Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.12.1974, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. desember 1*74. Lofsveröur áhugi Með miklum meirihluta kusu ibúar Burwood, einnar útborgar Sidney i Astraliu, borgarstjóra sinn áfram næsta timabil. Það hafði hinsvegar farið framhjá hinum tryggu kjósendum, að borgarstjórinn hafði látist fyrir tveim vikum. Og seint reyndist að taka nafn hans útaf kjörseðlinum. Dagblað i Sidney lýsir þessu atviki sem „lofsverðu dæmi um áhuga hins almenna borgara á málefnum sveitarfélags sins”. Listáhugi Jackie Onassis gerði sér ferð til Brooklyn Museum þar sem vinur hennar einn, listamaðurinn Andy Warhol, sýndi nýjustu verk sin. A eftir var Andy spurður, hvort Jackie hefði haft áhuga á ein- hverju sérst.öku verkanna. -j- Nei, hún spurði allan timann umjvinkonu mina, Elizabeth Tay- lor', fötin hennar, snyrtivörurnar og ástarævintýrin. Dýrari Bandariski liffræðingurinn dr. Donald Forman við rikissjúkra- húsið i Evanston Illinois hefur reiknað út, að manneskjan hafi hækkað mikið i verði vegna verð- hækkana á ýmsum ólifrænum efnum sem i likama hennar eru. Samkvæmt þvi er verðmæti 70 kilóa manneskju nú um 5,6 dollar- ar, en var 1936 aðeins 98 cent. Síðbúin rukkun á áheiti Þegar James Henderson sóknarprestur i Kingstown, Eng- landi, lét af störfum, 78 ára gam- all, afhenti hann eftirmanni sin-, um i prestsembættinu bréf frá einu sóknarbarnanna, sem hafði verið skrifað fyrir 18 árum. í bréfinu stóð: Ég lýsi þvi hér- með yfir, að ég mun með ánægju gefa kirkjunni 1000 pund þegar þér eruð farnir frá. Leiðrétting Nokkrar villur slæddust inni ljóð Magnúsar Jóhannssonar, Litil frásögn af lærðum manni, I siðasta sunnudagsblaði Þjóð- viljans, 8. des., og biðjum við bæði hann og lesendur afsökunar á þeim mistökum. Siðasta lina fyrsta erindis á að vera svohljóðandi: sáu þá stjörnur „guðs um grein” (en ekki „guðs i geim”). Siðasta orð þriðja erindis er sér en ekki hér, þe.: aðra fjendur að finna sér. Þá hófu þeir sem ort er um náttúr- lega málsókn, en ekki másókn, og loks 9. erindis er rétt: Arka svo | allir saman/ — ýmsir henda að gaman/ i grafhýsiö siðan glutra þvi. Er safnari í fjölskyldunni? Þá býöst þér sérstakt tækifæri í ár. Þú getur gefiö honum mynt af sérunninni sláttu (proof coins) í jólagjöf. Tvo silfurpeninga ^ 925 1000 aö skírleika (sterling silfur). f K Mynt þessi er gefin H út í tilefni af 1100 ára : -Bj afmæli byggöar á íslandi, og er hún enn fáanleg hjá 1 ^ bönkum, sparisjóöum og \ helstu myntsölum. Verö peninganna í f gjafaöskju er kr. 4.000.- SEÐLABANKI ÍSLANDS H AFN ARSTRÆTI 10 1000 kr. 500 kr. Bakhliö JA AUÐVITAÐ KEA .. NIÐURSDÐUVORUR Handhægar, Ijúffengar og bragðgóðar. Matargerðin tekur aðeins 10 mínútur. Veljið uni 12 mismunandi úrvals tegundir fyrir heimilið og í ferðanestið. Heildsölubirgðir: Birgðastöð SÍS. Eggert Kristjánsson & Co. HF. K.K )I It)NAI)ARSI(H) HAPPDRÆTTI ÞJÚDVIIJANS 19/4 Gerið skil strax í dag /----------\ Dregið verður á Þorláks- messu v__________/ Þröstur Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.