Þjóðviljinn - 01.12.1974, Side 15

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Side 15
Sunnudagur 1. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Nýr ódýr 2ja manna sófi Yerð aðeins kr. 24.570,- Ath. Nokkrir lítið gallaðir svefnbekkir til sölu með 15-20% afslætti næstu daga. SVEFNBEKKJAIÐJAN, LEIKFANGALAND T .j r * i Fjölbreytt úrval leik- LeiKjangalana fanga fyrir börn á öllum veitusundi í.simi 18722. aldri. - Póstsendum. \ 1 ✓ FUNI H.F. BORGARTÚNI 25 - REYKJAVlK SlMI 19645 HANDUNNIÐ KERAMIK Tilvaldar tækifærisgjafir FUNA-KERAMIK FÆST A EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Reykjavík Alaska v/Miklatorg Blóm og ávextir Hafnarstræti 3 Blómaval v/Sigtún Blómaglugginn, Laugavegi 30 Bristol, Bankastræti 6 Búsáhöld og gjafavörur, Glæsibæ Hamborg, Laugavegi 22 Raflux, Austurstræti 8 Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4 Hafnarfjörður: Blómav. Burkni, Linnetstig 3 Keflavtk: Rammar og gler Hveragerði: Paul. V. Michelsen Selfoss: Kaupfélagið Höfn Akranes: Verslun Helga Júliuss6nar Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga ísafjörður: Neisti h/f Bolungavík: Verslun Einars Guðfinnssonar Sauðárkrókur: Gjafabúðin Sigluf jörður: Bókaverslun Hannesar Jónssonar ólafsfjörður: Kaupfélag Ólafsfjarðar Akureyri: Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga Vopnaf jörður: Kaupfélag Vopnafjarðar Neskaupstaður: Kaupfélagið Fram Eskif jörður: Rafvirkinn Fáskrúðsf jörður: Verslunin Þór Höfn Hornafirði: Verslun Sigurðar Sigfússonar SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Ekki svo heimskulegt eftir allt... Vikum saman lá á einu póst- húsanna i Salt Lake City i Bandarikjunum bréf, sem skrif- að var utaná „til heimskasta lögfræðings borgarinnar" Að lokum gaf einn lögfræðingurinn sig fram og tók við bréfinu. 1 þvi voru 100 dollarar og seðill sem á stóð: „Þú ert ekki eins heimsk- ur og ég hélt!” LTfsreynslan "Þegar farið var i gegnum pappira hollenska bókarans William van Groot, sem nýlega lést i Haag, fannst umslag með árituninni: ,,Ég lifði þrjár un- aðsstundir og þrjátiu áhyggju- ár”. í umslaginu var giftingar- vottorð hans og dánarvottorð eiginkonunnar. TVÖFÖLD NOT VISNA- ÞÁTTUR S.dór.l ÞRIR GÓÐIR.. Höggvir þú eldivið þinn sjálfur, hitar hann þér tvisvar. (Nýtt sænskt orðtæki eftir oliu- kreppuna i fyrravetur). Veðurfræöilegt Frásögn úr norsku blaði i sumar: t gær kom hingað breskur ferðamaður i 30 stiga hita og var lagður inn á sjúkrahús með sól- stungu. Þar kom i ljós, að hann var klæddur loðskinnsfrakka, tvidfötum, tveim vestum, peysu og siðum ullarnærfötum. Hann útskýrði þetta fyrir lækninum: — Mér var jú sagt, að það væri alltaf svo kalt i Noregi. Of litið höfum við gert af þvi að birta gamanmál hér i visna- þættinum. Or þessu verður að bæta, þvi að sjaldan nýtur stak- an sin betur en þegar hún hittir i ■ mark hjá húmorista, sem jafn- framt er góður hagyrðingur. Þess vegna skulum við nú lita á nokkrar stökur eftir þá Jón Pálmason fyrrum alþingis- mann, kollega hans Karl Kristjánsson og Bjarna Asgeirsson. Allir voru þeir góðir hagyrðingar og húmoristar miklir. Einhverju sinni hitti Jón Pálmason mann á götu sem sagðist ekki mega tefja, hann væri að fara á „Konur annara” en það var leikrit sem þá var verið að sýna i Iðnó. Þá orti Jón: Flýti ég mér og fer af stað fylltur glæstum vonum. Ég hef keypt mér aðgang að annara manna konum. Einhverju sinni var Jón i bifreið á leið norður. Hjá bifreiðastjóranum sat kona sem sagði þegar uppi Hvalfjörð kom að hún væri sveitt öðrumegin en að sálast úr kulda á hinni hlið- inni. Bifreiðastjórinn hét Gunn- ar. Þá orti Jón: Gunnars vors er holdið heitt hitnar þvi að vonum, er á frúnni orðið sveitt allt sem snýr að honum. Svona verkar sitt á hvað sálaraflið dulda. Hinu megin — hart er það hún er blá af kuida. Þá skulum við lita á visur eft- ir Bjarna Ásgeirsson. Skúli Guðmundsson fyrrum alþingis- maður var vanur að ganga berhöfðaður. Þegar hann kom til þings 1940 var hann kominn með yfirskegg og sýndist sitt hverjum um prýði þess. Þá orti Bjarni: Skúli yrði alþjóð hjá i æði háu mati, ef hann skipti i skyndi á . skeggi og höfuðfati. Bjarni orti þessa visu eftir að Jón frá Akri hafði fært sig úr sæti við hlið Bjarna á Alþingi: Hann flutti yfir fjöll til min, i félag drottins barna, en hélt svo aftur heim til sfn — helvitið að tarna — Þegar Aki Jakobsson flutti jómfrúræðu sina á alþingi þótti hann hvassyrtur og það'svo, að 'Emil Jónsson forseti neðri deildar ávitaði hann, þá sagði Bjarni: Rægiinála rýkur haf rastir hvitar brýtur. Keiðiskálum Emils af Akaviti flýtur. Karl Kristjánsson var ekki siður snjall hagyrðingur en þeir Jön og Bjarni. Eitt sinn var Karl Ilangferðabíl sem var fullsetinn og andlitin að sjálfsögðu fjöl- breytileg, þá orti hann: Auðlegðin er eigi smá og ekki er smiöurinn gleyminn 'að láta sérstakt andlit á alla, sem komu i heiminn. Eitt sinn voru þeir á ferðalagi I Englandi Jón Pálmason og Karl. Þá sendi Jón Karli þessa visu: Enginn vafi er um það ungum burt frá hrundum fikjúviðar fýkur blað fyrr en varir stundum. Þessu svaraði Karl: Gerum enga yfirsjón er það fararkvöðin. Horfðu á brosin hýru, Jón, heldur en fikjublöðin. Eitt sinn i þingveislu orti Karl þessa sléttubandavisu um Jón frá Akri: Akrahöldur staupastór stýrir málaþingum. Vakra öldu boðnar bjór brýtur manninn kringum. Og aftur á bak. Kringum manninn brýtur bjór boðnar öldu vakra. Málaþingum stýrir stór staupahöldur Akra . Látum þetta nægja um þá þremenningana en snúum okk- ur að visum sem þættinum hafa borist. Nýlega fór Halldór Blöndal óvirðingarorðum um ásatrúarmenn á Alþingi. Þá orti — Heyrandi — Hljómar litt þótt spruugnar klukkur klingi kraftlaust orð er gat á málflutningi, skopmynd ein af skörungum á þingi skammast yfir nýrri trúarkyngi. Jóhanna G. Ellingsson sendi okkur þessar kvöldstemnings visur: Leit ég útum ljórann minn á ljósu sumarkveldi, dvinaði þar dagurinn og dó i sólareldi. Hjúpaði sig himininn húmsins bláa feldi, hrifnæmur þá hugur rninn hófst i æðra veldi. Þessi visa var ort þegar talið var upp úr kjörkössum eitt sinn: Hannibal með hroðinn skjöld hefur núna engin völd, máske hann verði, kannski í kvöld að kvitta fyrir syndagjöld. Sæmundur. BOTNAR Og þá eru það botnarnir sem okkur hafa borist við fyrripartinn: Ætlar Gcir að semja sátt og svikja i landhelginni: Hurðin er i hálfa gátt, haltu vöku þinni. H.B. Rikir hafa aldrei átt ást nema á pyngju sinni. Valgerður. Þess er von úr þeirri átt, það eru gömul kynni. Anna. Skyldi hann efla þeirra þátt i þýsku útgerðinni? Magnús Einarsson Hann yrði þá á auman hátt, okkur lengi i minni. S.H Endurskyn er orðið grátt af íhaldsflatsænginni. A+J. Hans er vani að hyggja flátt, og hygla að eigin skinni. Ætlar Geir að semja sátt og svikja landhelgina. Aldrei hefur tsland mátt, thalds treysta syni. G. G Ætlar Geir að semja sátt og svikja landhelgina. Hann hefur aldrei ísland átt, utan v-liðina. H. P

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.