Þjóðviljinn - 01.12.1974, Side 11
Sunnudagur 1. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Umsjón:Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrl"—
KEMUR FRAM Á 1. DES. SKEMMTUN
STÚDENTAí
HÁSKÓLABÍÓI
MEGAS
önnum
kafinn
klásillnr
... og ég bjó þá bara til islenskan Hróa hött.
Ný lög viöalla PASSÍUSÁLMANA
Magnús Þór Jónsson
(með gríska naf nið Megas-
Magnús) vakti á sér tölu-
verða athygli fyrir nokkr-
um árum þegar hann sem
námsmaður í Osló gaf út
breiðskífu upp á eigin
spýtur. Síðan þetta gerðist
hefur fremur lítið heyrst í
kappanum opinberlega,
nema hvað hann gaf út
þrjár Ijóðabækur, á einu
bretti, stuttu fyrir síðustu
jól. Þegar Klásúlur fréttu
að Megas ætti að koma
fram á 1. des. skemmtun,
var forvitni okkar vakin og
við mæltum okkur mót á
einu kaffihúsi borgarinn-
ar.
Kls: Nokkuð er nil liðið siðan
platan þin kom út, og var hún
mjög umdeild á sinum tima.
Hvers vegna?
Megas: Það var allt á misskiln-
ingi byggt. Fólk hélt að ég væri að
segja allt annað, en ég raunveru-
lega gerði. Það getur ekki gúter-
að, að ég tali um kófdrukkinn
Jónas Hallgrimsson, en þannig
var talað um hann á sinum tima.
Kls: Hvers vegna velur þú yrkis-
efnið úr islandssögunni?
Megas: tslandssagan er höfuð-
punkturinn, a.m.s.k. séð með
relatiskum augum. Listsköpunin
á plötunni ris þó hæst með Eyjólfi
bónda, en það er siðasta lag plöt-
unnar.
Kls: Hvað kom hún út i mörgum
eintökum?
Megas: Þaö voru 650 einstök,
sem seldust öll mjög fljótlega, en
það var hlutur sem ég bjóst ekki
við.
Kls: Nokkur ágóði?
Megas: Ja maður lifði hátt með-
an peningarnir streymdu inn, en
það stóð reyndar ekki lengi.
Kls: Af plötunni mætti ætla, að
þú sért meira ljóðskáld, en laga-
höfundur. Hvað finnst þér um
það?
Megas: Tja, lögin eru mjög fal-
leg. Nei, annars lit ég svo á, að
nokkuð jafnt sé á komið með þeim
hæfileikum.
Megas: Ég man, eitt sinn er ég
var að spila i Norræna húsinu, þá
sneri ég baki i áheyrendur, þvi ég
mundi hreinlega ekki textann.
Það var eitthvað vesen i skipúler-
ingunni, og ég var kominn inn á
sviðið löngu áður en ég átti að
byrja. Ég var með textann upp-
skrifaðan, og til þess að draga
fjöður yfir það, þá settist ég með
bakið i áheyrendur og byrjaði að
spila. Að visu heyrðist textinn
ekki vel aftur i sal, en þeir sem
fremstir sátu, heyrðu vel, og létu
það sem mest var krafsandi ber-
ast til þeirra er illa heyrðu.
Kls: Þú hefur gefið út eitthvað af
ljóðabókum?
Megas: Já, ég gaf út þrjár ljóða-
bækur fyrir jólin i fyrra, Megas I,
Megas II og Megas III, en ég held
að ég doki aðeins við þangað til ég
er búinn að koma þessu á þrykk
þ.e.a.s. á plötu.
Kls: Hvenær kemur nýja platan?
Megas: Hvenær platan kemur,
já, hún kemur sem allra fyrst eða
þegar útgefandi er fundinn, en
hingað til hafa menn verið fremur
tregir til þess. Þar sem ég hef
pælt hef ég alltaf komið að lokuð-
um dyrum eða á ég frekar að
segja Franz Kafka. Maður
kannski opnar dyrnar, kemur inn
langan gang og biður þar i hundr-
að ár, i biðstofu. Loks kemur
gamall kall og segir aðeins: ,,Hér
er enginn.”
Kls: Hvað hefur þú helst haft fyr-
ir stafni siðan platan kom út?
Megas: Ég hef unnið mikið stór-
virki, þ.e.a.s. ný lög við alla
Passiusálmana, fjögur lög við
númer 31, tvö lög við númer 49 og
þrjú lög við númer 25. Agnus Dei,
Passiusálmur númer 51, og
Passiusálmur númer 52 eftir Karl
Isfeld hafa einnig fengið sin lög og
þetta gerir samtals um sextiu
melódiur. Ég ætlaði endilega að
gefa úr minningaralbúm, svona
þrjár til fjórar plötur, núna i
október þegar Hallgrimur greyið
átti dánarafmæli og það hefði
verið mjög við hæfi.
Kls: Hver er þinn þáttur i 1. des.
skemmtuninni?
Megas: Ég á að flytja lög af plöt-
unni með aðstoð Pelican og eru
þau að einhverju leyti tengd slag-
orði dagsins, þjóðsagan og veru-
leikinn.
Kls:Um hvað fjallar kvæðið sem
er hér til hliðar á siðunni?
Megas: Það fjallar um Hróa hött
Islands, jónas ólaf jóhannesson
frá hriflu. Lagið er raunverulega
eftirmáli við lag sem gekk hér
einu sinni og heitir „John Wresley
Harding." ólafur Jóhannesson
var þá eiginlega strax kominn i
spilið og ég bjó þá bara til is-
lenskan Hróa hött.
Kls: Hvað viltu segja að lokum?
Megas: Ég segi aðeins það sama
og Goethe sagði á banasænging-
inni: ,,Meira ljós.”
JónasÓlafur Jóhannesson frá Hriflu
1.
jónas frá hriflu var hollvinur snauðra
hann hyglaði soltnum og bjarg þeim fra deyð
og reið yf ir landið að líkna þeim ófáu' er
lífvana hjörðu við hungur og neyð
viðl: jónas ólafur jónas ólafur
jónas ólafur jóhannesson frá hriflu
2.
hann stóð við í grímsey og stoð var hann mörgum
og stytta 'afði hjarta og heila hönd
uns barst honum fógetabréf þarsem stóð
aðsem brjótuður laga 'yrði 'ann hnepptur í bönd
viðl: jónas ólafur jónas ólafur
jónas ólafur jóhannesson frá hriflu
3.
en fógeta 'ei lukkaðist höndum að hafa
i hári 'ans hann hvarf burt og sást ei meir þar
en frá öðrum landshlutum fregnir um góðverk hans
flugu 'en að klófesta 'ann tókst ekki þar
viðl: jónas ólafur jónas ólafur
jónas ólafur jóhannesson frá hriflu.
4.
yfirvöld landsins þau ofsóttu jónas
en einatt hann bjarg sér 'oft snöggklæddur braut
því enginn var til sá að tækist að f anga 'ann
hann tók ekkert feilspor uns Ijánum hann laut
viðl: jónas ólafur jónas ólafur
jónas ólafur jóhannesson frá hriflu
Megas