Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 11 NÍU ÞLJSUND GESTIR FRÁ OPNUN Umsjón: Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrisson. ... tókum áfengisvandamálið strax sterkum tökum, og það hafði áhrif. Þetta er þaö sem koma skal Segir Valur Þórarinsson forstööumaður Fellahellis Eins og fram kemur annarstaðar á siðunni, tók- um við tali forstöðumann miðstöðvarinnar Val Þór- arinsson, kennara að mennt, og inntum við hann upp og ofan eftir þvi sem gerðist innan veggja Fellahellis. Kls: Hver voru tildrögin að stofnun þessarrar félagsmið- stöðvar? — Þessi hugmynd er búin’ að vera nokkuð lengi á döfinni, en það var Æskulýðsráð sem tók ákvörðun um stofnun þessarrar miöstöövar. Astæðan fyrir þvi að hún var stofnuð hér, var að engin aðstaða var til staðar fyrir ung- linga, og það hjálpaði lika til, að við duttum niður á þetta húsnæði hérna, en það átti raunar ekki að vera fyrir hendi. Almannavarnir voru með starfsemi vegna Eyja- gossins, og er þeir yfirgáfu stað- inn, fengum við hann til afnota. — Er staðurinn þá rekinn af Æskulýðsráði? — Já, það sér alveg um rekstur- inn, auk þess að greiða starfs- mönnum hússins laun. — Hvaða starfsemi fer hér aöallega fram—? — Hún er tviþætt, og i fyrsta lagi er það starfsemi ýmissa félaga I hverfinu, s.s. skáta, iþróttafélaga, framfarafélagsins, kvenfélagsins, KFUM og K, AA- samtakanna og fleiri félaga. Þessir aðiljar eru með sjötiu til áttatiu prósent af starfseminni siöan erum við með restina, en sú starfsemi er tviþætt. Það eru svo- kölluð afþreyingarkvöld, eins og kvöldið i kvöld er, þau eru kölluð „opiðhús”. I öðru lagi, erum við með klúbba, sem starfa á þriðju- dögum, en það eru borðtenniskl. plötukl. billiardkl. og klúbbur sem við köllum „rabbklúbb”, sem er klúbbur þar sem ýmis málefni eru tekin til umræðu, eins og t.d. áfengisneysla, unglinga- vandamálin eða öllu heldur for- eldravandamálin og fleira sem krakkarnir geta oft ekki talað um heima hjá sér. — Hafið þið átt við einhverja byrjunarörðugleika að etja? — Já við höfum þurft að yfir- stiga ýmsa þröskulda, en það hef- ur oftast tekist vel. Það eru t.d. ákveðnir byrjunarörðugleikar að fá félögin til að átta sig á þvi, hvað staðurinn býður upp á mikla möguleika. Svo höfum við þurft að hafa afskipti af ákveðnu vandamáli, sem kom upp i byrj- un, en það er i sambandi við spritt og kökudropaneyslu hjá krökkun- um. Það bar töluvert á sliku er viö byrjuðum, en er nú algerlega horfið, og telst til undantekningar ef einhver er undir áhrifum áfengis, og eiturlyfjaneysla er ekki til. — Hvaða aldursflokkur sækir ykkar starfsemi aðallega? — Það er alt frá þrettán og uppi sextán-sautján, þó er meirihlut- inn milli þrettán og fimmtán ára. — Hvaða skýringu geturðu gefið á þvi, að þið eruð svona far- sællega lausir við áfengisvanda- málið, þvi nú er þessu vandamáli fyrir að fara hjá þessum aldurs- flokki? — Við tókum mjög strangt á áfengisbrotum, þau sem hér eru tekin undir áhrifum eru kölluð fyrir til viðtals tveim-þrem dög- um seinna, og þar tökum við fyrir brot þeirra, ræðum það og ákveð- um siðan straff á viðkomandi, og er það oftast meintur aðgangur að húsinu i eitt, tvö eða þrjú skipti. Yfirleitt höfum við ekki samband við foreldra við fyrsta brot, nema ástand viðkomandi leyfi ekki annað. Þessar ráð- stafanir virðast hafa komið i veg fyrir áfengisvandamál á staðnum enn sem komið er. — Telur þú að þessi miðstöð hafi leyst þau unglingavandamál, sem hafa verið hér til staðar? — Það er ákaflega erfitt fyrir mig að dæma um það, en með hliðsjón af þvi, hversu vel staður- inn hefur verið sóttur, tel ég svo vera. Ég get nefnt, að siðan staöurinn opnaði, 14. okt. siðast liðinn, til áramóta, erum við með áttaþúsund niuhundruð og sex einstaklinga i skipulögðu starfi eingöngu, og er það miklu meira en við bjuggumst við I upphafi. — Taka krakkarnir einhvern þátt i daglegum rekstri staðarins? — Já. Fyrstu tvö kvöldin vorum við með niu starfsmenn i gæslu en nú erum við aðeins þrjú. Krakkarnir hafa tekið við að það miklu leyti, að við þurfum ekki að vera fleiri. Einnig hjálpuðust þau við að skreyta húsnæðið, þegar við hófum starfsemina, svo og ýmislegt fleira i þeim dúr. ofani skal hún ... ekkert var þvl til fyrirstöðu að taka slag. — Að lokum, finnst þér að félagsmiöstöðvar sem þessar ættu að risa i sem flestum hverf- um borgarinnar? • — Já, og reyndar er það yfirlýst stefna borgarinnar en svo er bara spurningin hvað verður úr fram- kvæmd. Að visu er búið að sam- þykkja tvær miðstöðvar, aðra i Bústaðahverfi, hina i Arbæjar- hverfi,ogerþað sú fyrsta sem við fáum að skipuleggja alveg frá grunni, og verður gaman að kljást við það og sjá hvernig tekst til. Á rölti okkar Klásúlna um staðinn, heyrðum við geysilega stuðmúsik berast innan úr dans- salnum, hvert lagið öðru fjörugra. Þetta varð þess valdandi aðokkur langaði til að berja plötusnúðinn augum og spjalla aðeins við hann. Ólafur Jónsson heitir kappinn, fyrrverandi meðlimur popphljómsveitanna Jeremias- ar og Steinblóms. Hann sagðist hafa byrjað sem plötusnúður i Fellahelli i lok nóvembermán- aðar og væri hann á staðnum einu sinni eða tvisvar sinnum i viku. Mest spilaði hann dans- músik sem öruggt væri að kæmi fólkinu i stuð. „Þessir krakkar sem hingað koma eru alveg frábærir, i rauninni er ekki til betra fólk til þess að skemmta. Þau eru litið farin að kynnast vininu og þess vegna eru þau ákaflega frjáls og opin fyrir öllu.” Þegar við kvöddum ólaf, var hann búinn að setja Pull The Trigger með Júdasi á fóninn og allir komnir út á gólf i bana- stuði. KRAKKARNIR ERU FRÁBÆRIR Segir plötusnúðurinn í Fellahelli ...reyni að halda stuði allan timann, sagði diskótekarinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.