Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Geir Hallsteinsson í samtali við Þjóðviljann: „Það þarf að gjörbreyta landsliðinu” „5 af þessum 13 mönnum hefði ég aldrei valið — landsliðsæfingarnar eru algjörlega út í hött” //Það er alveg greini- legt að það þarf að gjör- breyta öllu fyrirkomulagi í sambandi við val og þjálfun landsliðsins," sagði Geir Hallsteinsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „óánægja meðal landsliðsmanna hefur verið mikil og má sem dæmi nefna að á æfing- unum um jólin var æf- ingasókn að meðaltali um 20% og er hæpið að slíkt yrði látið viðgangast hjá nokkurri annarri hand- knattleiksþjóð/ sem ætlar sér að ná einhverjum árangri. islendingar hafa misst andlitið eftir þetta Norðurlandamót og nú er rétti tíminn til að byrja að nýju/ — við höfum allt að vinna. I apríl eigum við hvorki meira né minna en 6 landsleiki/ 2 við tékka, 2 við júgóslava og 2 við dani. Fyrir þann tima þarf allt að vera komið í fullan gang að nýju. Okk- ur vantar góðan erlendan þjálfara eins og skot og með honum þurfum við að hrista ærlega upp í ís- lenska handknattleiks- landsliðinu." „Það er ekki hægt að komast hjá þvi að áfellast Birgi Björns- son verulega,” sagði Geir. „Hann hefur verið algjör ein- valdur liðsins i vetur, veriö einn um að velja það, þjálfa það og stjórna þvi i leikjunum. Birgir fór skakkt i hlutina, að visu er hann ekki einn um það, — mis- tök hafa verið gerð mörg ár i röö. Ég hefði a.m.k. aldrei valið fimm af þessum 13 lands- liðsmönnum. Þeir eiga þar ekkert erindi. Reglan við val liðs er að nota 4-5 útispilara, 2-3 sérhæfða hornainenn og siðan 3 linuinenn á miðjuna. t okkar landsliði eru svo margar skytt- ur, að jieir Ólafur Jónsson, Einar Magnússon, Ólafur Einarsson og Viöar Simonarson voru allir meira og minna inni á linu i leikjunum á NM. Allir hljóta að sjá hve fáránlega er staðið að vali liðsins. Þá var miðjumaðurinn Pálmi Pálina- son haföur i hornunum alla leik- ina og nýttist hann auðvitað alls ekki þar. Það var ekkert hugsað um að velja menn eftir stöðum þeirra með sinuin félagsliðum.” Þjálfurum félagsliða er aldrei treyst — Er undirbúningur okkar fyrir NM slæinur? — Ekki endilega fyrir Norður- landamótið sérstaklega. Það hefur verið farið skakkt i lands- liðsæfingarnar i mörg ár. Þaö er alveg sama hvað við leik- mennirnir höfuin oft bent á það, sem okkur finnst rangt, ekkert tillit virðist tekið til þess. Á landsliðsæfinguin er allt byggt upp á þreki og aftur þreki. Þjálfuruin islenskra félagsliða er ekki treyst til þess að sjá um likamlegt ástand okkar og þurf- um viö þvi að vera I botnlausum þrekæfingum hjá landsliðinu. Þetta er alröng aðferð við þjálf- un úrvalsliðs. Það á að leggja alla áherslu á að æfa leikkerfi, — samæfa leikmenn margra félagsliöa. Óánægjan I vetur hefur verið svo mikil að i kringum jólin var t.d. ekki nema um 20% mæting á landsliðsæfingarnar, enda voru þær litið frábrugðnar félags- æfingunum. Vitleysa að nota leikmenn erlendis frá. ' — Var rangt að senda eftir Axel? — Já alveg tvimælalaust. Ég hef oft verið i þeirri erfiðu að- stöðu sein hann var I þarna og er uúinn að sjá það nú, að það er mikil vitleysa að taka menn beint inn I landslið, sem ekki hafa á nokkrurn hátt komið nálægt undirbúningi þess. Þótt ekki hafi veriö mikiö lagt upp úr samæfingu landsliðsins er þó alltaf ákaflega erfitt að koma allt i einu inni leik þess,og Axeli, Jóni Hjaltalin og mér hefur öll- um gengið illa I flestum lands- leikjum okkar á meðan við lék- um með erlendum félagsliöum. Þar að auki má segja að það sé hrein frekja aö draga menn inn i lið, sem þeir hafa ekkert æft með. Það er rangt gagnvart þeim, sem hafa æft hér heima, en verða siðan að sitja eftir vegna leikmanna sem koma er- lendis frá. Við þurfum erlendan þjálfara — Hvað er til ráða? — Það er alveg augljóst mál, að ef við ætlum að vinna okkur upp að nýju er ekki nema um það eitt að ræða að veita auknu fé til handboltans og ráða er- lendan þjálfara, sem er reiðubúinn til róttækra breyt- Geir Hallstcinsson — opinskár um aöfinnslur og breytingartil- lögur. inga. Við eigum 6 landsleiki i vor og enn er timi til að byggja upp fyrir þann tiina. tslending- ar hafa beðið mikið afhroð á NM og misst andlitiö verulega. Við þurfum að brjóta allt niður og byrja frá grunni. Birgir þjálfari hefur sjálfur sagt mér að hann hafi aðeins verið ráöinn til bráöabirgða. Okkur hefur lengi verið lofað er- lenduin þjálfara en enn hefur ekkert skeð. Það er svo sannar- lega ekki seinna vænna að fara að taka til hendinni. Öðruvisi aðfarir úti — Er farið öðruvisi að i útlöndum? — Já, þar er þjálfurum félagsliðanna yfirleitt treyst betur og þeir jafnvel hafðir verulega með i ráöum. Þeim er treyst til aö sjá uin þrekþjálfun og annað þess háttar, og lands- liðsæfingarnar byggjast upp á æfingum leikkerfa, bæði töflu- æfinguin, sem eru mjög mikill þáttur og eins æfingum úti á velli. Þrekæfingar landsliðs mega i mesta lagi standa i 2 mánuöi við upphaf keppnis- timabils. — Er þá við Birgi einan að sakast? — Nei, langt i frá. Við leik- mennirnir eigum lika okkar sök á þvi hvernig til hefur tekist. Við höfum ekki látið landsliðið ganga nægilega fyrir. Æfinga- sókn hefur verið léleg og þótt óánægja komi upp má að sjálf- sögðu ekki gefa allt upp á bátinn og hætta að mæta. Það er erfitt fyrir Birgi að æfa saman menn sem ekki nenna að mæta á æfingarnar sem skyldi. Verð með í næsta leik — Að lokum.Geir: Ertu búinn að ná þér eftir meiðslin? — Auðvitað er ég ekki búinn að ná mér fullkomlega, en ég verð með i næsta leik FH. Þótt meiöslin nái sér ef til vill fljótt, er maður alltaf hræddur og hik- andi fyrstu leikina eftir svona áfall. Ég hef reynt að haida mér við likamlega og verð kominn á fulla ferð innan tiðar — GSP. LEIKNIR sló KR út Fyrstu leikirnir i bikarkeppni kvöld og geröist þaö mark- HSl fóru fram sl. miðvikudags- verðast að eina liðið úr 3. deild, Það haföi ekkert að segja fyrir KR-inga að setja Ingólf óskarss. inn á siðustu minútur leiksins gegn Leikni. Leiknir sigraði af öryggi og kom það svo sannarlega á óvart. Hér sést Hafliði Pétursson fara framhjá Ingólfi og skora úr horninu — rnynd: Einar Leiknir úr Breiðholti, sló KR-inga út úr keppninni með glæsibrag. Sá leikur fór fram i Laugar- dalshöllinni og að honum loknum lék 1R við Fylki og sigraöi með miklum yfirburðum. I Garöa- hreppi léku Breiðabliksmenn við Stjörnuna og sigruðu 17-16 eftir geysispennandi lokaminútur. Staðan i léikhléi I leik Leiknis og KR var 11-9 fyrir Leikni. Markvörður þeirra hafði varið af snilld og ekkert gefiö okkar bestu 1. deildarmarkvörðum eftir. í siöari hálfleik léku KR-ingar nokkuð fast, ætluðu sér greinilega að vinna þennan leik og undir lokið snaraði Ingólfur óskarsson þjálfari KR sér út æfinga- gallanum og tók sjálfur þátt I baráttunni viðhið létt leikandi lið Leiknis. Allt kom þó fyrir ekki — Leiknir lék af öryggi og hélt fengnu forskoti. Sundmót Ægis á næstunni o Sundmót Ægis verður haldiö i Sundlaug Laugardals þann 16. febrúar og Sundhöll Reykjavikur þann 19. febrúar. Keppt verður i eftirtöldum greinum. Sunnudaginn 16. feb. kl. 15. 1. 1500 m skriös, kvenna. Bikar- sund 8. lOOm skriðs. telpna f. ’61 og s. Bikarsund 9. 100 m skriðs. karla 10. 100 m bringus. kv. 11. 200 m baks. karla 12. 200 m fjórs. kv. 13. 4x100 fjórs. karla 14. 4x100 m fjórs. kv. 2.1500 m skriðs. karla,Bikarsund. Miðvikudagnn 19. feb. kl. 20.15 3. 400 m fjórs. karla 4. 100 m flugs. kv. 5. 200 m bringus karla 6. 50 m skriðs. sveina f’ 63 og s. 7. 50 m bringsu. telpna f. ’63 og s. Þátttökutilkynningum skal skilaö á þar til gerðum skráningarkortum i siðasta lagi þriðjudaginn 11. febrúar i Sund- höll Reykjavikur, eöa til Sigurðar A. ólafssonar, Brilnaveg 3, ásamt kr. 50 fyrir hverja skráningu. Undanrásir verða þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.