Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Alþýðubandalagið í Reykjavík: Skipulags breyting Rœtt við Þröst Ölafsson, formann félagsins • Sex deildir • Sjálfstœtt starfssvið • Öflugt Fyrirhuguð er mikil breyting á skipulagi og þarmeð starfsemi Aiþýöubandaiagsins f Reykjavik. Er ætlunin ab skipta félaginu i sex deildir eftir kjörhverfum. Þessi breyting er gerð til þess aö auö- velda félagsstarf i kjördæminu, sem er oröiö svo stórt og um- fangsmikiö aö ekki veröur skipu- lagt svo vel sé I einu félagi. Þetta kom fram i viötali, sem Þjóðviljinn átti i gær við Þröst Ólafsson, hagfræðing, formann Alþýöubandalagsins I Reykjavik. Stjórn Alþýðubandalagsins og félagsfundur hafa fjallað um reglugeröir fyrir félagsdeildir ABR. Þröstur skýrði blaðinu svo frá efni reglugerðarinnar. 1 l. gr. er ákvæði um skiptingu félagsins i deildir og starfssvæði deildanna. I annarri grein er nánar kveöið á um starfssviðin þannig: Deild 1: Kjördeildir Miðbæjar- og Melaskólahverfis. Deild 2: Austurbæjar- og Sjómannaskólahverfi. Deild 3: Laugarnes- og Langholtsskólahverfi. Deild 4: Breiðagerðis- og Alftamýrarskólahv- Deild 5: Breiöholts- og Fellaskólahverfi. Deild 6: Árbæjarskólahverfi. Deildastjórnir skulu skipaöar 5—7 mönnum, eftir félagafjölda i hverri deild. Hlutverk deildanna skal vera sem hér segir,- a) Að berjast fyrir hugsjón sósialismans og fyrir eflingu flokksins. b) Aö afla nýrra félaga, sjá um innheimtu félagsgjalda og annast félagaskrá. c) Að halda deildarfundi þegar þurfa þykir og sjá um aðra póli- tiska starfsemi á starfssvæði deildarinnar. c) Aö auka útbreiðslu Þjóðvilj- ans og að annast aðra útbreiöslu- starfsemi fyrir flokkinn. I reglugerðinni er gert ráð fyrir að aðalfundir deildanna veröi haldnir ár hvert i septemberinán- uði. Fastir dagskrárliðir verði: 1. Skýrsla stjórnar.. 2. Arsreikning- ar deildarinnar. 3. Kosning stjórnar. í reglugerðinni er gert ráð fyrir þvi að við hverja deild starfi sér- stök verkalýðsnefnd, en verka- lýðsmálanefndir deildanna myndi verkalýösinálaráð félags- ins i Reykjavik. I þessu sambandi er vert að geta þess að félagsstjórnin hefur að undanförnu beitt sér fyrir þvi að félagsmenn úr verkalýðsfélög- unum skipuleggi sig sérstaklega eftir verkalýðsfélöguin. — Hvenær hefst deildastarfiö? — Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik mun nú á næstunni skipa undirbúningsnefndir i deildunum, en nefndir þessar eiga aö hafa forustu um fundar- boðun i deildinni i byrjun. A fyrsta fundi deildarinnar skal kjósa deildinni stjórn, sem siðan leysir af undirbúningsnefndina. Við gerum ráð fyrir að deilda- stjórnir verði komnar á laggirnar alls staðar i febrúar. Á fyrstu fundum deildanna munu mæta þingmenn, borgarfulltrúar eða aðrir forustumenn flokksins i kjördæminu. Þess má geta að sú hugmynd hefur komið frain að siðar myndi formenn deildastjórnanna stjórn ABR, auk nokkurra manna sem kosnir yrðu á almennum félags- fundi. Er þetta og fleira veröur aö taka ákvörðun uin næsta vetur þegar reynslan af félagsstarfinu er komin i ljós. Viöleitni okkar nú er tilrraun til þess að ráöa betur við verkefnið á stóru félagssvæöi. Skipulagsbreytingin getur þó að- eins hjálpað til i þessum einum, það verður starf og aftur starf fólksins i félaginu sem ræður úr- slitum nú sem fyrr. Umræöufundir — skemmtikvöld Þröstur sagöi frá þvi að skemmtikvöldin — annan hvern miðvikudag — hefðu farið vel af stað. Næsta skeinmtikvöld verður á miðvikudaginn i næstu viku. Þar mun Gunnar Benediktsson rithöfundur lesa úr óprentaöri bók. Þá hefur verið ákveðiö að efna til sex umræðufunda um ým- is mál. Veröa þeir auglýstir I Þjóðviljanum á morgun, laugar- dag. Bœjarráð Keflavíkur: Stjórnvöld komi í veg fyrir A fundi bæjarráös Keflavikur þann 30. f.m. var eftirfarandi samþykkt gerð: „Fulltrúar útvegsmanna og fiskverkenda hafa komiö á fund bæjarstjóra og gert honum grein fyrir þvi, að yfirvofandi sé alger stöðvun útgeröar og fiskverkunar hér i bænum og nágrenni og upp- sagnir starfsfólks séu á næsta stöðvun leiti og sumsstaðar hafnar, vegna mikilla greiðsluerfiðleika fyrir- tækjanna. Af þessu tilefni skorar bæjarráð á rikisstjórn og Alþingi, að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að komiö verði i veg fyrir rekstrarstöðvun þessara atvinnu- greina og stórfellt atvinnuleysi”. af erlendum Striöiö I Eritreu, sem staöiö hefur yfir sföan 1962, þegar landiö var innlimaö I eþiópska keisaradæmiö sem 14. fylki þess, geisar nú af meiri grimmd en nokkru sinni fyrr. Mörg hundruö manna eru sagöir fallnir I götubardögum um Asmara, höfuöborg Eritreu, en úti á landi eru manndrápin sennilega enn meiri, þótt af þeim fari færri sögur. Frétta- þjónustan á eþiópsku lands- byggöinni er enn frekar frum- stæð^ og þar geta styrjaldir og hungursneyðir sem best lagt aö velli fólk I hundraöaþúsundatali án þess aö heimurinn frétti af þvi fyrr en eftir marga mánuöi Fregnir herma að eþiópski herinn hafi jafnaö við jörðu nokkur þorp I grennd við Asmara og væntanlega þá ekki tekiö neinum vettlingatökum á ibúnum, ef að vanda lætur. Rétt fyrir siðustu áramót fórust hundruð manna i loftárásum eþiópska flughersins á sveita- þorp á yfirráðasvæði eritresku sjálfstæðishreyfingarinnar (ELF). Foringi I eþiópsku lög- reglunni skýrði svo frá nýlega að dag einn árið 1972 hefðu átta hundruð manns verið aflifaðir I Keren-héraöi, væntanlega fyrir raunverulegan eöa meintan stuðning við ELF, og i júli áriö ATHIOPIEN nR DRSUDAN 401&L. SAUDI;ÁRABIENÍ| ' \ \ Dflhlak*^ •^ 'Jns. é , W e I 0 jEMEN ARAB REP. ,ÍV3?S TK ./<»• t S1-" 0 G AD E N i\ui uu a^uii aiufniug liggur aö Rauöahafi. Stríðið í Eritreu sem leið voru um tvö hundruð manns teknir af fyrir sömu sakir skammt frá landamærum Súdans. Þetta eru fregnir sem borist hafa út nánast fyrir til- viljun, og veit enginn með vissu hversu margir hafa látið lifið I hernaði og hreinsunum þau þrettán ár, sem stríði hefur staðið milli eþiópskra stjórn- valda og sjálfstæðissinna i Eritreu. ítölsk nýlenda frá 1890 Land þetta Eritrea er að flatarmáli heldur stærra en Portúgal og er fremur mjó spilda (þó allbreið norðan til) milli hinnar eiginlegu Eþiópiu og Rauðahafsins. Að norðvestan liggur landið aö Súdan og suð- austurendi þess að franska Sómalilandi. Eritrea er fjöllótt land og mestanpart hálfgerð eyöimörk, en gróðursælir skikar eru innan um,og vel má rækta með áveitum. Ibúar eru eitt- hvaö á aðra miljón, tæpur helmingur þeirra játar koptiska kristni og hefur að móður- málum amharisku og tigrinja, semisk tungumál. Það fyrr- nefnd er opinbert mál Eþlóplu og á þvi og tigrinja er varla nema mállýskumunur. Rúmur helmingur eritreumanna er hinsvegar múhameðstrúar, og skiptast þeir i marga þjóðflokka og ættbálka, sem eru allsundur- leitir innbyrðis en tala þó flestir tungur af einhverskonar hamiskum stofni sem fjar- skyldar eru máli fornegypta. Frá fjórtándu öld og fram á þá átjándu var Eritrea nokkurnveginn óslitið hluti af eþlópska keisaradæminu, en tyrkir tóku að troða sér þar inn þegar á sextándu öld og á nitjándu öld leystu egyptar þá þar af hólmi. Eþíópar, egyptar og Italir böröust slðan og toguöust á um landið uns þeir siðastnefndu innlimuðu það sem nýlendu 1890. Bretar tóku það af þeim i siðari heimsstyrjöld og afhentu þaö Eþiópiukeisara 1952. Var Eritrea siðan að formi til sambandsriki Eþiópiu I ára- tug, uns það var innlimaö sem fyrr segir. „Nú öld er snúin...” Meginatriðin i stefnuskrá ELF virðast vera eritresk þjóð- ernisstefna og múhameðstrú, en auk þess er starfandi i landinu önnur sjálfstæðishreyfing, Þjóðfrelsisfylking Eritreu, sem upphaflega klofnaöi út úr ELF. Þjóöfrelsisfylking þessi er að sögn einnar vestrænnar frétta- Mengistú Haile Marjan majór, sem sagður er hinn sterki maö- ur bráðabirgöastjórnarráðs eþiópsku herforingjanna. Hann og félagar hans segjast reiöu- búnir til samningaumleitana viö ELF, en eru ekki til viðtals um fullt sjálfstæöi til handa Eri- treu. stofu marxisk. Samkomulag sjálfstæðishreyfinganna tveggja hefur lengstum verið stirt, og greina fréttir frá blóöugum bardögum þeirra á milli annað veifið. Nú hafa þær hinsvegar lagt allar væringar á hilluna og berjast sameinaðar gegn eþiópska hernum. Af þeim tveimur mun ELF vera miklu liðsterkari og betur búin til vfga, enda nýtur sú hreyfing mikils stuðnings frá oliu- auöugum Arabarikjum, einkum Llbiu. Eritreskir sjálfstæðissinnar höfðu vissulega mikið til sins máls þegar þeir hófu frelsis- baráttu sina, þvi að ekki var hægt að ætlast til þess af þeim að þeir sættu sig við að vera lagöir undir miðaldaafturhald eþiópska keisaradæmisins. En nú er öld snúin og á aðra leið búin i Eþlópiu. Herforingjarnir, sem þvi landi stjórna nú, hafa óneitanlega sýnt efnileg tilþrif I átt til umbóta og sósialisma, hvernig sem það á eftir að æxlast. Þeir hafa ákveðið að þjóönýta mikinn hluta þeirra iðnfyrirtækja i landinu, sem út- lendingar hafa eignarhald á, eru búnir að yfirtaka banka i eigu útlendinga og hafa á prjón- unum umbætur i landbúnaðar- málum, sem eiga að leiða til þess að samyrkjubúskapur taki við af lénsaldarkúgun þeirri á bændunum, þorra landsmanna, sem viðgekkst á keisara- timanum. Fleiri skilnaðarhreyf- ingar? Maður skyldi þvi i fljótu bragöi ætla að eritreumönnum ætti að vera minni akkur i þvi nú að losna úr tengslum við Eþlóplu en á meöan keisarinn rlkti. Burtséð frá þvi má Eþlópia illa viö þvi að missa Eritreu vegna þess að hún er eina strandfylki rikisins. Eins og algengt er um þróunarlönd er efnahagur Eþiópiu sárlega háður útflutningsviðskiptum, og sjötiu af hundraði alls útflutn- ings landsmanna (þar er kaffi stærsti liðurinn) fer um hafnar- borgir Eritreu. Til viðbótar má á þab benda að Ibúar Eþiópiu skiptazt I fjölmargar þjóðir, þjóðflokka og ættbálka, sem eru mjög sundurleitir hvað snertir tungumál, trúarbrögð, og fleira. Nú þegar vottar fyrir sjálf- stæðiskröfum I Tigre, ná- grannafylki Eritreu, og Sómali- land gerir kröfu til fylkis- ins Ogaden á þeim forsendum land gerir kröfu til fylkis- ins Ogaden á þeim forsendum að það er aö mestu byggt sómölum. Viðurkenning á sjálf- stæöi Eritreu gæti vel leitt af sér skriöu af sjálfstæðis- hreyfingum, sem hefði I för með sér algera upplausn Eþiópiu —- og kannski fleiri afriskra rikja. Eins og menn vita eru fæst þeirra þjóöernislegar einingar og viða grunnt á skilnaðar- hreyfingum ættbálka og þjóö- flokka. Litlar horfur á friði Sjálfstæðiskröfur ELF virðast lika að þvi leyti byggðar á sandi að samtök þessi geta varla talist fulltrúi eritreumanna sem heildar. Eins og fyrr er að vikið fer þvl fjarri að eritreumenn séu ein heild, hvorki þjóðernis- lega né grúarbragðalega. Og þótt fylgi ELF sé efalaust sterkt meöal múhameðskra eritreu- manna mun það ekki mikið meðal kristinna manna “þar, sem slaga hátt i að vera helmingur landsmanna. Eins og sakir standa eru friðarhorfur slæmar. Báðir striösaðilar eru þrælvopnaðir og óliklegir til að gefa sig fyrr en i fulla hnefana. Sum Araba- rikjanna eru likleg til að halda áfram að styðja við bakiö á ELF, en hinsvegar mætti ætla aö Einingarsamtök Afriku (OAU) reyndu málamiðlun. Sundruö Eþiópia gæti sem sé vel oröið fyrsta skrefið að enda- lausri baráttu allrahanda þjóð- ernislegra, ættbálkalegra og trúarbraðgalegra skilnaðar- hreyfinga viðsvegar i álfunni. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.