Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974.' Umsjdn: Vilborg Harftardóttfar Cr vinnslusal frystihússins á Akranesi Sigrún Clausen, sem skrifað hefur eftirfarandi grein um reynslu sina sem húsmóðir, móðir og verkakona, býr á Akranesi og vinnur i Frystihúsi Haraldar Böðvarssonar, þar sem hún er trúnaðar- maður verklýðsfélagsins. Hún á jafnframt sæti i stjórn kvennadeildar verklýðsfélagsins á Akranesi og greinin, þar sem hún lýsir einum vinnudegi heima og heiman, birtist upphaflega i afmælisriti félagsins. Þar sem Sigrún segir hér frá reynslu, sem hún á áreiðanlega sameiginlega með fjölda kvenna i sjávarplássunum um allt land, fengum við leyfi hennar til birtingar greinarinnar á jafnréttis- siðu Þjóðviljans. Væri vissulega gaman að heyra frá fleiri konum i sömu sporum — kannast þær við sjálfa sig i lýsingu Sigrúnar? Sigrdn Clausen hvernig gengur að inna af hendi það tvíþætta hlutverk að sjá um uppeldi barna og heimili og taka jafnframt þátt í framleiðslustörfunum Dagur í lífi verkakonu Ég vakna við leiðindavælið i klukkunni og það fyrsta sem ég hugsa er það, hvaö klukkan sé laglega vitlaus þvi ég er enn svo hræðilega syfjuð. En um leið og hugsuninni sleppir man ég, að ég var að baka til kl. tvö kvöldiö áð- ur. Það hefur verið unnið í frysti- húsinu til kl. 7 á kvöldin i fleiri vikur, og öll kökuboxin voru orðin tóm. Jæja, ekki dugir að liggja og hugsa um það sem búið er. Nú er klukkan orðin 7,15 og ekki lengur friður, þvi nú byrjar ballið fyrst fyrir alvöru. Ó, þessir morgnar. Tveir drengir eiga að mæta i skóla og bóndinn og einn drengur I vinnu. Það vantar allt af öllu. Hvar er húfan min? Hefurðu séð pennann minn? Er þetta mitt nesti? Ég gæti fyllt út heila bók af þvilikum morgunspurningum. Loks eru allir farnir og klukkan er orðin 7,50 og ég sjálf að verða á sfðustu stundu. Þegar ég kem út þakka ég fyrir að hafa gamla bilskrjóðinn minn heldur en að þurfa að standa úti og biða eftir rútunni og jafnvel missa af henni og þurfa þá að hlaupa alla leið i frystihúsið. A leiðinni ek ég fram á vinnufélaga minn einn á harða hlaupum. Ég staðnæmist og hún bröltir inn i bílinn og segir: ,,það er allt búiö að ganga á afturfótunum hjá mér i morgun. Stelpan var með tann- pfnu f alla nótt og svo fékk dreng- urinn leiðindakast og vildi ekki fara á Dagheimilið, svo ég mátti draga hann grátandi á eftir mér þangað og skilja þannig við hann. Ég verð að muna aö panta tima hjá tannlækninum. Best að hringja bara strax i kaffinu”. Nú erum við komnar að frystihúsinu og röltum inn um leið og kl. hring- ir 8. Ég reyni að sætta nef mitt viö þessa hálf hvimleiðu lykt, sem er sambland af fiski, klór og ýmsu öðru. Vonandi veröur þó ekki kalt i vinnusalnum I dag. Þarna stönd- um við nú allar f hóp, búnar að binda á okkur svunturnar og bfð- um þess að verkstjórinn komi til að skipa niður í vinnuna. Ég er i dag eitthvaö svo hugs- andi um allt og alla, að ég fer ósjálfrátt að virða fyrir mér hóp- inn. Þarna eru konur á öllum aldri og með misjafnar aöstæður, en f meiri hluta eru þó húsmæður og flestar með þó nokkuð stór heimili. og er fegin að mega setjast upp á stól með góðu baki. Og mér verð- ur hugsað til þess þegar ekki voru til nema fáeinir stólar og allir EFTIR SIGRÚNU CLAUSEN Nú er verkstjórinn á fullu við að láta vinnuna hefjast, nokkrar konur eiga að fara að flaka, þvi þrátt fyrir allan vélakostinn þarf enn að handflaka smávegis. Nú; aðrar fara að pakka inn fiskin- um. Sjálf á ég að fara aö snyrta voru i kapphlaupi til þess að ná sér i stól. Tfminn sniglast nú áfram og brátt er kominn kaffi- tfmi. Við tökum kaffitöskurnar og setjumst upp á kaffistofu. Nú eru þar komin falleg borð og bakstól- ar, en ekki eins og var fyrir fáum árum harðir bekkir og dökk mál- uð flekaborö. Nú hefjast þessar venjulegu umræður um það, hvort f dag verðiunnið tilkl. 5eða kl. 7. Allar þurfum við að gera mikið og margt eftir vinnutima. Ein verö- ur hvað sem tautar og raular að þvo þvott. önnur þarf að ljúka við aö sauma skólabuxur. En sú okk- ar sem á sjö börn var búin að hengja út stórþvott fyrir vinnu- tima i morgun og hann skal inn i skáp i kvöld. Þessar 20 kaffi- mfnútur liða allt of fljótt. Ég ásamt fáeinum öðrum förum heim kl. 11, og nú hefst mikið stríð millimfn og klukkunnar. Ég þarf að koma við f matarbúð og mjólkurbúð síöan heim, hamast við að elda og smyrja brauð fyrir miðdegiskaffið. Klukkan 12 kem- ur svo öll skriðan inn úr dyrunum. Ég hleyp fram og aftur milli elda- vélar og matborös, helli kaffi og kakói á 4 hitabrúsa, raða brauðinu í boxin og síðan öllum i réttar kaffitöskur. Hvað ég borða sjálf, fer nú eftir atvikum og er ekki til umræðu. Siðan er nú upp- vaskiö, diskar, bollar, allskonar Framhald á 26. siðu. ORÐ I Stofnfundur kvennadeildar I Sélarrannsóknarfélags I íslands verður haldinn miðvikudag- L inn 23. október kl. 5:30 I Garða-1 stræti 8. Áhugasamar félagskonurl I velkomnar. ‘ ' öllu fer aftur öllu fer aftur, skrifar Steinunn, og sendir meðfylgj- andi auglýsingu frá Sálar- rannsóknafélaginu. Hingað til hefur þetta ekki verið kyn- greint félag, og konur ekki siður en karlar með þessi áhugamál geta starfað þar. En nú á semsé allt f einu að stofna sérstaka kvennadeild. Hversvegna i ósköpunum? I TIvoIÍ hittum við Gunnaf Iprentara með ofsa skvlsu með sér, | log þótti okkur þar fara efnileg- lasta tækið. sem við sátum I garðin- |um. En það var ekki til setunnar I Hvaö er tæki? Þessa klausu sendi R.S.E. með eftirfarandi bréfi: „Skilgreining orðabókar Menningarsjóðs á orðinu tæki er eftirfarandi: áhald, verk- færi, smiðatól, vél. Ætli margir karlmenn liti kvenfólk þessum augum? Pistillinn er úr ferðasögu Vestmannaey- inga með stórum staf. Að lokum hjartanleg samúðarkveöja til móður nátttröllsins. (Hér á R.S.E. greinilega við „Einn af sterk- ara kyninu” sem sendi tóninn i belgnum 24. nóv. sl.) ömurlegt fyrir konu að fá sem slik aðra eins kveöju frá syni. Hún hlaut þá að geta það líka! Karlkyns lesandileit hér inn og sagöi eftirfarandi sögu úr samkvæmi i Reykjavik: Að venju flokkaðist sam- kvæmið i karlahóp, sem ræddi karlamál, og kvennahóp, sem ræddi, ja, guð má vita hvað. En ein kvennanna lagði hlustir við þvi sem karlarnir töluðu og var einlægt að gjamma frammi: — Þetta get ég nú lika! Þetta geta konur nú alveg eins! Að lokum var einum karl- anna nóg boðið og kallaði til baka: — Æ, þegi þú nú, góða min, og bittu i punginn á þér! (Og þennan brandara birti ég nú mest af þvi að hann lýsir, hve karlar eru að komast I mikla vörn. Þetta verður þeim áreiðanlega mikil upplyfting). Endurhæfing Einkaritaraskólinn auglýsti við stofnun sina meðal verkefna að „endurhæfa húsmæöur til starfa á skrif- stofum”. — Hvers eiga hús- bændur að gjalda? spyr Lesandi, sem sendir aug- lýsinguna. Hér held ég hinsvegar aö ekki sé ástæða til aö amast við oröalaginu, þvi stjórnendur skólans virðast þarna gera sér ljósa grein fyrir rikjandi ástandi, nefnilega erfiðleikum kvenna, sem vikið hafa úr atvinnulifinu um lengri eða skemmri tima — oft áratugi — meöan veriö var að koma upp börnunum. Þetta hefur bæði verið viðtekin venja og allur opinber áróöur og aðgerðir eða öllu heldur aögerðarleysi (td. i dagheimilismálum) miðað viö þessa lausn mála. Þegar svo þessar konur vilja aftur komast út i atvinnulifiö á miðjum aldri hafa þær oft ekki þá menntun né þjálfun sém með þarf, jafnvel þóttÞær hafi áður verið dugandi I ákveðnu starfi, td. skrifstofuslörfum. Þróunin er svo ör, og þaö breytist margt á skemmri tima en einum til tveim ára- tugum. Einkaritaraskólinn kemur þarna til móts við hluta af þörfinni á endurhæfingu og það hafa Námsflokkarnir lika gert. Báðir skólarnir hafa þó þvi miður einskorðað sig við verslunar- og skrifstofustörf, sem auövitað er siður en svo fyrir alla og þyrftu að koma til mun viðtækari möguleikar til menntunar, — endurhæfingar, viðbótarmenntunar eöa grundvallarmenntunar, fyrir fullorðið fólk af báðum kynjum—vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.