Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. fcbrúar 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 5
af erlendum vettvangí
Enn ein
stjórnar-
kreppa í
Danmörku
Þeir sem fjalla vilja um danska
pólitik hafa nóg að gera. Aðra
viku janúarmánaðar komst at-
vinnuleysið upp i 13,2%. Og i hinni
fjóröu féll st jórn Hartlings á einu
atkvæði eftir að hafa setið i um
360 daga.
Flokkur Hartlings vann að visu
mikinn kosningasigur niunda
janúar. En það var sannkallaður
Pýrrósarsygur, fólginn i þvi að
Hartling gleypti i sig vænar
sneiðar af þeim flokkum, sem
helst voru reiðubúnir til að styðja
„heildarlausn” hans á efnahags-
málunum. Og - þótt þingliði
Hartlings fjölgaði fækkaði þeim á
þingi sem gátu sætt sig við hans
lausnir á málum.
Fall Hartlings
Hartling hefur verið að ein-
angrast undanfarna daga. Hon-
um tókst ekki að semja við sósial
demókrata, enda bjuggust fáir
við þvi að þeir vildu taka ábyrgð
á jafn háborgaralegum Qg andfé
lagslegum ráðum og heildaráætl-
un Hartlings felur i sér. Þá sneri
Hartling sér til Glistrups til að
semja við hann um skipulagningu
hægrimeirihluta á þingi. Það gaf
ekki neinn árangur, þvi að Gli-
strup setti fram kröfur um að
teknir yrðu upp samningar milli
Framfaraflokks sins og þeirra
fimm annarra flokka sem stóðú
að septembersamkomulaginu um
niðurskurð útgjalda og lækkun
skatta. En Róttækir og Kristilegi
flokkurinn vildu ekki við Glistrup
semja um neitt nema þá sam-
stöðu i ákveðnum málum á þingi
— allavega vildu þeir ekki ganga
inn i stjórn Hartlings með þeim
formála, að Glistrup þyrfti að
blessa það samstarf.
Og nú er Hartling fallinn.
Þegar þetta er skrifað, eru uppi
vangaveltur um að Karl Skytte,
þingforseti, muni þreifa fyrir sér
um möguleika á stjóm Róttækra,
og sósialdemókrata, sem ef til vili
nyti stuðnings Kristilegra og Mið-
demókrata. En þvi má þá ekki
gleyma, aðsamanlagt hafa þessir
flokkar ekki nema 79 þingsæti af
179 á danska þinginu. Slik stjórn
yrði varla langlif, nema hún
tryggði sér einhverns konar
stuðning eða tillitssemi af hálfu
þeirra þriggja verklýðsflokka,
sem standa til vinstri við sósial-
demókrata: SF sem hefur niu
þingsæti, kommúnista sem hafa
sjö og Vinstrisósialista, sem hafa
fjögur. Alls 21.
Nýtt bandalag?
Ekki er liklegt að þessir vinstri-
flokkar, sem allir hafa af miklu
kappi haldið fram hver sinu til-
brigði við marxiska kenningu,
séu neitt hrifnir af þvi að styðja
slfka stjórn sósialdemókrata
og miðflokka. SF sem um tima
tryggði sósfaldemókratiskri
stjóm meirihluta á þingi, klofnaði
1967 út af þvi, hvort leyfa ætti
þeirri stjórn að sitja áfram eða
ekki eftir að hún frestaði visitölu-
uppbótum á laun. (Þá varð VS til,
flokkur Vinstri sósialista). En
það er ljóst af ummælum fulltrúa
þessara þriggja flokka lengst til
vinstri, að þeir vilja hafa samflot
i afstöðu sinni til rikisstjórnar, og
að þeir vilja heldur hafa sósial-
demókrata i ráðherrastólum en
Hartling, af þvi að kratar eru
„ekki eins andfélagslegir” eins
og einn af þingmönnum kommún-
ista, Jörgen Jensen, komst að
orði.
Á þessum vinstri armi i dönsk-
um stjórnmálum sýnast menn
sammála um að ekki sé mikils af
sósialdemókrötum aðvænta. Það
var lengi vel kenning SF, Sósial-
iska alþýðuflokksins, að hlutverk
hans væri það aö sveigja sósial-
demókrata til vinstri. Nú virðast
Marxistar skeggræða um samstarf?horfur: Kurt Hansen frá Vinstri sósialistum, Ole Henriksen frá SF og Jörgen Jenson frá kommúnistum.
Stjórnar-
samstarf
og vinstri
armurinn
menn ekki svo mjög á þeim bux-
um. Hinsvegar spyrja menn sig
að þvi, hvort það væri ekki best
fyrir alla flokkana þrjá, að þeir
mynduðu Kosningabandalag
sósialista að norskri fyrirmynd;
þar náði slikt bandalag norska
§F, kommúnista, vinstri sósial-
demókrata og „grænna” sósial-
istagóðum árangri i siðustu kosn-
ingum og er á leið að verða að
nýjum flokki. Slik þróun er erfið-
ari i Danmörku vegna ýmiss kon-
ar hjaðningaviga. SF varð til
m.a. vegna klofnings i danska
kommúnistaflokknum og VS
vegna klofnings i SF. Kommún-
istar hafa hingað til ekki mátt
heyra nefnda „ævintýramenn-
ina”'I VS, sem þeim finnst bera
keim af stjórnleysi, blómaveldi,
maóisma og fleiru. En vist er að
auðveldara er að koma á sam
starfi þriggja þessara llokka en
tveggja (kosningabandaiagið i
Noregi gat ekki komist á meðan
SF og kommúnistar voru einir um
hituna).
Einangrun hægrikrata
Til fróöleiks um þessa umræðu
skulu hér rakin nokkur atriði úr
nýlegri grein eftir Chr. Bund-
gárd, sem á sæti i miðstjórn SF.
liann segir að hefðbundnar
stjómunaraðferðir kapitalismans
séu gjaldþrota. Hann gripi þvi til
launalækkana og niðurskurðar á
félagslegum réttindum alþýðu.
Sagt er að launafólk sé i varnar-
stöðu. en besta vörnin er sókn.
Þá sókn geta sósialdemókratar
ekki skipulagt: Þeir hafa gefist
upp fyrirfram fyrir veruleika
hins borgaralega þjóðfélags Þeir
reyndu að leysa ýmisleg vand-
kvæði með aðild að Efnahags-
bandalaginu, en aðildin jók held-
ur á vandann en hitt og siðan hafa
sósialdemókratar verið á sam-
felldu undanhaldi til nýrra og
nýrra varnarlina.
Eini valkosturinn segir Bund-
g5rd, er að vinstriflokkarnir þrir
taki sig saman um að mynda
vinstrifylkingu og hefja sókn.
Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf
á þvi að SF, kommúnistar og VS
frysti ágreiningsmál sin til þess
að sameina kraftana um að bera
fram og hefja virkan áróður fyrir
valkosti sem þeir standa að allir
gegn borgaralegri stefnu.
Markmiðið á ekki að vera það
að hafa áhrif á sósialdemókrata
eins og SF og nú siðast kommún-
istar hafa talað um. Sósialdemó-
kratar hafa lokið hlutverki sinu
sem „sameinandi” flokkur og
rúmar hópa sem eru næstum þvi
á öndverðum meiði. Það sem um
er aó ræða er að vinna vinstriarm
sósialdemókrata á okkar band og
einangra einangra hægriarminn.
Bundg5rd segir i þessu sam-
bandi. að nauðsvnlegt sé að vinna
að þessu samstarfi vinstriflokk-
anna, bæði á þingi og með ýmsum
sameiginlegum pólitiskum að-
gerðum og umræðulundum.
Skapa með þvi móti gagnkvæmt
traust, sem ekki byggi á einskon-
ar gervieiningu heldur á vilja tíl
að finna það sem sameinar. Hann
talar um möguleika á myndun
kosningabandalags svipaðs þvi
sem starfar i Noregi. en er samt
ekki viss um að það sé æskilegt.
Sisialdemókratar hafa tekið
þátt I þessari umræíiu, sem hefur
m.a. staðið i Information. Þeir
ásaka vinstrisinna um að flýta
sér um of að afskrifa hlut sósial-
demókrata i sósialiskri þróun.
Þingmaðurinn Ejler Koch biðlar
beinlinis til SF, vill fá SF i náið
samstarf við sósialdemókrata.
Hann telur SF gagnlegan flokk
vegna þess að hann vari sósial-
demókrata við borgaralegum
freistingum — og auk þess sér
þingmaðurinn l'yrir sér þann
óskadraum. að slikt samstarf
muni stefna kommúnistum i póli-
tiskan dauða.
Menntamannaflokkar?
Þvi er oft haldið fram. að
vinstriílokkarnir þrir séu
„menntamannaflokkar”. Sjálfir
vilja þeir nefna sig verkamanna-
flokka og nýleg athugun bendir til
þess að þeir hafi til þess góðan
rétt. 60% af kjósendum kommún-
ista eru iðnverkamenn. 55% af
kjósendum SF og 45% af kjósend-
um VS. Hlutiallið hjá sósialdemó-
krötum er 70%),og alls kjósa 45%
af iðnverkamönnum sósialdemó-
krata en 20%> minni verkamanna-
flokka.
Þetta kom fram i athugun sem
sérstaklega miðaði að þvi að
kanna félagslegar forsendur
framfaraflokks Glistrups. en
menn hafa býsnast mjög vfir þvi.
að þessi flokkur hægrilýðskrum-
ara skuli njóta verulegs verka-
mannafylgis. Þaðkemur reyndar
á daginn að Glistrup hefur fylgi
um 10% af iðnverkamönnum. En
þar með er ekki öll sagan sögð>
Þeir verkamenn sem kjósa Gli-
strup eru að rnjög verulegum
hluta þeir. er hafa meira en sem
svarar 1200 þúsund krónum i árs-
laun og 'oúa i einbýlishúsum, en
miklu færri meðal þeirra sem
minni tekjur hafa og þrengri
húsakost. Aftur á móti kjósi
Glistrup um það bil þriðji hver
forstjóri, heildsali, smá-
kaupmaður, yfirkontóristi og
verkstjóri (hjá einkafyrir-
tækjum). Á.B. tók saman.