiri grátur. - Hvað datt? — Blómin... Ég er sjálf gráti nær, mig kennir sárt til drengsins. Það er hræðilegt og niðurlægjandi að draga hann með. Og verra er, að nú svitnar hann allur og ofkælist áreiðanlega aftur. Ég bið Dimu að upplýsa málið og segja fóstrunni hve mikið þetta fékk á Kotja. — Allt I lagi, æstu þig ekki,segir Dima, þær eru með 28 i hóp og þeim getur lika yfirsést. Nú fer Gúlja, sem hingað til hefur verið róleg, að gráta og togar I ermina á mér. — Ég vil fara með mömmu. Ég yfirgef þau þrjú i hasti, kalla til Dimu að hann skuli hringja i mig, hleyp niður tröppurnar, reyni að komast inn I fyrsta strætisvagn en tekst ekki, fyrr en sá þriðji kemur. Ég hugsa um Kotja alla leiöina. Það er rétt að þau eru 28 I hóp, auðvitað getur fóstran ekki tekið eftir öllu. En ef þaö er ekki hægt, þá er betra að reyna að komast til botns I máli en að komast hálfa leið og beita ranglátum refsing- um. Ég man að forstöðukonan kallaði á mig þegar Kotja byrjaði á nýja barnaheimilinu okkar og reyndi að fá mig til að vinna þar sem aðstoðarfóstra: Hálfönnur laun, aðstoðarkonan hjálpar til við að raða upp beddum, taka sængurfötin niður úr hillum og klæða börnin þegar þau fara út... Það er ljóst aö bæði fóstran og að- stoðarstúlkan hafa meira en nóg að gera. Hugsið ykkur bara — 25 pör af skóhlifum, 25 klútar og húfur, 50 sokkar, stigvél og vettlingar, lika treflar og belti... Þetta allt fara þau I tvisvar og úr þessu einu sinni og þar við bætist hádegislúrinn... Tuttugu og fimm börn. Hver hefur fundið upp þann „staðal”? Liklega einhver sem ekki á börn, alla vega ekki á barnaheimili. Ég sit i neðanjarðarlestinni þegar ég man allt i einu eftir þvi, að I dag er pólitiski námsflokkur- inn og að ég hafði tekið að mér að undirbúa efni og steingleymt þvi. Námsflokkurinn kemur saman hálfsmánaðarlega og vill þvi gleymast. En það er ekki hægt að gleyma verkefni sem maður hefur tekið að sér. Jæja, ég fæ efnisy firlitið hjá Ljúsu Markorjan;vonandi kemst ég ein- hvernveginn frá þessu. Fyrst af öllu verð ég að koma við á mekanisku stofunni. Ef ég kemst ekki að i dag þá er ég heldur illa sett. Ég gægist þar inn fyrir, en Vala er þar ekki og sinnir ekki köllum minum. Hún er farin eitthvað, rétt enn einu sinni. Ég skil eftir miða hjá henni og á honum er allt lýgi nema ein setning: „Elsku Vala, hjálpaðu mér. Við efumst um að glertref jaefnið sé nógu traust. Ef að ekki er hægt að gera til- raunirnar hjá ykkur nú fer allt i strand J.P. er reiður við mig. Þetta er annar dagurinn sem ég næ ekki i þig.” Uppi eru allir vinsamlegir. Enginn spyr af hverju ég komi of seint, e'n allir vilja sjá nýju klippinguna, þær máttu ekki vera að þvi I gær. Ég sný mér á ýmsa lund, þær horfa á mig aftan frá og frá hlið. Alla Sérgéevna kemur inn og segir brosandi „En sætt” og svo að Vala vilji hitta mig. Ég þýt fram á gang, en ég kemst ekki langt áður en kallað er á mig. Það er Dima I simanum, hann róar mig og segist hafa talað við Maju um Kotja og hún hafi lofaö að kippa málinu I lag. Þetta huggar mig ekki. — Sagði hún það? — Já, einmitt með þessum orðum. — Og sagðir þú henni frá þvi sem hann sagði? — Ekki I smáatriðum, en það helsta... Þegar ég hefi lagt tólið á man ég eftir þvi, að ég gleymdi að segja Dimu, að ég komi klukkustundu seinna heim I dag vegna námsflokksins. Og ég komst ekki til þess að undirbúa kvöldmatinn I morgun! Það er erfittað hringja I „póstkassann” til Dima („póstkassi” er samheiti á stofnunum sem fást við störf sem falla undir rikisleyndarmál). Ég reyni seinna, en fyrst verð ég að tala við Völu áður en aðrir ná tangarhaldi á henni. Valja er óánægð, ég hefi ekki komið nógu snemma. — Þið eruð sfhlaupandi hingað, og svo komið þið ekki þegar ég bið ykkur, nöldrar hún. Það er fundur hjá þeim og öll tæki laus frá klukkan fjögur. Ef við getum unnið sjálfstætt, þá megum viö hafa okkar hentisemi. — Frá klukkan fjögur? Það er of seint. Hálfan annan tima hefði ég fengið, ef ekki hefði verið námsflokkurinn. En hann byrjar kl. 16.45. Ég get ekki fengiö mig lausa þaðan þegar ég á að gera sjálf grein fyrir efni. Þetta þýðir að ég hef aöeins 45 minútur til sæfnu. Ég útskýri þetta fyrir völu en hún skilur það ekki. — Þið báðuð um tima og hafið fengiö hann. — Er alveg óhugsandi að byrja klukkutima áður, bara við eitt af tækjunum? — Ja, það er ekki hægt. — Hvað á ég að taka til bragðs, hugsa ég hátt. — Það veitég ekki. En það vilja fleiri komast að. —-Hverjir vinna hér næst á und- an, kannski getum við skipt? — Nei, ég er enginn skiptakontór. Það eru nóg hlaupin hingað samt. — Allt 1 lagi, við tökum þennan tima. Klukkan fjögur. A leiðinni upp brýtég heilann af kappi. Kannski getur Ljúsa feng- ið sig lausa I námsflokkunum og gert nokkrar tilraunir. En það þarf að mæla hverja plötu I míkrómetrum, enda þótt þær eigi að vera gerðar eftir staðli. Mun hún gera það og reikna flatarmál- iðút? Nú, hún veit ekki hve miklu þetta skiptir. Hverja á ég þá að biðja? Zinaidu? Ætli hún sé ekki búin að gleyma öllu. Það er ég sem neyðist til að biðja um fri frá námshópnum. Ég sit yfir skýrslunni um rafeindatilraunirnar frá þvi I gær, en hugsa ekki um annað en það hvernig ég gæti komist burt og verið á mekanisku rannsóknastofunni það sem eftir er dagsins. — Hvar er Ljúsa Vartanovna? spyr ég. Allir þegja. Getur það veriö aö enginn viti það? Þá get ég eins vel gefist upp strax. Það þýðir að dökkhærða Ljúsa er farin út „að hugsa”. Og þá felur hún sig svo vel að enginn finnur hana. Það er allt I einu komið matarhlé. Ljóshærða Ljúsa lýtur yfir mig og segir: — Flýttu þér að segja mér hvað þig vantar, þú tefur mig , klukkan er meira en tvö. nýfarinn þaðan sem þörf er fyrir hann. Ég reyni að finna hann i sima, en ég má ekki vera að þvi. Ég tek einn pakkann og dreg hann upp stigann upp á þriðju hæð. Vörðurinn gamli nöldrar og formælir Júru. Með þessu undirspili dreg ég alla pakkana upp á okkar rannsóknastofu. Þegar ég er að glima við þann siðasta kemur Ljúsa askvaðandi með innkaupin. —-Olga, það er hægt að fá Lotus I hreinlætisdeildinni, ég pantaði pláss i biðröðinni ef einhver hefði tima til að skreppa þangað og kaupa fyrir okkur allar... Lotus er nauðsynjavara, satt er það, en ég banda henni frá mér — ég má ekki vera að þvi að hugsa um Lotus nú, klukkan er orðin þrjú, ég rétt næ þvi að undirbúa tilraunirnar og kikja á námsskrána. En Ljúsa Markorjan hefur ekki látið sjá sig enn. Og hvernig var það, ætlaði ég sjálf á mekanisku stofuna eða hvað? Best að borða það sem Ljúsa kom með handa mér áður en ég stelst þangað. En Ljúsa ljóshærða er llka horfin — kannski hún hafi farið eftir Lotus? Ég gægist I tösku hennar — tvær hveitiboílur og tvei'r bræddir ostar. Ég hlýt að eiga helminginn. Ég bý mig rólega undir tilraunirnar og hverf fimm minútur fyrir fjögur. Ég fer að tina það til upphátt sem ég hefi þörf fyrir, en Ljúsa herðir á mér. — Er það þá ekki meira? — Nei, segi ég, úr þvi þú mátt ekki vera að hlusta á mig. — Láttu ekki fjúka svona I þig, segir Ljúsa ögn mildari. Þau fauk ekki I mig, en ég veit blátt áfram ekki hvað ég á að taka til bragðs. Einmitt þá er hringt i mig og ég beðinn um að taka á móti vörum frá framleiðsludeildinni. Ég hendi tveim þriggja rúblna seðlum til Ljúsu. — Kauptu eitthvað með kjöti. Og i dyrunum bæti ég við: eitt- hvað til að narta i. (Ég hefi ekkert fengið að borða i dag). Niðri við innganginn biða min þrir stórir pakkar. Þetta eru fyrstu sýnin af þaksklfum og stuttum, sverum leiðslum úr glertrefjaefni frá tilraunaverk- smiðjunni okkar Jakob Petrovítsj flýtti sér að panta þetta, en nú er búið að breyta efnasamsetning- unni. Þetta er ekki til annars en að leggja beint á hillur. Ég spyr hvar ég geti fundið Júru okkar þúsundþjalasmið. Hann er nýfarinn.Hann er alltaf Ég byrja á hffggþoli. Ég vel fyrsta lóð og set það á dingulinn, mæli aðkomuhornið og sleppi lóðinu. Tilraunaplatan heldur. Svo eyk ég þungann og kemst i æsing. Heldur trefjaefni-II? Platan brotnar ekki við mesta högg. Húrra! Eða er það of snemmt að hrópa húrra? Það er ekki búið að prófa sveigju, þrýsting, hörku. Ég sökkvi mér niður I þessa æsilegu Iþróttagrein, þar sem ég fer. með hlutverk þjálfarans og Iþróttamaðurinn er trefjagler. Hann hefur staðist fyrstu umferð og býr sig undir aðra. Breytt er um þykkt og breidd... Ný vél.nýtt álag. Eftir nokkra stund kemst ég að þvi, að það liggur bolla og ostur á blöðum mlnum. Furðulegt. Ég var búin að fá mér bollu með osti. Hefur Ljúsa komið við? Ég hefi ekki orðið vör við neitt. Það er gott að vinna svona, hratt og út af fyrir sig. Allt i einu er hrópað sterkri og gramri röddu: — Voronkova, Voronkova! Lidia stendur I dyrunum. — Timinn er byrjaður, komdu og flýttu þér. Hún skellir á eftir sér hurðinni. Ég hendi þeim plötum sem ég hefi prófað aftur I kassann. Mælistokkur, blýantur og útreikningar fara sömu leið. 011 stofan er mætt á námskeiðinu — alls tuttugu manns. Það fer fram I stóru herbergi við hliðina á okkar. Ég hleyp inn til min og dembi öllu minu góssi á borðið, tek blýant og blokk og geng sakbitin á svipinn. Zatúraéf sjálfur er að tala. Hann stjórnar hópnum, liðsforingi á eftirlaunum. Hann nemur staðar um léið og ég opna dyrnar. Ég biðst afsökunar og reyni að komast sem næst Ljúsu Markorjan. — Af hverju komið þér of seint? spyr Zatúraéf reiður. Setjist, þarna er laus stóll. Við skulum halda áfram... Zatúraéf tekur upp vasaklút og þurrkar sér um hendur. Það þýðir að við séum að byrja á nýju viðfangsefni. ...Verst er að ég skuli ekki hafa sagt Dimu frá námskeiðinu. Hvað getur hann gefið börnunum að borða þegar ég er ekki heima? Ég hafði ekki tima til að undirbúa neitt I morgun... Hvernig skyldi Kotja hafa gengið. Ég er ekki viss um að Maja Mikhælovna hafi komist hjá þvi að móðga hann aftur að ástæðulausu þegar hún var að kippa öllu I lag”. Tlminn er búinn. Ég hleyp inn eftir töskunni og svo niður i fatageymslu. Ég ætla að ná I leigubil, ekki heim auðvitað, heldur að neðanjarðarbrautinni. En það er engan leigubil að sjá. Ég hljóp á vagnstööina... um níuleytið komst ég heim sveitt og móð. Börnin voru sofnuð. Gúlja i náttfötum i rúminu slnu, en Kotja alklæddur á dlvaninum. Dlma sat við borðið i eldhúsinu, skoðaði teikningar I tímariti og át brauð með agúrku. Ketillinn stóð á gasvélinni og blés gufu. — Hvað á þetta að þýða? spurði Dima strangur. Ég sagði honum I fáum orðum hvað gerst hafði um daginn, en hann tók ekki giidar ástæður minar, ég hefði átt að hringja og vara hann við. Hann hafði rétt fyrir sér, tölum ekki meira um það. — Hvað fengu börnin að boröa? — Þau fengu brauð og agúrku og svo mjólk. — Þau hefðu átt að fá te, segi ég- — Hvernig átti ég að vita það muldraði Dima og faldi sig á bak við tlmaritið. — Hvað með Kotja? — Hann sefur eins og þú sérð. — Ég veit það, hvað um barnaheimilið? — Það er allt i lagi. Hann er búinn að jafna sig á þvi. — Við skulum færa hann úr og bera hann I rúmið. — Hvernig væri að borða fyrst? Allt i lagi. Það þýöir ekki að tala við svangan mann. Ég kyssti Kotja og breiddi teppi yfir hann (Mér fannst hann svo fölur og þreytulegur) og fór fram I eldhús og spældi egg með pylsum. Við borðum. Ibúðin minnir á hrun Jerúsalem. Allt liggur þar sem þvi var hent i flýtinum I morgun. A gólfinu hjá divaninum liggja föt barnanna i einni bendu. Dima hefur ekki tekiö til — liklega i mótmælaskyni — komdu ekki of seint góða! Þegar við höfum borðað og fengið okkur sterkt te þvær Dima upp. Við færum drenginn úr, leggjum hann I rúmið og tökum saman barnafatnaðinn. Svo fer ég fram I eldhús og baðherbergi — tek til, þvæ, skola... Klukkan er orðin tólf áður en ég kemst ég rúmið. Klukkan hálf þrjú vöknuðum við, þvi Gúlja grætur hátt. Henni er illt I maganum og hún er með niðurgang. Við neyðumst til að þvo henni, færa hana i önnur náttföt skipta um sængurföt, neyða ofan i hana meðal og útbúa hitapoka. — Þarna sérðu: súrar gúrkur og mjólk, segi ég gröm. — Þetta er ekkert alvarlegt, segir Díma, bara einu sinni. Nokkru seinna sit ég við rúm Gúlju, held við hitapokann og raula sussu-bia, sussu-bia. Ég styð höfði á hina höndina og styð olboganum á rúmstokkinn. Ég fer i rúmið um fjögurleytið — og vekjaraklukkan glymur rétt, þegar ég hefi lokað augunum, eða það finnst mér. Framhald næsta sunnudag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.