Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fóstudagur 7. febrúar 1975 Viljinn færir okkur frelsi og vald til aö berjast Ég kem hér fram sem kona sem vinn fyrir lægstu laun i þessu þjóðfélagi. Stéttarfélag mitt er Sókn og ég er búin að vinna það lengi, að ég er komin á hæsta kauptaxta Sóknar, sem i dag eru 42.480 kr. En byrjunartaxti hjá Sókn er i dag 38.304 krónur. Og geta allir sagt sér það, hve miklir peningar það eru i dag. Vinnustaður minn er Kópa- vogshæli. Ég uni hag minum vel á vinnustað, nýt að ég held, trausts mins yfirfólks og öll samskipti við samstarfsfólkið er hið besta. Starf mitt á vinnustað er að hjálpa til að annast vangefið fólk. bessi hópur eru karlmenn á aldr- inum 12-68 ára. Nú, þetta er allt Verk, sem likjast venjulegum húsmóðurstörfum. Við klæðum, afklæðum, böðum, skömmtum mat, hjálpum þeim að borða, sem ekki eru einfærir um það sjálfir. Við göngum frá hreinu lini og hugsum um að hirða föt vist- manna og þar að auki reynum við að gera þeim daginn sem ánægju- legastan með föndri og leikjum fyrir þá, sem geta tekið þátt i sliku. Hinum hjúkrum við og önn- umst, sem eru meira lasburða. bau ár, sem ég hef unnið úti,hef ég kynnst stórum hóp af kyn- systrum minum, kjörum þeirra og lifsviðhorfum. Ungum stúlkum hef ég kynnst i stórum hóp, sem hafa unnið á sumrin og verið við alla vega nám á veturna, ungum stúlkum, sem hætt hafa námi eftir skyldunám eða á miðju gagnfræðaskólanámi til að geta notið lifsins, eru vel að sér um alla kvikmyndaleikara og stjörn- ur, oft bestu stúlkur, kátar og lifs- glaðar. Oft hef ég hugsað hvað biður þeirra, — eiga þær eftir að verða baráttukonur fyrir bættum lifskjörum kvenna? En liklegra finnst mér, að baráttukonurnar fáist úr þeim hópi er lokið hafa einhverju námi, ef þær þá verða ekki svo ánægðar og værukærar með sin góðu laun. bá kem ég að fráskildum konum, ekkjum og stúlkum, sem einar og óstuddar berjast áfram með 1 og 2 börn. Areiðanlegt er, að hlutskipti þeirra er það erfið- asta, sem hægt er i að lenda. bó getur maður dáðst að dugnaði þeirra og kjarki og er það mér hulin ráðgata, hvernig þær fá þessi litlu laun til að hrökkva fyr- ir brýnustu lifsnauðsynjum. Og veitég nokkur dæmi þess að þess- ar konur hafa unnið aukavinnu, svo sem gólfhreingerningar um- fram þessa 8 tima vinnu daglega á vinnustað, sækjandi börnin sin kannski á 2 staði eftir vinnu og við þurfum ekki að spyrja hvað biður þegar þær komast inn fyrir hús- dyrnar heima hjá sér. bessi hóp- ur kvenna er svo upptekinn við sina eigin lifsbaráttu að þeim gefst enginn timi til að brjóta heilann um vandamál kvenna. bá er það sá hópur af konum, sem kemur á vinnumarkaðinn sem hafa það sem við i daglegu taliköllum öryggi, — eru á góðum aldri, eiginmennirnir i góðri og vellaunaðri vinnu. bær virðast i fljótu bragði vinna til þess að geta veitt heimili sinu meira af dýrum húsgögnum og öðrum lifsgæðum. Er trúlegt að þær leggi á sig að berjast fyrir kvenna yfirleitt? Ég veit það ekki. Oft hvarflar hugur minn að þessum málefnum kvenna, og ekki get ég neitað þvi að mér sárnar það misrétti, sem mér finnst rikja i starfsmati og launagreiðslum þegnanna, og þar verðum við konur harðast úti, sem eru taldar ófagiærðar og óábyrgar i starfi. Sem sagt, höfum enga pappira upp á, að við kunnum nokkurt verk til hlitar, þótt við höfum unnið þjóðfélagi og heimili okkar allt það gagn, sem brjóstvit og kraftar okkar hafa leyft, unnið myrkra á milli til að geta stutt börn okkar til æðstu menntunar, svo að þau yrðu þjóð sinni að sem mestu gagni og þyrftu ekki að búa við sömu launakjör og við um sina ævi. bá leiðir maður hugann að þessu ári, sem á að vera ár okkar kvenna og hverju þær muni fá áorkað. bað eru vist 27 ár siðan kvennanefnd Sameinuðu þjóð- anna hóf starfsemi sina og mörg verkefnin óleyst enn, sem varðar okkar hag. En vonandi eigum við dugmiklar konur, sem hafa kjark, menntun og vilja, þvi vilj- inn færir okkur frelsi ög vald, til að vera tilbúnar að berjast fyrir væru búnir að færa svona stóra fórn. Og við, sem ávallt höfum orðið að láta okkur nægja lægstu iaunin, færum að leggja meiri trúnað á það sem si og æ er verið að staglast á, bæði I blöðum, út- varpi og sjónvarpi, — um leiðir til að tryggja hag hinna lægst laun- uðu sem ekki mega hafa beinar kauphækkanir i för með sér! Mér er óhætt að fullyrða, að eins og málin standa i dag, þá tekurhið vinnandi fólk litið mark á blaðaskrifum og öllu kjaftæði um þessi mál. bað er eins og gæti trúleysis og deyfðar hjá fólki. bað treystir ekki verkalýðsforustunni og getur á öllu átt von hjá þeim, sem stjórna landinu. Og það sem mig furðar mest i fari unga fólks- ins i dag, með allri þeirri mennt- okkar málstað. bvi enn þarf stórt átak til að uppræta þá skoðun og þá hugsun hjá konum að þær eigi að láta karlmennina eina um að leysa vandamál okkar. Okkur er að visu nokkur vorkunn, þar sem formæðrum okkar hefur verið innrætt um aldaraðir að við ætt- um að láta karlmennina eina um að leysa öll mál, sem nokkru skipti. Við þurfum ekki nema lita á Alþingi islendinga til að sjá það svart á hvitu hvað við konur erum hlédrægar og trúum karlkyninu fyrir öllum okkar hag. Nú megið þið ekki halda að mér detti i hug eða sé að halda þvi fram að karlmennirnir vilji ekki leysa okkar vandamál. En þeir hreint og beint geta það ekki nema við stöndum við hlið þeim, sem jafningjar i einu og öllu. Og eitt er vist, að hvoiugt kynið má annað kúga. Kem ég þá aftur að launamis- rétti þegnanna, hvort hann stafi ekki af einhverju leyti frá þeim aldagamla sið, sem rikti með þjóð okkar. Að á heimilum, þótt góð væru og Guðsótti rikti innan dyra, þótti sjálfsagt að mismuna fólki i mat. Húsbændur og þeir sem mest voru virtir fengu mestan og bestan skammtinn og svo minnk- aði skammturinn allt niður að ó- mögum og bitabörnum, sem fengu rétt svo að þau gætu lifi haldið. Er þetta ekki spegilmynd- in I dag? Hvað þá ellilaunþegar og öryrkjar? Eru það ekki bita- börnin okkar? begár ég horfi á fulltrúa at- vinnurekenda á sjónvarpsskerm- inum með raunamæddar ásjónur, fulla af svartsýni og talandi um, að kauphækkun komi ekki til greina i þessu voða-árferði og jafnvel undrandi á að nokkrum geti dottið kauphækkun i hug — atvinnufyrirtæki risi engan veg- inn undir sliku — hefur mér dottið i hug, hvort ekki væri nú leið að benda þeim á, að þeir reyndu svo sem i 2 ár að lifa á sömu launum og við sem höfum lægst kaupið. betta gæti bjargað miklu fyrir landið og ég er viss um að þessir fulltrúar atvinnurekenda, þegar þeir kæmu næst á sjónvarps- skerminn, yrðu miklu ánægðari og hressari á svip þegar þeir un, sem það á kost á að afla sér á öllum sviðum, hvað það er áhuga- laust um það sem kallast þjóð- mál. bað er svo almennt og oft að það heyrist segja: „bað er ekkert að marka það, sem stendur i blöð- um, og stjórnmálamennirnir, all- ir upp til hópa hvar sem þeir standa i flokki, þeim er ékki trú- andi”. Kannski er unga fólkinu vorkunn þótt það hugsi á þennan hátt. Og þessi deyfð orsakast ef til vill af þvi, að allt i heiminum á þessum timum er svo óstöðugt og enginn veit hvað morgundagur- inn ber i skauti sinu, eða hvaða spil stjórnmálamennirnir kunna að hafa á hendi næsta dag. bað sem kom mér til að taka þátt i þessari ráðstefnu, sem hér er haldin i dag, er að enn er ég minnug orða frú Sigrúnar Blön- dals, er var fyrsta skólastýra húsmæðraskólans á Hallorms- stað og sú mesta baráttukona fyrir málefnum kvenna, sem ég hef kynnst. bvi hún fórnaði öllum sinum tima og kröftum til að austfirskar stúlkur gætu fengið einhverja menntun og þroska áð- ur en þær hæfu sina lifsbaráttu. Mun hennar dugnaður seint full- þakkaður, þvi þið getið hugsað ykkur hvaða átak það hlýtur að hafa verið að berjast fyrir að koma upp skóla fyrir kvenkynið, snemma á þessari öld, i heilum landsfjórðungi, þar sem aðeins var til einn alþýðuskóli. bá voru ekki til námslán eða ferðapening- ar handa nemendum, svo þeir ættu kost á að sækja nám til ann- arra landshluta. bað voru þvi bara börn efnafólksins, sem áttu þess kost að geta fengið einhverja skólagöngu. Og þótt nú séu rúm 40 ár síðan ég var nemandi frú Sigrúnar, er mér minnisstætt, hvað hún innrætti okkur og lagði á það áherslu að við hefðum skoðun á hverju máli og þvi sem betur mætti fara i samfélaginu. Hún sagði oft við okkur: „bið megið aldrei láta ykkur vera sama um neitt, þvi ekkert er eins hættulegt og að vera sama um það sem gerist i kringum ykk- ur. bið verðið að hugsa og vilja, þvi annars hættið þið að þroskast og vera hæfar manneskjur i sam- félaginu.” Vinnutíminn eftir kl. 5 ræður úrslitum um hvernig lífi maður lifir Okkur konum i frystihúsum er ýmislegt til lista lagt, en þegar kemur að ræðuhöldum fara nú að vandast málin. Siðasta tilraun min til ræðuhalds fór á þann veg, að er ég var á leið i pontuna lak flest það úr mér, sem ég vildi sagt hafa. bvi tók ég það ráð nú að punkta niður hjá mér það helsta er ég vildi minnast á hér. En ekki voru þó allar áhyggjur á enda, þvi þá tóku við áhyggjur af þvi að þetta væri svo illa skrifað að ég gæti ekki lesið það. En nú er ég hingað komin með blöðin og get liklega lesið þetta og er þá fyrst að hefja máls á þvi, sem ég tel algert hneyksli innan verkalýðshreyfingarinnar og það er samsetning þeirrar nefndar, sem kjörin hefur verið til samn- inga við atvinnurekendur i samn- ingum þeim er nú standa yfir. I þessari nefnd eru niu karlmenn. Á þessu yfirstandandi alþjóða- kvennaári þótti þeim háu herrum innan ASÍ engin ástæða til að hafa konu i þessari nefnd. Leyfi ég mér að fenginni reynslu að efast um heilindi þeirra um málefni kvenna og minni á, að viðræður þessarar næstum sömu nefndar hafði staðið vikum saman á sið- asta ári án þess að höfuðkrafa kvenna i frystihúsum væri nefnd og þá loks tekin fyrir með þrýst- ingi frá sterkasta fjölmiðli lands- ins. Að flestra dómi mun kaup- trygging sú er þá náðist vera einn stærsti sigur verkakvenna um margra ára skeið. Arvisst at- vinnuleysi var ávallt afsakað með timabundnum, óhjákvæmilegum hráefnisskorti. En á þessu hausti hefur orðið annað uppi á teningn- um. bar sein ég hef frétt til og þekki af eigin raun fellur nú aldrei niður vinna og kemur nú á daginn, að betra skipulag var það sem til þurfti. Ég tel að kaup- tryggingin hafi verið eina raun- verulega kjarabótin sem kom út úr þessum siðustu samningum. Nú vik ég að þvi sem framund- an er. Arið 1971 sömduin við um 40 stunda vinnuviku, en mér er spurn: Hvar og hvernig er hún framkvæmd? Flestar vikur er unnið 50 tima á viku. Sé unnið skemur, þ.e. 40 stundir, er það sjálfsmorðstilraun að reyna að fleyta sér á þvi. En fyrir 40 stund- ir er kaupið 9.300 krónur. Ég hef árum saman unnið þann langa vinnudag sem tíðkast i frystihúsum og tel, að timinn sem unninn er eftir kl. 5 ráði úrslitum um hvernig lifi maður lifir. beir sein hafa það góð laun fyrir 8 stunda vinnudag að nægir til lifs- viðurværis geta með góðu móti fylgst með öllu sem er að gerast i menningarlegu tilliti. Hinir, sem vinna 10—14 stunda vinnu, lifa að- eins til að komast i vinnu daginn eftir og geta halað út 10 stunda vinnudag og siðan farið heim að sofa. Oftast er maður daglangt að hugsa um allt sem maður ætlar að gera þegar maður kemur heim, en má svo þakka fyrir ef maður kemst gegnum dagblaðið, og er það oftast eina menningar- fæðan þann daginn. Við i Bæjarútgerðinni spurðum forseta ASI, hvort hann treysti sér til að lifa á 9000 krónum á viku. Hann svaraði þvi til, að hann gæti það sjálfsagt ef hann þyrfti þess! Ég held aftur á móti, að engin kona myndi reyna það. Heldur mundi hún prjóna lopapeysur eða skúra einhvers staðar til að drýgja tekjurnar. Að lokum vil ég nefna nokkur atriði, sem ínig langar til að tekin verði til athugunar hér á þessum fundi: í fyrsta lagi, að samræmt verði matarverð i öllum mötuneytum, þar sem launþegar eru tilneyddir að kaupa sér fæði, en ekki haft eins og það er nú, að sumir borgi 100 krónur fyrir matinn sinn, en aðrir 300 krónur. bá finnst mér spurning, hvort ekki komi til greina, að starfsfólk frystihúsa og fiskverkunarstöðva fái skattfrjálsa eftir- og nætur- vinnu. Að lokum vil ég, að við konur reynum að verða stöðugri vinnu- kraftur og að við gerum það að markmiði okkar á þessu alþjóða kvennaári, að við vinnum öll störf vel og helst betur en karlinenn, svo okkur takist að sannfæra alla menn uin að við séum jafnréttis- ins verðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.