Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 5. janúar 1975. þjóÐVILJINN — SIÐA 9 cTMyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Frá Dagsbrúnar safninu • f! | í i ■ < Bókasafn Dagsbrúnar var fyrir nokkru opnað að nýju eftir lagfæringar, ma. málun á lesstofu og tilfærslur á bókakosti. Verður lesstofan og safnið framvegis opið laugar- daga og sunnudaga kl. 4—7 síðdegis, en það er til húsa á efstu hæð Lindarbæjar. Að þvi er Eyjólfur Árnason, bókavörður Dagsbrúnarsafnsins, sagði Þjóðviljanum, teljast nú á safninu um 9800 eintök og eru þá kauptaxtar og smáprent meðtal- iö, en meginuppistaðan eru bækur og rit um verklýðs- og þjóðfélags- mál, þar af ýmislegt sem vart mun að finna annarsstaðar hér á landi. Rit á islensku eru rúmlega þriðjungi fleiri en rit á erlendum málum. A liðnu ári bættust safninu 880 eintökjþaraf 813 að gjöf, frá ýms- um velunnurum safnsins. Hinn upphaflegi stofn safnsins var einnig gjöf, um 3000 bindi bóka og rita frá Guðrúnu Pálsdóttur, ekkju Héðins Valdimarssonar, og töluverður hluti þess bókakosts sem safninu hefur bæst siðan hef- ur verið gefinn. Auk bóka og rita á Dagsbrún i safni sinu þó nokkuð af ljósmynd- um úr sögu verklýðshreyfingar- innar og sósialiskra samtaka, einsog lesendum Þjóðviljans er kunnugt, þvi margar þeirra hafa birst á þessum þáttum. En i þessu ljósmyndasafni, liklega hinu eina sinnar tegundar, eru miklar gloppur og margt sem vantar al- veg og viijum við skora á þá sem eiga eitthvað af þessu tagi i fórum sinum að lána myndir til eftir- töku. Nokkrir lesenda hafa þegar brugðist vel við slikri málaleitan, en við væntum þess, að enn fleiri eigi eftir að sýna skilning á þvi hve mikilsvert er að halda sliku safni saman og eins á hinu, að það gerist meðan þeir sem hafa for- sendur til að greina hvaðan myndirnar eru, hvenær teknar og hverjir eru á þeim, eru á meðal okkar. Að þessu sinni birtum við nýjar myndir úr Dagsbrúnarsafninu, þar sem sér inn i bókageymsluna og lesstofuna eftir lagfæringarn- ar. Einnig eina eldri mynd, sem einmitt var tekin við afhendingu einnar bókagjafarinnar til safns- ins, en við vitum ekki nákvæm- lega hvaða ár. Það var Asta Björnsdóttir, ekkja Þorsteins Finnbjarnarsonar, sem þarna af- henti fágætar bækur úr esperantósafni hans. Þorsteinn starfaði i deild úr friðarhreyfingu esperantista og eru þarna við- staddir stjórnarmenn hennar, lengst til vinstri Sigurður heitinn Guðmundsson ritstjóri og frá hægri Óskar Ingimarsson bóka- vörður og Kristófer Grimsson, sem nú er látinn. Maðurinn fyrir miðju er þáverandi bókavörður Dagsbrúnar, Geir Jónasson. I næsta þætti segjum við frá og birtum myndir úr frægum verk- föllum bernskuára verklýðsbar- áttunnar. — vh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.