Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. febrúar 1975
Hagmál heimsins
Á laugardaginn var birtist hér
i blaðinu þáttur uin efnahags-
vanda auðvaldsrikjanna ásaint
nokkrum myndritum til skýr-
ingará stöðu þeirra. Þá var birt
grein úr franska blaðinu Le
Monde þar sem efnahagssér-
fræðingar þess héldu þvi fram
að kreppa væri skollin yfir.
Ekki eru öll borgaraleg blöð
sammála þessu, þvi fer fjarri. í
dag verður vitnað til tveggja
vikurita sem njóta mikils álits
austan hafs og vestan og viðrað-
ar gagnstæðar skoöanir. Um er
að ræða bandariska tiinaritið
US News and World Report og
franska ritið L’Express.
US News and World Reporter
talið eitt ábyrgðarfyllsta frétta-
ritiheimi, nátengt helstu valda-
miðstöðvum efnahagsiifsins i
Bandarikjunum. Það hefur oft
verið talið standa nærri þvi að
vera málpipa bandarikja-
stjórnar sjálfrar. Sú grein sem
hér er endursagt úr, birtist um
miðjan nóvember á liðnu ári, en
ekki er ástæða til að ætla að nein
stórtiðindi hafi gerst I efnahags-
þróuninni siðan.
í heftinu er grein eftir Owen
L. Scott sem var aðalritstjóri
US NWR i rúin 30 ár og telur
hann fjarri öllu lagi að telja nú-
verandi örðugleika i efnahags-
máluin sambærilega við krepp-
una sem lamaði efnahagsstarf-
semina I Bandarikjunum á
fjórða áratugnum og linnti ekki
„fyrr en heimsstyrjöldin braust
út 1939 og Bandarlkin hófu vig-
búnað”, eins og hann segir af
svo mikilli hreinskilni. Hann
minnir á að atvinnuleysi komst
upp 113 miljónir eða 25% vinnu-
aflsins.
Franska timaritið L’Express
stendur nálægt miðju franskra
stjórmnála og nýtur fjarska
mikillar útbreiðslu. Aðalstjórn-
andi þess er stjórnmálamaður-
inn J.J. Servan-Schreiber,
kunnur miðflokkamaður sem
studdi Giscard 1 siðustu forseta-
kosningum þótt upp úr siitnaði
með þeim siðar.
Athyglisverð eru ályktunar-
orð franska 't'Imaritsins (grein-
in birtist I janúarbyrjun og er i
heild um horfurnar 1975) þegar
búið er að gera grein fyrir bjart-
sýnisspánni um Frakkland:
„Hitt er svo annað mál að
kreppuhættan er mun meiri i
ýmsum öðrum löndum, sérstak-
lega Bandarikjunum, Bretlandi
og ítaliu”.
hj-
1929-kreppan ber aftur að dyrum bandariska auðvaldsins. Teikning
eftir kúbanska listamanninn Nuez.
Kreppan situr með fasismann I fanginu fyrir utan iðjuver
kapitalismans. Mitt i kreppunni komst Hitier til valda og hann vann
bug á henni með þvf að fara aö undirbúa strið. Og i Bandarikjunum
er viðurkennt aðheimsstyrjöldin var drýgri við að ráða niðurlögum
kreppunnar en New Deal-stefna Roosevelts. Ber kannske að lita á
það sem kreppuráðstafanir þegar þeir Ford og Kissinger hóta nú
aröbum styrjöld?
US News and World Report:
Engin
merki um
allsherj ar
kreppu
Þau einkenni sem helst valda
almenningi i Bandarikjunum
ótta og kviða eru þessi:
■ Erfiðleikar I sölu nýrra bil-
gerða.
■ ibúöabyggingar eru enn i
iægð.
■ Atvinnuleysi er mikið og fer
vaxandi.
■ „Visitaia viðskiptalifsins”
sem stjórnvöid reikna mánað-
arlega hefur verið fallandi og
féll meira I september en á
nokkrum einum mánuði i 23 ár.
■ tskyggilega hefur að undan-
förnudregiðúr pöntunum á var-
anlegum vörum, bæði til neyslu
og fjárfestingar.
Þetta er það sem að almenn-
ingi snýr og hefur vissulega
vakiö upp vofunar frá 1929 I vit-
und margra. Og hagfræðingar
eru hinir svartsýnustu, bæði
þeir sem starfa i þjónustu hins
opinbera og hinir sem eru úti I
viðskiptalifinu. Alan Greenspan
aðalráðunautur Fords forseta i
efnahagsmálum varar við „ósk-
hyggju um það að neysiuvöru-
verðlag eða atvinnuleysi fari á
næstunni I það horf sem viðun-
andi mætti telja”.
Walter Heller fyrrum for-
maöur ráðgjafarnefndar um
efnahagsmál telur að „menn
verði að vera við þvi búnir að
erfiöleikarnir I viðskiptalifinu
vindi upp á sig og úr verði versti
efnahagsvandi siðan styrjöld-
inni lauk”.
Endurtekning á 1929?
Nokkrir hagfræðingar sem
einkum virða fyrir sér vanda-
málin sem spretta af oliuvið-
skiptunum við Austurlönd nær
og spennu I fjármála- og banka-
kerfi heimsins velta þvi nú fyrir
sér I alvöru hvort land okkar
Bandarikin séekki á leiðinni inn
i svipaða kreppu og skall á með
veröbréfahruninu haustið 1929.
Hagdeild timaritsins hefur
farið vandlegan ofan i saumana
á þessu máli og niðurstaðan er I
sem skemmstu máli sú að yfir-
standandi samdráttur I atvinnu-
iifinu kunni að visu að vera
meiriháttar áfall fyrir þjóðar-
búskapinn en ekki sé nein
ástæða til að spá óförum á borð
við hrunið mikla 1929 og þá
langvinnu kreppu sem sigldi i
kjölfar þess.
Þetta fullyrðum við á grund-
velli athugunar á efnahags-
ástandinu nú borið saman við þá
þróun sem leiddi til kreppunnar
miklu fyrir hálfum fimmta
tug ára.
Okkur finnst eftirfarandi at-
riði athyglisverðust i þvi sam-
bandi.
Þetta er likt
Skuldir: Fólk stofnar til mik-
illa neysluskulda (afborgunar-
lán). Arið 1929 námu
neysluskuldir einstaklinga 88%
af tekjum að frádregnum
sköttum. Slikar neysluskuldir
nema nú 75% tekna að sköttum
greiddum og hafa vaxið úr 50%
árið 1950.
íbúðabyggingar. Mikill sam-
dráttur eða um 46% var i Ibúða-
byggingum frá 1925 til 1929.
Slðan I október 1972 hefur
ibúðum sem hafin er smiði á
fækkað úr 2,5 miljónum i 1,1
miljón.
Vextir. Þeir stóðu árið 1929 I
þvi hæsta sem nokkru sinni
hafði verið eða i 6%, tvöfalt
hærri en um 1925. Nú eru vextir I
hámarki eða um 11%, voru I 5%
fyrir aðeins þrem árum.
Bilaframleiðsla.Or henni dró
mjög á árinu 1929 eða úr 577
þúsund I april i 319 þúsund I
október eða um 45%. A fyrstu 9
mánuðum ársins 1974 minnkaði
bilaframleiðsla um 25% miðað
við sama tima árið áður.
Þetta er ólíkt
Verðbréfamarkaður. Mikil
spákaupmennska hafði hækkað
verð hiutabréfa um 482% á 8
árum. Dow Jones-bréfin seldust
á verði sem svaraði til 19-
földunar arðs. Margir hleyptu
sér I skuldir til að kaupa hluta-
bréf enda var hægt að fá þau að 9
tiundu hlutum til láns. Nú
verður að greiða hlutabréf að
helmingi I reiðufé og spákaup-
nennska er litil. Lán verðbréfa-
sala námu I heild 90% af
verðgildi allra hlutabréfa 1929
en núna eru slik lán minna en
1% af hlutabréfverðmætinu.
Dow Jones-hlutabréfavlsitaian
hefur lækkað um 40% siðan i
janúar 1974 en þá stóð hún mjög
hátt. Mörg úrvalsbréf seljast nú
á aðeins 7-földu arðsgildi.
Veðskuldir.Veðbréf voru 1929
yfirleitt aðeins gefin út til fárra
ára. Nú tekur það yfirleitt 20-30
ár að borga niður veðskuldir,
greitt er mánaðarlega svipað og
um leigu sé að ræða.
Eignatrygging. Árið 1929 var
ekki um að ræða mikla vernd
gegn tjóni. Nú er viðtæk vernd
af hálfu rikisins. Banka-
reikningar og spariinnlán eru
tryggð gegn tapi. Veðskuldir
eru sérstaklega vátryggðar á
vegum alrikisins. Bændum er
hjálpað með uppskerutrygging-
um og verðuppbótum.
Almannatryggingar. Arið
1929 var öryggisleysi
verkamanna, atvinnuleysingja
og aldraðra svotilalgert. Nú eru
komnar til sögunnar atvinnu-
leysistryggingar, lágmarkslaun
til handa flestum verkamönn-
um, llfeyristryggingar sem taka
til miijóna manna. Þar fyrir
utan er félagsleg aðstoð við
aldraða, ekkjur og munaðar-
leysingja.
Rikisafskipti af efnahags-
lifsmálum voru litil 1929, útgjöld
alrikisins námu aðeins 3% af
allri eyðslu I hagkerfinu. Nú er
þetta hlutfall komið upp I 20%.
Þar að auki styður rikið mjög
við ýmsan atvinnurekstur.
Bjartsýni hjá L’Express í París
Það verður engin alls-
herjar kreppa í Frakk-
landi heldur aðeins nokk-
ur samdráttur og erfið-
leikar sem honum tengj-
ast, auk verðbólgu. Þrjár
ástæður eru fyrir því að
kreppan mun ekki berja
að dyrum hjá okkur:,
Birgðasala
A 4. ársfjórðungi 1974 gekk
mjög á birgðir I landinu en þær
höfðu safnast fyrir á sjö fyrstu
mánuðunum einkum. A þeim
tima hafði orðiö mikil frain-
leiösluaukning og langt umfram
sölu. Vegna lánsfjárskorts i iön-
aði og I viðskiptalifinu að öðru
leyti dró mjög úr neyslu á öllum
stigum efnahagslifsins en þegar
Félagslegt skipulag
Félagslegir þættir eru orönir
svo sterkir i efnahagslifinu að
nokkur kreppueinkenni verða
fljótlega yfirunnin i sjálfu sér.
Hér skiptir höfuðmáli að verka-
menn njóta viðtækra atvinnu-
leysistrygginga. Það hefur þvi
ekki veruleg áhrif til að draga
úr heildareftirspurn þótt at-
vinnuleysi aukist nokkuð i svip
þvi að maður sem sagt er upp
vinnu „af efnahagsástæðum”
hefur meiri tekjur úr trygging-
unum en hinn sem heldur vinnu
með 20% skertum vinnutima (32
vikustundir i stað 40).
Rikisstjórnin hefur fjölinörg
ráö i hendi sér — ráðstafanir i
peninga- og skattamálum,
möguleika á beinni aðstoð við
illa staddar atvinnugreinar o.fl.
— til að vinna gegn kreppuein-
kennum og ekki er ástæða til að
ætla annað en hún hafi þrek til
aö nota þau.