Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. febrúar 1975 Það er tvennt, sem ég hef verið beðin að tala um hér, annars veg- ar lifeyrissjóðirnir og hinsvegar starf mitt sein er fyrir heimilis- þjónustuna. Ég vil byrja á lifeyrissjóðunum og lýsa yfir þeirri skoðun minni, að ég tel skýlaust, að þeir séu eign verkalýðsfélaganna og engra annarra. Þegar samið var um lif- eyrissjóðina i upphafi, var gengið frá kaupkröfum til að semja um þessa sjóði og atvinnurekendur geta á engan hátt talist eiga i þeim frekar en þeir eiga i kaupinu okkar. Þetta er reiknað sem kaup á launaseðlunum og er algjörlega okkar eign. Er mér óskiljanlegt hvernig nokkrir verklýðsforingj- ar geta fallist á annað. Nú líður að þvi, að þetta verða stórsjóðir, — það hafa kannski ýmsir hlustað á skemmtilegan út- reikning Björns á Löngumýri um það, hve stórir þessir sjóðir fari að verða og jafnvel yfirgangi rikissjóðinn. Sú spurning sem brennur i okkur er: Til hvers á að nota þessa sjóði? Og svarið hlytur að vera: Fyrst og fremst til hags- bóta fyrir verkalýðinn i landinu. Ég veit, að þið sem hér eruð, þekkið öll húsaleiguokrið, sem er eitthvað það versta sem mætir láglaunafólki og þvi fólki, sem nú er að hefja búskap, einkum hér á þéttbýlissvæðinu. Kannist þið ekki við það að leita og leita að 2ja herbergja ibúð, eiga kost á ein- hverju, kannski i einhverju gömlu húsi, eiga að borga frá 12 til 20 þúsundir á mánuði, svo og svo mikið fyrirfram og svo og svo mikið sem þið eigið kannski að gera aukalega og síðan eigið þið allíaf yfir höfði ykkar að missa i- búðina, að verða nú að fara, að standa i stöðugum flutningum? Þessa sjóði verkalýðsfélag- anna, lifeyrissjóðina, mætti nota til að byggja leiguhúsnæði fyrir meðlimi láglaunastéttanna. Ég hugsa mér þessar ibúðir yfirleitt heldur litlar vegna þess, að það eru þær sem mest er sóst eftir og það eru þær sem láglaunafólkið þarfnast helst. Sumt af þessu eru einhleypar konur, kannski eldri hjón, það er ungt fólk sem er að byrja búskap, svona fólk þarfnast helst minni ibúðanna. Ég hef alveg ákveðnar hug- Notum lífeyrissjóöi til aö byggja upp leiguíbúðir á félagslegan hátt myndir um hvernig ætti að byggja þessar ibúðir. Þetta ættu að vera húseiningar og þær ættu að vera þannig, að þær leystu sem mest af vanda ibúanna. Til að teikna þessar ibúðir þarf að fá til færustu arkitekta og það þarf að hafa þær eins haganlegar og auðið er. 1 sambandi við hverja húseiningu vildi ég að byggt yrði athvarf, þar sem fólkið getur hist og kynnst, þvi ég tel mjög alvar- legá þessa mannlegu einsemd i þjóðfélaginu i dag. Maðurinn er svo einangraður og einangrunin brýst út I ýmsu þvi sem við verð- um að berjast við úti i þjóðfélag- inu. Barnagæslumálið mætti t.d. að einhverju leyti leysa innan þessara eininga, svo ekki þurfi að vera þessi tætingur með börnin út um allan bæ og ekki þessi tæting- ur á mæðrum, sem verða að hendast i kapp við strætisvagninn og vinnuna með börnin. Mörgum kann að virðast þetta óskaplega mikil draumsýn, en ég held, að leysa megi þetta mál ein- mitt svona, og tel lfka, að 'yfir- völd, bæja t.d., ættu að sýna okk- ur tillitssemi og vinsemd i þessu máli vegna þess, að þarna mund- um við lika leysa vanda, sem er þeirra höfuðverkur. Mig langar til, að þið, sem kunnið að hafa á- huga á þessu máli, takið það fyrir i starfshópum og ræðið rækilega. Út frá lifeyrissjóðunum vil ég minnastá mál sem ég tel tilheyra verkalýðsmálum, þótt ekki séu þau mikið rædd á fundum félag- anna og það eru ellilaunin. Við vitum, að það er afskaplega erfitt að lifa á láglaunum og eiginlega ógerningur þegar ein manneskja á að gera það, hún verður þá að fá hjálp einhvers staðar frá. Það er þvi óskiljanlegt hvernig þjóðfé- laginu i dag dettur i hug, að elli- launþegi geti lifað á þvi sem hon- um er skammtað. Við vitum, að þetta fólk sem á að lifa eingöngu á ellilifeyri, er úr okkar röðum. Það er þetta út- slitna verkafólk, sem ekkert hef- ur annað til að lifa á. Það baslar svo lengi sem það getur við að vinna eitthvað til að drýgja þessi sultarlaun, en það verður að hætta fyrr eða seinna. Það er ský- laust mál verkalýðshreyfingar- innar að berjast fyrir bættum kjörum á þessu sviði. ^ Það þýðir vist ekki að leita i rikissjóðinn til að fá kjör þessa fólks bætt, svo mikið er tóma- hljóðið i honuin núna. — Það hef- ur reyndar alltaf verið tómahljóð i honum, siðan ég man eftir, en kannski aldrei eins afskaplega eymdarlegt. Það liggur við, að manni detti i hug vesalings aum- ingjans sárfátæku útgerðar- mennirnir þegar maður heyrir i stjórnarherrunuin, svo sárt er hljóðið. En það eru til aðrir sjóðir og þeir bara gildir. Það er sjóður Tryggingastofnunar rikisins. Tryggingastofnun rikisins er fóst- ur verkalýðshreyfingarinnar. Þeir sein börðust fyrir Trygg- ingastofnuninni var fólk, sem sjálft þekkti skortsins glimutök og sjóðir þeirrar stofnunar voru stofnaðir til að þeir sem væru fá- tækir, gamlir og slitnir, þyrftu ekki að ganga bónbjargarleiðina. Og sé ég ekki annað en að verka- lýðshreyfingin, svo sterk og vold- ug sem hún er i dag, gæti lika haft áhrif á þessa sjóði. Sannleikurinn er, að þarna eru geymdir sjóðir, en þegar þeir fóru að gildna og verða stórir, var farið að taka þá og nota sem hagstjórnartæki og spila með þeim á þessa marg- þvældu og fölsuðu visitölu. Það eru margir sem sækja i þessa sjóði, sem ekki þurfa þess og kæra sig i raun og veru ekki um það. Ég er lika dálítið hissa á þvi, hvernig verkalýðsforystan lætur alltaf teygja sig og teyma til að semja um einhverjar aukasporsl- ur úr þessum sjóðum, fjölskyldu- bætur og annað slikt, sem oft á tiðum renna til fólks, sem ekkert hefur við þær að gera. Tryggingastofnun rikisins á að vera fyrir þá sem þurfa þess. Hún á ekki að vera fyrir hina. Fólk sem sæki há laun i ýmsa aðra lifeyrissjóði á ekki að vera pota þarna i litla bitann gamla fólksins, útslitna erfiðisfólksins, sem ekki hefur annað til að nær- ast á. Þetta eiga verkalýðsfélög að reyna að hafa áhrif á, I samn- ingum og við sina fulltrúa á al- þingi. Min skoðun er sú, að menn- ingu einnar þjóðar eigi ekki að reikna eftir þvi, hve skrifborð for- stjórans er stórt, hvað verslunar- hallirnar eru glæsilegar eða bankahallirnar, ekki heldur hve búðarhillurnar svigna undan alls- konar drasli, sem við höfum ekk- ert að gera við. Menningu hverr- ar þjóðar á að reikna eftir þvi, hvernig búið er að þeim sem eru aldraðir og sjúkir og á einhvern hátt þurfandi og mér finnst ekki menningarrisið á okkur I þeim efnum vera hátt i dag. Þá ætla ég að minnast litillega á það starf, sem ég vinn, heimilis- þjónustuna, sem kölluð er, hjá Félagsinálastofnun Reykjavikur. Ég vinn 40 stunda vinnuviku og kaupið mitt er 42 þúsund rúm á mánuði. Ég tel þetta starf okkar, ef það er vel unnið, ákaflega þýð- ingarmikið og ábyrgðarmikið. Það er raunverulega tvennt sem við eiguin að vinna, ganga inn I hjúkrunarstarf og einnig að vinna almenn heimilisstörf. Við eigum að hlúa að öldruðu fólki, sem get- ur verið á heimilum sinum ef það fær hjálp, en þarf annars að vera á sjúkrahúsum eða einhvers kon- ar hjúkrunarstofnunum. Og sjá þá allir, ef farið er að reikna spitalagjöldin, hversu hagkvæmt þetta starf er I raun og veru. 42 þúsundir á mánuði meðan sjúkra- húsdaggjöld eru kringum 10 þús- und á sólarhring. Þaðer ágætt, að þarna fer saman mannúðlegt starf og hagkvæmt, þvi ég tel það mannúðlegt að leyfa þessu aldr- aða fólki að vera á heimiluin sln- um svo lengi sem það getur. Það vill vera þar og það á að fá að vera þar, það er ekki of mikið eft- irlætið við það. Starfið er i þvi fólgið, ef uin sjúkling er að ræða, að hjálpa honum að klæða sig, baða, koma honum á fætur, kannski búa um umbúðir. Það þarf að fara i versl- anir, gefa fólkinu að borða, hirða húsið og endilega, ef timi vinnst til, að veita þessu fólki svolitla af- þreyingu, tala við það, lesa fyrir það, reyna að lyfta þvi upp og halda i takt við lifið, þvi það vill stundum sorglega gleymast, blessað gamla fólkið. 1 sainbandi við þetta starf hef ég mikinn áhuga á að komið verði á námskeiðuin fyrir okkur sem við það vinnum, þvi ég býst við að við finnum margar til vanmáttar okkar þegar við stöndum and- spænis sjúklingi, sem þarf á mjög mikilli hjálp að halda, þar sem okkur hefur i raun og veru ekkert verið kennt. Það sem hinsvegar bjargar okkur er, að við höfum margar verið „bara húsmæður” og þessí „bara húsmóðir” hefur orðiö að gripa inn i afskaplega mörg störf uin ævina. En ég legg áherslu á, að það mundi skilyrðis- laust verða okkur til mjög mikils gagns ef slik námskeið gætu kom- ist á. Þaö átti að nýta vara- vinnukraftinn, konuna Ég þakka Rauðsokkum fyrir þá framtakssemi að bjóða til þessar- ar ráðstefnu og fyrir að fá tæki- færi til að rekja hér i stórum dráttum helstu atriði i kjarabar- áttu okkar sjúkraliða. 1 nóvember 1965 var gefin út reglugerð um sjúkraliðanám og það ár voru fyrstu náinskeiðin haldin. Mikil vöntun var þá á hjúkrunarkonum og skyldi nú fara frain mikil hagræðing i vinnu á sjúkrahúsuin. Einn þátt- urinn i þvi er að þjálfa upp starfs- hóp tii að vinna einföldustu hjúkr- unarstörfin. Þetta er gert með 8 mánaða námskeiðum, verklegum og bóklegum, og látið i veðri vaka, að aðeins væri um tilraun að ræða. Samkvæmt þvi er kaup- inu stillt mjög i hóf eða i 9. launa- flokk, sem var þá þriðji lægsti launaflokkurinn. En tilraunin tókst bara svo vel, að sifellt fjölg- aði sjúkraliðum og á þá bættust i auknum mæli þau störf, sem hjúkrunarkonur höfðu unnið. Fljótlega gætti óánægju meðal sjúkraliða með launakjörin. Borgin setti sina sjúkraliða strax i 10. launaflokk og rikið kom þá á eftir og hækkaði sina sjúkraliða. Með sainningunum 1970 hækkuðu þeir i 11. launaflokk. Ekki voru sjúkraliðar ánægðir, þvi i reynd- inni var þetta næstlægsti launa- flokkurinn á sjúkrahúsum, fáir voru fyrir neðan 10. launaflokk. Með launamál sjúkraliða hjá rikinu fór Starfsmannafélag rikisstofnana þar sem þeir eru félagsbundnir sem starfsmenn rikisins. Þegar iiða tók á þetta tveggja ára samningstimabil frá 1970 var hafinn undirbúningur að saineiginlegri kröfugerð innan Starfsmannafélagsins. Vann ég að henni i hópi heilbrigðisstétta. Einnig var ég varamaður i launa- nefnd. Skyldi nú sækja mál okkar sjúkraliða af hörku, þar sem nám okkar hafði á timabilinu verið aukið upp i eitt ár og reglugerðin endurbætt. Einnig hlóðust sifellt á okkur meiri störf og aukið álag vegna skorts á hjúkrunarfólki. Nú fyrst fann ég við hve ramm- an reip var að draga þar sem voru viðsemjendur vinnuveit- enda, hvort heldur er hjá þvi op- inbera eða á frjálsum vinnu- markaði. Mótmælin voru aðailega byggð á reglugerð okkar. En grunur minn er sá, að þarna hafi átt að nýta einhvern varavinnukraft, — konuna. Mikill hluti sjúkraliða eru húsmæður, sem hafa drifiö sig út af heimilinu til að vinna. Eins og kunnugt er endaði þessi barátta á uppsögn sjúkraliða á Landsspitalanum vegna kröfu okkar um 14. launaflokk, sem aðrirsjúkraliðar höfðu þá fengið. Kom nú i ljós, hve nauðsynlegur starfskraftur við vorum. For- stjóri rikisspitalanna lét þau orð falla, að hann gæti ekki látið okk- ur ganga út af stofnuninni. Þann- ig endaði þetta réttlætismál. Einnig er nú komið loforð frá rikisvalinu um almennan sjúkra- iiðaskóla, samræmt og aukið nám og fyllri reglugerð. Verða þá von- andi úr sögunni hlutir eins og skeðu á Kleppsspitala á siðasta ári og eru enn I gangi, þ.e. 4ra mánaða námskeið. Gæti það hafa ráðið, að þar áttu karlar hlut að máli til að byrja með? Af þessu yfirliti um stöðu og launakjör sjúkraliða er augljóst, að við erum i hópi þeirra lægst launuðu og þurfuin svo sannar- lega að standa vörð um kjör okk- ar og réttindi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.