Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975.
RAUÐIR
PENNAR
BJÖRN FRANZSON
G (SL! ASMI N DSSON
Gl-NNAR BENEOIKTSSON
GUNNAR M. MAGNÚSS
HAl.LDÓK KIIJAN LAXNES.4
HALLDÓR STEFÁNSSON *
JÓHANNES ÚR KÖTU’M
JÖN ÚR VÖR
KRISTINN E. ANIJRÉSSON
MAGNÚS ASGEXRSSON
ÓLAFTK JÓH. SKÍUKÖSSOS
SKL'U GUDJÓNSSON
STEINX STEINARR
Í»ÓRHERGUR t»ÓKI)ARSON
ÖBN AKNAKSON
BERT BRÉCHT
LESTKK COHEN
ALEXANOER FAOEJEFF
NORDAIIL GRIKG
MAXIM GORKI
JAROSLAV HASKK
SIGRID LINDSTRÖM
ARNOLt) Ut NGDAL
ARTt K Ll'NDKVIST
CARL SANDBlRG
ANNA SEGHEKS
ERNST TOLLEK
FKIEDKK II WOLF
Kápa Rauöra penna
RAUÐIR PENNAR —
FYRSTA SAMANTEKT
„Þú rauða
lið, ég
treysti
á þig”
Kristinn E. Andrésson: allt varö
mér ljóst.
Jóhannes úr Kötlum: ættjaröar-
fegurö sem baráttuhvöt.
V
; „ -í • ,"J ’
/
Á þessu ári eru liðin f jörutíu ár
frá því að ársritið Rauðir pennar
hóf göngu sína. Fyrsti árgangur
þess kom út siðla ársins 1935, út-
gefandi var Félag byltingarsinn-
aðra rithöfunda sem þá var rúm-
lega tveggja ára gamalt. Rit-
stjóri var Kristinn E. Andrésson.
Rauðir pennar sættu miklum
tíðindum: þeir voru staðf esting á
þróun í samfélagi og menningar-
lífi, sem einkenndist af kreppu
auðYáldsins, uppgangi fasisma
og hinsvegar vonum sem tengdar
voru sósíalisma af sovéskri gerð.
Og um leið voru þeir vettvangur
öf lugrar sósíaliskrar umræðu um
bókmenntir og menningu, sem
margir ágætustu höf undar lands-
ins tóku virkan þátt í og síðar
varð meðal annars til stofnunar
AAáls og menningar.
Viö munum i þessu sunnudagsblaði og
nokkrum þeim næstu gera nokkra grein
fyrir Rauöum pennum og þeim hræring-
um sem þeir vöktu.
Hlutur Kristins
Eldhuginn Kristinn E. Andrésson var
aöalhvatamaður bæöi aö stofnun Félags
byltingarsinnaöra rithöfunda og Rauðra
penna. Hann hafði komið heim snemma
árs 1932 úr bókmennta- og heimspekireisu
til Þýskalands og var þá enn mjög óráöinn
i stjórnmálum, haföi reyndar á þeim lit-
inn áhuga, eins og hann segir frá sjálfur i
bók sinni Enginn er eyland, sem hér
verður nokkuð stuöst við. Þar lýsir hann
sinnaskiptum sinum á þessa leið: ,,Af
fyrstu ritum sem ég nú las af athygli um
marxismann brá eins og i leiftri upp fyrir
mér nýju lifsviðhorfi, sögulegum skiln-
ingi, nýjum lifstilgangi og framtiðarsýn...
Allt varð mér ljóst af bragði, hugur og
heimur, sagan og mannfélagið, þróun
þess og markmiðin framundan”. Margir
höfðu svipaða sögu að segja og Kristinn á
þessum árum, þótt fáir brygðust við
marxismanum sem lausnarorði og bar-
áttuhvöt af jafn dæmafáum krafti og ein-
mitt hann. Og hann gleymir ekki að geta
þeirra skörpu andstæðna i samfélaginu
sem ýttu rösklega undir þessa þróun i
hugum þeirra forvitnu manna sem á
hverjum tima eru salt jarðar: „Munið
livað var að gerast hér heima, stéttabar-
áttan var orðin hin harðasta, atvinnuleys-
ið ægilegt, beinlinis sultur á mörgum
heimilum, götubardagar háðir i Reykja-
vik eins og nóvemberslagurinn frægi,
efnahagskreppan á hástigi, kauphallirnar
hrynja, korninu er brennt, fasisminn i
uppsiglingu. Það hriktir i hinum gömlu
stoðum og einmitt þetta ár berast fyrstu
sigurfréttirnar frá Sovétrikjunum og allir
spádómar.um hrun þeirra verða sér til
háðungar”. 1 þessum andstæðum fólst
það „kall timans” sem Kristinn og félag-
ar hans hlýddu.
Rithöfundafélag
Með hinn nýja mannfélagsskilning að
veganesti hófst Kristinn handa um að
stofna Félag byltingarsinnaðra rithöf-
unda. Undirbúningsfundur var haldinn i
október 1933 en fyrsti aðalfundur 1934 og
var Jóhannes úr Kötlum þá kosinn fyrsti
formaður félagsins. Félagsmenn voru þá
14 en voru 15 þegar siðast eru skrifaðar
fundagerðir árið 1943.
Stefnuskrárliðir félagsins gefa skýra
mynd af þvi, að hér höfðu oröið til rithöf-
undasamtök sem hafa ekki átt sinn lika
siöan. Félag samherja, félag um sam-
starf að hugsjónum. Félagsmenn vildu
„efla byltingarstefnu islenskra bók-
mennta.... berjast gegn tilhneigingum til
fasisma i islenskum bókmenntum....berj-
ast með verkamönnum fyrir menningar-
byltingu”. Þeir vildu fræða menn um
heimsskoðun marxismans og þróun verk-
lýðsmenningar i Sovétrikjum, halda uppi
róttækri gagnrýni á islenskum nútima-
bókmenntum „fyrst og fremst innan fé-
lagsins þar sem lögð er sérstök áhersla á
skólun meölimanna sjálfra” (þetta hefur
verið mjög djörf tilraun, enda greinir
Kristinn frá þvi, að sumir félagsmenn
hafi ekki getað sætt sig við þá gagnrýni
sem menn höfðu í frammi á verk hver
annars á fundum og yfirgefið hópinn).
Þeir vildu saman gera úttekt á „islensk-
um skáldskapargreinum” og leita að
„nýjum tegundum, nýju formi og endur-
nýjuðu máli”. Ætti þessi upptalning að
nægja til að sýna að ekki var að litlu lotiö.
Fyrirmynd og
hliðstæður
Arið 1935 var svo ákveðið að gefa út árs-
ritið Rauða penna og gaf Halldór Stefáns-
son þvi nafn. 1 bréfi sem Kristinn skrifar
Alþjóðasami>andi byltingarsinnaðra rit-
höfunda um þær mundir segir hann m.a.
„Okkur er metnaðarmál að skrifa það svo
vel og gera það þannig i heild, að það
valdi timamótum i islenskum bókmennt-
um eins og timaritið Fjölnir gerði fyrir
réttum hundrað árum, 1835”. Þarna kem-
ur strax fram eitt af þvi sem sérkenndi
Rauða penna — og i vaxandi mæli eftir þvi
sem á leið — meðal annarra mjög alþjóð-
lega þenkjandi róttæka hópa I þann tiö:
tengslin við hinn þjóðlega arf, hið þjóð-
lega sjónarmið i bland við alþjóðahyggju.
Kristni sjálfum var Fjölnir mjög hugleik-
inn fyrr og siðar sem mikil fyrirmynd (sjá
„Ný augu”). Og vitaskuld var Fjölnir
einnig félag samherja um hugsjónir,
Fjölnir varð tákn og imynd þjóðlegrar
vakningar, Rauðir pennar vildu taka þátt
að vekja verklýðsstétt til dáða, þá stétt
sem þeir vildu fela allt það besta úr arfi
fortiðar og fjöregg framtiðar.
Inngangsijóð
Jóhannesar
Þetta kom mjög skilmerkilega fram i
kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Frelsi, sem
Rauðir pennar hefjast á. Þar er fyrst vik-
ið að aldagamalli erlendri kúgun og siðan
að þeirri vakningu og þeim frelsisvonum
sem tengdar voru Fjölnismönnum:
i logum Fjölnis tröllsins hamur brann
og baráttu Jóns Sigurðssonar:
Og kaliið glumdi forsctanum frá,
sem fylkti nýju liði á gamlan völl.
Ó, frelsi, frelsi! þaut i þaki og skjá
og þjóðin söng i fyrsta skipti öll.
En siðan heldur Jóhannes áfram, bar-
áttunni er ekki lokiö. Hann skilur eins og
aðrir Rauðir pennar aö ekki er allt unnið
með þvi að pólitiskt forræöi færist inn i
landið, þvi að
fieiri en Danir kunnu að leika grátt
þjóðin hefur keypt i sekknum „hin heima-
unnu, gullnu þrælabönd”,arðrán er rekið
með lagavernd og sterlingspund breta „er
landsins leynistjórn”. Jóhannes litur I
kringum sig og rekur dæmi af fegurð
landsins:
Vort land er fagurt, fjöllin sterk og há
og feimin, kliömjúk lind i hreiöurmó
og túnin græn við silfurtæran sjó
og svalir fossar, daiablómin smá —
Og nú gerist það sem áreiöanlega hefur
veriö sjaldgæft meðal evrópskra bylt-
ingarskálda þeirra tima — þessi dæmi af
fegurð ættjarðarinnar eru tekin sem póli-
tisk baráttuhvöt! Jóhannesi finnst það
mesta hneisa, eins og fram kemur i næstu
hendingum að
Samt á hér að búa þýlynd þjóð
og þræia, greiða auðsins drottni skatt...
Skáldið heldur áfram, og spyr hver geti
lyft merki frelsis hátt i þessu fagra landi
hnipinnar þjóðar i vanda. Og svar hans er
einmitt svar og ptefnuskrá Rauðra penna
um áframhald þjóðfrelsisbaráttunnar:
Þú, rauða lið, sem hófst á hæsta stig
hið helga frelsiskall, ég treysti á þig.
Skipting efnis
Innlendur skáldskapur er reyndar ekki
fyrirferðamikill i þessu fyrsta bindi
Rauðra penna. Auk kvæðis Jóhannesar úr
Kötlum eru þar tvö stutt heimsádeilu-
kvæði eftir örn Arnarson, frumraun Jóns
úr Vör, Sumardagur i þorpinu við sjóinn,
raunsæ og ljóðræn smámynd, sem virkar
sem hjarðljóð við hliðina á byltingar-
kappinu i ýmsum nágrönnum hins unga
skáids, og svo þrjú kvæði eftir Stein Stein-
arr. Eitt þeirra endar á þessum frægu
orðum:
Já, eitt sinn, eitt sinn skal hinn smáði
maður
úr djúpsins myrkri risa, sterkur, frjáls —
Þrír höfundar eiga sögur i bókinni —
Halldór Stefánsson, ólafur Jóhann og
Gunnar M. Magnúss. Magnús Asgeirsson
þýddi ljóð eftir Nordal Grieg, sænsk ör-
eigaskáld og þýska útlæga kommúnista.
(Nánar um þá hluti siðar).
En það efni sem einna girnilegast er til
fróöleiks eru tiu ritgerðir sex islenskra
höfunda, sem flestar eru að meira eða
minna leyti stefnumarkandi, útlistun á
ætlunarverki Rauðra penna. Aö hinum
herskáa boðskap þessara greina munum
viö vikja um næstu helgi sem og að þvi,
hvaöa skáldskap, innlendan og erlendan,
Rauðir pennar kynntu þau fjögur ár sem
ritið kom út.
ÁRNIBERGMANN
TÓKSAMAN
i WBÍmÍm
.
WKHHkm