Þjóðviljinn - 05.01.1975, Side 5
Sunnudagur 5. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
MAGNÚS KJARTANSSON
Þúsund miljónir króna
í frosthörkum og illviðrum i
vetur hefur enn einu sinni sannazt
hversu veikt raforkukerfi okkar
er í flestum landshlutum. Þar eru
að verki náttúruhamfarir sem
seint mun takast að koma i veg
fyrir, og litil orkuframleiðsla og
rennslisvirkjanir sem bregðast
ævinlega þegar verst gegnir. Og
þá kemur upp sú freisting að
kenna einhverjum um; ófáar
eru þær greinar sem birzt hafa i
málgögnum Sjálfstæðisflokksins
og telja vinstristjórnina bera á-
byrgð á öllum örðugleikum i raf-
orkumálum. Ég geymi mjög
vandlega samþykkt sem Sam-
band ungra Sjálfstæöismanna
geröi fyrir rúmuári þess efnis að
öll vandkvæði i raforkumálum
væru Magnúsi Kjartanssym að
kenna!
Allir þeir sem eitthvað hugsa
gera sér þó ljóst að framkvæmd-
ir I raforkumálum eru tima-
frek verkefni: alllangt árabil
liður ævinlega frá þvi að
ákvarðanir eru teknar og þar til
þær hafa breytzt i veruleika.
Þvi vill það einatt verða
svo að rikisstjórn uppsker það
eitt á sviði raforkumála sem
sáð hafði verið til i tið fyrirrenn-
ara hennar. 1 tið vinstristjórnar-
innar tók aðeins ein ný virkjun til
starfa, vegna þess að viðreisnar-
stjórnin hafði ekki hafizt handa
um neinar aðrar framkvæmdir.
Þessi eina framkvæmd var
Laxárvirkjun, sem skuldbundin
hafði verið þremur vikum áður en
vinstristjórnin tók við — og þarf
ég ekki að rifja upp hversu skyn-
samleg og hagkvæm sú ákvörðun
hefur reynzt. En þar með er arfur
viðreisnarstjórnarinnar á þessu
sviði upptalinn. í ár mun Gunnar
Thoroddsen hins vegar eiga þess
kost að vigja Lagarfossvirkjun á
Austfjörðum og Mjólkárvirkjun
II á Vestfjörðum. Endist rikis-
stjórnin fram á næsta ár mun
hann eiga þess kost að vigja Sig-
ölduvirkjun. Og þrauki rikis-
stjórnin út kjörtlmabilið mun
hann einnig hreppa það ánægju-
lega hlutskipti að vígja Kröflu-
virkjun. Samtals jafngilda þessar
virkjanir, sem vinstristjórnin bar
hitann og þungann af eða tók á-
kvarðanir um, heilli Búrfells-
virkjun. Þá eru ótaldar fram-
kvæmdir eins og miðlunin mikla i
Þórisvatni sem hefur stóraukið
öryggi Búrfellsvirkjunar, sveita-
rafvæðingin, stofnllna sem tengir
saman Noröurlandssvæðin, stofn-
lína sem tengir Snæfellsnes við
Landsvirkjunarsvæðið, og stófn-
linan sem tengir saman Norður-
land og Suðurland og verður ekki
stöðvuð þótt núverandi rikis-
stjórn hafi þvi miður tafið
framkvæmdir við hana frá þvi I
september I haust. Umskiptin
sem urðu i tið vinstristjórnarinn-
ar má marka af þvi að á siðasta
heila viðreisnarárinu voru rúmar
300 miljónir króna ætlaðar til
orkumála á fjárlögum og i
framkvæmdaáætlun, en i fyrra
var hliðstæð upphæð hálfur annar
miljarður. Allar munu þessar
stórauknu framkvæmdir valda
miklum umskiptum, þegar þær
koma i gagniö. Og þá mun trúlega
ekki standa á Morgunblaðinu að
færa Gunnari Thoroddsen verð-
ugar þakkir fyrir mikla athafna-
semi — gagnstætt framtaksleysi
fyrirrennara hans.
Samningurinn
frá 1966
Það er margskonar arfur sem
viö sitjum uppi meö. Menn mega
til að mynda ekki gleyma þvi
að þótt orkuskortur sé i mörg-
um landshlutum eiga lands-
menn þess ekki kost aö
kaupa nema tæpan helming
þeirrar raforku sem þeir
framleiða þó sjálfir! Arið 1966
gerði viðreisnarstjórnin samning
við svissneska auðhringinn
Alusuisse og heimilaði honum að
koma upp alerlendri álbræðslu
hérlendis, og var hún undanþegin
Islenzkum lögum og Islenzkum
dómstólum. Jafnframt var gerð-
ur samningur um að álbræöslan
fengi tvo þriðju hluta af öllu afli
Búrfellsvirkjunar, rúman helm-
ing af allri þeirri raforku sem þá
var framleidd i landinu. Samið
var um afar lágt verð — tæpa 30
aura á kilóvattstund miðað við
núverandi gengi — og skyldi það
verðhaldast óbr. i dollurum allt
til ársins 1997 hvað svo sem gerð-
ist I orkumálum I heiminum.
Fróðlegt er að rifja upp nokkrar
þeirra fáránlegu röksemda sem
notaðar voru til þess að réttlæta
þennan samning-Þvi var haldið
fram að þá væru sfðustu forvöö að
koma orkulindum okkar i verð,
þvl að orkuverö myndi fara hrið-
lækkandi á ókomnum árum, bæði
verðá raforku frá kjarnastöðvum
og verð á oliu! Sagt var aö mjög
hagkvæmt væri að gera samning
um fast raforkuverð til ársins
1997 — þvi að þá bitnaði alþjóöleg
verðlækkun á orku ekki á okkur.
Og Islenzk stjórnarvöld lögðu á
það sérstaka áherzlu að Sviss-
lendingarnir yrðu að borga raf-
orkuna með dollurum — en ekki
með svissneskum frönkum eips
og þeir buðu sjálfir — en þaö
leiddi til þess að hrunið á gengi
dollarans bitnaði einhliða á okk-
ur. Allar þessar röksemdir sýndu
aö viðreisnarherrarnir högðuöu
sér eins og börn i samskiptum
við auðhringinn og virtust trúa
öllu sem þeim var sagt. Þeir
höföu einnig komið sér i þá að-
stöðu, að lán til Búrfellsvirkjunar
frá Alþjóðabankanum var bundið
þvi skilyrði að samið yröi við Alu-
suisse; og menn sem þannig hafa
látið festa sig i gapastokki eiga
ekki margra kosta völ.
Þegar alþingi samþykkti ein-
róma heimild til Búrfellsvirkjun-
ar var gert ráð fyrir þvi að Lax-
árvirkjun sameinaðist Lands-
virkjun og að lögð yröi stofnlína
milli Suðurlands og Norðurlands.
Þessi heimild alþingis var hins
vegar ekki hagnýtt og engin sam-
tenging framkvæmd. Ekki ætti að
þurfa að lýsa þvi frekar, að á-
standið I orkumálum á tslandi
væri annað og betra ef orkuveitu-
svæðin hefðu verið tengd saman
og ef landsmenn ættu nú kost á
þeirri raforku sem seld er ál-
bræöslunni fyrir smánarverð.
Miljarður á ári
Verðið sem álbræðslan greiddi
var þegar i upphafi undir fram-
leiðslukostnaðarverði og það þvi
fremur sem siðar þurfti að ráðast
i miðlunarframkvæmdir til þess
að tryggja Búrfellsvirkjun lág-
marksöryggi og leggja nýja
stofnlínu til Reykjavlkur. Þróun-
in slðan hefur sannað með hverju
nýju ári hversu hraksmánarlegur
þessi samningur var. Um það er
nú tiltækt mjög eftirminnilegt
dæmi.
A slðustu árum hefur verið
kannað hvort hagkvæmt væri að
koma upp járnblendiverksmiöju
herlendis, Islenzku fyrirtæki sem
lyti i einu og öllu islenzkum lögum
og islenzkum dómstólum, en
bandariski auðhringurinn Union
Carbide ætti minnihluta I. 1 þeim
samningsdrögum sem nú liggja
fyrir er reiknað með þvi að þetta
fyrirtæki greiði sem svarar 118
aurum fyrir kilóvattstundina af
forgangsorku og samt skili verk-
smiðjan góðum arði. Þetta er
semsé talið eðlilegt gangverð á
rafmagni til orkufreks iðnaðar á
þessu ári, og jafnframt eru i
samningsdrögunum ákvæði um
að raforkuverðið skuli fara stig-
hækkandi og verði endurskoðað
reglulega i samræmi við alþjóð-
lega þróun. Það sem nú er talið
eðlilegt gangverð á rafmagni til
orkufreks iðnaðar er ferfalt
hærra en það verð sem álbræðsl-
an greiðir og á að greiða fram til
ársins 1997. A siðasta ári mun ál-
bræöslan hafa greitt um 326
miljónir króna fyrir þá raforku
sem hún keypti frá Landsvirkjun.
Ef hún hefði greitt það sem nú er
talið sanngjarnt gangverð og for-
senda fyrir rekstri hugsanlegrar
járnblendiverksmiðju hefði
heildargreiöslan átt að vera 1304
miljónir króna. Mismunurinn er
tæpur miljarður króna á einu ein-
asta ári, miljarður sem hinn
erlendi auðhringur hiröir i arð og
flytur úr landi — þvl að álbræðsl-
an er erlent fyrirtæki og ábati
hennar verður ekki eftir i landinu.
Einn miljarður króna er ámóta
upphæð og það kostar að leggja
fullgilda stofnlínu milli Suður-
lands og Noirðurlands. Enginn
getur sagt um það hver þessi mis-
munur verður orðinn árið 1997, en
svo örar hækkanir virðast fyrir-
sjáanlegar á orkuverði að
heildartap okkar á þessum við-
skiptum verður taliö I mörgum
tugum miljarða áður en lýkur.
Talsmenn
auöhringsins
Haustið 1973 óskaði ég eftir við-
ræðum við forráðamenn
Alusuisse um þessi vandamál og
fór sá fundur fram i Sviss 6ta og 7-
unda september það ár. Ég gerði
þar grein fyrir þvi að ég teldi það
óhjákvæmilegt réttlætismál að
orkusölusamningurinn frá 1966
yrði endurskoðaður, þar sem for-
sendur væru gerbreyttar og þær
aðstæður sem taldar voru rétt-
læta samninginn hefðu ekki
reynzt I samræmi við veruleik-
ann. Máli minu var mjög fálega
tekið og I fyrstu neitað að ræða
hugsanlega endurskoðun — raf-
orkusölusamningurinn frá 1966
væri helgur dómur! Siðar var þó
fallizt á viðræður og fór einn slik-
ur umræðufundur fram snemma
á siðasta ári, en árangur varð
enginn.
Það sem torveldaði hvað mest
að unnt væri að halda á málstað
Islendinga I þessum viðræöum
var sú staðreynd að þeir Islenzkir
stjórnmálamenn sem gerðu orku-
sölusamninginn 1966 hafa til
þessa reynzt ófáanlegir til þess að
viðurkenna mistök sin; öllu held-
ur halda þeir þvi blákalt fram að
orkusölusamningurinn frá 1966 sé
enn mjög hagkvæmur- Islending-
um. Þannig hélt Ingólfur Jónsson,
fyrrverandi orkumálaráðherra,
langa lofgeröarræðu um samn-
inginn rétt áður en þingið fór i
jólaleyfi fyrir hálfum mánuði.
Það er ekki ónýtt fyrir viðsemj-
endur okkar að eiga þvilika tals-
menn inni á alþingi Islendinga.
Ég er þess þó fullviss að Ingólfur
Jónsson og félagar hans skilja og
vita hversu óhagkvæmur þessi
samningur er orðinn, en persónu-
legur hegómaskapur bannar
þeim ennþá að viðurkenna stað-
reyndir. Þeir mættu þó minnast
þess að það er mannlegt að
skjátlast, en stórmannlegt að
viðurkenna mistök sin.
Islendingar veröa að létta af sér
þeim klafa sem á þá var lagður
1966. Takist það ekki með sam-
komulagi við Alusuisse ber að
kanna aðrar leiðir. Vera má að
alþjóölegar reglur um „force
majeure” — óvænt og ófyrirsjá-
anleg atvik — geri okkur kleift að
rifta samningunum. Að öðrum
kosti ber að kanna hvort unnt sé
að þjóðnýta álbræðsluna, en til
þess þyrftum við að sjálfsögðu að
tryggja okkur hráefni og sölu á
framleiðslunni i samvinnu við
aöra.
Forgangs
verkefni
Orkukreppan viða um land er
afleiðing af ákvörðunum sem
teknar voru 1966, þegar rúmum
helmingi af framleiðslu okkar var
ráðstafað til erlendrar álbræðslu.
Ef gerbreytt stefnumörkun
vinstristjórnarinnar i orkumálum
leiðir til þess að hliðstæður samn-
ingur verður aldrei framar gerð-
ur, hefur unnizt sigur sem mark-
ar timamót i stjórnmálasögu
tslendinga. Okkar biður vissulega
það verkefni að nýta orkulindir
okkar til iðnaðarframleiðslu, sem
verði undir yfirráðum okkar og i
fyllsta samræmi við hagsmuni
okkar. Slik iðnþróunaráform
mega þó ekki rekast á þá brýnu
nauðsyn aö fullnægja daglegum
orkuþörfum almennings hvar-
vetna um land. Við verðum að
einbeita okkur að þvi verkefni á
næstu árum að nýta innlenda
orkugjafa i stað oliu og tryggja
landsmönnum öllum fullt jafn-
rétti á því sviði. Þvi stórvirki er
hægt að ljúka fyrir lok þessa ára-
tugs, ef við kunnum að raða verk-
efnum, tryggja fjármuni og
vinnuafl til slikra forgangs-
framkvæmda. A meðan lands-
menn skortir orku til daglegra
þarfa sinna getum við hins vegar
ekki ráðstafað henni til orku-
frekra iðnfyrirtækja, hversu hag-
kvæm sem þau kunnu að vera. En
við þurfum ekki að óttast að þau
tækifæri hlaupi frá okkur; orku-
lindirnar munu á ókomnum ára-
tugum verða æ traustari horn-
steinn undir islenzku samfélagi.