Þjóðviljinn - 02.02.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1975.
FELLAHELLIR
Nafnið Fellahellir kem-
ur mönnum eflaust ekki
kunnuglega fyrir sjónir og
þegar Klásúlur heyrðu
nafn þetta í fyrsta sinn,
stuttu fyrir jól, var ákveðið
að reyna að grennslast
fyrir um þessa frumlegu
nafngift. Þá kom það i Ijós
að Fellahellir væri félags-
miðstöð íbúa í Breiðholti
þrjú og að þar væri rekin
viðamikil félagsmála-
starfsemi.
Klásúlur lömdu sig upp i svefn-
hverfið Breiðholt föstudagskvöld
eitt ekki alls fyrir löngu, i há-
vaðaroki og skafningi. Eftir
mikla leit fundum við loks Fella-
skóla hvar félagsmiðstöðin er til
húsa.
Þegar inn kom, glumdi popp-
tónlist i eyrum og unglingar á
aldrinum þrettán til fimmtán ára
á rölti um svæðið. Margir voru að
dansa, nokkrir að spila borðtenn-
is og enn aðrir að kaupa kók og
slappa af. Ekki gátu Klásúlur séð
annað en unglingarnir skemmtu
sér konunglega. Nú, ekki er það
einhver nýjung að unglingum
finnist gaman að dansa og spila
borötennis, hugsuðum við annars
hugar.
NÝ
FÉLAGS-
MIÐSTÖÐ
í BREIÐ-
HOLTI
Húsnæðið þarna er mjög rúm-
gott og vel skreytt, enda að miklu
leyti gert af krökkunum sjálfum.
Okkur voru sýndir margkyns sal-
ir, borðtennissalur, danssalur og
fundasalur auk ýmissa herbergja
sem flest eru nýtt á einn eða ann-
an hátt.
•
A göngu okkar um staðinn rák-
umst við á forstöðumanninn, Val
Þórarinsson, fyrrum kennara
sem hefur nú verið ráðinn sem
fastur starfsmaður við Félags-
miðstöðina. Hann sagði okkur
upp og ofan af starfseminni á sinn
látlausa hátt. Einnig röbbuðu
Klásúlur við fjögur skýr og
ákveðin ungmenni sem voru að
skemmta sér þetta kvöld.
Eftir þessa stuttu kynnisferð i
Fellahelli komumst við á þá skoð-
un að slikri starfsemi þyrfti að
koma inn i öll hverfi borgarinnar.
Það sem helst myndaði þessa
skoðun okkar var hinn jákvæði
andi sem virtist svifa þarna yfir
vötnum. Allir sem við hittum að
máli, virtust sammála um ágæti
slikrar félagsmiðstöðvar og þeim
veittist erfitt að benda á neikvæða
hluti i starfseminni. Það er þvi
von Klásúlna að borgaryfirvöld
vakni af svefninum og hefjist
handa um að gera raunhæfar úr-
bætur i æskulýðsmálum borgar-
innar.
1' v á
, V j||||
... Nýi gó gó-dansinn, en ekki voru allir jafn vissir á sporunum —
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN ER
STÖKKBREYTING
TIL HINS BETRA
Við hittum að máli fjóra,
hressa krakka sem voru að
skemmta sér I diskótekinu þetta
kvöld og lögðum fyrir þau eftir-
taldar spurningar:
1) Hvaða breyting finnst þér
hafa orðið á æskulýðsmálum
umhverfisins eftir aö félags-
miðstöðin tók til starfa?
2) Hverjir eru helstu van-
kantar á starfseminni að þinu
mati?
Anna M. Bragadóttir
1) Framfarirnar eru æðis-
gengnar, þvi krakkarnir koma
hingað i staðinn fyrir að sækja
Grillið. Hér dansar maður, fer á
K.F.U.K.-fundi,er i plötuklúbb
o.fl. Stærsta breytingin er þó að
hér hefur maður samastað og
við getum virkilega talað sam-
an.
2) Það mættu vera oftar
hljómsveitir hérna. Viö krakk-
arnir héldum ball um daginn
með hljómsveit og það var mjög
gaman. Þá eru margir af strák-
unum sem mæta á böllin fremur
leiöinlegir, þvi að þeir æða beint
I borðtennis um leið og þeir
koma og eru i borðtennissalnum
allt kvöldið. Við stelpurnar
þurfum þá að dansa saman sem
er ekki nógu skemmtilegt þegar
til lengdar lætur. Annars finnst
mér þetta vera allt saman þræl-
mátulegt hérna.
Díana Sveinbjörnsdóttir
1) Breytingin er mjög mikil
frá þvi sem áður var vegna þess
að krakkarnir hafa róast mjög
siðan að félagsmiðstöðin komst
i gagnið. Núna erum við jafnvel
meira heimavið, og samkomu-
lagið á heimilunum er liklega
öllu betra. En stærsti kosturinn
við Fellahelli er eflaust sá að nú
vita foreldrarnir alltaf hvar við
erum og það er ákaflega mikil-
vægt.
2) Mér finnst að sjoppan
hérna mætti selja meira. Svo er
ég alveg sammála þvi sem
Anna sagði um strákaa og þeir
þyrftu að vera fleiri hérna þvi
aö við stelpurnar erum i mikl-
um meirihluta hérna. En úr þvi
að starfsemin er nýbyrjuð er
hún alveg nóg svona i fyrstu.
Sveinbjörn Sigurðsson
1) Eiginlega mætti kalla
þessa breytingu stökkbreyt-
ingu. Ég mæti hingað alltaf
þegar eitthvað er um að vera,
t.d. erum við nokkrir krakkar
búnir að safna okkur fyrir Akur-
eyrarferö. Ef að Fellahellir
væri ekki hér þá væri ég ekki á
förum norður i land. Þetta dæmi
nægir til þess að skýra breyting-
una.
2) Töluvert er um klikur
hérna, en viö þvi er ekkert að
gera, þvi að þær mynduðust
flestar áður en félagsmiðstöðin
tók til starfa. Að öðru leyti er ég
alveg i sátt við systemið.
Einar Guðmundsson
1) Þetta er stór breyting til
batnaðar. Krakkarnir eru
meira saman núna og þeir
sækja ekki eins mikið niður i bæ
á staði eins og Tónabæ og Þórs-
café. Þá má nefna það, að
meðan við vorum mest i Grill-
inu var alltaf allt vitlaust og
Anna M. Bragadóttir
Diana Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörn Sigurðsson
Einar Guðmundsson
RÆTT VID FJÖGUR
UNGMENNI
ÚR BREIÐHOLTINU
löggan þurfti að mæta þangað á
hverju kvöldi til að róa lýðinn.
Núna horfa málin öðru visi við
eins og þið hafið heyrt.
2) Töluverður galli er ásókn
krakka úr öðrum hverfum.
Annars finn ég fáa vankanta á
starfseminni, enn sem komið er.
■S*