Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. desember 1974. ÞJÓÐVILilNN — StÐA 9 svo vissi ég bara alveg hvernig átti að spila lag, það er enginn vandi. Fyrst gerði ég bara með einum putta og svo tveimur og svo bara með báðum höndum... en veistu að einn strákurinn i leikskólanum sá alvöru-ljón i Kardimommubænum. — Alvöru-Ljón? — Já, það er alveg satt, það var alvöru-ljón, og ég ætla að fara og sjá Kardimommubæinn og ljónið. —■ Ertu ekkert hræddur við ljónið? — Nehei, þetta er leikrit, og ljón i leikritum taka mann ekki, þó það séu alvöru-ljón, þá myndu nefnilega engir koma og sjá leikritin....Mamma segir að það sé fullt af fallegum lögum i Kardimommubænum sem ég þurfi endilega að læra og ég ætla að gera það. — Myndirðu vilja fara I skóla þar sem krakkar læra nótur og að spila á hljóðfæri? MYNDIR OG TEXTI S. DÓR Menn þurfa ekki að vera háir f loftinu til aðleika vel á pfanó. --- Já, ég hugsa að það sé gaman. — Hvort finnst þér meira gaman að eiga heima i Reykja- vfk eða á Siglufirði, þar sem þú áttir heima? — I Reykjavik. Það eru svo margir krakkar sem maður getur leikið við i Reykjavík. En stundum var voða gaman á Siglufirði. Þar kemur svo ofsa- mikill snjór, og þá getur maður rennt sér um allt á sleða. Veistu það að einu sinni var stelpa sem var að renna sér og hún var næstum dáin. — Afhverju var hún næstum dáin? — Af þvi að hún fór fyrir bil. — Keyrði billinn á hana? — Nei, hann var stoppaður áður en stelpan kom, en það munaði voða litlu — Rennairðu þér nokkuð á skiðum? — Ja, pabbi var að kenna mér á skiðum, en ég datt alltaf á rassinn, mér fannst ekkert mjög gaman á skiðum, það var meira gaman á sleða. — Geturðu nokkuð rennt þér á . sleða i Reykjavik? — Já, já, það eru brekkur hér úti sem maður getur alveg rennt sér niður, en þær eru ekki eins stórar og brekkurnar á Siglu- firði. Og siðan hélt þessi litli skemmtilegi strákur áfram að segja mér frá sleðaferðum og öörum svaðilförum sinum i snjónum á Siglufirði, en ein- hversstaðar verða viðtöl að enda, og það getur þá allt eins ■ orðið hér, en það eiga áreiðan- lega fleiri og sérhæfðari blaða- menn i tónlist eftir að eiga viðtöl við þennan dreng þegar fram i sækir ef allt fer að vonum. —S.dór ÞAÐ SKAL SOFFIU TIL Það var þegar fyrir mörgum árum sem franski leikarinn vin- sæli Jean Gabin sór og sárt viö lagði, að ekki skyldi hann leika i fleiri kvikmyndum né stilla sér upp framan við sjónvarpstöku- vélar. En nú hefur Sophia Loren fengið hann til að skipta um skoð- un og leika móti sér i kvikmynd- inni ,,Tigrisynjan og fillinn”. — Þegar ég horfi á Soffiu skipt- ir það mig engu þótt ég brjóti fyrirheitin, segir Jean, — en helst viidi ég aftur vera orðinn fertug- ur. Hvaö er g.t. g.t. er skammstöfun orðanna gagnkvæmt tryggingafélag. Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafélag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.