Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 13
SELFOSS
Þorpift Selfoss, séð af hlafti býlisins Selfoss, — þarna voru áftur vellir og engjar býlisins
ffKI
Selfoss er stærsta sveita-
þorp landsins. Nær 3000
manns búa nú í velsældar-
legu þorpi, þar sem fyrir
um 80 árum voru aðeins ör-
fá hús, gamli Selfossbær-
inn og Tryggvaskáli, sem
byggður var árið 1891.
Tryggvaskáli var reistur í
tilefni af væntanlegri brú-
arbyggingu yf ir ölf usá, og
þótt hann sé nú mun stærri
en í fyrstu, þá telst húsið,
eða hluti þess, elsta húsið á
Selfossi. Gamli Selfoss-
bærinn, sem var torfbær,
hrundi til grunna í jarð-
skjálftanum mikla 1896.
Árið eftir voru á grunni
þess gamla bæjar reist
þau bæjarhús sem enn
standa á Selfossjörðinni.
Gamla ölfusárbrúin var
vígð 8. september 1891.
Þann dag stóðu stórmenni
landsinsog alþýða í úrhell-
isrigningu, hlustuðu á
hornaflokk leika og kór
syngja brúarljóðið sem
Hannes Hafstein, þá ritari
landshöfðingja, orti af
þessu tilefni. Magnús
Stephensen, landshöfðingi
flutti innblásna ræðu, en
maður dagsins var að
sjálfsögðu Tryggvi Gunn-
arsson sem Tryggvaskáli
er heitinn eftir, maðurinn
sem gerði brúarsmíðina
mögulega.
„Við ölfusá"
Nokkur ár liðu frá þvi ölfusár-
brú var reist, að byggð tók að
myndast „við Tryggvaskála” eða
„við ölfusá” eins og áningarstað-
ur þessi nefndist. Eftir að veit-
ingasala og gistihús var rekið þar
á árbakkanum, fór byggöin þó að
þéttast og fyrir og um 1920 er
Landsbankinn búinn að reisa
voldugt timburhús austur af
brúnni, kaupfélagið flytur sig frá
Eyrarbakka að ölfusá og 1929 tók
Mjólkurbú Flóamanna til starfa
og siðan Kaupfélag Arnesinga og
var þar á skömmum tima kominn
grundvöllur að atvinnuuppbygg-
ingu við ölfusá.
Sigriftur Karisdóttir (Maja) og Sigurgeir Hiimar (Svegos) í
hlutverkum sinum I leik'ritinu „Sjö stelpur”sem Leikfélag Sel-
foss sýnir I fjóröa skipti I kvöld. Fullt hús hefur verift á öllum
sýningum.
STÓRT,
UNGT
SVEITA-
ÞORP
Selfoss, eða Selfosshreppur
varð ekki til á svipstundu. I „Ar-
vöku Selfoss” segir á einum stað:
Selfosshreppur varö ekki til af
sjálfu sér. Fæðing hans tók tvö ár
og reyndist nokkuð erfið. Hann
var að lokum leystur með eins
konar keisaraskurði frá tveimur
af þremur móðurhreppum sinum,
ölfushreppi og Hraungerðis-
hreppi, og var aðgerðin fram-
kvæmd af sjálfu Alþingi.
Um upptök þessa máls og
fyrstu meðferð er þetta að segja:
1 öndverðum marsmánuði barst
hreppsnefnd Sandvikurhrepps
yfirlýsing svohljóðandi, dagsett 4.
mars, frá búendum i nýlendunni
að Langanesi norðan ölfusár, i
landi Hellis i ölfushreppi:
„Við undirritaðir búendur i ný-
lendunni norðan ölfusár, i landi
Hellis i ölfushreppi, lýsum hér
meö yfir, að við óskum þess ein-
dregið að ganga i sveitarfélag
með Selfossbyggjum...”
Eftir talsvert málaþras og
vangaveltur sem hér verða ekki
raktar, tókst Alþingi loks að
koma málum þannig fyrir að hinn
nýi Seifosshreppur var myndaður
úr ölfushreppi, Hraungerðis-
hreppi og Sandvikurhreppi með
lögum er gildi tóku 1. janúar 1947.
Brúin og fólkið
Byggðin við ölfusá á tilveru
sina að þakka brúnni við Selfoss-
bæinn. Brúin sem byggö var 1891
varð 53 ára gömul. 1944 slitnaöi
annar burðarstrengur brúarinnar
og tveir bilar, sem á henni voru
staddir, steyptust i ána. Bilarnir
sem i ána fóru voru báðir eign
Kaupfélags Arnesinga, og björg-
uðust báðir bilstjórarnir.
Ný brú yfir ölfusá, sú sem enn
stendur, var opnuð fyrir umferð
1945. Nýja brúin var þá hiö mesta
mannvirki allra brúa á landinu. 1
Öldinni okkar segir svo:
„22/12. ölfusárbrúin nýja var
opnuð til umferðar um hádegi i
gær. Brúin er hengibrú yfir 84
metra haf aðalfarvegsins, en á
suöurbakka árinnar er stálbita-
brú á stöplum, 50 metra löng. öll
lengd brúarinnar er þvi 134 m.
Gólf brúarinnar er úr járnbentri
steinsteypu. Akbrautin er 6 metra
breið. Meters breiö gangbraut er
báðum, megin akbrautar og er
það nýjung á brúm hér...”
Byggðin við ölfusá, hinn ungi
Selfosshreppur, er tilkomin
vegna þeirrar nauðsynlegu þjón-
ustu sem þéttbýliskjarninn getur
veitt sveitunum á Suðurlandi.
Selfyssingar hafa atvinnu af
hvers konar iðnaði, trésmiða-
verkstæði eru ófá á Selfossi, og
reyndar hefur undanfarin ár ver-
ið mikið að gera i byggingariðn-
aði á Selfossi sjálfum, ótrúlega
margir virðast hafa atvinnu af að
byggja yfir náungann, f jölmargir
starfa hjá Mjólkurbúi flóamanna,
Kaupfélagi árnesinga og svo öðr-
um þjónustustofnunum á staðn-
um, og fjölbreytni þeirra starfa
sem menn geta nú valið um á Sel-
fossi eykst, nú er t.a.m. hægt aö
komast i fiskverkun þar i land-
búnaðarhéraðinu miðju og heföi
vist ótrúlegt talist fyrir nokkrum
árum.
Steypti vegurinn milli Reykja-
vikur og Selfoss hefur mjög
breytt tilverunni fyrir selfossbú-
um. Nú er Reykjavik allt i einu
komini næsta nágrennið, selfyss-
ingar bruna suður á kvöldin til að
fara i bió, skreppa i Kron eða
Hagkaup fyrir lokun á föstudög-
um, eða jafnvel daglega til og frá
vinnu.
Gamait býli og
Sjö stelpur
Leiðsögumaður blaðamanns
um Selfoss var „gamall” sel-
íyssingur, Þór Vigfússon, kenn-
ari, varaþingmaður og fleira.
Þór fannst að vonum litið til um
ókunnugleika blaðamannsins og
upplýsi hann um sögur og sagn-
ir, strauma og mannlif i þessu
stóra, unga þorpi sem i fyrra
vildi ekki verða kaupstaöur.
Að Selfossbýlinu hittum við
fyrir ábúendur þeirrar fyrrum
stóru jarðar, sem nú hefur afsal-
að sér viðlendum engjum undir
byggingalóöir og búskapur er þar
ekki lengur stundaður að marki —
kindur eru þó aldar þar nokkrar
og svo er laxinn i ánni.
Menningarlif? Vitanlega.
Reyndar er það i vaxandi mæli
sótt til Reykjavikur, en nýlega
frumsýndi Leikfélag Selfoss „Sjö
stelpur” eftir sviann Erik Thor-
stensson.
Steinunn Jóhannsdóttir leik-
stýrði og er þessi sýning hennar
frumraun sem leikstjóra — og
verður ekki annað sagt en að vel
hafi tekist, þvi nú þegar hefur
leikurinn verið sýndur fjórum
sinnum fyrir fullu húsi og við
mikla lukku.
Blaðamanni var boðið á siðustu
æfingu, og verður trauðlega ann-
að sagt, en að unga kynslóðin á
Selfossi hafi taugar til leiklistar,
stelpurnar sjö léku af áhuga,
krafti og leikni, varla greinanlegt
að um áhugafólk væri að ræða.
Gylfi Gíslason, listmálarijgerði
leiktjöld, og er þetta lika frum-
raun hans sem leikmyndateikn-
ara.