Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Álfabrenna í Kópavogi Tómstundaráö Kópavogskaup- staðar hefur haft forgöngu um aö halda álfabrennu I Kópavogi í dag, sunnudaginn 5. jan. og er þaö nýlunda i bæjarlifinu. Tómstundaráð hefur fengiö i lið með sér ýmis Iþrótta- og æsku- lýðsfélög, scm leggja munu fram krafta sina til að gera atburö þennan sem eftirminnilegastan. Dagskráin hefst kl. 17.00 klukk- an fimm — með skrúðgöngu frá Vallargerðisvelli. Hestamenn úr hestamannafélaginu Gusti munu fara fyrir göngunni og verður gengið niður á Smárahvamms- völl við Fifuhvammsveg, þar sem álfabrennan fer fram. Auk brennunnar sjálfrar verð- ur sitthvað til skemmtunar. Hornaflokkur Kópavogs leikur álfalög. Félagar úr þjóðdansafé- lagi Reykjavikur skemmta. Hinir óviðjafnanlegu Halli og Laddi koma fram. Jólasveinarnir Aska- sleikir og Stekkjastaur verða þarna á ferðinni og félagar úr Gerplu annast álfadans og álfa- leiki. Mönnum er i fersku minni stór- kostleg flugeldasýning á þjóð- hátiðinni i sumar i Kópavogi i umsjá hjálparsveitar skáta. Sömu aðilar munu standa fyrir flugeldasýningu. Almennur söng- ur verður undir stjórn Egils Bjarnasonar, sem jafnframt verður kynnir. Þeir, sem að þessari álfa- brennu standa, vænta þess, að þessi þáttur i bæjarlifinu veki áhuga ungra og gamalla og verði árviss liður i framtiðinni. Kynlíf og mikið puð er það sem gildir, vilji maður verða fjörgamall Hann Medzhid Orudzh hefur uppskriftina að þvl, sem flesta langar til að gera: Verða 100 ára. Og hann er auk þcss lifandi sönn- un fyrir ágæti þessarar uppskrift- ar. Auk þess sem 19 afkomenda hans eru látnir úr elli. Uppskriftin: Fyrst og fremst verður maður að búa i bænum Tikyaband i Si- beriu (þriðjungur ibúanna þar eru yfir nirætt). Siðan verður maður að vinna alla ævina, — og vel að merkja erfiða, likamlega vinnu. Takmarkaðar fristundir er mjög við hæfi að nota til kynlífs. Þótt Medzhid Orudzh þekki að visu ekki þessi nýmóðins orð yfir sængurgamanið, þá eru börnin hans 22 sönnun fyrir ákveðnum athöfnum á þvi sviði. Orudzh byrjaði að vinna árið 1841, — þá sex ára að aldri. í dag, 134 árum siðar, er hann að velta þvi fyrir sér, að fara á eftirlaun. Hér er hinn 139 ára gamli Med- zhid Orudzh (með myndavélina) að taka mynd af hinni bráðungu eiginkonu sinni, Kinanoz, sem er aðeins 83 ára að aldri. FRAMMI FYRIR NÁÐARSÓL KARLMANNSINS Karlforusta heimsmálanna hefur ákveðið að kalla þetta ný- byrjaða ár kvennaár. Þetta eru viðbrögð karlmanna við bænar- ópum kvenna um aukin mann- réttindi. Karlveldið er þarna að sjá aumur á konunni og lýsir þvi yfir i makt sinni að konan skuli njóta sérstakrar „verndar” á þessu ári, likt og viðkvæm jurt. Hún er sumsé allt að þvi friðuð. Likt og siðasta ár var hér á landi sérstaklega helgað gróð- urvernd og miklum fjármunum varið til landgræðslu, hafa þing- menn, ráðherrar og aðrir for- ystusauðir neyslusamfélagsins ákveðið að nú skuli öll áhersla lögð á að þroska konuna að visku og vexti, svo að hún megi hlutgeng verða i samfélagi karla. Karlinn er með þessu auðvit- að að sýna göfuglyndi sitt og góðan vilja og jafnframt er hann að sýna konunni fram á að hann hefur fullan skilning á hennar mjög svo flóknu vanda- málum. Hann hefur löngu gert sér glögga grein fyrir þvi að konaner vandamál.kannski eitt risavaxnasta vandamál sam- timans. Við þessum vanda hefur hann ákveðið að snúast af fullri einurð og drengskap og leysa það með sameiginlegu átaki, að svo miklu leyti sem unnt er. Hvernig karlmaðurinn mun leysa þennan mikla vanda, kon- una, verður hins vegar trún- aðarmál karlþjóðarinnar. Jafn- viðkvæman vanda verður að leysa með nokkurri .leynd, mál- ið er þess eðlis, að erfitt er að fjalla um það opinskátt og bein- linis hættulegt. Stór hluti þess verður auðvitað leystur innan veggja frimúrarareglunnar, eins og önnur meiriháttar vandamál. Það hefur þó altént kvisast að áhrifamenn i athafnalifinu hafi fengið þau tilmæli frá æðri stöð- um að þeir hætti að táldraga konur — og þá sérilagi ,,hús- mæður” svo taumlaust og blygðunarlaust og verið hefur til hvers kyns óhæfuinnkaupa og ofneyslu. Dregið verði úr út- söluáróðri og annarri blekk- ingarstarfsemi, sem mis- kunnarlaust hefur verið beitt til þess að smala kvenfólki inn i verslanir og trylla þær i jafn gegndarlausu kaupæði og tiök- ast hefur. Þessi tilmæli verða náttúr- lega að teljast skerðing á at- hafnafrelsi og sjálfsögðu og raunar heilögu „frelsi einstakl- ingsins” til þess að pretta ná- ungann. Þannig er óvist hversu margir kaupmenn muni bjóðast til þess að fara á hausinn i þágu kvenréttindanna. Altént virðist margur kaup- sýslumaðurinn tregur til að skilja þessa þróun mála. Þeir halda áfram að flytja inn frysti- kistur i tuga tali eins og ekkert hafi i skorist. Fyrstikistan hefur nú einu sinni orðið eins konar tákn velferðarþjóðfélagsins og ofneyslunnar. Hún vitnar um velsæld og góða afkomu heim- ilisins og hlýtur þvi að teljast stolt húsmóðurinnar. Það er von að menn sem grætt hafa á þvi miljónir að flytja hana inn eigi bágt með að sætta sig við að þessir hlutir skuli ekki vera út- gengilegir lengur. Þeir eru auð- vitað tregir til að trúa þvi að frystikistusjónarmiðið sé nán- ast fyrir bi jafnvel komin upp andúð á þessum tækjum meðal vissra þjóðféiagshópa. Er fólkið orðið vitlaust? hætt að vilja vel- megun og framfarir? Kaffikanna er úrelt þing, komnar vélar sem hella upp á sig sjálfar. Kaffivélin er nýjasta freistingin fyrir „húsmæðurn- ar” á markaðinum. Það er jafn- vel hægt að telja þeim trú um að þær fái eiginmennina frekar til þess að sinna uppáhellingi með svona vél heldur en gömlu að- ferðinni. Og þessar vélar runnu út I hundruða og þúsunda tali. Lætur nærri að áætla að rösk- lega helmingur landsmanna hafi drukkið jólakaffið úr sllkri vél. Eflaust hefur margur fyrir- mvndar eiginmaður hugsað sem svo: Það er ekki amalegt fyrir myndarlega húsmóður að' eiga svona vél. Jafnmikill ágæt- is kvenkostur og hún Maja mín á skilið að fá svona vél, ekki sist þar sem hún er nú farin að vinna úti. Henni þykir svo góður sop- inn, blessaðri. Og svo keypti hann handa henni slika vél I jólagjöf. Og nú er vélin stolt heimilisins og Maju, sem hellir upp á helmingi meira en nokkru sinni. Eitt er það með öðru, sem karlmönnum mun reynast erf- iðast að varast I þessari mann- úðaráætlun ársins. Þar er átt við hugsunarlausa áráttu eigin- manna.unnusta og aðdáenda til að gera konur sinar að eins kon- ar skrautmetalium, sem þeir geti haft meðferðis i sam- kvæmislifinu sem einslags stöðutákn, eða vitnisburð um „standard”. Hóflaus glysgirnin gerir þannig úr kvenfólki hálf- gerð jólatré, uppstriluð með gulli og glingri. Þannig hafa allra geðugustu manneskjur selt persónu sina fyrir pels og demant og tekið á sig gerfi gljápíunnar, til að geta verið manni sinum til sóma, samboðin virðingu hans og tal- andi tákn um rikidæmi hans og veglyndi. Á sinn hátt hefur hún þannig þjónað liku hlutverki og frystikistan og orðið sjálf eins konar dæmi um blessaða of- neysluna, sem spáð er að fari bráðum með okkur norður og niður. Allar þessar göfugu áætlanir karlsamfélagsins byggjast svo auðvitað á þvi að konan fáist til þess að láta bjarga sér. Kannski er hún það spillt af tiðinni og fortöpuð i blekkingunum að hún harðneiti þeim mannréttindum, sem karlpeningurinn vill eftir- láta henni. Kannski vill hún bara fá að tjútta með eins og' fyrr, ábyrgðarlaus, auðmjúk og undirgefin, fá að ljóma og sól- bakast eins og saltfiskur frammi fyrir náðarsól karl- mannsins. — Og hvað getur þá karlinn gert við þvi? Ekkert. Þeir munu þá halda áfram að syngja sálminn góða: Blessað sé þitt bliða, bros og gullið tár, bera lof á hana blessaða, i ræðu og riti, flytja minni kvenna, sjá fyrir henni,leiðbeina henni og bera hana á höndum sér sem fyrr. Svo göfug er þessi áætlun ársins. Jón Hjartarson: „Og hvislað var í eyra mér, að í ríkisstjórn vorri sætu líka skeldýr, opin i báða enda, sem verptu stropuðum eggjum í ihaldsgin."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.