Þjóðviljinn - 05.01.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Síða 4
4 StQA — ÞJÓÐVILJINN* Sunnudagur 5. janúar 1975. DWÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 llnur) SvavarGestsson Prentun: Blaöaprent h.f. ÞEIR VILDU HALLA SÉR TIL HÆGRI Talsmenn Framsóknarflokksins hafa mjög átt i vök að verjast á undanförnum vikum og mánuðum við að réttlæta þátt foringja flokksins i þvi að brjóta helstu fé- sýsluöflum þjóðfélagsins leið til valda. 1 Timanum hefur þvi jafnan verið haldið fram, að Framsóknarflokkurinn hafi eiginlega neyðst til að afhenda foringjum Sjálfstæðisflokksins stjórnartaumana, þar sem enginn annar möguleiki á stjórnarmyndun hafi verið fyrir hendi. 1 nauðvörn sinni við að telja vinstra fólki trú um þessa bábiljuhefur Þórarinn Þórarins- son, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins löngum reynt að rangtúlka og slita úr samhengi ummæli, sem Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins lét falla á sinum tima um takmarkaðan áhuga Gylfa Þ. Gislasonar, þáverandi for- manns Alþýðuflokksins á stuðningi við vinstri stjórn. Með þessu hefur Þórarinn viljað hvitþvo Framsóknarflokkinn af allri sök á þvi, að hafa hafnað vinstra samstarfi en hlaupið upp i sængina hjá ihaldinu. Ragnar Arnalds fjallar i áramótagrein sinni, sem birtist hér i Þjóðviljanum á gamlársdag m.a. um stjórnarmyndunar- tilraunirnar, sem fram fóru i sumar, og segir þar m.a.: „Alþýðuflokkurinn átti að fá að velja á milli hægri og vinstri. Ef flokkurinn reyndist ekki tilleiðanlegur að ganga inn i vinstri stjórn, átti að láta reyna á það hvort hann styddi ekki minnihluta stjórn. Það hefði flokkurinn vafalaust gert — ella hefði komið til nýrra kosninga — og ekkert óttuðust Alþýðuflokksmenn meira en að verða þurrkaðir út af þingi i nýjum kosn- ingum. Ef ákveðinn vilji hefði verið fyrir hendi hjá fráfarandi stjórnarflokkum þremur að gefast ekki upp á vinstra samstarfi, meðan enn var nokkur von, hefði að sjálf- sögðu verið haldið þannig á málum. En það var ekki gert. Forystumenn Fram- sóknar voru bersýnilega komnir i aðrar hugleiðingar að kosningum loknum og miðuðu allar gerðir slnar fyrst og fremst við það, að opna leiðir til hægri.þegar samningaviðræður um stjórnarmyndun hófust, reyndust þeir Framsóknarmenn óvenjulega stifir og ósveigjanlegir i flest- um málum, öfugt við það, sem verið hafði þremur árum áður. Alvarlegast var, að þeir hlupu strax frá stefnu fráfarandi stjórnar i tveimur mikilvægum mála- flokkum, landhelgismálinu og herstöðva- málinu, og stilltu sér upp við hlið Alþýðu- flokksmanna gegn fyrri bandamönnum, Alþýðubandalaginu og Samtökunum. — Undansláttarstefna Alþýðuflokksins i landhelgismálinu var nú orðin stefna Framsóknarflokksins, — það mátti ekki útiloka, að samningurinn við Breta yrði framlengdur, eða að gerður yrði nýr samningur við Vestur-Þjóðverja, og ekk- ert ákveðið mátti segja um útfærslu land- helginnar i 200 milur. í herstöðvamálinu lögðu þeir Einar Agústsson og Benedikt Gröndal fram sameiginlega tillögu, sem miðuð var við óskir Alþýðuflokksins. Þessi afstaða Framsóknar i viðræðun- um auðveldaði Gylfa, að ná aftur tökum á flokksstjórn Alþýðuflokksins, og við samningaborðið lagði Gylfi eins lítið til málanna og hugsast gat, með tilvisun til þess, að ágreiningurinn væri mestur milli hinna flokkanna þriggja, en beið hins veg- ar eftir þvi einu, að fá tilefni til að sigla þessum viðræðum i strand. Og ekki leið á löngu þar til ólafur Jóhannesson rétti hon- um tilefnið á silfurfati.” Siðar segir Ragnar: „Vitað er að hægri öflin I Framsókn, bæði forystuliðið i SÍS og ýmsir ákafir stuðningsmenn áframhaldandi hersetu, ,höfðu lagt hart að forystumönnum flokks- ins að söðla um til hægri. Enda þótt flokks forystan teldi sér skylt að kanna fyrst af öllu, hvaða möguleikar væru á endur- nýjuðu vinstra samstarfi, þá var stefna strax tekin á hægri stjórn. Einmitt þess vegna var haldið á málum, eins og fyrr var lýst, af hálfu forystumanna Fram- sóknar i viðræðum um vinstri stjórn, að þeir vildu eiga sem auðveldast með að halla sér til hægri, þegar búið væri með hæfilega löngu samningaþjarki að gera út af við vonir kjósenda um áframhaldandi vinstri samvinnu. Við Alþýðubandalagsmenn sáum sem sagt ekki mikið af þessum margfræga sveigjanleika Framsóknar i viðræðunum i sumar. En þegar samningar um hægri stjórn hófust, kom á daginn, að Framsókn var siður en svo búin að glata þessum eiginleika. Samkomulag um málefna- samning Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins tókst á aðeins tveimur dögum, enda var hann i meginatriðum miðaður við óskir annars aðilans, Sjálfstæðisflokksins, en eftir það var svo togast á um ráðherrastólana I rúma viku.” Eins og hér hefur verið vitnað til dregur Ragnar Arnalds i áramótagrein sinni upp mjög skýra mynd af óheilindum Fram- sóknarforingjanna við tilraunir til mynd- unar vinstri stjórnar I sumar. Sú mynd hefur siðan verið staðfest með verkum rikisstjórnarinnar, sem Framsókn ber fulla ábyrgð á til jafns við Sjálfstæðis- flokkinn. Þá mynd þarf allt félagshyggjufólk, að festa sér vel i minni. Tennurnar eru höggnar af fllnum meöexi. Veröiö hefur sautjánfaldast á skömmum tlma. Fflabeinsbirgöir f Mombasa sem geröar hafa veriö upptœkar hjá veiöiþjófum. Fílamorð í Austur-Afríku Þeir sem fylgst hafa meö fil- hæfni þeirra til aö sigrast á erf- um Austur-Afriku kunna marg- iöleikum, mæta nýjum aöstæö- ar sögur aö segja af furöulegri um i Hfsbaráttunni. En þessum Sex tonna risi er hæföur miiii augnanna og hnigur til jaröar. Margir I veiöiþjófar hafa vopn sem ekkert heyrist f. . sögum fækkar ört. Filaskoöarar finna ekki lengur vel skipulagö- ar hjaröir, heldur veröa þeir I æ rikari mæli varir viö tauga- veiklun og sundurþykkju meöal þessara frægu dýra. Hnignunin á sér þá útskýr- ingu, aö nú um hriö og þó sér- staklega á tveim árum hafa veiöiþjófar gerst mjög frekir til fjörs fila. Nefna má sem dæmi, ,aö á einum degi aðeins fundu eftirlitsmenn eins af þjóögörö- um Tansaniu, Tsavo, 25 dauða fila. Og þegar þeir strax á eftir geröu þjófaleit i nálægum þorp- um fundu þeir 286 filatennur — og gera ekki ráö fyrir þvi aö hafa fundiö nema tiunda hlut- ann af feng veiöiþjófa þar um slóöir i þann tima. Þegar um aldamót höföu hvit- ir veiöimenn útrýmt stórum hjöröum fila. Nú hafa afriku- menn sjálfir tékiö viö. Þeir hafa margir riffla úr einhverju af ó- teljandi úreltum vopnabúrum heimsins. En sumir hafa eftir óþekktum leiöum fengiö full- kominn útbúnaö erlendis frá — hljóölausar byssur sem aöeins svæfa fflana og yekja ekki at- hygli eftirliismanna. Siöan er gengiö aö filunum þar sem þeir liggja i dái og unniö á þeim með öxum. Veiðiþjófarnir leggjast helst á stærstu dýrin, þvi af þeim er mest filabein aö hafa. Þaö sem rekur þá áfram er að sjálfsögöu gróöavon — á skömmum tima hefur verö á filabeini sautján- faldast i heimi sem er þreyttur orðinn á gerviefnum og snýr sér i auknum mæli að þvi sem er „ekta”. Þar með er hægt aö fá um hálfa miljón króna fyrir tennur úr stórum fII. Og það eru einmitt slikir filar sem viö eðli- legar aðstæöur taka forystu i hjöröinni. Hlutverkaskipting i fílahjörð er flókin. Forystufill og sá sem siöast fer, ákveöa stefnu og hraöa sem hjörðin tekur á ferö sinni um beitilönd. 1 miðjum hópnum eru svonefndir ,,ró- andi” filar, sem taka að sér leiðsögn fyrir áhyggjulausu og fákunnandi ungviðin og taka við hættumerkjum frá forystufíl og þeim sem lestina rekur. Þegar hættumerkin koma bera ,,ró- andi” filar þau áfram til ungfil- anna og ákveða hvert flýja skuli. Svonefndir „skógarhöggsfil- ar”, sérfræöingar ágætir i sinu fagi, fella tré þau sem hópurinn þarf sér til framfæris. Mikið og traust samband er meðal eldri og yngri fila I hjörö sem hefur þróast viö eölileg skilyröi. En þegar moröæöi manna rýfur þessi bönd kemst ringulreiö á allan hópinn. Friö- samleg „óbreytt” dýr taka að fella tré I grið og erg i meining- arlausu æöi og þar meö spilla landinu. Og ef aö ekki tekst að finna nýja foringja flakkar hjöröin áfram um i einhverju ráöleysi og samhengisleysi. Við eölilegar aöstæöur deyja um 30% ffla áöur en þeir nái fimm ára aldri. En sérfræöingar telja sig vissa um aö dánartalan fari upp i 60% þegar búiö er að skjóta þau dýr sem venjulega fara með forystuna. Fílum hnignar ört þegar þeir sterkustu og reyndustu eru af velli lagðir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.