Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 197?
cTklyndir
úr sögu verkalýðshreyfingar
og sósíalískra samtaka
Samtimis þessu byrjuðu
menn að halda ræður til mann-
fjöldans af steingarðinum úti
fyrir húsinu. 1 ræðum þessum
voru menn hvattir til að knýja
bæjarstjórnina til hlýðni með
valdi.
Flýðu gegnum
kjallarann
Hófust nú átök innan húss og
meiddust nokkrir, ma. einn lög-
regluþjónn, sem fékk djúp sár á
höfuð. Nokkrir bæjarfulltrúar
reyndu að stilla til friðar og
koma á samkomulagi um þá
lausn, að atvinnubótavinnunni
yrði haldið áfram með sama
kaupi og verið hefði þar til öðru-
vísi yrði ákveðið.
En verkamenn voru orðnir
hvekktir og neituðu að gefast
upp og ganga að þessu nema
jafnframt yrði fjölgað i bæjar-
vinnunni.
„Kom þar brátt”, segir siðan,
,,að ekki heyrðist mannsins mál
fyrir hávaða köllum og hrind-
ingum. bustu nú allmargir
fundarmenn inn fyrir grindurn-
ar og bjuggust til að leggja
hendurá bæjarfulltrúana. Aðrir
áheyrendur, er úti voru i fordyri
hússins, sóttu einnig að lögregl-
unni og kröfðust inngöngu.
Litla stund tókst lögreglunni
að standast áhlaupin. Notuðu
flestir bæjarfulltrúar hlé þetta
og hurfu niður i kjallara hússins
og þaðan út um bakdyrnar. Var
gerður aðsúgur að tveimur
þeirra og féll annar, Jakob
Möller, i götuna, en reis brátt
upp aftur og komst leiðar sinnar
lltið eitt hraktur.”
Þegar verkamenn urðu þess
varir að bæjarfulltrúar voru
horfnir komu fram háværar
raddir um að sækja þá og draga
með valdi aftur i fundarsalinn.
Hópur ætlaði að ryðjast niður i
kjallarann og ná i einn fulltrú-
anna, sem þar hafði leitað skjóls
og ekki treyst sér gegnum f jöld-
ann útifyrir, en lögregluþjónar
gerðu mótárás og varð úr bar-
dagi um allt húsið. Lögreglu-
þjónar beittu kylfum, en hinir
gripu til tiltækra stóla og bekkja
og brutu niður i barefli.
Harðasta hriðin
Eftir að lögreglunni hafði
borist liðsauki og tekist að ryðja
húsið var þétt mannþyrping fyr-
ir utan, sem neitaði að hlýða
skipun lögreglustjóra og hverfa
á brott. Hann ræðst þá með
lögreglumönnunum á þyrping-
una.
„Hófst nú hinn ákafasti bar-
dagi” segir i „öldinni”.
„Tókst þeim, sem að lögregl-
unni þrengdu, að umkringja
lögreglumennina og veita þeim
harða hrið. Voru margir upp-
hlaupsmanna vopnaðir barefl-
um, enda fengu flestir lögreglu-
mennirnir áverka, mismunandi
mikla. Barst viðureignin út á
Kirkjutorg og næstu götur. Urðu
þá meiðsli, meira og minna ál-
varleg, bæði i liði lögreglunnar
og þeirra, sem að henni sóttu.
Eftir alllanga hrið og harða lauk
viðureign þessari. Þeir, sem litt
voru meiddir úr hvorutveggja
liði fluttu félaga sina i næstu
lækningastofur. Mun nokkuð á
þriöja tug manna hafa leitað
læknishjálpar eftir bardaga
þennan, a.m.k. tveir handleggs-
brotnir og margir með áverka á
höfði. Ekki er þó talið, að neinn
hafi hlotið lifshættuleg meiðsl i
orustunni.”
Framhald á 26. siðu
Varnarlið
verkalýðsins
og 9. nóvember
1932
1 ljósmyndasafni Dagsbrúnar
eru til nokkrar myndir, sem eru
óvenjulegar að þvi leyti, að þær
eru af islenskum mönnum i
nokkurskonar einkennisbún-
ingi, sem eru þó ekki lögreglu-
menn. skátar eða Lúðrasveitar-
menn. Búningurinn er sið utan-
yfirblússa með leðurbelti og
skáól yfir öxlina og i höndum
bera þeir fána isjálfsagt rauða)
á stuttum stöngum. Aftaná
myndunum segir til skýringar,
aö þetta séu menn úr Varnarliði
verkalýðsins og stengurnar hafi
jafnframt verið hugsaðar sem
kylfur ef á þyrfti að halda.
Um þetta varnarlið er þvi
miður ekki margt að finna i
heimildum, en vafalaust gætu
ýmsir þeirra sem skipuöu
sér i þessa sveit og enn lifa
sagt frá liöinu og tilgangi þess
og er hérmeð skorað á þá að
gera það, hvort sem væri i sam-
bandi við þessa þætti eða
annarsstaðar á prenti.
t bók sinni „Vor i verum”
fjallar Jón Rafnsson hvergi sér-
staklega um varnarlið verka-
lýðsins, en getur þess á einum
stað. að það hafi verið stofnað
uppúr átökunum 9. nóvember
1932. En þá segir hann að bar-
áttan gegn kreppupólitik vald-
hafanna hafi risið hæst, „þegar
verkalýður Reykjavikur
gersigrar fjölmenna lögreglu i
götubardaga og hrindir launa-
lækkun. sem ihaldsbæjarstjórn
höfuðstaðarins ætlaði að koma i
framkvæmd i skjóli atvinnu-
leysisins.”
Nánar segir Jón ekki frá þess-
um átökum —hefur sennilega
ekki verið viðstaddur sjálfur
vegna baráttunnar úti á landi,
sem hann tók þátt i af lifi og sál
—, en i „öldinni okkar 1931-50”,
sem Gils Guðmundsson ritstýrði
er að finna frásögn af þessum
atburðum. Þar segir um að-
dragandann:
„Reykjavikurbær hefur
haldið uppi atvinnubótavinnu
siðan i ágústmánuði. Hafa að
undanförnu verið i vinnunni 200
manns. Hefur vinnunni verið
jafnaö þannig niður, að atvinnu-
leysingjar fengu vinnu eina til
þrjár vikur i mánuði, eftir þvi
hve marga þeir hafa á framfæri
sinu. Daglegur vinnutimi var 6
stundir, en dagkaup 9 króhur.
Á bæjarstjórnarfundi 3. nóv.
lýsti forseti bæjarstjórnar þvi
yfir, að aðeinns 50-60 þús. kr.
væru eftir af þvi fé, sem bærinn
hefði ætlað til atvinnubóta. Bar
hann fram tillögu þes efnis, að
kaupgjald fyrir atvinnubóta-
vinnuna skuli framvegis vera „1
króna fyrir raunverulega vinnu-
stund almennra verkamanna,
og lækki annað kaup við þessa
vinnu hlutfallslega.”
Tillaga þessi var samþykkt
með 8 atkvæðum gegn 6.
Verkalýðsfundur og
kröfuganga
Hinn 6. nðv. var haldinn ai-
mennur verkalýösfundur i porti
Miðbæjarskólans. Fundurinn
var mjög fjölmennur. Þar voru
samþykktar kröfur til bæjar-
stjórnar um aó nema þegar úr
gildi samþykktina um kaup-
lækkun i atvinnubótavinnunni.
Að fundi loknum var farin
kröfuganga um bæinn, en
nefndir, sem kosnar voru á
fundinum, færðu borgarstjóra
og forsætisráðherra þær til-
lögur, sem samþykktar höfðu
verið.”
Morguninn 9. nóvember er
svo haldinn bæjarstjórnar-
fundur um atvinnuleysismálin
I Góðtemplarahúsinu og er
salurinn þéttskipaður áheyr-
endum og mikill mannf jöldi úti-
fyrir. Þegar gefa átti matarhlé
kröfðust áheyrendur að málið
yrði afgreitt áður, en bæjarfull-
trúar létu sig ekki fyrr en
lögreglustjóri hafði lofað, að að-
gangur yrði frjáls að fundar-
salnuin eftir hádegið.
Er fundur hófst aftur að
matarhléi loknu voru flest sæti
skipuð á áheyrendabekkjum, en
forstofu haldið auðri. Frá fund-
inum segir svo i „Öldinni okk-
ar”:
„Fyrstur á mælendaskrá var
Jakob Möller, en frá honum var
komin fram tillaga þess efnis,
að bæjarstjórn héldi fast við
fyrri ákvörðun sina. Er hann
hafði talað litla stund, gerðist
mikil ókyrrð i salnum, og þó
einkum utan dyrá. Kröfðust
þeir, er þar voru, að fá að kom-
ast inn, en lögreglan varði hús-
yrnar. Var stöðugt þrýst fastar
á, og að lokum greip lögreglan
til trékylfa sinna. Gerðist þá all-
snarpur bardagi fyrir dyrum
úti, og fékk lögreglan ekki varið
dyrnar. Svo mikill hávaði var
nú orðinn i salnum, að ekki
heyrðist mannsins mál. Var
jafnan gert hróp að ræðumanni,
er hann reyndi að tala, og varð
hann að hætta. Eftir itrekaðar
en árangurslausar tilraunir til
að þagga niður hávaðann, sleit
fundarstjórinn Pétur Halldórs-
son fundinum. Öx nú hávaðinn
um allan helming. Hrópuðu
ýmsir, að bæjarstjórnin skyldi
verða barin, ef atvinnuleysis-
málið yrði ekki tafarlaust tekið
fyrir á ný. Urðu þarna
hrindingar nokkrar og
smápústrar, en hróp mikil og
köll til bæjarfulltrúanna.