Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1974. Frá því var skýrt hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu að gerð hafi verið könnun á hassneyslu ungra reykvíkinga á aldr- inum 18—24 ára og kom í ijós að 23,9% aðspurðra (eða freginna einsog sagt er í könnuninni) hafi prófað efnið, þar af tæp- ur helmingur 10 sinnum eða oftar. Könnun þessi var gerð af Þórunni Friðriksdóttur og var lokaritgerð hennar til BA-prófs í félagsfræð- um. Frumkvæðið að gerð hennar kom frá Æsku- lýðssambandi Islands. Leiðbeinendur Þórunnar við rannsóknina voru þau Þorbjörn Broddason lekt- or og Hildigunnur ólafs- dóttir afbrotafræðingur sem bæði kenna við námsbraut i almennum Hér sést cannabis I nokkrum gerbum. Lengst til vinstri er glas meö söxuöu marijúhana, eöa grasi eins og neytendur nefna þaö gjarnan. t litla glasinu eru marijúhanafræ, þá marijúhanaslgarettur, „joints”, og loks hassplata. 23,9% hafa reynt það en almenningur telur það hættulegra en morfín þjóðfélagsfræðum við Hl. Við gáfum ádrátt um aðdýpra yrði kafaðofan í þessa skýrslu en tóm gafst til i stuttri frétt og skal nú staðið við það. I inngangi skýrslu Þórunnar er rætt um hina ýmsu vimugjafa, tegundir og útbreiðslu. Þar segir að ekki sé vitað hve lengi mann- kynið hafi notað slik efni en það hafi þó átt sér stað um þúsundir ára. 1 upphafi var notkun þeirra einkum tengd trúarathöfnum en það hafi þó ekki verið algilt. Notkun vimugjafa hefur verið mjög breytileg eftir menningar- svæðum: Evrópa svalg i sig brennivin meðan asiubúar reyktu ópium, i Afriku og vissum hlutum Ameriku neyttu menn cannabis (sem er samheiti yfir hass og marijúhana) og i öðrum hlutum Suður-Ameriku tuggðu menn kókain. Skýrt er frá gamalli munn- mælasögu af suöur-ameriskum uppruna þar sem segir að sólguð- inn sem stofnaði Inkarikið hafi gefiö mönnunum kókainið til að metta hina svöngu, gefa veik- byggðum kraft og láta hinn ó- hamingjusama gleyma eymd sinni. Aðurnefnd skipting i menn- ingarsvæði hefur þó riölast mjög á þessari öid, einkum hér i Norðurálfu. Ungt fólk hefur gefist upp á að leita til áfengisins ef illa horfir og taliö það svæfandi og sljóvgandi. „Það vill efni sem vikka út sjálfsvitundina og auka þekkingu þess á sjálfu sér og hinu innra llfi” eins og Þórunn segir. Síöan gerir hún grein fyrir helstu efnunum sem unga fólkið leitaði til. Fyrir utan cannabis nefnir hún peyote sem indjánar notuðu mikið, teonanacatl sem aztekar neyttu og meskalin en þessi efni eru öll unnin úr svepp- um, þ.e. eru náttúruleg efni. Til- búin efni séu hins vegar LSD og STP sem eru mun sterkari of- skynjunarlyf. Þau tvö síðast- nefndu eru skilgetin afkvæmi vis- indanna og voru bæði fundin upp á þessari öld. Þvi næst rekur Þórunn sögu- Blaöaö í skýrslu Þórunnar Friöriks- dóttur um cannabis- neyslu ungs fólks í Reykjavík lega þróun cannabis og LSD og er óþarft að fara út i þá sálma hér. Hvaö er fíkn? Næsti kafli er hins vegar mun forvitnilegri en hann fjallar um það hvort þessi tvö efni valdi á- vana eða fikn, þoli eöa fráh.varfi. Ekki hafa menn veriö á eitt sáttir um hvernig bæri að skilgreina þessi hugtök en eru þó sammála um að skipta megi ávana i þrjá flokka: Likamlegur ávani lýsir sér i þvi að neytandi efnanna verður háður þeim llkamlega og likami hans aðlagar sig þeim þannig að ef neyslu efnanna er hætt koma i ijós fráhvarfseinkenni, þ.e. lik- amleg vanliðan af ýmsu tagi. Andlegur ávani iýsir sér í þvi að neytandinn verður andlega háöur efnunum og ef hann fær þau ekki koma i ljós fráhvarfseinkenni sem lýsa sér I eirðarleysi, bráð- lyndi, innri óró og þunglyndi. Er oft erfiðara að vinna bug á þess- um einkennum en likamlegum. Félagslegur ávani gerir mest vart við sig meðal ungra neyt- enda efnanna þar sem neysla þeirra er mest iðkuð i hóp, þ.e. er nokkurs konar hópathöfn. Neyt- andinn verður háður hópnum og á erfitt með að slita tengsl sin við hann. Oft reynist þetta erfiðara þvi neytandinn hefur ekki mynd- að nein tengsl við aðra hópa og á þvi enga valkosti nema hópinn og einveruna. Þolmyndun er þannig háttað aö mörg þeirra efna sem valda á- vana mynda þol, þ.e. að stöðugt þarf að auka skammtinn til að ná sömu áhrifum. Þetta gerist þó ekki með öll efni. Til dæmis er lítil sem engin tilhneiging til þess að auka skammtinn af cannabis en LSD myndar þol nokkuð fljótt en það hverfur einnig aftur mjög fljótt þannig að eftir nokkurra daga stöðuga notkun hverfa áhrif þess. Ávanamyndun þessara tveggja efna er mjög umdeild en engin sönnun hefur fundist fyrir þyi að þau valdi likamlegum ávana eða að likamleg fráhvarfseinkenni geri vart við sig er neyslu er hætt. Hins vegar getur cannabis leitt til andlegs ávana að þvl leyti að eftir stöðuga langvarandi notkun er hægt að verða háður þvi sem vimugjafa. Félagslegur ávani er nokkuð algengur viö neyslu beggja efnanna. Eykur það sem fyrir er Næst fjallar Þórunn um aðferð- ir við neyslu efnanna og sleppum við þeim kafla en grlpum hins vegar niður þar sem rætt er um á- hrif þeirra. Skemmst frá að segja eru þau mjög einstaklingsbundin og breytileg frá einu skipti til annars. Ahrif cannabis geta jafnt verið mikil málgleði, kátína sem þau að fólk steinþegi og hverfi inn i sjálft sig. Sjón- og heyrnar- skynjun breytist og eykst og einn- ig geta áhrifin oröið óþægileg: ó- ró, hræðsla, ruglingur og jafnvel ofskynjanir. „Almennt má segja að efnið auki það sálarástand sem fyrir er”. Mikið hefur verið bollalagt um tengsl cannabis og afbrota. Þór- unn vitnar til rannsóknar sem gerð var i Bandarikjunum á þessu og leiddi til þeirrar niður- stööu að engin orsakatengsl væru á milli neyslu þess og afbrota, hvorki kynferðislegra né ann- arra, þótt neysla og afbrot geti farið saman. Lítil kynskipting i neyslu Þá er komið að sjálfri könnun- inni. Fyrst kannaði Þórunn hver hefðu verið afskipti og reynsla ýmissa stofnana hér á landi af cannabis og LSD og rekur dóma sem falliö hafa út af neyslu eða dreifingu efnanna. Þá var tekið slembiúrtak og 300 manns á aldrinum 18, 20, 22 og 24 ára i Reykjavík valin af handa- hófi úr Ibúaskrá. Er það nálægt þvi að vera 20. hver maður I hverjum árgangi. Akveðið var aö semja spurningalista sem siðan var farið með heim til þeirra sem valdir höfðu verið og þeir beðnir að svara strax. Ekki náðist til allra þeirra sem valdir voru og féllu af ýmsum ástæðum 66 úr. Þá voru eftir 234 og til þeirra náði könnunin. Var hún gerð á siðari hluta ársins 1973 og fyrri hluta þessa árs. Alls höfðu 56 freginna, eða 23,9%, reynt cannabis einu sinni eða oftar, 6 eða 2.6% höfðu reynt LSD og 10 eitthvað annaö en cannabis, LSD eða áfengi. Þessi hópur er svo I skýrslunni nefndur „neytendur” en bent á aö það sé ekki nákvæmt þar sem i þann hóp falli allir sem reynt hafa efnið, hvort sem það er einu sinni eða 100 sinnum. Venjulega er talað um að neytendur séu þeir sem neyti cannabis fjórum sinnum i mánuði eða oftar, hinir eru kall- aðir prófendur eða fiktendur. Neytendurnir skiptast nokkuð jafnt eftir kynjum, karlar hafa þó Ivið hærra hlutfall, 25,4%, en kon- ur 22.5%. Flestir úr kjarnaf jölskyldum Þá er spurt um heimilisástæður neytendanna og þar kemur ýmis- legtforvitnilegt i ljós. Hæsta hlut- fall hafa þeir sem búa með báðum foreldrum, 31.4%, en þeir sem búa með öðru, þ.e. eru frá svo- nefndum „rofnum heimilum”, eru 22.2%, þeir sem búa i sambúð eru 16.7% og þeir sem búa einir eða með öörum eru 23.1%. Þetta stingur mjög I stúf við erlendar kannanir eins og t.d. þá sem gerð var i Osló áriö 1969. t henni kom fram að þeir sem búa með öðru foreldri hafa allt að helmingi hærri neysluprósentu en þeir sem búa með báðum. t könnun Þór- unnar kemur einnig fram að skilnaður foreldra virðist lltil á- hrif hafa á neysluna. Kannað var hvort þjóðfélagsleg staða föður hefði einhver áhrif á neysluna. Var unnin upp starfs- greinaskipting sem greindi starfsgreinar i þrjá flokka og var meira tillit tekið til menntunar en tekna. 22% neytenda áttu föður i þriðju og lægstu stöðu, 25.3% i annarri stöðu og 25.5% i fyrstu stöðu þannig að neyslan virðist ekki ráðast svo mjög af stöðu föð- ur. Athugaö var hvort útivinna eða heimavinna móður hefði áhrif á hlutfall neytenda og kom i ljós að mæður 19 unnu úti en mæður 35 voru heimavinnandi. Af þessu dregur Þórunn þá ályktun að fleiri komi frá hinni hefðbundnu kjarnafjölskyldu þar sem móðirin vinnur eingöngu á heimilinu held-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.