Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÖK SAMAN Finnvitkun — vistaöflun Ein tegund galdurs var hin svonefnda finnvitkun, sem sjálfsagt dregur nafn af Finn- um, sem voru taldir allra manna fjölkunnugastir og seið- skrattar miklir; en raunar eiga fornar sagnir fremur við Lappa þegar Finna er getið i þessa átt. „Finnavika, — rimel. ældre — vitka, — forskaffe sig ved hjælp af (Finnernes) magiske kunster” segir Blöndal i orða- bókinni. Orðið finnvitkun hefur tekið ýmsum myndbreytingum, svo að talað er um að finnvitka, finnvika, fundvikka, fundika og loks pundvigta. Galdur þessi er mjög i ætt við seið, og sá sem finnvitkar, fundikar, pundvigt- ar eða hvað það er nefnt hverju sinni, iðkar það i þvi skyni að afla sér vista úr viðs fjarlægum að skrattinn mundi sækja sig, ef ekki væri búið að éta það i ákveöinn tima. Sagði þá sá, sem þagði, að hann skyldi éta það með honum. Fóru þeir svo til og luku við það á litilli stundu. Varð maðurinn glaður, og sagðist nú vera fri af þeim óhöppum.” Fundik Jóns lærða Sagan um fundik Jóns lærða er úr safni Sigfúsar Sigfússonar. „Jón lærði var með kerlingu sinni i Gagnstaðahjáleigu, þeg- ar það bar til, að þangað kom maður vestan af Héraði snemma vetrar og baðst nætur- gistingar. Margt barst i tal með þeim um kvöldið, þar á meðal um fiskigöngur og aflabrögð. Maöurinn vissi, að Jón var tal- inn ærið fjölvis. Hann spyr þvi, hvort hann hyggi nú nokkra aflavon nærri landi, segir auð- Finnafjósið i Sauðlauksdal Séra Björn Halldórsson i Sauðlauksdal segir svo frá i „ágripi um ætt og ævi Jóns bónda Islendings”. „Hér úti á túninu (i Sauð- lauksdal) eru tóftabrot-, sem kallast Finnafjós, og gefa menn nafninu þessa orsök. A meðan Jón Islendingur var erlendis (nokkru eftir 1483), og til húss hjá fátækri konu i Englandi, hafi hann sýkst og mátt ei þess matar neyta, sem hún fram bar. En húsfreyja gat ei mjólk fengið, sem hann mest langaði til. Þá greinir sagan, að hún hafi spurt Jón að þvi, hver afstaða væri fjóssins, þar sem hann átti bú á Islandi; kvaðst hún hafa ráð til að finnvika þaðan mjólk. Jón sagði henni það hún spurði: Siðan skal hún hafa fært Jóni mjólkhvert mál. En er Jón kom FINNVITKUN stöðum, svo sem eftirfarandi sögur sýna; hin fyrsta úr safni Jóns Árnasonar. Seiðkerling i Kaupmannahöfn „Kerling ein finnsk að ætt bjó i Kaupmannahöfn i húsi sér með dóttur sinni, og var einn af námsmönnum iglenskur að ætt til húsanna hjá þeim mæðgum. Hann undraðist yfir þvi hvernig þær höfðu alltaf nýjan silung á borðum án þess hann yrði var þær keyptu hann. Hann kom þvi að máli við hina yngri og spurði hana hvernig á þvi stæði. Hún fór til móður sinnar og mælti fram með honum. Kerling kallaði á hann inn i eldhús og sýndi honum holu ofurlitla ofan i öskustóna. Þar ofan i dorgaði hún og dró upp silung. Hann spurði hana að hvaðan hann væri. Hún sagðist seiða hann til sin úr Vatnsdalstjörn fyrir sunnan land á íslandi. Fór hann að loknum lærdómsiðkunum sinum til Islands. Lagði hún þá á tjörnina, að allur skilungur úr henni skyldi verða að horn- silum, og aldrei framan i henni veiðast”. Matur pundvigtaður á sjó Magnús Bjarnason á Hnappavöllum skrifar þessa sultarsögu: „Einu sinni voru þrettán menn úti á sjó og sáu þeir, að vel rauk á landi. Fóru þeir þá að tala um, að gott væri, ef eitt- hvað væri horfið til þeirra af þvi, sem verið væri að elda. Sagði þá einn, hvort þeir mundu þá éta það. Hinir lofuðu þvi, ef það væri matur, nema einn þagði. Eftir það kom sitt kjötbeinið handa hverjum þeirra út á skíp, og þorði þá enginn eða vildu ekki éta það. Fór þá maðurinn að gráta, sem hafði spurt þá, hvort þeir mundu éta, þvi hann hafði pundvigtað það og vissi. vitað litla von að svo sé. Jón tek- ur dræmt spurningunni, unz hinn itrekar hana aftur. Jón leit þá til kerlingar sinnar og spyr, hvað hún haldið. „Ég hef ekkert rýnt eftir því”, svarar hún. „Eigum við þá ekki að fundika”, mælti hann, „og pröfa, hve nærri fiskur er?” „Jú,” svarar kerling. Taka þau þá sitt handfærið hvort og renna fram af loftsnöf og fara að keipa, hafandi yfir einhverjar töfraformúlur. Láta þau þetta ganga nokkra stund og eru að kippast við eins og þau kræki af og til I fisk, en of illa til þess, að öngullinn haldi honum, eða þá þannig að rifni úr honum Þetta gengur lengi, og voru þau að spyrjastá: „Varstuvör? Varstu var?” „Æi, varla get ég sagt það”. „Jú, nú kom við mig. En seint ætla ég, að við fáum i soðið meöþessulagi”. I þessu bregst hún hart við. „Hittirðu nú i hann, kerling min?” segir hann. „Já, nú kom við mig”, svaraði hún. „En úti er hann við hafs- brún enn, þvi ekki trúi ég, að hann sé ennþá inni i fjörðunum, þorskurinn”. „I aðgöngu mun hann þó”, segir Jón. Hamast þau nú nokkra stund að keipa; og þá verður það loksins, að þau komu upp með sinn þorskinn hvort, spriklandi á færunum. Eftir það draga þau, þangað til þau þóttust hafa nóg i soðið. Maðurinn horfði undrandi á þau og spyr nú, hvort sér muni eigi ráðlegt aö halda ofan i Borgar- fjörð I ver, sem hann hafi ætlað sér, að minnsta kosti til að ná i nýjan fisk. Ekki segjast þau ráða honum til þess að svo stöddu. „Hvað mundi þurfa langt út núna til að ná i fisk?” segir hann. „Ennþá er hann i hafs- brún”, segir Jón, „en hann er að ganga að.” „Hvenær kemur hann inn i firðina?” spyr gest- urinn. Með góukomunni kem- ur hann inn, þótt hann sé tregur enn”, segir Jón. „En þá verður lika hlaðafli”. Maðurinn fór heim. En fór um góuleytið i ver- ið og aflaði vel, þvi að þá varð hlaöfiski.” til íslands, frétti hann að nytjar hefði saknað verið úr bestu kú hans um veturinn. Þann fyrsta vetur, sem Jón var hér heima, eftir það hann kom út, er sagt enn hafi horfið nyt úr hans bestu kú. Þá hafi hann fyrst látið byrgja þær venjulegu fjósdyr og brotiö aðrar á vegginn. En er mjólkin hvarf sem áður, hafi hann fært fjósið þangað, sem það enn stendur, að mátti norn- in enska ekki sjá við þvi. Jón Islendingur andaðist 1533 og var þá 65 eða 66”. Vín og steikur Aö lokum sýna tvær stuttar sögur um tvo nafnkennda is- lenska galdramenn, Jón gráa i Dalhúsum og séra Eirlk i Vogs- ósum, hversu þeir fóru að þvi að verða sér úti um vin og steikur þegar geðið bauð að gera sér og öðrum dagamun. Margur gæti þegið að geta leikið það eftir þeim, þegar likt stendur á, sem oft og viða ber við. — Jón grái lá á greni ásamt dreng nokkrum og voru báðir svangir. Jón dró þá upp fjórðapart af sauðar- skrokk, steiktan og allan sykraðan, og sagðist hafa náð honum frá kokkinum, þegar hann var að bera inn i kóngs- borðið. - Sagan um Eirik prest er kunnugleg, og ekki laust við aðmann rámi I að hafa kannski lent I einhverju svipuðu: „Einu sinni kom biskup að Vogsósum á visitatiuferð; þá átti Eirikur engan vlnsopa og þótti honum illt að geta ekki gefið biskupi i staupinu. Hann sat þegjandi um stund, sprettur upp slðan og gengur út, kom inn aftur með fulla flösku, aðrir segja kút, af vlni, og mælti: „Þetta var mér sent núna.” Siðan drukku þeir eftir lyst sinni.” I likingu við þessa sögu er enn finnvitkað, fundikað eða pund- vigtað á fjölda heimila. (Þjóðsagnasöfn Jóns Arnason- ar, Sigfúsar Sigfússonar, Jóns Þorkelssonar, Magnúsar Bjarnasonar á Hnappavöllum o.fl.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.