Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27
KROSSGATA
Skemmtilegur
leikur
Á löngum vetrarkvöldum i sveitinni eða i
bænum er gaman að fara i leiki. Hér er skemmti-
legur leikur handa ykkur. Það þarf ekki annað en
tvenn spil, og svo er hægt að byrja. Það eru allir
látnir fara út úr herberginu nema sá sem leiknum
stjórnar. Hann flýtur sér að fela önnur spilin
hingað og þangað um stofuna, undir púðum, bak-
við skápa, uppi i ljósakrónunni og bak við
myndir. Sum spilin reynir hann að fela mjög
vandlega svo erfitt verður að finna þau. Siðan
kalla hann á hina inn og gefur nú hverjum og
einum þrjú spil af þeim sem eftir voru. Þegar
hann hefur lokið þvi hrópar hann: „Byrjið”, og
þá flýta allir sér að finna þau þrjú spil, sem eru
samstæð við þau við þau er hann hefur á hendi.öll
önnur spil lætur hann aftur á sama stað. Sá sem
fyrstur hefur fundið spilin þrjú hann vinnur.
Hann fær að stjórna næsta leik.
Hver er þaö?
1.
Vatnið ýfist við honum.
Trén hrista krónuna að honum.
Blómin hneigja höfuðið fyrir honum.
Skýin hlaupa undan honum.
2.
Þú sérð hann i sólskini
i tunglsljósi og bjarma lampans.
Hann eltir þig hvert sem þú ferð
en segir aldrei orð.
(Kinverskar gátur)
Þessa mynd sendi Guðrún Hálfdánardóttir, 8 ár 17, Hellu, Rangárvöllum
Eftir Klas Gustafson
5. Þegar verkafólkið fékk
fram kröfur sinar um 8 stunda
vinnudag vildu eigendur
framleiðslutækjanna nýta
betur vinnudag þess. Til þess
höfðu þeir ýmsan hátt á. —
Áður fyrr fengu verkamenn
margvisleg og breytileg verk-
efni að vinna. Með tilkomu
nýrra véla og siaukinni iðn-
væðingu urðu verkefnin ein-
hæfari. Hver verkamaður
fékk ákveðið verk, sem
kannski var bara að styðja á
takka einhverrar vélar, og
þetta átti hann svo að gera
dag eftir dag. Fái menn
borgað eftir afköstum er það
kallað ákvæðisvinna eða
bónus. Þá þurfa menn að
keppast við.
6. Til að komast að þvi hvernig
er hægt að ljúka verkefni á
sem stystum tima, er vinnan
metin. Hvert handtak og hver
augnhreyfing er mælt. Til að
mæla þetta er sekúnda of stór
mæli-eining. Hverri sekúndu
er deilt i 28 hluta til að hægt
sé að mæla hverja agnar-
hreyfingu (Reynið sjálf að
deila 28 i hverja sekúndu!!)
Þetta er kallað að athuga
timann.Manni finnst kannski
undarlegt hvað eytt er löngum
tima i það. Timaathuganir eru
mikið gerðar i iðnaðinum, en
þó er varla athugað hvað
skrifstofufólkið er lengi að
lyfta simtólinu eða skrifa
undir.
PENNAVINIR
Steinunn Helga Sigurðardóttir,
Mánabraut 8, Vik, Mýrdal, og Arndis
Þórðardóttir, Mýrarbraut 4, Vik, Mýr-
dal.
Steinunn og Arndis hafa áhuga á
ferðalögum, bæði i bil og gangandi,
böllum og alls konar skemmtunum,
strákum og popptónlist.
Sendið Kompunni
Ijóö, sögur,
Ijósmyndir,
teikningar og vísur
eftir ykkur sjálf