Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. febrúar 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR 0 G ÞJÓÐFRELSIS Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaðaprent h.f. YONANDI VITKAST FRAMSÓKN Nú að undanförnu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn krafist þess að landbúnaðurinn verði lagður niður. Miklu hagkvæmara sé að kaupa landbúnaðarvörur erlendis frá. Iðulega hefur ákvörðun um innflutning allskonar iðnaðarvara verið tekin á ná- kvæmlega sömu forsendum: Að fram- leiðslan innanlands sé svo dýr og hentugra sé að flytja vöruna erlendis frá. Þegar siðan hefur komið i ljós að innlenda fram- leiðslan — jafnvel með eins góða vöru — hefur staðið sig illa gagnvart inn- flutningnum hafa postular hins „frjálsa framtaks” sagt að iðnaðurinn hafi gott af þessu — hann eigi að spjara sig. Og islenskir iðnrekendur hafa samþykkt þessar kenningar, samþykkt aðild Islands að EFTA á þessum sömu forsendum — en hafa siðan jafnan reynt að skriða upp i fangið á stórumömmu þegar allt um þraut. Nú nýlega var innflutningur gefinn „frjáls” — eins og það er kallað — á húsgögnum og fleiri vörutegundum. Með „frjáls innflutningur” er i þessu sambandi átt við hvað þeir sem hafa mikla pen- inga. eða geta slegið út peninga i bönk- unum geti pantað húsgögn til landsins. Það var enda ekki lengi beðið eftir um-- sóknum um gjaldeyri fyrir húsgagna- innflutningi, fjöldi heildsala sá nú að nauðsynlegt var að gripa tækifærið og fórna sér með þvi að flytja inn húsgögn. Umsóknir hrannast upp. Nú segir það sig sjálft að almenningur á Islandi tekur ekki takmarkalaust við húsgögnum i stofur sinar enda þótt sumum kunni að hafa komið slikt til hugar. Þess vegna er ljóst að innflutn- ingur erlendra húsgagna kemur nið- ur á innlendum innréttinga- og hús- gagnaiðnaði. Þar með er hætta á að islensk iðnfyrirtæki fari á hausinn — og þá er kallað á stórumömmu, rikið, og beðið um fjárhagsstuðning eða gengisfellingu, eins og iðnrekendur eru að panta þessa dagana. En samdráttur i húsgagnaiðnaði — þótt ekki komi nú til gjaldþrota — kemur niður á atvinnunni i landinu — minna verður um vinnu, færri hafa lifi- brauð af þessari starfsgrein og svo þannig koll af kolli. En þessi sérkennilega atvinnumála- stefna nýju viðreisnarstjórnarinnar hefur fleiri hliðar: Þó að innflytjendur séu allir af vilja gerðir til að flytja inn húsgögn, þó að þeir hafi islenska peninga til að borga þau er ekki vist að það sé auðvelt að skipta þeim i Seðlabankanum i gjaldeyri. Þar er nefnilega enginn gjaldeyrir til — nema einn og einn dollari og eitt og eitt pund sem unnt hefur reynst að kria út á allskonar skuggalegum lánamörkuðum úti i heimi. Islenska þjóðin er nefnilega farin að lifa á kritum og spurningin er um daga eða vikur — hversu lengi þóknast kaupmanninum á horni alþjóðagötu fjármálanna að skrifa hjá okkur — hversu lengi verða keypt skuldabréf eða veð i Islandi i erlendum kauphöllum? Það er sem betur fer komið svo að málgagn gjaldeyrisráðherra veltir þvi fyrir sér hvort það borgi sig að vera is- lendingur um þessar mundir. Það er góðs viti vegna þess að litið hefur borið á slik- um vangaveltum áður — og athafnirnar hafa bent iskyggilega mikið i þá áttina að forustumenn framsóknar hafi jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að það borgi sig alls ekki, þvert á móti sé eðlilegast að láta þá fáu græða á fjöldanum, láta þá fáu hafa gjaldeyri sem fæst með lántökum niðri i hinum stóra heimi, láta þá fáu ráða ferðinni i hvivetna. Þá yrði þess heldur ekki langt að biða að framsókn léti undan þeirri kröfu Sjálfstæðisflokksins að land- búnaðarvörur yrðu fluttar inn, land- búnaðurinn islenski lagður niður á einu bretti i staðinn. En vonandi vitkast fram- sókn. Lengi getur vont versnað — vonandi ekki endalaust — S Eldhúsdagur um efnahagsmál utan dagskrár fiskiskipa og einnig væri of mikiö að taka 20% af afiaverömæti togara i rikisábyrgöasjóö til tryggingar á greiðslu vaxta og af- borgana; 12-15% væri nóg. Á að eyða? Þá vakti Lúðvik Jósepsson athygli á þvi aö gjaldeyrisaf- greiðslur eru nú ekki frjálsar i reynd heldur væru ýmsar gjald- eyrisbeiönir lagðar til hliöar og þaö jafnvel til lengri tima, en þarna þyrfti að ráöast á vandann. A aö heimila hömlulausa gjald- eýrissölu til bilakaupa? — en i þaö fóru 3 miljarðar á sl. ári. A að eyða jafnmiklu i ferðalög er- lendis? —1.760 miljónir fóru i það 1974. Frelsi? Rikisstjórnin hefur ekki kært sig um neinar umræöur um hinn brýna aðsteðjandi efnahags- vanda sem hún ber að miklu leyti ábyrgð á sjálf, engar upplýsingar veitt þingmönnum um stööuna né látið neitt frá sér heyra um væntanleg úrræöi — þvi var eðli- legt aö stjórnarandstöðuflokkar heföu forystu um umræöur utan dagskrár um efnahagsmál i sam- einuöu þingi I gær. Bæöi Alþýðu- bandalagiö og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna höföu ákveðið að óska eftir slikum um- ræðum. Fyrstu ræðuna flutti Jón Bald- vin Hannibaisson skólameistari, varamaður Karvels Pálma- sonar;var þetta frumræða Jóns á þingi og stóð i fulla klukkustund. Yfirheyrslur Jón Baldvin flutti þingheimi „álitsgerð og tillögur þingflokks SFV um vinnubrögð alþingis og annarra stjórnvalda við val úr- ræða til lausnar efnahags- vandanum” frá 3. þ.m., en hún hafði verið send forsætisráðherra þann sama dag. 1 sammþykkt þingflokksins var mjög dökkleit lýsing á ástandinu og vakin athygli á aðgerðarleysi stjórnar- innar. Mæltist þingflokkurinn til að gerð væri rannsóknarnefnd úr fjárveitingarnefnd alþingis (eöa henni að viðbættum fjár- hags- og viðskiptanefndum þing- deilda), eða þingiö að öörum kosti skipaði sérstaka rannsóknar- nefnd, og tæki hún ráðherra til yfirheyrslu, svo og sérfræðinga og oddvita hagsmunahópa, og það i áheyrn alþjóöar. Kæmist hún þannig til botns i efnahags- vandanum og gæti komið sér niöur á úrræði. Vond stjórn 1 málin sinu kom Jón Baldvin viða við og staldraði alllengi við feril vinstri stjórnar sem hann taldi harla vitaverðan. Sú stjórn hefði veriö heltekin happdrættis- hugarfari og storkað þjóðfélags- legum þyngdarlögmálum. A fyrri hluta árs 1973 hefði átt að hefja viðtækar samdráttaraðgerðir i efnahagslifinu: auka sjóðasöfn- un, beita lánsfjárhöftum, draga úr umframkaupgetu, skyldu- spara, hækka vexti o.s.frv. Nú þyrfti aö gera neyðarráð- stafanir: draga úr almennri neyslu m.a. með skattahækkun á hátekjuhópum, flytja fjármagn frá neyslu til atvinnuveganna með gengislækkun eða milli- færslu, auka sparnað m.a. með verðtryggingu fjárskuldbindinga (það fæli I sér stórhækkaða raun- vexti) og jafnframt tryggja kjör hinna verst settu. Sjálfsblekking Lúövik Jósepssontók næstur til máls og kvaðst nú frekar vilja ræða alvarlega um efnahags- málin en munnhöggvast við hinn nýja spámann sem nú væri upp risinn. Efnahagsvandinn væri vissulega allmikill svo sem þeir vissu sem fylgdust vel með skrifum stjórnarmálgagna: gjaldeyrisvarasjóður uppurinn, gifurlegur taprekstur hjá útflutn- ingsatvinnuvegum, einkum i sjávarútvegi og ekki enn búiö að ákveða fiskverð. Auk þess eru allir kaupgjalds- samningar lausir og verkföll geta jafnvel skollið á Núverandi rikisstjórn gerði til- teknar efnahagsráðstafanir þegar i upphafi ferils sins og taldi sér vist trú um alveg fram að jólaleyfi þingmanna að þær væru nægilegar til að tryggja afkomu útflutningsatvinnuveganna, ef dæma á eftir afgreiðslu á málum i desember, samanber ráðstafanir i sjávarútvegi þá.En nú er annað komið á daginn. Fiskverð strax Fiskveröið er ókomið. For- maður Llú segir að fyrst þurfi al- mennar efnahagsráðstafanir, svo megi ákveða fiskverð. Forsætis- ráðherra hefur lýst yfir opinber- lega að fyrst þurfi að ákveða fisk- verð svo megi huga að efnahags- ráðstöfunum. Auðvitað þarf að ákvarða fiskverð þegar I stað I samráði við stjórnvöld og þá með hliðsjón af væntanlegum að- gerðum. Lúövik kvaðst ekki geta lagt dóm á það hvernig rekstraraf- koma útflutningsatvinnuveganna er nú, enda fékk hann fyrst i gær i hendur gögn frá Þjóðhagsstofnun um þau efni. Afskriftir Sagt væri að heildartap báta á ári væri að núverandi skilyrði 2 miljarðar króna og togara 1 mrð. Þessum tölum ber að taka með fyrirvara þvi ekki væri getið um grundvöllinn: aflamagn, verðlag, afskriftir, vaxtagjöld. Þjóðhags- stofnun reiknaði með 2,7 miljörðum i afskriftir og væri það drjúgur hluti áætlaðs taps. Vextir Beinar vaxtagreiðslur útgerðar væru rúmir 2 miljarðar og Þingsjá hækkuðu þær við siðustu vaxta- hækkun um 500 miljónir. Lúövik lagði áherslu á það að vextirnir væru alltof háir, i mörgum til- vikum 18-24%. Jón Baldvin segði að vexti ætti að hækka, hannsegði lækkaænda hefði hann dæmin um hvað vaxtabyrðarnar þýddu. Verslunin skuldar nú um 9 miljarða og með nýorðnum vaxtahækkunum voru lagðar 3-400 miljónir króna i verslunina. Og auðvitað fær hún leyfi til þess að velta þessu af sér út I verðlagið! Þær 500 miljónir sem vaxta- hækkunin lagði á sjávarútveginn mun Kristján Ragnarsson auð- vitað krefjast að reiknist inn i fiskverðið. Ráöstafanir Lúövík drap siðan á nokkur atriði sem hann taldi mikilsverð við mat á vandanum: • Vexti þarf að lækka • Fiskverð þarf að hækka • Verðjöfnunarsjóðinn á að nota, en inni I honum stóðu 2,6 miljaðar um siðustu áramót. • Það var rangt að hækka tillag til stofnfjársjóðs fiskiskipa úr 10% 115% um siðustu áramót. • Það var rangt að taka 4-5 1/2% af útflutningsverðmæti og setja I oliusjóð um áramótin, þvi þetta jafngildir um 12% fisk- verðs. Þá sagði Lúðvik að of mikiö væri nú tekið i vátryggingarsjóö Sjálfsagt væri grundvallar skoðanamunur um efnahagsmál milli þingmanna, en sá ágrein- ingur þyrfti að koma fram. Sumir, einkanlega hagfræðingar segja: færum allan kaupmáttin niður og það er best með al- mennri gengilækkun þvi það þýðir frelsi! Þetta telja alþýðu- bandalagsmenn ósanngjarna leið. Lúövlkfór nokkrum orðum um tillögur SFV og taldi þær óeðli- legar; hið eðlilega væri að rikis- stjórnin kæmi með sinar eigin til- lögur og siðan ætti að ræða þær. Viðráðanlegt En þaö væri fjarstæða hjá Jóni Baldvin að halda þvi fram að allt væri nú komið um koll I efnahags- málum. Vandinn væri að visu mikill en aðstaðan góð I ýmsum greinum, einmitt vegna þess að góðærið var notað til að byggja upp atvinnutæki, kaupa fiskiskip og endurbyggja frystihús. Þar kom til að ekki var farin sam- dráttarleið Jóns Baldvins. En það var svo sem vitað áður að hann var andstæðingur vinstri stjórnarinnar. Benedikt Gröndal lét I sér heyra og lýsti sök á hendur rikis- stjórnarinnar fyrir forystuleysi. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra fagnaði frumkvæði SFV um samráð en vildi sjálfur ráða fyrirkomulagi. Efnislega vildi hann ekki ræða efnahagsmálin utan dagskrár en lét þess getið að fjárlög mundu verða endurskoðuð Frainhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.