Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974.
ÁRNI BERGMANN ÆÆ nnncrr\ /7 ~/,q>\ TTi‘u:3fi
SKRIFAR Æmr liiLíUlJ L2)Co) LaiuCs Lru JlJoU
BÓKATÍÐ
vín á nýjum
belgjum
Þrennt sýnist mér ööru fremur
einkenna bókaútgáfu þessara
mánaöa. Mikill fjöldi offsett-
prentaöra ljóðabóka og er þá
oftast um sjálfsútgáfu nýliða aö
ræöa, lygilega fjölbreytt og afar
misjafnt safn raunar. 1 annan
staö er fjörkippur hlaupinn i
skáldsagnagerð, þegar er kominn
út nokkuö á annar tugur nýrra
skáldsagna sem gera alvarlegt
tilkall til athygli lesenda, og er
þaö áreiöanlega fyrir ofan meðal-
lag. Likast til er hér um að ræða
jákvæöa hliö á viðbótar-
ritlaununum svonefndu sem farið
yar af staö með i fyrra, en annars
er of snemmt að spá nokkru um
áhrif þeirra. Þau geta eins átt þaö
til aö fjölga frumsömdum bókum
sem eru fyrir neðan meðallag, en
viö megum helst ekki við sliku —
nógu er hlutfallið vont samt.
I þriöja lagi er mikiö um endur-
útgáfur. Astæður til þess aö þeim
fjölgar eru margvislegar. Með
þeim sparar bókaiönaðurinn
ritlaun og þýöingarlaun og
stundum setningu. En mestu
skiptir, aö allmargir höfundar,
einstök verk og ritsöfn, þurfa
jafnan að vera á boöstólum — og
eru um leið ekki eins háðar
sveiflum, skrumi, gleymsku, til-
viljunum jólamarkaðarins, þetta
eru bækur sem seljast jafnt og
þétt. Þvi koma nú nýjar útgáfur
af Þyrnum og Eiðnum, af Jóni
Steingrimssyni, haldiö er áfram
með ritsöfn Jóhannesar úr
Kötlum og Guðmundar Böðvars-
sonar, Þórbergur og Halldór eru
prentaðir upp jafnt og þétt og
þannig mætti áfram telja.
Lif þjóðskálda
Mér verður blaðað i nýjum út-
gáfum tveggja þjóðskálda, Þor-
steins Erlingssonar og Jó-
hannesar úr Kötlum. 1 sjöttu
prentun Þyrna (Helgafell) og
tveim bindum af ljóöasafni
Jóhannesar (Mál og menning),
sem i flestum tilvikum geyma
þriðju prentun ljóðanna. Þessir
menn voru og eru þjóöskáld, og
þeir voru báðir snarpir ádeildu-
menn og umdeildir. Hvaða lif
skyldi búiö þeim ljóðum sem áður
þóttu svo háskaleg? Lokast þau
kannski inni á bókahillum við
hliðina á skrautútgáfu af
Bibllunni og Passiusálmunum og
öðrum fermingar- og jólagjöfum,
eða þá viö hlið þessara stóru
alþjóðlegu myndabóka, sem eru
svo glæsilegar, að allir gleyma að
lesa textann?
Þvi er ekki auðvelt að svara.
En viö vitum að minnsta kosti, aö
róttækir menn halda áfram að
vitna til ádeilukvæða þessara
skálda beggja, og skiptir þá ekki
höfuðmáli að næstum þvi hálf öld
er á milli þeirra. Menn muna vel
eftir þeim þegar hugsun eða
umræða beinist að her, erlendu
auðvaldi, trúhræsni, þjóöfrelsis-
baráttu. Við vitum llka, að þetta
hátterni fer nokkuð I taugarnar á
þeim sem standa hægra megin I
tilverunni. Þeir atyröa þá rauðu
fyrir bölvaöa frekjuna: Þið eigið
ekki þessa menn, er sagt, þeir eru
Þorstetnn Erllngsson: PAtar og
reykelsi.
sameign þjóöarinnar. Og svo er
þvi laumað að i leiöinni, að
kannski hafi Þorsteinn nú ekki
meint allt sem hann sagði um
kirkjuna. Eða þá að tlmarnir hafi
breyst og batnað og gert úrelt
kvæði um auö og örbirgð og
stéttabaráttu. Þar að auki er þvi
jafnan lætt inn I umræðu um
uppreisnarmanninn sem er um
leið þjóðskáld, að eiginlega séu
ádeilukvæöin miklu lakari en hin
— þau sem fjalla um náttúru og
ástir og trega. Slikur tónn var
einmitt sleginn i nýlegu skrifi
Jóhanns Hjálmarssonar I
Morgunblaöinu um ljóðasafn
Jóhannesar. Allt þetta fer saman
við háværan almennan lofsöng
um listgildi verka þjóðskáldsins.
Manni verður hugsað til ummæla
Helge Krogs um aldarafmæli
Ibsens: ,,Nú fór ekki ósvipaö og
fyrir um það bil hundrað árum.
Þá var naumast hægt að koma
auga á Ibsen I öllum púður-
reyknum frá strlðinu gegn
honum. Nú grillti varla á hinn
raunverulega Ibsen fyrir svæl-
unni af öllu þvi reykelsi sem
brennt var honum til dýrðar.”
Sameign og
séreign
Aftan á kápu hinnar nýju út-
gáfu Þyrna er ágæt athugasemd
frá Kristjáni Karlssyni. Hann
segir á þá leið, að ádeilukvæöi
Þorsteins Erlingssonar hafi verið
nýr skáldskapur á Islandi þegar
þau komu fram. Veriö geti að nú
taki menn ljóðræn kvæöi hans
fram yfir þau, en þau „eru
óaöskiljanleg hinum og áhrifa-
meiri vegna þeirra”. Það er ekki
nema rétt, aö ádeilu- og baráttu-
kvæðum er oft torsóttari leið til
langlifis en kvæðum sem ort eru i
öðrum tóntegundum, þótt ekki sé
nema vegna þess að þau eru
bundnari stað og stund, breyti-
legum aöstæðum. En það er
einnig rétt, að það er ekki rétt að
hólfa skáld I sundur, afstaða þess
til valds, ranglætis og réttlætis-
vonar hvers tima setur sinn svip á
ættjarðarljóð þess, náttúru-
hyllingu og einkamálakvæði.
En þótt það sé hæðin iðja að
hólfa skáld I sundur, skera af þeim
óþægilega parta, þá ber þess að
gæta að ill er þessi iðja fyrst og
fremst, ef hún er gerð I nafni
þokukenndrar óhlutdrægni, sem i
reynd er stefnt gegn áhrifamætti
skáldanna. Er ekki eins gott að
játa, að það sé ekki einu sinni
æskilegt, að verk skálda, sem
tóku einarða afstöðu til brýnustu
mannlegra vandamála þá og nú,
séu talin einhver hlutlaus
„sameign” þjóðarinnar? (Var
„umdeildur” er nú „sameign”).
Verk stórskálda eru aðeins að þvi
leyti sameign, að við höfum öll
aðgang að þeim, við getum öll
notið þeirra og prófað reynslu
þeirra á sjálfum okkur — en hver
á sinn hátt. Þvi er ádrepa Þor-
steins og Jóhannessar á auð-
valdið nákomnari hinu rauða liði
hvers tima en borgaralega
þenkjandi fólki. Rétt eins og það
Jóhannes úr Ktttlum: Vertar
þjóðskáld að „lamelgn”?
Guðmundur Bttðvaraseu: Ná vK-
um vð hvernig af stað var farið.
Guðmundur Hagalin: Hetjusaga
einkaframtaksins.
er ekki ástæða til að hafa neitt á
- móti þvi, aö þeir sem nú aðhyllast
herskáa einstaklingshyggju og
„lykil hins gullna gjalds”, telji
sér margt úr skáldskap Einars
Benediktssonar sérstaklega til
tekna, þeim er það ekki of gott.
Með þessu móti lifa horfin skáld
sterkara lifi I nútimanum. Hitt er
svo annað mál, að eðlilegt
framhaldsllf boðskapar I ljóðum
þarf ekki að leiða til þess að menn
hljóti heim bókmennta I huga sér
með háum múrum. Fáir skrifuðu
af meiri hrifningu um Einar
Benediktsson en kommúnistinn
Kristinn E. Andrésson.
Annars vængir
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
unniö þarft verk undanfarin ár,
gefiö út þrjú bindi af ritsafni Guð-
mundar skálds Böðvarssonar.
Byrjað var á óbundnu máli, en
með fjórða bindi hefst ljóðasafn.
Þar fer greinargóður formáli
Sverris Hólmarssonar, hlýlegt
ávarp Guðmundar sjálfs, þar eru
tvær fyrstu bækur hans, Kyssti
mig sól og Hin hvltu skip, og svo
syrpa sem við áður ekki þekktum,
Ljóðæska, 26 kvæði sem áður hafa
ekki komið á prent eða ekki á bók.
Það þarf ekki að fjölyrða um
það hvilíkur fengur er að æsku-
ljóöum þjóðskálds á borð við Guð-
mund. Er þar skemmst frá að
segja að þessi „olnbogabörn”
sem Guðmundur kallar svo eru
mörg af þeirri kunnáttu og þroska
smiðuð, að varla hefði nokkur
nýliöi annar en Guðmundur haft
siðferðisþrek til að visa þeim frá
þegar hann valdi I fyrstu bækur
sinar.
Þarna eru kátleg kvæði um
bibliuminni eins og lengi hefur
verið siður að yrkja á Islandi,
rammþjóðlegt draugakvæði, til-
brigði við þyrnirósustefið.
Skemmtilegast er að kynnast þvl,
hvernig þau stef fæddust sem
Guðmundur siðar vann úr með
miklum ágætum. Þegar I fyrsta
kvæöi syrpunnar, „Með luktum
augum”, er fjallað um þrá
mannsms „til fegurra marks en
hann náði”. „Or bréfi” lýsir á
mjög þroskaðan hátt þeirri tog-
streitu sem var svo rlk i Guð-
mundi — annarsvegar er þörf
fyrir draum, hugsjón:
Þvi mýkst er sú f jara sem fótur
vor steig ekki á hins vegar fer
efahyggja sem varar við blindri
trú á draum: Best er þeim sem
stlgur á land á sllkri strönd að
deyja á samri stund,
svo lokist þfn augu
fyrir ósigri þfnum.
I „Broti úr týndum brag” er
byrjaö að vara þá viö sem kjósa
sér afskiptaleysið I timanum,
sem vilja „fúna I friöi og ró, viö
mat og drykk og einlita daga’M
kvæðinu „A heimleið” er ort á
mjög hefðbundinn, rómantlskan,
tregablandinn hátt um glataða
æsku, um þann sem situr I sárri
sorg og hefur brennt sinn væng „i
drauma sinna eigin eldi”. Þetta
kvæði er alls ekki vel gert, en það
sérkennir mjög vel ungt skáld
sem er fjarri þvl að sökkva sér i
rómantiska og tillitslausa sjálfs-
meðaumkun:
en allra dýpst sú undin sveið
ef annars vængir brunnu um leiö.
Höfundur og
sögumaður
Ekki veit ég hvenær sú tíska
hófst á okkar öld að vanir rithöf-
undar tækju að sér að skrifa ævi-
sögur eftir frásögn viðkomandi
manna. En Guðmundur Hagalln
hefur allavega verið nokkuð
snemma á ferðinni og bækur hans
um Sæmund skipstjóra
Sæmundsson (Virkir dagar) og
Saga Eldeyjar-Hjalta, fengu
mjög lofsamleg ummæli þegar
þær komu út á fjóðra áratugnum.
Sigurður Nordal tekur svo djúpt i
árinni i formála að Hjaltasögu,
sem AB hefúr nú endurrpentað,
að þessi ævisaga verði jafnan tal-
in með hinum bestu sem skrifað-
ar hafa verið á islenska tungu.
Lestur bókarinnar freistar manns
nú oröiö varla til svo sterkra um-
mæla, en það getur lika stafað af
þvl, að ofvöxtur nokkur hljóp síð-
ar I þessa bókmenntagrein og þar
með fylgir viss leiði á öllu sam-
an. En sjálfsagt hefur það verið
áberandi framför, þegar dugandi
rithöfundar eins og Hagalín taka
að vinna úr óstýrilátu
minni sögumanna, frásögnin hef-
ur orðið markvissari og rismeiri
en I sjálfsævisögum upp og ofan.
Slðar komu svo snilldarverk eins
og Arna saga Þórarinssonar eftir
Þórberg, sem einnig var endurút-
gefin fyrir skömmu.
Kraftar og
refskapur
Margir ágætir sprettir eru I
þessari bók, lopinn er skynsam-
lega teygður, tlðarandinn lifir I
mörgum sérkennilegum uppá-
komum. Þetta er hetjusaga ein-
staklingshyggju, sem byggir á
kröftum, seiglu og refskap I
bland, stundum óvart spaugileg i
drýldni sinni.
Lesandinn furðar sig nú mest á
sljóleik þeim I landhelgismálum
sem þessi bók lýsir. Útgerðar-
garpurinn Hjalti Jónsson bregst
svo við, þegar erlendir togarar
skrapa botninn á miðum Suður-
nesjamanna, að hann verður
fyrstur manna til að snlkja af
þeim fisk (fyrir brennivln) sem
þeir ætla að henda, rýfur sam-
stöðu Hafnarmanna sem ætluðu
að sýna af sér nokkra reisn gagn-
vart þessum ránskap og þykist
meira að segja góður af. Varla
verður vart neinnar gremju yfir
þessu skrapi togara upp við land-
steina, heldur er þankinn við það
eitt bundinn, að koma sér sem
fyrst I aðstöðu til sömu rányrkju
sjálfur, helst innan þeirrar aumu
þriggja milna landhelgi, sem þá
var. Hinu er svo ekki að neita, að
miklu er Hjaltatýpan bragðmeiri
en þeir sléttgreiddu, lögfróðu
„framkvæmdamenn” sem nú
halda báðum höndum I pilsfald
rlkisforsjár um leið og þeir hafa
hátt um að þeir séu hið sanna
einkaframtak.
Landið og
skáldin
Ljóðasafniö „Til landsins”
geymir kvæði sem svotil öll hafa
áður komiö á bók — þar vill Jó-
hann Hjálmarsson með 34 ljóðum
17 nútimaskálda sýna, hvernig
háttaö er sambandi lands og
skálda nú um stundir.
Þaö er ekki nema rétt hjá Jó-
hanni, að „náin tengsl viö náttúr-
una” eru eitt sterkasta einkenni
Islensks skáldskapar nú sem fyrr
— og því af miklu að taka. Jóhann
segir einnig I formála að „Enda
þótt flest ljóðin I bókinni lýsi inni-
leik, sem skapast milli manns og
náttúru, nánu og hjartfólgnu
trúnaöarsambandi, er umheim-
urinn með vandamál sin og kröf-
ur aldrei fjarri”. Sjálfur tekur
hann þá stefnu fyrst og fremst I
vali slnu að sýna fyrst og fremst
„innileikann”. I safninu fer mest
fyrir þeim kvæðum, sem sýna
fagnaöarrlka samfundi við nátt-
úruna, rekja minningar um land-
ið, gjarna úr bernsku, eða þá fela
I sér spurn um stað og stund,
mildan trega, söknuö. Miklu
minna fer hinsvegar fyr-
ir,,vandamálunum”. Þau kvæði
sem fylgja og minna á ugg þann,
sem vakir I mörgu skáldi um nú-
tlö og framtiö fólks I landi, eru
strjálog þáaf mildari, angurvær-
ari teguna yfirleitt. Sársaukinn,
reiöin, hinir striðari tónar hafa
ekki verið boöin inn á þetta safn.
Með öðrum orðum: I þessu safni
er að finna margan góðan grip, en
þaö er full einhæft. Eins og rit-
stjórinn segir I formála sinum:
Þetta er persónulegt val.
A.B.