Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Við viljum brú yfir Dýrafjörð Þingeyri 20. jan. 1975 Tiöarfar hefur veriö siæmt frá miöjum desember til 15. jan. Þann 11.-15. jan. geisaöi hér noröaustanóveöur. Litiar skemmdir munu þó hafa oröiö t.d. hafa rafmagns- og sfma- linur aiveg sloppiö viö skemmdir. Snjóalög eru tals- vert mikil, en J»ó ekki meiri en oft hefur veriö um þetta ieyti árs. Héðan er gerður út skuttogari Framnes I 1S 708 og einn bátur, sein stundar linuveiðar, en það er Framnes IS 608. Atvinna hefur verið minni en undan- farna vetur t.d. mun litið sem ekkert hafa verið unniö i fiski um helgar, en hins vegar unnið alla virka daga, og þá oftast 10 klukkustundir á dag. Hrað- frystihúsið ráði i haust 10 stúlkur frá Ástralfu til vinnu við pökkun og snyrtingu, og munu þær verða hér þar til i mai. Fiskiðja Dýrafjarðar fékk nýtt 140 lesta skip haustið 1973, gerði það út i eitt ár, en seldi það svo á siðast liðnu hausti, og hefur ekki tekið neinn fisk til vinnslu I vetur. Vegurinn inni i Dýrafirði milli Ketilseyrar og Lainbadals er nú algerlega lokaður vegna snjóa og talið mikið verk að opna hann á ný. Það er skoðun heima- manna, að eina lausnin á þeim samgönguerfiðleikum að vetrinum sé brú eða fylling yfir fjörðinn frá Kjaransstöðum yfir iLambadalsodda. Þau mál hafa nú verið I athugun hjá Vegagerö rikisins um nokkurt skeið, en endanlegar niðurstöður rann- Guðmundur Friögeir Magnús- son Fréttabréf frá Guðmundi Friðgeir, Þingeyri: sókna munu enn ekki liggja fyrir. A siðast liðnu hausti vann „Hákur” hér við dælingu úr höfninni, og lauk þar með þeim áfanga i hafnarbótum, sem átti að ljúka 1972. Siðustu daga hefur verið góður afli á linu, þetta 7-8 tonn i róðri. Skuttogarinn hefur landað einu sinni, það sem af er þessu ári, 125 tonnum þann 12. janúar. Afli togarans á siðasta ári var 3045 tonn, heildarverð til skiptakr. 77.804.000,-og háseta- hlutur án orlofs kr. 1.815,427,- Ólafur Matthfasson og Knútur ólafsson f hlutverkum sfnum í Kona I morgunslopp. Frumuppfœrsla Leikfélags Shagafjarðar á Ted Willis: Frumsýning verður í Miðgarði á morgun Leikfélag Skagafjarðar hefur undanfarnar fimm vikur æft sjónleikinn Kona i morgunslopp eftir breska lávarðinn Ted Willis, sem kunnur er fyrir stuðning við islendinga i Iandhelgis- baráttunni. Frumsýning verður á sunnudag i Miðgarði og er þetta frumuppfærsla leikritsins hér á landi. Leikstjóri er ung leikkona, Þóra Lovlsa Friðleifsdóttir, leikendur eru átta. Loftur Guðmundsson þýddi leikritið. Atvinnuleysi hiá málurum okkar félaei sem atvinnulevsii Við erum mjög uggandi, segir Magnús Stephensen Það eru 15-20 málarar/ sem ganga atvinnulausir i Reykjavík nú, sagði Magnús Stephensen, for- maður Málarafélags Reykjavíkur, þegar Þjóð- viljinn innti hann eftir at- vinnuástandinu hjá Málurunum. dráttar gætir. A siðasta ári var afkoman yfirleitt enn góð hjá málurum, og atvinna mikil. Nú þegar framkvæmdir dragast saman og atvinnan minnkar verulega má vænta mikilla erfið- leika hjá mörgum við að standa undir sköttunum af góðum tekjum siðasta árs. Það eru menn á öllum aldri i okkar félagi sem atvinnuleysið bitnar á, sagði Magnús Stephen- sen, og við erum ákaflega uggandi, um, að nú sæki óðum I sama farið og 1968 og 1969, þegar atvinnuleysið varð mjög veru- legt. Þá fóru þó nokkrir okkar félagsmanna i atvinnu á öðrum Norðurlöndum, en þeir munu nú allir komnir heim. Menn verða þvi að láta sér nægja atvinnuleysisbæturnar til að framfleyta sér og sinum, en þær eru nú krónur 1414, — á dag, fyrir hjón og kr 115 — fyrir hvert barn á framfæri. Þó er aldrei greitt með fleiri börnum en þremur. Freon frysti- tækið komið Magnús sagði, að það væru að jafnaði milli 110 og 120 félags- menn Málarafélagsins vinnandi, þegar atvinnuástandið væri með eðlilegum hætti, og má þvi segja að um 15% vinnufærra félags- manna gangi nú atvinnulausir, en ekki hafa allir þeirra látið skrá sig atvinnulausa enn. Astandið hefur verið svipað undanfarna 2-3 mánuði, eða frá nóvemberlokuin, og eins og nú horfir er ekki útlit fyrir að at- vinnuástandið batni fyrr en þá með vorinu. Meistararnir hafa sem stendur engin verkefni fyrir þá, sem atvinnulausir ganga. Magnús kvaðst fremur eiga von á þvi, að ástandið i atvinnumálum málara ætti enn eftir að versna á þessuin vetri, nema sérstakar aðgerðir komi til. Brýna nauðsyn taldi Magnús Stephensen bera til þess, að opin- berir aðilar leituðust við að haga verkefnum á sinum vegum með þeim hætti, að þaii féllu i meira mæli en verið hefur á vetrar- tlmann, þann árstima, sein at- vinnuástandið er jafnan verst hjá málarastéttinni, þegar sam- Eins og fram kom I viötali viö dr. Björn Dagbjartsson, forstööu- mann Rannsóknastofnunar fisk- iönaöarins og birt var hér i blaöinu fyrir skömmu veitti þróunarsjóöur Sameinuöu þjóöanna Hannsóknastofnuninni styrk til rannsókna á sviöi fisk- iönaöar. Var styrkurinn notaöur til þess aö senda tvo islendinga til framhaldsnáms I matvæiafræöi, en hluti styrksins til þess aö fá freonfrystitæki hingaö til lands- ins. Tæki þessi eru nú komin til iandsins. Frysting i fljótandi freon er einkum notuð við sérfrystingu dýrra og viðkvæmra matvæla, svo sem ýmissa berja og ávaxta, en einnig sjávarafurða t.d. rækju, humarhala og hörpudisksvöðva. Tækjuhuin hefur verið komið fyrir I húsakynnum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, Skúla- götu 4,og sænskur sérfræðingur á þessu sviði, hr. Tor G. Aurell, mun dveljast hér i 3 mán. og kynna þessa frystitækni fyrir aðiluin hraðfrystiiðnaöarins og áhugamönnum. Einnig mun hann standa að tilraunum með freon- frystingu islenskra sjávarafurða ásamt sérfræðingum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og samanburði á freonfrystingu og hinum heföbundnu frystiað- ferðum sem notaðar eru hér- lendis. Ennfremur er fyrirhugað að flytja tækið til fiskiðnaðarbæja úti á landi og sýna freonfrystingu þar. Aformað er aö Aurell flytji fyrirlestra um frystitækni fyrir stúdenta i Verkfræðideild Há- skóla tslands. —úþ Af hverju skrökvar Gæslan? Spyrja austfirskir togaraskipstjórar Rétteinu sinni hefur það borið við að forráðamenn Landhelgisgæslunnar eru staðnir að rangfærslu. Og rétt einu sinni enn eru það íslenskir sjómenn sem reka ofan í gæslumennina. Austfirskir skipstjórar sendu i fyrradag frá sér svohljóðandi skeyti vegna rangra frétta frá Landhelgisgæslunni: „Undanfarna tvo daga höfum við sent Landhelgisgæslunni skeyti með upplýsingum um veiðar þýskra togara um 25 sjómílur innan fiskveiðimark- anna suðaustur frá Hvalbak. Einu viðbrögð Landhelgisgæsl- unnar við þessum upplýsingum eru þau, aö I dag eru fjöliniðlum látnar i té þær upplýsingar, að enginn v-þýskur togari sé á veiðum innan fiskveiðimarkanna. A sama tima og þessi frétt er les- in i útvarp er vestur þýski togar- inn Othmars chen BX-733 að toga meö okkur um 25 milur innan fiskveiðimarkanna i góðu veðri og ágætu skyggni. I saintökum, bæði við höfuð- stöðvar Gæslunnar i Reykjavik og einstaka skipherra, hefur að þeirra hálfu veriö látinn I ljós áhugi á að fá upplýsingar um ferðir og veiðar þýskra land- helgisbrjóta innan fiskveiðimark- anna. Nú spyrjum við: Af hverju eru visvitandi ósannar fréttir látnar berast til fjölmiðla, og er talning Land- helgisgæslunnar á erlendum veiðiskipum aðeins blekking? Er Gæslunni ekki lengur hagur I þvl að fá upplýsingar um landhelgis- br ot erlendra togara frá okkur? Þar sem málið varðar alþjóö væri okkur akkur i þvi, að fá svör við þessum spurningum á opin- berum vettvangi.” Undir þetta rita skipstjórarnir á Bjarti, Hólmatindi, Hólmanesi, Ljósafeili og Karlsefni. Svör sjóliðsforingjans Ekki stóð á svari Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar. útvarp og sjónvarp höfðu eftir honum i gær, að fréttin um að engir v-þýskir togarar væru innan landhelgis- markanna hefði verið á misskiln- ingi byggð! Þá kvað sjóliösforinginn varð- skipin hafa verið mjög upptekinn við það siðustu daga að aðstoða loönuflotann, skera nætur úr skrúfum skipanna td.. Nú er það að visu ekki ætlunin að draga úr gildi þeirrar að- stoðar, sem veitt er loðnuflot- anum með þvi að losa nætur úr skrúfum bátanna, en hitt er þó vist, aðtil þess dyggðu minni skip og verkefnasnauöari en þau fáu varöskip, sem eru i islenskri eigu. -úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.