Þjóðviljinn - 05.01.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Page 7
Sunnudagur 5. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hver á þessi hrisgrjön? Rakkhi Bahini gæta hrisgrjónafarms, en fyrir hvern? Þaö er einmitt uppbygging þessara lifvaröarsveita sem mönnum stendur stuggur af og kemur mörgum i Dacca á þá skoöun aö Bangladesh sé með hverjum degi aö færast nær þvi aö gerast lögregluriki — en lög- regluriki meö þvi austurlanda- einkenni aö skortur á birkri skipulagningu kemur i veg fyrir aö „stóribróöir geti haft auga meö öllum.” Skriffinnska Þaö dregur og úr öllum mögu- leikum á virkri skipulagningu aö Bangladesh hefur tekið i arf öll verstu skriffinnskueinkenni bresku nýlendustjórnarinnar. Allar stofnanir, bæði á vegum hers og borgaralegra stjórnvalda þurfa aö samþykkja allar ákvaröanir, og þaö er alltaf svo, aö þaö er aöeins háttsettasti mað- ur á hverjum staö sem getur stað- fest þessa samþykkt. Þvi verður aö fara meö allskonar tittlinga- skit upp á efstu loft áöur en unnt er aö leysa máliö. Menn skilja ekki hvilikum töfum þetta veldur fyrr en þeir hafa sjálfir reynt það, aö flækjast dögum saman á milli mismunandi stjórnarskrifstofa til dæmis til þess að fá samþykki fyrir lendingarleyfi á einhverjum flugvelli uppi I sveit. Þvi að allir tortryggja alla, einnig þá sem koma meö hjálpargögn i neyð, og enginn þorir aö taka ábyrgö á nokkrum sköpuöum hlut upp á eigin spytur. Eyðilegging Viö þetta bætist svo sú mikla eyöilegging sem landiö varö fyrir i frelsisstriöinu. Pakistanir jafnt sem þjóöfrelsishermenn eyöi- lögöu vegi, flugvelli og brýr. Landiö hefur nú tvivegis oröiö fyrir verstu flóöum i manna minnum og þar meö hungurs- neyö. Spilling er alls staöar nálæg rétt eins og hungriö. Til eru emb- ættismenn sem búa yfir bæði þekkingu og skyldurækni, en þeir eru litill minnihluti, og oftast er aöstaöa þeirra næstum þvi von- laus. Verðbólga Veröbólga nam 84% I fyrra. Viðskiptahallinn við útlönd hefur enn versnaö aö mun. Oliukreppan hefur haft hinar skelfilegustu af- leiöingar fyrir landiö. Hampupp- skeran, sem hefur verib helsta gjaldeyrislindin, hefur spillst tvisvar, og verö á þeirri vöru hef- ur ekki hækkaö á heimsmarkaði. Það sem verst er að á hverri minútu koma i heiminn sjö munn- ar að metta i viðbót og þeirra vegna þarf aö útvega 350 þúsund tonn af hrisgrjónum til viðbótar á ári hverju. Það þarf aö reisa 215 þúsund hús og reisa 60 þúsund skóla á hverju ári til að hafa við fólksfjölguninni. Ef viö höfum i huga, að Bangladesh er i dag fá- tækasta land heimsins, þar sem 95-98% af fólkinu er vannært og aðeins 1-2% ganga i skóla, enda þótt i gildi séu lög um skólaskyldu — þá er framtiðin allt annaö en björt i þessu unga riki sem svo miklar vonir voru tengdar viö þegar þab fæddist. Finnst þar olía? En þaö er samt hugsanlegt, að hægt sé aö finna oliu viö strönd Bangladesh. Sex alþjóöleg oliu- fyrirtæki eru nú önnum kafin viö oliuleit þar. Viö getum einnig bætt viö þeim jákvæðu tiöindum, aö jarðgas hefur fundist i suöurhluta lands- ins, en þvi miður veröur að taka þaö fram, aö enn er ekki hægt aö nýta það svo vel sé. Astralskt námafyrirtæki hefur nýlega fund- ið málmgrýti sem inniheldur úr- an i nánd viö Cox’Sazar I suður- hluta Bangladesh. En þaö tekur tima að koma námagreftri á þann rekspöl aö hafa megi tekjur af. Gjaldeyrisskortur Bangladesh vantar nú mjög gjaldeyri og fjármagn til aö koma á fót stærri og smærri iðnfyrir- tækjum. Erlendar hjálparstofn- anir, sem hafa unnið ágætt starf við neyðarhjálp og við að byggja upp nýjan smáiðnað, og svo alþjóölegar og tvihliða áætl- anir um aöstoö og uppbyggingu, t.d. frá Noröurlöndum, geta að- eins hjálpaö litib eitt upp á sakir. 1 mesta lagi getur þessi aðstoð komiö i veg fyrir að ástandið versni svo mikið, aö ekkert verði framar við ráðið. Fjögur atriði Þegar ég spuröi bengala einn að þvi, hvað hann teldi skipta mestu ef ab reisa ætti Bangladesh á fætur, nefndi hann til þessi fjög- ur atriði: 1 fyrsta lagi fram- kvæmd fjölskylduáætlunar sem stöðvaði hina miklu fólksfjölgun. I ööru lagi betri nýtingu ræktaös lands og þá sérstaklega aukna notkun tilbúins áburöar. 1 þriðja lagi nefndi hann iðnvæðingu. Og i fjórða lagi yrði aö binda endi á spillinguna og þar meö kveða i kútinn hina nýju stétt „kapital- ista” sem risiö heföi eftir frelsun- ina. Ef unnt veröur aö gera eitthvaö af þessu aö veruleika þá hefur Bangladesh kannski möguleika á aö lifa af. Ef ekki þá mun rikiö ramba áfram á veikum fótum i hungursneyð sem mun vaxa með hverju ári, engar verulegar breytingar verða og engin fram- tiðarlausn mun sýnast nálæg. En Bangladesh er land þar sem allir hlutir geta gerst og máski fer svo, að mesti auöur þessa lands — óbilandi fööurlandsást bengala og jafn óbilandi lifsvilji sem slokkn- ar ekki þótt þeir séu aö svelta I hel — máski safnast þessir þættir i einskonar kraftaverk sem kemur þeirra hrjáöa landi á fætur aftur. En þetta geta menn aðeins von- aö. Þessu er erfitt aö trúa. Minnisvaröi vonleyiitlnt — ■tjórnarráöiö I Dacca. Hér átti þingiö aö gitja, en sl. þrjú ár heiur ekki veriö bætt miirgteinl i þessa miklu höll ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM GAUÐSKAUP # Mikiö lifandis ósköp var gaman aö dagskrá sjónvarpsins á gamlárskvöld. Undantekningarlitiö. Aö visu reyndist skopiö — sem hæversk- lega kallaöist skaup aö vanda — mikiö al- vörumál hjá goöum sjónvarpsins, eöa gauö- um ef notaöur væri gamlárskvöldshúmor þeirra stofnunarmanna. En húmorleysi er mikið alvörumál, eins og kellingin sagöi. Sérlega fyrir atvinnu- grinista. Þó hafa menn veriö aö höggva eftir þvi aö áhöfn skaupsins núna skyldi einmitt detta niöur á lausnina á þvi ógnlega vandamáli sem pólitiskt grin hefur veriö hér. Þaö hefur semsé vafist fyrir fyndnara fólki en þessu aö skopstæla stjórnmálamennina okkar. Og marga var fariö aö gruna aö annaöhvort þyrfti séni eða hálfvita til að leysa þann vanda svo nokkur mynd væri á. Og nú blasir lausnin viö. Or þvi aö stjórnmálamennirnir veröa ekki skopstældir er ekkert aö gera nema sýna þá bara sjálfa. Spursmál er þaö hins vegar hvort rétta leiöin sé endilega aö leysa Alþingi upp i söngtrió og kvartetta. Reynandi væri aö sjónvarpa bara fjárlaga- umræöunni næsta gamlárskvöld, skýringa- laust. Ávarp Geirs Hallgrimssonar klukkan tuttugu núll núll sýndi þaö svart á hvitu aö islenskir stjórnmálamenn eru þeim mun fyndnari sem þeir gera sig einlægari i framan. En þaö var lika fróðleikur i sjónvarpinu þetta kvöld. XXX Sumu fólki eru svo náttúrlega áskapaöir eiginleikarnir sem þvi nýtast I störfunum sem þaö dettur ofan i aö furöu gegnir. Ef Sameinuöu Þjóöirnar tækju sér fyrir hendur það verkefni aö reisa hinum alþjóö- lega smáborgara, þessum öldungis húmor- og bóhemlausa grillufangara nútimans minnismerki þá ætti Ólafur Ragnarsson aö sitja fyrir hjá myndhöggvaranum. Svo öllum fræðilegum útlistunum sé nú sleppt þá getur Ólafur minnt á talandi postu- linshund. Og þaö er ekki litiö kapital fyrir eina borgarastétt aö eiga þvilikan grip þegar odd- vitar hennar, stjórnmálamennirnir, eru orönir aö þriöja flokks skemmtikröftum og grafalvarlegum trúöum sjálfir. Tökum til aö mynda fréttaúrvalið á gamlárskvöld. Ur þvi veriö er að agnúast og þrasa um pólitik I rikisfjölmiölunum þá er ekki nokkur ástæöa til aö horfa fram hjá þvi aö val á frétt- um ársins I svona þátt er heimspekilegt vandamál og orðalagiö á texta fréttaúrvals- ins útheimtir beinlinis stórpólitiska afstööu. Einu er semsé hossaö og öðru gleymt þegar valiö er úr fréttunum. A bak viö postulinsgljáandi textann birtist sú staöreynd aö veljaranum hefur ekki þótt taka þvi aö segja frá hverju sem er. Ariö 1974 var þjóðhátíöarár. Þá var Þing- vallahátíð. Þar tuggöi Matthias moggarit- stjóriupp nokkrar setningar eftir séra nafna sinum. Halldór Laxness hélt þar vist enga ræðu og Tómas Guðmundsson flutti þar ekk- ert ljóö. A þvi herrans ári viröist heldur ekki hafa verið samin nein tónlist i landinu, hvað þá aö frumflutt væri fyrsta fullburða óperan i ellefu alda sögu þjóðarinnar, engin myndlist hefur oröið til, en um bókaútgáfu getur að visu eins og ég vik aö siðar. En höfundar koma þar ekki viö sögu. Rithöfundaþing var vist ekki haldiö á sjónvarpsárinu. Engin listahátiö heldur. Og lengi mætti þannig telja. I veröld postulinsins á Islandi árið 1974 viröist listneysla semsé hafa veriö á algjöru grindavikurstigi. Vel gæti þvi verið aö nú á þessari stundu læddist skeggjaöur engill list- anna umhverfis sjónvarpshúsið viö Lauga- vegi tæki út úr sér fingurinn, benti á húsiö og segði: —1 Skyldi einhver vera aö semja tónlist þarna inni? XXX En þaö er heldur ekki fréttavaliö eitt sem máli skiptir. Orðalag textans sem fylgir þaö birtir pólitiska heimspeki veljarans. Nú er öllum ljóst að þjónkun Ólafs Ragnarssonar viö voldug pólitlsk öfl og kjánaspörk hans I önnur (sem hann veit ekki aö eru enn öflugri) eru ekki neinn ásetningur hans heldur náttúrleg og nánast bernsk at- höfn. Menningarmál finnast honum ekki frásagnarverö og hann fylgist ekki meö þeim — ef keflavikursjónvarp og krafa um islenskt litasjónvarp er frátalið. Jafn náttúrlegt er vitneskjuleysi hans, mér liggur viö aö segja grunleysi hans um þaö aö verkfallsrétturinn heyri til lifsnauösynlegra grundvallarrétt- inda einhverra af hlustendum hans. Þannig er til kominn einhver góðlátlegasti fasismi veraldarinnar og birtist einmitt I orðafari ólafs um verkföllin á árinu. Þessi fasismi minnir á aulabros. Þar komum viö aftur að náttúrutalentinu hans Ólafs sem einmitt gerir hann ómót- stæðiiegan eins og nýsteiktan kalkún. Fólk hreinlega gleypir þaö sem hann er aö segja. Og þá fljóta náttúrlega óvituð hugrenningatengsl Ólafs meö inn i sálir hlustenda. Til að mynda setur hann slys- farabálk um snjóflóö og áföll af völdum náttúruhamfara, erfiöleika af völdum oliu- mengunar, snjóþyngli, stórviöri, bilanir af völdum isingar, jarðhræringar og fleira ógn- vekjandi i eina samfellu með erfiöleikunum „ af völdum” verkfalla sem hann kynnir með þeim oröum: „Mikið var um vinnudeilur þó okkur Islendingum hafi ekki tekist aö setja evrópumet I verkföllum þetta áriö”. Og aröræningjana kallar hann vitaskuld ævinlega vinnuveitendur, en þá sem selja aröræningjunum likama sinn kallar hann launþega i samræmi viö gildandi heimspeki borgarastéttarinnar. Verkföll „skella á” og „dynja yfir” til að undirstrika samstöðu þeirra meö öörum skaövöldum. Kaupskipin stöövast „vegna verkfalla” og „talsmenn skipafélaganna töldu aö tap þeirra vegna verkfallanna næmi tugum miljóna króna” og þannig er enda- laust vitnaö I ummæli fyrirtækjanna. Þó er einu sinni vitnaö i ummæli verkfallsmanna: „En ýmsir forystumenn prentara létu i ljós þá skoöun aö þetta verkfall heföi reynst árangurslitiö” eftir aö „útgáfa dagblaðanna stöövaöist vegna verkfalla”. En þá er undireins áréttað Sjónarmiöið Eina: „Askriftarverö og auglýsingaverð dag- blaöanna hækkaöi strax eftir gerð samning- anna og forystumenn útgefenda lýstu þeirri skoöun sinni aö fyrirsjáanlegt væri að verð á bókum mundi hækka um allt aö 80 af hundraöi”. Þetta eru ógnvekjandi ummæli i trú- veröugum og sakleysislegum flutningi. Og dæmigert hvernig ólafur lætur þau standa óhögguð. Honum er spádómur at- vinnurekandans meiri sannleikur en veru- leikinn sjálfur. Bækur hækkuöu um þetta 40 til 50 af hundraöi, mest vegna 100% hækkunar á pappir og voru ódýrari i ár miðað viö aöra vöru en þær hafa lengi verið. En hvaö kemur postulinsgljáandi verk- fallshatrinu raunveruleikinn viö þegar spá- dómsorö „vinnuveitandans” eru annars veg- ar. Sjónvarpsdagskráin á gamlárskvöld var bráöskemmtileg og fræöandi á sinn hátt viö nánari athugun. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.